Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 03.03.1964, Qupperneq 3
: Þriðjudagur 3. marz 1964 MGRCUNP&A&IÐ ☆ ÞAÐ ER ekki á twerjum degi, sem ung og óþekkt stúlka [engur upp á pallinn í Há- ikólabíói og leikur á píanó, með aðstoð Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Slíkur atburð- ur átti sér stað s. 1. miðvitku- dag og fimmtudag. Anna Áslaug Ragnarsdóttir, 17 ára gömul, lék fjórum sinnum fyrir skólaæskuna í Reykja- vík og 'htlaut að’launum lang- varandi lófatak, marga blóm, vendi og enn fleiri heilla- óskir. Hver er Anna Áslaug Ragn- arsdóttir? Blaðamaður Morg- unbiaðsins brá sér á fund hennar eftir síðustu hljóm- leikana og átti við hana stutt Anna Aslau , leikur með Sinfóniuhljómsveitinni. Lék einleik á píanó með Sinfóníuhljómsveitinni Stutt samtcil við Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur samtal. Hún sagðist vera upp alin á ísafirði, dóttir Ragn- ars H. Ragnars og Sigríðar J. RagnarS’frá Gautlöndum, elzt þriggja systkina. Frá sjö ára aldrei, eða í 10 ár, hefur hún hrnnið píanóleik hjá föður sínum, sem er skólastjóri tón- listarskólans á ísafirði. En í haust settist hún í 4. bekik Menntaskólans og nemur jafn- framt píanóleik hjá Árna Kristjánssyni. Við báðum Önnu að segja okkur eitthvað frá hljómleik- unum. Hún sagði: „Um þá er lítið að segja. Ég lék tilbrigði eftir Chopin við stef eftir Mozart, og var að sjálfsögðu taugaóstyrk, en einhvern veginn tókst mér að ijúka þessu“. „Hvernig þótti þér að hafa unga tilheyrendur?" „Ég held að það sé betra ag leika fyrir fullorðið fólk en ungt. Það var svolítill klið- ur í salnum, þegar yngstu leikunum, og bezt var að leika fyrir Menntaskólann og þá skóla, sem voru með hon- um á hljómleikunum". „Tefur píanóleikurinn þig ekki frá skólabókunum?“. „Jú, ekki get ég nú sagt annað. Ég æfi mig að jafnaði um tvo klukkutíma á dag og nú fyrir hljómleikana varð ég að fá nokkurra daga frí til að æfa mig sérstaklega. Ég er ekki enn búin að gera það upp við mig, hvort ég eigi að halla mér að píanóinu ein- göngu eða freista gæfunnar á öðrum sviðum. En það er heldur ekki knýjandi nauð- syn til að taka endanlega ákvörðun á stundinni. „Tekur þú einhvern þátt í félagslífi skólans?“ „Já dálítinn. — Það er mik- ið félagslíf í skólanum, mál- fundafélag, listafélag — sem heldur oft ýmiss konar lista- kynningar mjög fróðlegar og fleiri félög, sem ég kann ekki að nefna. Það dugar ekki að útiloka sig frá öllum félags- skap. Á ísafirði voru flestir leikfélagar mínir í tónlistar- skóla, svo að ok'kur fannst öllum sjálfsagður hlutur að æfa hvern dag. Á sumrin hef ég oftast verið í sveit hjá frændfólki mínu í Mývatns- sveit, en þar er hvorki að- staða eða næði til þess að æfa sig á píanó, enda er þar við margt annað að una“. „Hvort értu meira fyrir gömlu tónskáldin eða þau nýju?“ „Ég hef gaman af að leika al'la fallega tónlist, hvort sem hún er ný eða gömul, en eftir- lætistónskáld mín eru Baoh og Beethoven“. „Hlustarðu mikið á tón- list? „Já, ég hef hlustað mikið á tónlist af hljómplötum heima á ísafirði og ég held að ég hafi haft mjög gott af því. Hér sæki ég alla hljómleika sem völ er á, hvort heldur eru söngskemmtanir eða hljóð- færaleikur, þó píanó sé eina hljóðfærið serti ég hef lært ag leika á“. Áhorfendurnir hlusta með eftirtekt á hljómleikunum. | A/A /5 hnúfor i / SV SOhnútsr X Snjókema í C'Í! ***> V Skiirir E Þrumur W.z, ^ . KutíoM H Hml ttilsskð L * Cati ZMARZm^t JW Anna Aslaug í GÆR var hægviðri og bjart með vægu frosti norðan lands, en skammt suðvestur af Reykja nesi var SA átt, átta stiga hiti og súld. Á Norðurlöndunum er hitinn svipaður og hér og sömuleiðis í New York. Á kortinu sést hafís- brúnin fyrir norðan land, eins og hún var 24. febrúar,- ísbrúnin ex álíka langt undan landi og vanalega á þessum árstíma, en þó nær ísinn óvenju langt til suð- austurs urti miðja vegu milli Jan Mayen og Langaness. STAKSTtS^AR Jafn kosningaréttur BENEDIKT Gröndal skrifar um helgina í Alþýðublaðið grein, þar sem. fjallað er um kjör- dæmaskipun í Bandarílijunum. Þar segir m. a: ,Til dæmis eru um 950 þús. kjósendur í kjördæminu Dallas í Texas en aðeins 212 þúsund í næsta kjördæmi við borgina. Samskonar misræmi er í Geor- gíuríki milli höfuðborgarinnar Atlanta og sveitanna. Nú gerðist það að maður að nafni James P. Westberry í Atlanta höfðaði mál gegn ríkisstjóranum Carl Sand- ers út af því að kosningaréttur hans væri skertur með kjör- dæmaskipan rikisins. Kvaðst Westberry aðeins hafa hálfan kosningarétt í samanburði við íbúa sveitanna í ríkinu. Þetta mál gekk til hæstaréttar í Washington og það er dómur hans, er kveðinn var upp fyrir nokkrum dögum, sem hefur sett allt á annan endann. Með 6 at- kvæðum gegn 3 úrskurðaði rétt- urinn að slíkt rrv.srétti ibúafjölda kjördæma væri brot á stjórnar- skrá landsins, þar sem mannrétt- indi eru tryggð. Þetta þýðir að fjölmörg ríki um allt landið verða að breyta kjöræmaskipan sinni og jafna kjósendafjöldann. Er talið að ekki eigi að vera meira en 15% munur á kjör- dæmum í þessu tilliti, enda þótt rétturinn segði ekkert ákveðið um það atriði“. Benedikt Gröndal heldur áfram: „Ef athuguð eru úrslit siðustu kosninga hér á landi kemur í ljós, að ástandið hér nálgast það, sem amerísku dómararnir telja brot á mannréttindum. S. 1. vor var tala kjósenda að baki hverj- um kjördæmakosnum þingmanni sem. hér segir: Reykjavík 3521 Reykjanes 2751 Vesturland 1326 Vestfirðir 1108 Norðurland vestra 1154 Norðurland eystra 186’’ Austurland 1160 Suðurland 1476 Af þessu verður ljóst, að at- kvæði minnstu kjördæmanna eru enn þrefalt áhrifameiri en í Reykjavík. Nú eru uppbóta- sæti hér á landi til að jafna milli flokka en ekki kjördæma. Ef uppbótaþingmenn eru taldir með þeim kjördæmum, þar sem þeir voru í kjöri verða tölurnar þannig: Reykjavík 2556 Reykjanes 1568 Vesturland 1326 Vestfirðir 719 Norðurland vestra 741 Norðurland eystra 1269 Austurland 1160 Suðurland 1476. Tímaskrif Hér fer á eftir sýnishorn af móðuharðindastefnunni, sem Framsóknarmenn hafa tileinkað sér: „í svissneskri þjóðsögu segir frá tröllahyski, sem fór til rána í byggðir og lét greipar sópa um búfé manna í högunfc Þegar byggðamenn réðust til eftirfarar til að bjarga fénaði sínum, sett- ust þursar tveir á fjallaskarð og vörðu mönnum leiðina, meðan aðrir ráku ránsféð til jötna- byggða. Ríkisstjórnin gegnir nú hlutverki þursanna í f jallaskarð- inu. Hún situr þar á verði og girðir almenningi leið til fram- fara og bættra lífskjara, meðan vildarmenn hennar og sérgæðing ar smala almenninginn og þrútna í umsvifum og stórfrair.kvæmd- um og raka til sín dýrtíðargróð- anum, meðan þjóðinni og efna- hagslífi hennar blæðir. Þar ríkir engin vetrarfarsblíða með bless- un í hverjum reit“. Þetta er sem sagt nýjasta út- gáfan af móðuharðindastefn- unni, sem Franiiióknarmenn hafa tileinkað sér.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.