Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 17
’ Föstudagur 14. febr. 1964 MORGU N BLAÐIÐ 17 — Minníng Framh . af bls. 6. um, langt fyrir aldur fram. Ekik- ert var fjarlægara hinum glað- væra og áhyggjulausa stúdenta- (hóp en gröf og dauði og þó trú- lega fjarlsegjast Ara. En honum Ibarst fyrstum kallið, sem allir verða að hlýða vægðarlaust, Ihvort sem menn eru því varbún- ir eður eigi. „Eitt sinn skal hver deyja". Sá örlagadómur er óumflýgjan- legur, eins og dagur fylgir nótt i og sumar vetri. Þeirra sanninda jninnumst við ósjálfrátt, þegar við kveðjum vin okikar, Ara, hinztu kveðju. Bkkert er í senn eins víst og þó óvíst og dauðinn. Vér erum 511 dauðadæmd. En vér vitum eigi hvenær þeim dómi verður fullnægt. Það er hörmulegra en tárum taki, þegar menn á miðjum aldri hníga í gras frá hálfnuðu verki eða óbyrjuðu. Slí'kir mannskaðar verða fámennri þjóð sjaldan eða aldrei bættir. En hvað um þá, sem næstir standa, eiginkonu og ung börn? Þeirra missir er svo mikill, þeirra harmur svo stór, að enginn mannlegur máttur get ur bætt hann. Fátækleg orð og vinarkveðjur fá þar engu þokað. vEn þegar ástvinir falla frá svo óvænt og hörmulega, gefst bjart- ur geisli í skýjarofi, að eiga marg ar og ljúfar minningar um jafn- vammlausan ágætismarin og Ari Kristinsson var . Flestra bíða harmar og allra híður hel. En slíiku hlutskipti fylgir nokkur kostur. Hann er sá, að berjast af karlmennsku og hugprýði vig ósigrandi féndur. Sá er mikill sigurvegari, mikil hetja, er sigrast á stórum hörm- um, starfar sem áður og þjónar landi sínu og lífinu sem áður. Það er sanni nær, að göfugastur O'g víðfeðmstur þroski gefist þeim, er sigrað hafa í baráttu við amótlæti, sorgir og harma. En slíkan andlegan þroska verða flestir að greiða gildum sjóði. Það þarf engan að undra, þótt tnargir glati gleði sinni, svigni eða brotni í vetrarhríðum hverf- ullar mannsævi. Dagar líða .Ár og aldir renna í tímans djúp. Hver stund ævi vorrar fellur eftir aðra, eins og sandlkornin í stundaglasinu. Fyrr en varir er mælirinn fullur, ævin liðin og dauðans lúður hliómar. Eftir því sem árin fær- ast yfir, finnst oss tíminn líða h'raðar. En þegar hinzta tíima- merkið berst oss, erum vér öll varbúin. Þá er sá skapadómur þungur, að verða að hverfa frá óteljandi verkefnum óleystum. Það fennir í sporin. Árin og ei- lifðin breiða hulu gleymskunnar yfir lífsferil vorn. Ævi vor allra rennur í því efni að einum ósi. En öll lifum vér í verkum vorum og störfum. Því verðúr minning- in varanlegust um þá, sem gegnt hafa skyldum sínum við lífið og tilveruna af trúmennsku, þegn- skap Og drengskap. En við, bekkjarsystkin Ara Kristinssonar vitum, að hlutur hans verður stór í því efni. Nú að leiðarlokum kveðjum við hann 511, einlægri kveðju og þökkum fjölmargar ánægjustund ir frá liðinni tíð. Við vitum ekki hvað við tekur handan móðunn- ar miklu. En við trúum því, að ef vér hefjum nýtt þroskaskeið að loknu lífi hér, verði hlutur Ara Kristinssonar miikill og glæsilegur. Við sendum konu hans og börn um og öðrum ástvinum innileg- ar samúðarkveðjur og biðjum þeiim allrar blessunar á hinni þyrnum stráðu braut saknaðar og harma, er þau verða nú að feta. Jón Sigtryggsson. Kveðja oð vesfan ÞEGAR Ari Kristinsson flutt- ist til Patreksfjarðar í nóvem- ber 1956, þá nýskipaður sýslu- maður í Barðastrandarsýslu, var hann flestum ókunnur þar í sýslu. En það leið ekki langur tími að hinn ungi sýslumaður var orðinn hvers manns hugljúfi og eftir því, sem hann kynntist fólki betur um alla Barða- strandasýslu naut hann vinsælda og álits í vaxandi mæli. Ari Kristinsson var framúr- skarandi aðlaðandi maður, hlýr mildur og hjálpsamur. Hann var reglusamur í störfum sínum og skilningsgóður þegar leitað var til hans með vandamál og gerði ávallt sitt bezta til að leysa þau og hjálpa öðrum. í vinahópi og á gleðistundum var hann hrókur alls fagnaðar. í návist hans leið manni alltaf vel, því frá honum andaði hlýju og góðvild. Ari lét héraðsmál Barðstrend- inga mikið til sín taka og átti sæti í hreppsnefnd Patrekshrepps og hafði mikinn áhuga fyrir framfaramálum á sviði atvinnu- og menningarlífs. Einnig tók hann ríkan þátt í almennri fé- lagstarfsemi í kauptúninu. Hann átti sæti i stjórn Fjórð- ungssambands Vestfirðinga og var einlægur stuðningsmaður þess að Vestfirðingar ynnu sam- an að sínum sameiginlegu bar- áttumálum til þess að ná sem beztum árangri. í félagsmálum Sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum vann Ari ötult starf og naut þar virðing- ar og trausts hjá öllum. Árin sem hann bjó á Vestfjörðum voru ekki mörg, en þrátt fyrir það var hann fljótur að kynnast málefnum Vestfirðinga ’ og skilja lífsbaráttu fólksins þar bæði í sveit og við sjó. Þeir sem harðast börðust í lífsbaráttunni og minnst máttu sín áttu mesta sam-úð hans og dýpstan skilning. Hann skildi lífið og baráttuna. Sjálfur var hann vanur að vinna frá blautu barnsbeini og ungur að árum setti hann sér það mark að komast áfram á eigin spýtur. Dugnaður, vinnusemi og skyldu- rækni voru eiginleikar sem hann mat, því þessa eiginleika átti hapn sjálfur í ríkum mæli. í dag kveðjum við þennan góða dreng, sem féll frá í blóma lífsins, söknuður okka-r sem þekktum hann verður ekki með orðum lýst. En sárastur er harm ur konu hans, barna, systkina og tengdafólks, en það er huggun harmi gegn að minningin um góðan og el skule-gan dreng lifir. Kæri vinur ég, kona mín og aðrir vinir vestra senda þér hjart ans þakklæti fyrir góð kynni og vináttu á liðnum árum. Við öll biðjum Guð að blessa þig í nýjum heimkynnum og veita konu þinni og börnum styrk og huggun í sorg þeirra. Hann var góður Vestfirðingur mer' öll árin sem hann dvaldi vestra. En það sem mest er um vert hann var góður maður — sann- ur maður. Blessuð sé minning Ara Krist- inssonar. Matthías Bjarnason ekki í þessum fáu kveðjuorðum rekja ætt hans né ævistörf, það mun verða gert af öðrum, og yrði það því aðeins endurtekn- ing. Atvikin höguðu því þannig, að við höfðum átt all miikil sam- skipti frá því fyrsta að hann kom hingað, og mér fór sem öðrum, að mér féll hann því betur í geð, sem ég kynntist honum nán- ar. Hann ávann sér virðingu og velvild hvers manns með skyldu rækni í störfum og alúðlegu við- móti. Ég veit að hann hugði gott til starfa sinna hér. Hann kom hingað fullur af áihuga og starfs- löngun æskumannsins. Það var eitthvað heillandi í viðmóti þessa unga manns. Það geislaði frá honum lífi og fjöri og orku. Þessu byggðarlagi hugðist hann vinna allt það gagn, er hann mætti. Þesstu byggðarlagi, sem hann átti rætur sínar að rekja til, þótt hann væri fæ-ddur og uppalinn Þingeyingur, enda bar hann nafn lan-gafa síns, Ara Joeh umssonar frá Skógum í Þorska- firði. Barðstrendingar bundu vissu- lega miklar vonir við framtíð og starf Ara sýslumanns, sem þeir höfðu nú heimt heim til ætt byggðar sinnar. Og eftir þá kynningu, sem ép hafði af hon- um þann stutta tíma, sem við áttum samleið, er ég þess full- viss, að þær vonir hefðu rætzt, hefð; honurn enzt lif og kra-ftar. En nú er hann h-orfinn, og við minnumst hans með sárurn sökn- uði, því að við vitu-m, að þetta byggðarlag he-fir mikils misst við fráfall hans. En enginn hefir þó misst jafn mikið og eiginkona hans, sem harmar nú ástríkan eiginmann, og svo börnin hans mörgu, sem verða nú að horfa tárvotum aug- um á eftir pabba í hans síðustu heimangöngu. Um leið og ég vildi með þess- um fáu kveðjuorðum flytja látn- um vini mínum hjartans þakkir fyrir hið of st-utta samstarf okkar, vildi ég geta vottað ást- vinum hans mína dýpstu og inni- legustu samúð í sorg þeirra, en mig brestur því mi®ur orð til að gera það svo sem ég vildi. Mér fer því eins og Þorsteini: ..........orðin þraut. og þá tók þögnin við, og henni sagðist betur". Þeir munu margir samferða- menn Ara Kristinssonar, þegar þeir nú horfa á eftir honum yfir móðuna miklu, sem fer eins og að minnas-t þessara orða: „en sárast er að sjá á bak, þeim sanna, góða dreng". Jónas Magnússon. margs konar sýslu utan starfsins. Þetta einkenni afreksmanna var áberandi í fari Ara Kristi-nssonar. Lífsþrótturi-nn speglaðist í göngu lagi hans, hreyfingum og fram- göngu allri. Hann kom öllum í gott skap og hreif aðra með. Var hann þvi kjörinn til forustu hvort sem var í starfi eða leik, var hrókur alls fagnaðar. Hann hafði mikinn áhuga á leiklist og var sjálfur góður leikari. Einnig gaf hann sér tima til þess að"spila og tefla. Hef ég ekki kynnzt skemmtilegri mótspilara né and- stæðiing í skák. Ari var mjö-g heppinn með kvonfang. Hann kvæntist ungur félagsstjóra-á Húsavik. Urðu þau Þorbjörgu Þódhallsdóttur kaup- hjónin óvenju samrýmd og sam- hent við að ala upp börn sín, sem orðin voru átta. Heimilið varð brátt til fyrirmyndar. Þar rí'kti glaðværð og samhjálp, svo að unun var þar heim að koma. Þykist ég þess fullviss, að minningin um svo ágætan eigin mann og föður verði eftirlifandi kon-u hans og börnum huggun í sorg þeirra og leiðarljós í fram- tíðinni. Hannes Finnbogason. Vinur kvaddur ARI SÝSLUMAÐUR er dáinn. Þessi sorgarfregn barst frá manni til manns að kvöldi mið- vikudagsins 5. febrúar, og alla setti hljóða. Það var eins og dauðakyrrð færðist yfir alla byggðina. Jafnvel kvöldærsl drengjanna úti þögnuðu, og þeir hvísluðu: Er það satt? Er það satt? Menn hrök-kva við oe se-tur hljóða um stund í hvert sinn, sem maðurinn með ljáinn er á ferðinni og ekki sízt, þegar hann kallar ástsæla menn á miðjum al-dri, eða yngri. En Ari sýsl-u- maður var einn slík-ur. Hann veiktist snög-glega af hjartasjúkdómi á síðasta sumri, og varð aldrei heill síðan. En þótt ýmsir væru uggandi um, að hann næði fullri heilsu aftur, þá vonuð-u þó allir í lengstu lög, að hann fengi sæmilegan bata, óg því kom þessi dánarfregn eins og reiðarslag yfir marga. — En hve- nær kemur dauðinn ekki að ó-vör um? — Ari Kristinsson fluttist hingað til Patreksfjarðar sumarið 1956 og tók þá við sýslumannsembætti í Barðastrandarsýsilu. Ég mun ÞAÐ sem helzt veldur mörnum sorg er vinir og rettingjar falla frá, er það, að þeir missa vonina í óunnum afrekum og ókominni áframhaldandi viðkynning-u. — Sorglegra er það þegar atorku- menn falla frá á bezta aldri. Og því meiri er missirinn, því meiru sem við mátti búast í framtíð- inni. Þess vegna- ér það, að þeir sem kynnzt höfðu Ara Kristins- syni sýslumanni Barðstrendinga eru nú harmi lostnir. Ari lézt á Patreksfirði hinn 5. febrúar að- eins 42 ára að aldyi. Hann veiht- ist snögglega fyrir 8 mánuðum. Eftir það áfall, mátti þeim sem til þekktu ljóst vera, að óvíst væri hvernig skipaðist um líf hans og heilsu. En þrátt fyrir þen-nan fyrirvara, var ég samt ekki við því búinn að geta sæzt á þessi beizku örlög. Hef ég ekki örðið hryggari við fráfall nokk- urs annars rnanns mér óskyldum. Veldur þar um að Ari var mjög vel gerður að upplagi. Þar á ofan hafði hann hlotið gott uppeldi og góða menntun og var sífellt að þroskast. Hlaut það reyndar svo að vera, sökum þess hversu skarp-greindur maðurinn var, og hafði auk þess þá fyrna starfs- orku, að það vakti stöðugt undr- un mína og öfund. öll dagleg smá mál í umsvifamiklu embætti voru afgreid-d strax, engu slegið á frest til næsta dags. Samt sem áður virtist alltaf nægur tími til Minningor- sjóður um Arn sýslumnnn Stofnaður hefur verið minn ingarsjóður um Ara Kristins son sýslumann, Patreksfirði. Framlögum í sjóðinn er veitt móttaka hjá Svavari Jóhanns syni, Patreksfirði og SÍBS, Vesturveri. I Morgunstund geiur gnll...? Londo-n, 12. febrúar — AP STÓRRÁN var framið í Lond on í dag, er þjófar kom-ust á brott með frímerki, sem talin eru um 30 milljón króna (ísl) virði. Ránið var framið snemma morgu-ns, og brutust þjó-farnir inn í eina stærstu frímerkja- verzlun á Bretlandseyjum, „The Bridger and Key Stamp Store“, við Strandgötu, nærri Savoy-gistihúsinu, og Covent Garden grænmetismar-kaðin- um. Enginn mun hafa verið verzluninni, er ránið var framið, en þvottakona, sem kom til vinnu um kl. 8.30 morgun, sá, að innbrot hafði verið framið. Þjófarnir tóku einnig með sér skráningarbækur fyrir- tækisins, — sennile-ga til að hindra, að auðvelt verði að tilgreina stolnu merkin. Sigurgeir Sigurjónsson hæstaréttarlögmaður. Málflutningsskrifstofa Óðinsgötu 4 — simi 11043 RAGNAR JQNSSON ‘læstaréttarlögmaður Lögfræðistörl og eignaumsýsia Vonarstræti 4 VR núsið BÚID |ER Á [ HITAVEITUSVÆÐI? Ef svo er, ættuð þér að færa yð- ur í nyt nýjustu hitastillitækni. Hinn sjálfvirki DANFOSS hita- veituloki fuilkomnar þægindi hitaveitunnar. Þessi loki er byggður samkvæmt niðurstöðum á tilraunum og reynslu margra ára. DANFOSS lokunum hefur verið komið fyrir í fjölmörgum íbúð- um, embýlishúsuni og opinber- um byggingum. HEÐINN Vélaverzlun Seljavegi 2, simi 2 42 60 fbúð óskast 2ja — 3ja herbergja íbúð óskast strax. — Fyrirframgreiðsla. — Upplýsingar í síma 10353 eftir kl. 2 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.