Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.02.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 14. febr. 1964 l'JnizABeni TeQRAfió: 1 5 | ~ \\ H U m} % Æ* R/ ÆLUM En hvað sem því annars leið, þá þurfti Rúth hvort sem var að fara til San Antioco um daginn, svo að það var engin aukafyrir- höfn að borða þar líka hádegis- verð, ef það var það, sem Step- hen var að sækjast eftir. í>egar hann kom syndandi til hennar aftur og enn með þennan áhyggjusvip, sem hún hafði þótzt taka eftir, og endurtók boðið, tók hún því, en benti honum að- eins á, að hún yrði að skreppa heim fyrst og klæða sig. Step- hen kinkaði kolli og synti út aftur. Innan stundar klifruðu þau saman upp gangstíginn. Meðan Ruth fór inn að hafa fataskipti, beið Stephen úti í garðinum, og þegar hún kom aftur, sat hann í skugganum undir veggnum. Enn einu sinni tók hún fyrst af öllu eftir því, að hann þurfti að láta klippa sig. Hún hugsaði til þess með gremju, að það væri engin ástæða fyrir hann að líta svona draslaralega út. Jafnvel þó hann væri rithöfundur, eða hvað hann nú var, hefði hann getað látið hreinsa flúnelsfötin sín oftar og hann hefði ekki þurft að vera svona marga daga í sömu skyrt- unni. Hann leit á hana, er hún nálg- aðist hann, og sagði: — Hvað lengi segiztu vera búin að vera' hérna? — Fjögur ár. — Og hvað gerirðu raunveru- lega. — Ekki nærri nóg, nú orðið. — Og líkar þér það ekki spurði hann og var sýnilega hissa. — Nei, ekki vel, sagði hún. — Hversvegna ertu þá kyrr? — Af því að ég er í gildru. — Gildru? Hann brosti skríti- lega. Erum við það ekki öll? En ég mundi nú ekkert hafá á móti gildrunni þinni. Fjögur ár á þessum stað! . . . . En sjálfur verð ég að fara heim, undir eins og ég er búinn með aurana. — Gætirðu ekki fengið ein- hverja viðbót, ef þú segðist þurfa að vera áfram, til þess að klára bókina? — Bókina? Já . . . . bókina. — Gengur þér kannski ekki vel með hana? Hann hló og stóð upp. — Þetta er dálítil vandaspurning. Það getur gengið vel með bók, þegar manni finnst það ekkert ganga . . . . og öfugt! Á þessari stundu datt Ruth það fyrst í hug, að þessi bók hefði aldrei verið til, nema í orði kveðnu. En hún hafði áhyggjur af öðra og það stóð í engu sambandi við Stephen. Henni fannst eins og hún hefði þurft að muna eitt- hvað, en gat ekki komið því fyrir sig. Það var ekki fyrr en þau voru komin af stað, að hún mundi það. Það var maðurinn í köflóttu skyrtunni, með blóm- skúfinn í hnappagatinu, sem hafði setið þarna um morgun- inn og verið að glápa á húsið. Nú var hann horfinn. En einmitt þessvegna hefði hún getað verið áhyggjulaus. En það var hún bara ekki og þegar þau Stephen komu að beygjunni á veginum, milli hliðsins og bil- skúrsins, leit hún beinlínis um öxl til þess að sjá, hvort enginn væri á veginum. Hún hrökk við. Þarna var ekki mannlaust. Maðurinn var kom- inn aftur, og sat á veggnum og reykti vindling. Stephen tók ekki eftir, að henni varð hverft við, og hún nefndi það heldur ekki á nafn. Þau fengu sér hressingu í veit- ingahúsi við torgið, rétt hjá kirkjunni. Það var mannþröng á torginu, eins og reyndar alltaf, að henni fannst. Þau sátu við borð undir röndóttu sóltjaldi og drukku vermút með ís. Ef Step- hen hefur langað til að tala um Marguerite, fór hann að minnsta kosti að því eftir krókaleiðum. — Þú varst að tala um gildru, sagði hann. — Var ég það? — Er það fjármálaleg gildra? sagði hann. — Venjulega er hægt að sleppa út úr þeim, ef maður hugsar sig vandlega um. — Nei, gildran er ekki af því tagi, sagði hún, h'eldur hitt, að ég hef látið fá mig til að taka á mig ábyrgð, og enda þótt ég gæti iátið hana lönd og leið og sloppið burt á morgun, þá hefði ég samvizku af því. Hún leit á hann, eins og í vafa. — Æ, ég veit það ekki svo gjörla. — Það er ekki nema skynsam legt að gera öðru hverju eitt- hvað, sem maður hefur sam- vizku af, sagði hann. — Það get- ur sparað manni mikil vandræði síðar meir. En maður má bara ekki fá of mikla samvizku af því; þá situr allt fast hjá manni. Hún hugsaði sig ofurlítið um: — Það gerir það einmitt hjá mér. — Er það eitthvað viðkom- andi Ballard-fjölslcyldunni? — Já. Hún óskaði, að hún hefði ekki sagt neitt til að vekja forvitni hans, en nú var orðið erfitt að draga sig í hlé. — Þetta bréf, sem þú sást, að ég var byrjuð á í morgun — það var til .vinstúlku minnar heima og ég var að biðja hana að útvega mér atvinnu. En þá fór ég að hugsa um, hvað það gæti raun- verulega þýtt, ef ég færi héðan. Hún hafði hleypt brúnum og var alvarleg á svip, er hún horfði út í umferðina á torginu. — Ertu þá ástfangin af Ball- ard? spurði Stephen. Hún leit snöggt á hann. — Nei, guð minn góður! — Afsakið, en getið þér sagt mér hvar búningsklefamir eru? — Marguerite segir, að þú sért ’það. — Mér finnst nú lítil ástæða til að halda það, ef litið er á hitt, að þessi vinna mín, sem þú heldur að sé engin — er aðallega í því fólgin að vega móti áhrif- unum, sem þessi andstyggilega framkoma hans hefur á Nicky, sem er í rauninni bezti drengur og greindur í þokkabót, en hefur átt svo erfitt, að fólk heldur, að hann sé hálfviti. Finnst þér það trúlegt, að því öllu athuguðu? — Nei, ekki nema þá þetta sé eitt þeirra tilvika, þar sem senni leika-lögmálið gildir ekki. En þessi drengur, Nicky. . . . — Ja, hvað um það? — Fyrirgefðu, að ég var að gefa í skyn, að hann sé vitgrann- ur. — O, það er ekki meira en flestir aðrir segja. Og Lester sjálfur breiðir það út, ef því að hann heldur, að það réttlæti af- skiptaleysið sitt af drengnum. — Svo að gildran er þá Nicky og það, hvað hann er þér háður? — J a. . — Og hvernig hefur hann átt erfitt í uppvextinum? — O, þetta venjulega. Mamma hans dó, þegar hann var eitt- hvað fimm árg. Þau átti heima í Englandi. Svo kom stríðið og Lester fór í herinn og kom drengnum fyrir í einhverjum BYLTINCIN I RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD í Dú.munni höfðu nokkrir hinna inni Tsarskoe Selo, fimmtán míl- virðulegustu þingmanna nýlega haldið ræður, sem höfðu nálgazt meir landráð en nokkuð, sem þar hafði áður heyrzt. Og samt vissu allir að Dúman átti sér énga möguleika til neinna áhrifa. Hún hafði ekkert löggjafarvald, sem neitt kvæði að; hún var ekk ert annað en hávaðasamt skraf um einföldustu hluti, og keis- arinn gat rekið hana heim, hve- nær sem honum byði við að horfa Til var einskonar ríkis- stjórn, sem hét að stjórna rík- inp meðan keisarinn var á víg- stöðvunum hjá hernum, en raun verulega hafði hún engin völd eða ábyrgð. Eitthvað um tuttugu ráðherrar höfðu komið og farið síðan styrjöldin hófst, og enginn þeirra hafði verið neitt annað en leppur. Nýskeð hafði A. F. nokkur Trepov, ósköp alvanaiegur íhalds maður, verið settur í embætti forsætisráðherra, en enginn — og heldur ekki hann sjálfur — hafði neina trú á því, að hann yrði langlífur í því embætti. Hið raunveruiega vald var ekki nema á einum stað sem sé í höll- um fyrir utan Petrograd, þar sem keisarafrúin hafðist við, en að baki henni, með fullkomnum yfirráðum yfir henni — og þar með keisaranum— var miðalda- persónan Rasputin. Hatrið, sem stóð á þessum tveim —• hinni guðhræddu, þýzk fæddu drottningu og hinum rosa lega munki — var næstum orðið að hreinu æði í Petrograd, og það sauð í aðlinum, engu síður en í öðrum. Meðal fína fólksins í Petrograd var drottningin aldrei kölluð annað en „Þýzkar- inn“, og að minnsta kosti eitt samsæri var í undirbúningi um að koma henni fyrir kattarnef. Hvað Rasputin snerti, þá skorti jafnvel mælskustu stjórnmála- menn og aðalsmenn öll orð til að láta í ijós viðbjóð sinn og fyrir- litningu. En sú fyrirlitning var illilega ótta blandin. í skjóli keisarahallarinnar hélt hann ró- legur sínu striki, setti af ráð- herra, sem féllu honum ekki í geð, lét orð falla við keisarann um rekstur styrjaldarinnar, og notaði dáleiðsluhæfileika sína til að hræra upp í ringluðum og hjá Rússlandi. trúarfullum huga k__ rrafrúar- innar, þanngað til hún vissi helzt alls ekki sitt rjúkandi ráð. Styrjöldin hafði reynt mjög á keisarastjórnina og Nikulás II var enginn Pétur mikli, sem gæti kippt öllu í lag aftur. Nú stóð raunverulega yfir kapphlaup um það, hvort yrði á undan: ófriðar- lokin eða byltingin. Sá mögu- leiki var vitanlega alltaf til, að hægt yrði að hamla móti bylt- ing í lengstu lög — þó því að- eins styrjöldinni yrði fljótt lok- ið og með sigri — en í desejpber 1916 voru engar horfur á því. Fransk-brezka tilraunin til að brjótast gegn um Dardanella- sund og koma til liðs við banda- mennina, Rússa, hafði farið út um þúfur; Bandaríkin voru enn ekki komin til sögunnar sem ófriðaraðili. Frakkland streittist við að verjast, í leðjunni við Verdun, og á sjónum voru Þjóð- verjar um það bil að hefja kaf- bátahernað sinn, en honum var ætlað að svelta Breta til upp- gjafar. Etthvað um 160 herdeild- ir, austurrískar og þýzkar, voru nú í skotgröfum á víglínunni að KALLI KUREKI ~>f~ ~>f- Teiknari; FRED HARMAN Þegar tarfurinn sér eitthvað, sem hann skilur ekki, þarf hann endilega að kanna það nánar.... jafnvel þó að það drepi hann! — Jæja, Skrattakolla, nú er okkur vehborgið. Ég þurka kjötið svo það geymist. og bý til vatnsbelg úr skinn- mu Hvað Rússland snerti var styrj öldin orðin að vonlausri sjálf- heldu. Og samt var það svo, að þrátt fyrir allt þetta var vandséð hvaðan byltingin ætti að koma. Hallarbylting, þ. e. uppreist aðalsins til þess að velta keisar- anum, var ekki ólíkleg, en enginn einn maður, hvorki í Petrograd né meðal hershöfðingjanna, var liklegur til að geta orðið foringi slíkrar hreyfingar. En auk þess ríkti meðal bæði frjálslyndra og aðalsins ósjálfráður ótti um, hvað orðið gæti, ef þeir veltu keisaranum, ef ómenntaði múg- urinn — „Svarta Fólkið“, kæmi á eftir og stofnað til byltingar á strætum úti. Ef skríllinn yrði stjórnlaus, gat hvað sem væri skeð — þá mundi þeim öllum verða sópað burt — allt frá aðala mönnum niður í smákaupmenn. Hvað vinstri-byltingarflokk ana snerti — þá sem vildu fá byltingu, hvað sem tautaði — þá hafði styrjöldin veikt þá og reki- ið þá undir yfirborð jarðar. Flest ir foringjarnir voru í útlegð ein- hversstaðar erlendis, eða þá í Sí beríu: Lenin var í Sviss, Trotsky á leið til New York, Plekhanov, Axelrod, Martov, Dan og margir aðrr voru dreifðir um Evrópu, og flestir áttu í innbyrðis deilum. Enginn þeirra hafði í hyggju aS snúa aftur til Rússlands, engina hafði hugmynd um, að bylting- in væri í nánd. Meira að segja Lenin lét þess getið, um þessar mundir, að hann héldi sig ekki mundu lifa það að sjá hana. Þannig sveif einhver einkennl leg deyfð yfir vötnunum, og það má undur heita, að rússneska byltingin, miklvægasti stjórn- málaviðburður nútímans, atburð ur, sem hefur átt meiri þátt í að setja svip á líf okkar en nokkur annar, skyldi geta ruðzt inn í ver aldarsöguna svona óvænt og stjórnlaust. Hún virðist hafa komið, ef svo mætti segja, inn um bakdyrnar, og enda þótt hún væri allmikið umötluð fyrirfram, virðist hún hafa komið sjálfum aðal-forustumönnum sínum á óvart.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.