Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 14. febr. 1964 Athugasemd vegna blaða- skrifa um in MORGUNBLAÐINU hetfur borizt eftirfarandi athugasemd frá h.f. Jöklum: „Undanfarið hafa átt sér stað nokkur skrif í dagblöðunum um skipafélög landsmanna. Þar sem þessi skrif hafa verið villandi og beinlínis röng varðandi h.f. Jökla, teljum vér oss skylt að senda etfirfarandi leiðréttingar, svo að alménningur megi vita hið rétta í málinu. f einu dagblaða Reykjavíkur, er hinn 11. febrúar s.l. rætt um, að farmgjaldastríð eigi sér stað milli skipafélaganna og sagt að þrjú skipafélög, en þar mun m.a. vera átt við h.f. Jökla, „fleyti rjóma af siglingunum, en bera ekkert af >,im skyldum, sem hvílt hafa á Eimskipafélaginu, sérstaklega um flutning á sekkja vöru.“ Vegna þessara ummsela viljum vér skýra frá eftirfarandi: 1) Á sl. ári var sekkjavara 25% af heildarinnflutningsmagni skipa hf Jökla. 2) Hf Jöklar hafa fyllilega flutt til landsins sinn hluta sekkjavöru væri þeim flutning- um skipt í hlutfalli við lestarými alls kaupskipastóls landsmanna. 3) Farmgjöld á sekkjavöru hafa verið hin sömu og hf Eim- skipafélag íslands hefur tekið fyrir sekkjavöruflutninga. 4) Hf Jöklar hefðu getað flutt til landsins meira magn sekkja- vöru, ef nægileg eigin geymslu- aðstaða hefði verið fyrir hendi í Reykjavík, sem vonandi rætist úr á yfirstandandi ári. Varðandi breytingar á farm- gjöldum, viljum vér skýra frá því, að farmgjöld á vörum út- fluttum með skipum hf Jökla, hafa stöðugt farið lækkandi frá upphafi starfrækslu félagsins. Á það því ekki við hf Jökla, þegar sagt er í einu dagblaðanna, að vegna hinna lágu farmgjalda á sekkjavöru undanfarin ár, hafi skipafélögin í staðinn fengið að hækka því meira farmgjöld á stykkjavöru og útfluttum vörum. Eftir að farmgjöld voru undan- þegin verðlagsákvæðum á sl. ári leiðréttu hf Jöklar farmgjöld á stylakjavöru til samræmis við skráð gengi krónunnar, en farm- gjaldataxtar í erlendri mynt héldust óbreyttir. Athygli skal hinsvegar vakin á því, að nú gilda hjá hf Jöklum sömu farmgjaldataxtar frá öll- um Norður-Evrópuhöfnum, þar með taldar allar Eystrasaltshafn- ir. Þessi breyting var gerð til samræmis við það, að útflutnings farmgjöld voru öll hin sömu til þessara staða. Framangreindar breytingar þýddu verulegar farmgjaldalækkanir frá vissum löndum. Hf Jöklar.“ Norðmenn beztir VERÐLAUNAPENINGAR OL í gkautahlaupi karla deildust á 4 þjóðir — þ.e.a.s. gullverðlaunin. En Norðmenn fengu flest verð- launin, 3 silfur, Sovétríkin 2 og Holland 1. Silfurverðlaunin eru svo mörg vegna þess að menn urðu jafnir í öðru sæti. Norð- menn fengu þau þrenn bronz- verðlaun er úthlutað var. í óopinberri keppni um stigin í karlagreinum eru Norðmenn efstir með 33.5 stig, Sovétr. 23.6 og Svíþjóð Holland og Banda- ríkin með 8 stig hvert. Hinn nýi sendiherra Júgóslavíu, frú Stana Tomasevic, afhenti nýlega forseta ísl. trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn að Bessastöðum, að viðstöddum utanríkisráðherra. Alþjóðlegur hæna- dagur kvenna Alþjóðlegur bænadagur kvenna er í dag, föstudaginn 14. febrúar. Konur munu halda samkomu í Fríkirkjunni kl. 8.3Ö um kvöldið. Fyrirspurnin um herhúnað á Keflavíkurflugvelii leyfð — breytingar á toll- skrá — bann við dragnótaveiðum í Faxaflóa — laun forseta — fundir í sameinuðu þingi og báðum deildum í gœr FUNDIR voru í gær í samein- uðu Alþingi og í báðum deild- um. f sameinuðu þingi var fyrst greitt atkvæði um, hvort fyrir- spurn Ragnars Arnalds um her- búnað á Keflavíkurflugvelli skyldi leyfð. Fyrirspurnin var leyfð með 33 atkv. gegn 2. Nokkr ir þingmenn sátu hjá. I»að voru þeir Pétur Sigurðsson og Einar Ingimundarson, sem greiddu atkvæði á móti því að leyfa fyr irspumina. Þá var tveimur þings ályktunartillögum vísað um- ræðulaust til nefnda, um hægri handar akstur og um hámark vinnutíma bama og ungiinga. í efri deild mælti fjármálaráð herra, Gunnar Thoroddsen fyrir þremur stjómarfrumvörpum, m.a. frumvarpinu um breytingu á tollskrá. Þá mælti Jón Áma- son fyrir frumvarpi um bann við dragnótaveiði í Faxaflóa. f neðri deild mælti Birgir Finnsson fyrir frumvarpinu um þingfararkaup og forsætisráð- herra Bjarni Benediktsson, mælti fyrir frumvarpi til laga um laun Forseta íslands. Þórar- inn Þórarinsson mælti fyrir frum varpi sínu um efnahagsmál. Nokkrar umræður urðu við meðferð mál á deildarfundiniun. Breytingar á tollskrá. Fjármálaráðherra mælti í efri deild fyrir stjórnarfrumvörpum um breytingu á tollskrá, um aukatekjur ríkissjóðs og um eft irlit með opinberurn sjóðum. Tvö síðarnefndu málin voru afgreidd umræðulaust til 2. umr. og nefnd ar. Annað er smávægileg breyt- ing á aukatekjulögunum og fjall ar um gjald af veitingabréfum fyrir embættum og sýslunum. Er það gjaid fært til samræmis við núverandi launaflokka. Hitt gerir ráð fyrir því, að fella úr gildi lög um eftirlit með opin- berum sjóðum, sem verið hefur í höudum þingkjörinnar nefnd ar, en fela þetta eftirlit Ríkis- endurskoðuninni. Er hér um hag ræðis og sparnaðarráðstöfun að ræða, sagði fjármálaráðherra í framsögu sinni. Fjármálaráðherra hafði fram- sögu fyrir toll- skrárbreyting- unni. Hann sagði m. a., að þegar tollskráin var sett í fyrra, hafi verið ljóst, að ýmsir gallar myndu koma í ljós við daglega framkvæmd. — Hafi þeim mönnum, sem sömdu frumvarpið að tollskrá, verið fal ið að fylgjast með málinu og gera tillögur um lagfæringar. -Nú væri skv. tillögum þessarar nefndar gert ráð fyrir því, að breyta 96 liðum skrárinnar, en raunverulega væri þó um víð- tækari lagfæringar að ræða. Breytingarnar séu flest allar til lækkunar og sumar til verulegr ar lækkunar tolla á ýmsum vöru tegundum. Ráðherrann sagði, að hér væri þó ekki um lokatak- mark að ræða. Halda yrði áfram að lækka tollana og færa þá til meira innbyrðis samræmis. Þá þyrfti að gæta vel að hagsmun um innlends iðnaðar. Fjármálaráðherra kvaðsl hafa óskað eftir því við tollskrár- nefndina, að hún kannaði, hvort ekki væri hægt að lækka frekar tolla af vélum og tækjum. Nefnd in hefði talið málið of viðamikið tíl þess að ganga frá því að svo komnu máli. Unnið væri að þessu og stefnt að því að leggja slíkar breytingar fyrir næsta þing. Helgi Bergs tók til máls, og sagði nokkrar leiðréttingar vera í frumvarpinú, en ekki þó nægj- anlegar. Þetta væru ekki veru legar umbætur, heldur aðeins teknisk/ atriði. Þá ræddi hann um tollvernd iðnaðarins og sagði að ekki mætti draga lengur að lækka tolla á vélum og tækjum. Hann ræddi um aðild að alþjóða tolla bandalaginu (GATT) og sagði slíka aðild vera í smræmi við stefnu Framsóknarflokksins um tollasamninga. Nú væri nauðsyn legt að endurskoða tollalögin bet ur til þess að auðvelda samninga við önnur ríki. Helgi sagði að lokum, að sér virtist breytingar frumvarpsins eðiilegar við fyrstu sýn, en það mál mundi kannað betur. Dragnótaveiði í Faxaflóa. Jón Árnason mælti fyrir frum- varpi því, sem hann hefur flutt, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum um bann við drag- nótaveiði í Faxa flóa. Framsögu- maður sagði Iragnótaveiði stofna aflabrögð um í Faxaflóa í mikla hættu og væri nauðsyn- legt að friða þessa miklu uppeldisstöð fisks fyrir slíkri rányrkju. Hann nefndi dæmi um það hve mik ið tjón dragnótaveiði á þessu svæði hefur þegar haft. Málinu var vísað til 2. umræðu og nefnd ar. Þá var frv. um eyðing refa og minka afgreitt til 3. umr. Var samþykkt álit meirihl. nefndar, sem gerir ráð fyrir banni á eitr un næstu fimm ár, en minnihl hafði lagt til, að eitrun skyldi leyfð á ákveðnum svæðum. Vísitölutrygging launa. Þórarinn Þórarinsson hafði framsögu fyrir frumvarpi sínu o. fl. um afnám 23. gr. laganna um eínahagsmál frá 1960, sem bannar samn inga um vísi- töluuppbætur á kaup. Framsögu maður sagði, að heimila þyrfti slíka kauptrygg ingu, ef unnt ætti að vera að gera launasamn inga til lang tíma. Þetta gæti einnig orðið ríkisstjórn aðhald um að halda verðhækkunum í skefjum. Sigurvin Einarsson tók mjög í sama streng og framsögumaður. Hann sagði kaup ekki hafa hækkað eins mikið og verðlag frá 1960. Eðvarð Sigurðsson sagði skiln ing vaxandi milii launþega og atvinnurekenda. Hann sagði, að nauðsynlegt væri að heimila vísitölutryggingu í launasamn- ingum. í vor mundi koma til slíkrar samningsgerðar og myndi afnám verðtryggingarbannsins auðvelda mjög þá samningsgerð, en allir væru sammála um, að þar yrði um erfiða samningsgerð að ræða. Samkoma þessi er undirbúin af konum frá ýmsum kristnum hreyfingum í Reykjavík og vei ð- ur þar ritningarlestur, stutt á- vörp, vitnisburðir og bæn, ein- söngur og almennur söngur. Alþjóðlegur bænadagur kvenna er ár hvert fyrsta föstudag í föst- unni. Að honum standa kristn- ar konur um heim allan, af öll- um kirkjudeildum og öllum kyn þáttum. í ár taka 150 lönd þátt í þessum bænahring. Starfið er skipulagt í New York og þaðan er konum hinna ýmsu landa fal ið að undirbúa dagskrána og sama dagskrá og yfirskrift er í meginatriðum notuð á sam- komum dagsins um allan heim. Yfirskritftin í ár er „sameining“ og ,,bæn“. Á föstudaginn feemur munu því kristnar konur um heim all- an vera í sameiginlegri bæn hver fyrir annarri og fyrir neyð alls heimsins. Alþjóðlegur bænadagur kvenna á upphaf sitt í Ameríku. Konur landnemanna á 18. og 19. öld fóru að biðja hver fyrir annari'i og um átján hundruð voru farn- ir að myndast bænaihópar. Á al- þjóðlegum kristniboðsfundum ár- ið 1927 varð svo dagurinn eins og hann er nú að raunveruleika. Samkoman hér er eins og áð- ur segir undirbúin í sameiningu af ýmsum kristilegum hreyfing- um og eru allar konur velkomn- ar. Þingfararkaup og laun forseta í neðri deild hafði Birgir Finnsson franisögu fyrir frum varpi um þingfararkaup. Af því tilefni kom til nokkurra orðahnippinga milli framsögu manns og Hannibals Valde marssonar um það, hvort or lof væru „laun“ eða ekki. Taldi Hannibal að svo væri ekki. Málinu var vísað til 2. umr. og nefndar. Forsætisráðherra hafði fram sögu fyrir frumvarpi um laun Forseta ís- lands. Lög um laun for- seta eru frá 1952 og er nú gert ráð fyrir því að þau verði hækk- uð í sam- ræmi við laun opin- berra starfsmanna. Er gert ráð fyrir 35 þús. kr. mánaðar launum, auk annarra hlunn- inda forseta, sem eru óbreytt. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og nefndar. Síldaraflinn 730 þús. tunnur HEILDARSÍLDARAFLINN I síðustu vikuiok var 730.586 uppm. tunnur, en var um sama leyti í fyrra 1.168.297 tunnur. Vikuaflinn síðasti var 100.203 tunnur og veiddist nær allur að- faranótt 5 febrúar. Frá upphafi vertíðar hafa 141 skip stundað síldveiðar. 64 skip eru enn að veiðum og hafa 55 skip aflað 3000 tunnur eða meira. Hæstu skipin eru: Hrafn Sveinbjarnarson III frá Grinda- vík með 28.451 tunnu, Sigurpáll úr Garði m.eð 26.109 tunnur og Engey úr Reykjavík með 20 321 tunnu. Hæstu söltunarsöðvar eru þessar. Uppm. tru Es'kifjörður ........ 19.964 Fáskrúðsf jörður..... 15.169 Vestmannaeyjar ..... 183.782 Grindavík............ 42.710 Sandgerði........... 49.477 Keflavík .......... 105.961 Hafnarfjörður....... 38.802 Reykjavík.......... 175.071 Akranes............ 45.923 Ólafsvík........... 21.960

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.