Morgunblaðið - 03.03.1964, Síða 1
28 siður
168 fórust
slysum um
Báðar flugvélarnar rákust á
fjöll — Önnur í Austurríki,
hin i LSA
• Um helgina urðu tvö mikil flugsiys, annaff í Austurríki,
hitt í Bandarikjunum. 168 menn voru meS vélunum og er talið, að
allir hafi beðið bana.
• Constellation-flugvélarinnar, sem fórst í Bandaríkjunum,
var saknað á sunnudag. Síðdegis i gær fannst hún í Sierra-Nevada-
fjöllum og þótti þegar augljóst, að allir, sem með henni voru, 81
farþegi og 4 manna áhöfn, hefðu beðið bana. Flak vélarinnar fannst
i 2,740 metra hæð.
• Flak flugvélarinnar, sem saknað var á laugardag i Austur-
ríki, fannst á sunnudaginn skammt frá Innsbruck. Hafði hún rekizt
á fjallshlið i 2,700 metra hæð. Þegar var ljóst, að allir höfðu beðið
bana, 75 farþegar og 8 manna áhöfn. Dimm þoka var, þegar slysið
varð og talið er að hæðarmælir flugvélarinnar hafi bilað. Flugvélin
var af gerðinni Bristol-Britannia.
• Þess má geta, að aðeins vika er liðin frá því að þota af
gerðinni DC-8 hrapaði i Bandaríkjunum og 58 menn létust.
• Snjór og hvassviðri
Tahoe Valley, Kaliforníu,
2. marz (NTB:AP)
Á sunnudaginn var fjög-
urra hreyfla flugvél af gerð-
inni Constellation saknað, er
hún var á leið frá Kaliforníu
til Nevada. Mikil snjókoma
var þegar flugvélin hvarf. í
dag fann þyrla flak flugvél-
arinnar í Sierra-Nevada-fjöll-
um í 2,740 metra hæð. Þegar
þótti ljóst, að allir, sem með
vélinni voru, 85 menn, hefðu
látið lífið.
Það var skömjmiu eftir hádegið
á sunnudaginn, sem síðast heyrð-
ist til flugvélarinr.ar. Átti hún
að hafa viðkomu á Tahoe-flug-
velli við Tahœ-vatn og þegar
heyrðist til hennar, kvaðst flug
maðurinn vera að búa sig undir
að lenda á flugvelli þessum, —
Skyggni var mjög slæmt vegna
snjókomu, var honurn ráðlagt að
London 2. marz NTB, AP.
f DAG lauk fiskimálaráðstefnu
16 þjóða, sem Bretar boðuðu til
í London. Á ráðstefnunni náðu
13 þjóðir samkomulagi um 12
mílna fiskveiðilögsogu með
sveima yfir vatninu og bíða
átekta.
Framhald á síðu 27
Ljósmóðii í
Buckingham-
höll
London 2. marz NTB.
LJÓSMÓÐIRIN, Helen Rowe,
sem tekið hefur á móti öllum
börnum Elísabetar Englands-
drottningar, flutti í dag í eitt
af gestaherbergjum Bucking-
ham-hallar org er nú talið, að
ekki líði margir dagar þar til
drottningin fabi sitt fjórða
barn.
Talsmaður við hirðina
sagði í dag, að gert væri ráð
fyrir að barnið fæddist um
miðjan mánuðinn, en bætti
við, að erfitt væri að segja
fyrir um slikt.
þeirri undantekningu, að þjóðir,
sem hefðbundinn rétt teljast
hafa, fá að veiða innan ytri sex
mílna lögsögunnar í 20 ár. ís-
lendingar, Norðmenn og Sviss-
lendingar tóku ekki þátt í sam-
komulagi þessu og ekki heldur
Framhald í siðu 27
Fiskimálaráð-
stefnunni lokið
Yfirlýsing um störf hennar gefin i dag
Stefánsson látinn
Davíð
DAVfÐ Stefánsson, skáld frá
Fagraskógi, lézt í Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri á
sunnudagsmorgun, 69 ára að
aldri. Davíðs Stefánssonar er
sárt saknað af öllum. Hann
var framvörður íslenzkra Ijóð-
skálda um hálfrar aldar skeið,
arftaki gamallar ljóðmenning-
ar íslendinga, en gerðist ung-
ur að árum nýsköpuður í
þeirri þróun, sem síðar hefur
átt sér stað, og ófeiminn við
„að höggva á hclgustu bönd“,
ef honum þóttl nauðsyn
krefja. Kannski var það ein-
mitt þess vegna sem þjóðlif í
deiglu fékk útrás í ljóðum
hans, í þeim sá aldamótakyn-
slóðin speglast sína eigin sál,
þrá sína og vonir, og i sumum
þessara ljóða — og einungis i
þeim — hafa sumir draumar
hennar rætzt. Ljóð hans eru
borin uppi af heitri tilfinningu
augnabliksins, en standa þó
ávallt fast í jarðvegi samtíma
raunsæis og umróta. Kannski
er það einmitt þess vegna sem
óhætt er að fullyrða, án þess
á nokkurn sé hallað, að Davið
hafi verið vinsælasta ljóða-
skáld fslendinga undanfarna
áratugi, ástsæll af öllum, met-
inn og virtur af skáldbræðr-
um sínum og samstarfsmönn-
um.
Davíð Stefánsson var fædd-
ur og uppalinn í Fagraskógi
við Eyjafjörð og sótti á æsku-
slóðirnar aflið í fegurstu ljóð
sín. Hann undi hvergi hag sín-
um nema þar og tók raunar
slíku ástfóstri við Eyjafjörð,
að hann mátti þaðan aldrei
hverfa. Við fráfall hans hefur
islenzka þjóðin verið slegin
miklum harmi og ekki þó sízt
fæðingarsveit hans og Akur-
eyri, þar sem hann lifði og
starfaði til dauðadags.
Davíð Stefánsson var fædd-
ur að Fagraskógi 21. janúar
1895. Stefán faðir hans var
merkur bóndi og alþingismað-
ur. Móðir hans var systir Ól-
afs Davíðssonar, þjóðsagna-
safnara. Rætur Davíðs skálds
stóðu þannig djúpt í frjóum
akri íslenzkrar menningar.
Hann ræktaði þennan akur í
sjálfum sér frá unga aldri með
þeim árangri sem öll þjóðin
kann skil á, ungir sem gamlir.
Sum Ijóða hans eru meðal dýr
ustu perlanna í íslenzkum
skáldskap þessarar aldar og þó
lengra væri seilzt. Er óhætt að
fullyrða, að þau eiga eftir að
lifa með þjóðinni eins Iengi og
hún ann listum og fögrum bók
menntum.
Davíð Stefánsson fór utan i
leit að ævintýrum og nýju
veganesti, og kynntist ungur
við menningu Evrópu. Reynsl
unni ríkari kom hann aftur
heim með ný viðhorf, styrk
og óbilandi þrótt, og hóf ó-
trauður að slá þann nýja
streng, sem hann bætti við
hörpu íslenzkrar ljóðlistar. Æ
síðan hafa ljóð Davíðs verið
partur af lífi og starfi þjóðar-
innar. Er óhætt að fullyrða að
Davíð hafi notið meiri virð-
ingar og ástsældar en skáld
eiga almennt að fagna í lif-
anda lífi. Hann leysti úr læð-
ingi samhljóminn í brjósti
þeirrar kynslóðar, sem átti
æsku sína undir sama himni
og hann.
Davíð Stefánsson varð bóka
vörður á Akureyri 1925 og
gegndi því starfi um langt ára
bil. Hann var unnandi bóka
og af einkasafni hans fóru
miklar sögur. Kemur ást hans
á bókum einnig tíðum fram í
ljóðum hans.
Fyrstu ljóð Davíðs Stefán-
sonar birtust í Iðunni og Eim-
reiðinni 1916 og þóttu mikil
nýjung. Þremur árum síðar,
eða 1919, kom út fyrsta ljóða-
bók skáldsins, S v a r t a r
fjaðrir, og fór um allt
þjóðlíf íslendinga eins og vor-
þeyr um greinar. Nýr höfund-
ur hafði tekið sæti á skálda-
bekk íslendinga, frábrugðinn
öðrum, persónulegur, jafnvel
byltingarsinnaður í stíl og
mati á viðfangsefnum. En
þrátt fyrir það má óhikað
telja að fáar ljóðabækur, sem
út hafa verið gefnar á íslandi,
hafi þegar í upphafi fundið
jafngóðan hljómgrunn og
þessi fyrsta bók Davíðs.
í fyrsta ljóði þessarar bók-
ar, „Mamma ætlar að sofna“,
koma fram beztu þættirnir. í
ljóðlist Davíðs og þeir sem
urðu honum einna drýgstir til
vinsælda. Þetta var nýr tónn,
Framhald á 2. síðu.
Vilja tokmarka
landanir
íslendinga
BREZKA blaðið „Fishing
New“, skýrir frá því 28. febr.,
að fyrir skömmu hafi fulltrú-
ar félaga, sem nái til allra,
er fiskveiðar stundi, koinið
saman til fundar í London og
rætt hugsanlegar afleiðingar
þess, er undanþágur Breta til
þess að veiða innan 12 mílna
við Færeyjar renna út 12.
þ. m.
Segir hlaðið samtök hrezkra
og skozkra togaraeigenda
vilja, að landanir íslenzkra og
færeyskra totgara í Bretlandi
verða takmarkaðar eftir 12.
marz, þegar lokað verði stór-
um veiðisvæðum við Færeyj-
ar, sem Bretar hafi um langt
skeið haft aðgang að. Togara-
eigendur áformi að gripa til
aðgerða til þess að koma í
veg fyrir að íslendingar og
Færeyingar landi auknu afla-
magni í Bretlandi. Hafi þeir
skýrt Soames, landbúnaðar
og fiskveiðimálaráðherra frá
áformum sínum.
í flug-
helgina