Morgunblaðið - 03.03.1964, Page 8

Morgunblaðið - 03.03.1964, Page 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 3. marz 1964 Sigurður A. lUagnússon: Erin um Leiklistarskóla Þjóðleikhússins Frá leiksýningunni Fri vinstri O. G. Hansen fullmegtugur (Ingólfur Jónsson), Lára ísaksen (Svanhildur Björgvinsdóttir) og Bör (Hjálmar Júlíusson). — Ljósm. Heimir. Leikfélag Dalvíkur 20 ára MÉR þykir í sannleika sagt leitt, að Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri skyldi ekki nenna „að leiðrétta fleiri mis- sagnir S.A.M. í skrifum hans um Þjóðleikhúsið og leikskóla þess“ því „leiðréttingar" þjóðleikhús- stjóra á meintum missögnum mínum eru naesta fátæklegar, að ekki sé meira sagt. „Missagnirn- ar“ sem hann vill þó fyrir hvern mun leiðrétta eru tvær, og hljóð- ar hin fyrri svo: „Leiklistarskóli Þjóðleikhússins virðist ekki vera annað en hégómleg skraut- fjöður, sem hvorki kennarar né nemendur geta tekið alvarlega, af því öll starfsemi hans ein- kennist af káki og fúski.“ Hin „missögnin" hljóðar svo: „Fróð- legt væri að fá tölur yfir það, ihve margir af nemendum skól- ans á liðnum 13 árum hafa lagt fyrir sig leiklist að námi loknu. Ég er hræddur um, að hlutfalls- talan sé lág, og það getur ekki stafað af neinu öðru en slæle®- um vinnubrögðum.K Hvað missagt kann að vera í þessum setningum, er mér ekki fullkomlega ljóst eftir „leiðrétt- ingar“ þjóðleikbússtjóra, og lái mér hver sem vill. Sé það missögn, að Leiklistar- skólinn virðist ekki vera annað en skrautfjöður o.s.frv., ja, þá er því til að svara, að það er alténd ekki mismæli mitt: ég þykist enn sem fyrr líta þann- ig á málið, og það getur naum- ast stafað af öðru en því, að ég sjái skólann með annars konar g'leraugum en skólastjórinn. Hvor gleraugun séu gagnsam- legri, er svo aftur annar hand- leggur. Ekki sök kennara Það er alger óþarfi að tína til nöfn allra þeirra manna, sem einhvern tíma hafa kennt við skólann til að hrekja ummæli mín, því ég var í grein minni að fjalla um skólann eins og hann er nú, ekki eins og hann kann að hafa verið í fortíðinni. Vitneskju mína hafði ég m.a. frá þeim manni, sem einna lengst hefur kennt við skólann, Haraldi Björnssyni, og ætti hann að vera flestum dómbærari á það sem er að gerast. í grein minni vék ég ekki einu orði að viðleitni einstakra kennara, heldur benti á, að námstilhögun væri þann- ig, að hvorki nemendur né kenn arar virtust geta tekið námið al- varlega. Við skólann kenna nú Benedikt Árnason, Gunnar Eyj- ólfsson, Klemenz Jónsson og Kristín Magnús, og efast ég ekki um að þau geri það sem í þeirra valdi stendur. En það er ekki mergurinn málsins, heldur hitt að hvorki eru kenndar þær náms greinar, sem reglugerðin mælir fyrir um, né heldur er náms- tími nægilega langur til að nokk urs verulegs árangurs sé að vænta. Þar við bætist, að í þess- um fiámenna kennarahópi eru menn sem verða að leggja nið- ur kennslu svo mánuðum skipt- ir vegna anna við stór hlutverk í Þjóðleikhúsinu, eins og gerðist bæði í vetur og fyrravetur, og hvað er hægt að kalla slíka námstilhögun í tveggja vetra skóla annað en kák og fúsk? Þetta er ekki sök kennaranna fyrst og fremst, heldur þeirra íorráðamanna skólans,, sem virð ast láta sig einu gilda, hvaða fræðslu nemendurnir fá. Hvar eru þeir? Hin „missögnin“ var í því fólg in, að fróðlegt væri að fá tölur yfir það, hve margir nemendur hefðu lagt fyrir sig leiklist að námi loknu, og kvaðst ég vera hræddur um að hlutfallstalan væri lág. Sér er nú hver mis- sögnin! Þjóðleikhússtjóri hefur auðvitað trompin á hendinni og upplýsir, að 44 af 47 útskrifuð- um nemendum Leiklistarskólans stundi eða hafi stundað leiklist- arstörf. Orðalagið er vert fyllstu athygli. Ég er satt að segja hissa á, að þrír skuli vera undanskild- ir. Ég þurfti ekki að fá að; vita hve margir stundi eða hafi stundað leiklistarstörf, heldur hve margiir hafi lagt fyrir sig leiklist að námi loknu, þ.e.a.s. helgað leiklistinni krafta sína. M.ö.o. hve margir þeirra eru leikarar nú? Þjóðleikhússtjóri nefnir 17 manns í upptalningu sinni, og eru 3 þeirra við nám og því ekki útskrifaðir. Af leikurunum 14, sem þá eru eftir, nefnir hann sjö hjá Leikfélagi Reykjavíkur, sem hafi að miklu leyti „bor- ið uppi leiklistarstarfsemi þess“. Ég á von á, að það komi leik- húsgestum spánskt fyrir sjónir, að Erlingur Gílsason, Kristín Anna Þórarinsdóttir og Margrét Ólafsdóttir, sem öll eru góðir leikarar, hafi borið uppi leik- listarstarfsemi Leikfélagsins á síðustu árum. Við Þjóðleikhús- ið nefnir hann aðra sjö, og að þrem þeim fyrstu undanteknum fæ ég ekki heldur séð, að hér sé um blómann af leikurum Þjóðleikhússins að ræða. En hvar eru svo nemendurnir 33, sem útskrifazt hafa úr Leik- listarskólanum og þjóðleikhús- stjóri nefnir ekki á nafn? Það er einkennandi fyrir starf rækslu Leiklistarskólans, að Þjóðleikhússtjóri telur fram þrjá nemendur og segir þá alla hafa leikið stór hlutverk á þessu leik ári, og ekki nóg með það, held- ur eru þeir meðal þeirra sem bera uppi leiklistarstarf höfuð- staðarins, „hvað ungu kynslóð- ina snertir“. Mér er spurn, hve- nær skyldi þetta unga og ó- reynda fólk fá tóm til að sinna skyldunámi sínu? Ófullnægjandi kennsla Ég benti á ófullnægjandi kennslu í mörgum námsgrein- um skólans, en þjóðleikhússtjóri telur upp mörg nöfn í þessu sam bandi. Kennsla í taltækni hefur ekki farið fram í Leiklistarskól- anum árum saman, eins og ég benti á, enda er Björn Guð- mundsson löngu hættur að kenna þar. Jón Sigurbjörnsson hefur lítilsháttar fengizt við að kenna nemendum raddbeitingu í sam- bandi við söng, en hann fór ut- an um áramót. Símon Jóhann Ágústsson hélt stutt námskeið í sálfræði fyrir jól, en sú náms- grein var alls . ekki kennd í fyrravetur. Leiklistarsaga hefur ekki verið kennd við skólann í mörg ár, en Steingrímur J. Þorst einsson byrjaði í síðustu viku misseris-námskeið í íslenzkri leikritunarsögu, sem er allt ann- að en leiklistarsaga. Þetta nám- skeið heldur Steingrímur fjórða hvert misseri, þ.e. annað hvert ár, enda er efnið ekki meira en svo, að vel má komast yfir það með tveggja stunda vikulegri kennslu á fjórða hverju misseri. Guð'ijáfur og nám En svo kemur þá rúsínan! Sjálfur þjóðleikhússtjóri lýsir því yfir, að ekki sé nein þörf á fullgildum leikskóla í Reykjavík að svo komnu máli, vegna þess að hann kynni að skapa stétt atvinnulausra leikara! Sem sagt, hálft nám eða þaðan af minna (öðru nafni: kák og fúsk) fullnægir þeim kröfum sem gera verður til íslenzkrar leiklistar eins og nú standa sakir. Hvað á þá að segja um það tiltæki manna eins og Haraldar Björns- sonar, Indriða Waage og Lárusar Pálssonar að leggja út í rándýrt og erfitt leiklistarnám erlendis, þegar ekkert ríkisleikhús var hér til og atvinnumöguleikár is- lenzkra leikara mjög takmarkað ir? Og hvað um hinn fríða hóp ungra leikara sem lagði út í nám erlendis fyrir og eftir stofnun Þjóðleikhússins? Var þetta bara fordild eða stórbokkaskapur? Var þessum mönnum ekki nóg að treysta á þá guðsgáfu, sem þjóðleikhússtjóri telur svo miklu mikilsverðari en skólanám og þjálfun leikara? Vel á minnzt, ég vék hvergi að því, að hægt væri „með fjölmargra ára menntun" að „framleiða leikara af mismunandi gerðum, rétt eins og hverja aðra verzlunarvöru“. Hafi þjóðleikhússtjóri skilið skrif mín svo, væri honum ráð- legt að fá sér ný gleraugu eða hefja allsherjarhreingerningu í heilabúi sínu. Ég benti einungis á, að fullgildur leikskóli með þriggja vetra ströngu námi væri nauðsynlegur, og að þar ættu ekki aðrir að fá inngöngu en þeir, sem stundað hefðu undir- búningsnám og fengið meðmæli viðurkenndra leikara. Mér hefur aldrei til hugar komið, að skóla- nám geti komið í staðinn fyrir meðfædda hæfileika, en hitt er mér jafnljóst, að meðfæddir hæfileikar nýtast ekki til fulls nema með strangri skólun og þjálfun. Það er í sannleika sagt undravert, að forstjóri eina rík- isleikhússins á íslandi skuli láta að því liggja, að rækileg mennt- un leikara sé í rauninni auka- atriði, sem varla þurfi að taka mjög alvarlega. Guðlaugur Rósinkranz upplýs- ir, að dómarar við lokapróf Leik listarskólans séu leikistjórar Þjóð leikhússins, ein leikkona, formað ur þjóðleikhúsráðs og þjóðleik- hússtjóri. Mér er enn spum, hvaða erindi eiga tveir hinir síð- astnefndu í dómnefnd Leiklistar- skólans? Er nemendum bannað að gagnrýna? Frumsýningarmiðar Haraldar Björnssonar eru mál, sem mér kemur ekki við, að öðru leyti en því, að hann virðist hafa ver ið sviptur þeim í hegningarskyni fyrir tímabæra gagnrýni, eins og ég benti á. Skýring þjóðleik- hússtjóra á því dularfulla máli fær ekki staðizt af þeirri ein- földu ástæðu, að Haraldur hélt þessum frægu frumsýningarmið- um löngu eftir að hann hætti í þjóðleikhúsráði, og þeir voru ekki af honum teknir fyrr en á liðnu hausti. Að lokuim lítil athugasemd. Mér skilst að farið hafi fram könnun meðal nemenda Leiklist arskólans, etftir að grein mín birtist í Lesbókinni, til að ganga úr skugga um, hver þeirra hefði veitt mér upplýsingar um nám- ið og afflutt skólann í mín eyru, Slíkt háttalag er svo lang/t fyr- ir neðan allar hellur, að ég fæ ekki orða bundizt. í öllum þeim skólum, sem ég hef sótt eða kennt við, veit ég ekki betur en það hafi þótt sjálfsagður rétt- ur (ef ekki skylda) nemenda að gagnrýna námstilhögun, kennslu og einstaka kennara, etf þeim bauð svo við áð horfa, jafnt inn an skóla sem utan. Þetta frelsi hefur engin skólastjórn leyfi til að hefta, ef lýðfrelsið sem við státum af á að vera annað en orðið tómt. Nú vill svo til, að upplýsingarnar, sem ég fékk frá nemendum, voru aðeins hlut laus frásögn af tilhögfun náms- ins, og verður því umrædd könn un ennþá furðulegri. En jafnvel þó þeir hefðu gagnrýnt skólann harðlega, hafði hvorki skóla- stjórn né kennarar neina heim- ild til að láta þá svara til saka fyrir það. Við erum nefnilega vestan járntjalds. herra þjóð- leikhússtjóri! LEIKFÉLAG Dalvikur er um iþessar mundir 20 ára. — Af því tilefni frumsýndi félagið gaman- leikinn Bör Börsson eftir Johan Falkberget í Samkomuhúsinu í Dalvík sl. laugardagskvöld fyrir félaga og gesti. Með hlutverk Börs fór Hjálm- ar Júlíusson og þótti leikur hans með afbrigðum góður. Leikstjóri var Kristján Jónsson og er þetta annað leikritið, sem hann svið- setur fyrir Leikfélag Dalvikur. Húsið var þéttskipað áhorfend um, sem skemmtu sér hið bezta og hylltu leikendur og leikstjóra að lokinni sýningu. Þá hélt Aðalsteinn Óskarsson oddviti ræðu og færði félaginu BJÖRK, Mývatnssveit 20. febr. HÉR sem annars staðar er hið dásamlegasta tiðarfar, svo að elztu menn muna vart annað eins. Oftast logn, hreinviðri og sólfar mikið, aðeins frostkæli um nætur; annars þýtt. Heita má, að engin úrkoma hafi komið all- an Þorrann. • Sumarfæri er á vegum, og jafnvel fjallavegir eru sveUlaus- ir. • Góð veiði er nú í Mývatni í net undir ís. Er ísinn þar speg- ilsléttur. Áður fyn var slíkur ís mikið notaður, bæði af ungum og öldnum, til þess að þreyta skautahlaup. Þótti það holl og góð skemmtun. Er vissulega illa farið, að svo þjóðleg íþrótt skuli að mestu lögð niður hér. Þess í stað þjóta bílar nú eftir isilögðu vatninu. • Eins og að líkum lætur, hefir hið góða tíðarfar auðveldað mönnum margvísleg störf og mannfundi. Hér var fyrir nokkru haldið Þorrablót. Hófst það með sameiginlegu borðhaldi. Á borð voru bornir hinir girnilegustu réttir og raunar rammíslenzkir. Skemmtu menn sér lengi nætur. __ Fréttaritarar blaðanna lögðu ýmsar spurningar fyrir framá- menn sveitarinnar. Var það mál manna, að þeim tækist allvel upp. Þá var söngur, getraunir og að lokum dans. Frá Húsavík voru fengnir hinir færustu snill- ingar til að skemmta í þeirri grein, og gerðu þeir það við mikla hrifningu. • Þann 12. þ.m. varð áttræður Jón Jóhannesson á Geiteyjar- strönd hér í sveit. í tilefni dags- ins komu nokkrir vinir og frændur heim til haras. Jón hefir ætíð átt heima á Geiteyjair- strönd. Þar hefir hann stundað búskap fram á síðustu ár ásamt og í félagi við bróður síraa, Sig- urð og Jóhannes. Nú eru þeir að vísu allir hættir að búa og að gjöf kr. 10.000,00 frá Dalví'kur hreppi sem viðurkeraningu fyrir öflugt leiklistarstarf hér á undan förnum árum. Friðsteinn Bergs- son þakkaði í fjarveru formanns og bauð síðan gestum til kaffi- drykkju, en að því búnu var dansað til kl. 4 um nóttina. Var þessi afmælishátíð öll hin ánægjulegasta enaa til hennar vandað svo sem tök voru á. I stjórn Leiikfélags Dalvíkur eru nú: Rúnar Þorleifsson for- maður, Bragi Jónsson varafor- maður, Halla Jónasdóttir ritari, Helgi Jórasson gjaldkeri ög Frið- steinn Bergsson, meðstj. — Kári. setztir í helgan stein, ef svo mætti að orði kveða. Þó stunda þeir enn að nokkru veiðiskap í net, og skreppa jafnvel á dorg, ef svo ber undir. Allir eru þeir bræður andlega hressir og vel miranugir á gamla tíma. Vel fylgj ast þeir bræður með öllum frétt- um og hlusta á útvarp. Þótt sjón in sé nú nokkuð farin að daprast, getur þó yngsti bróðirinn lesið upphátt fyrir hina. Óteljandi eiru þau málefni hér í sveitinni, sem þeir bræður hafa stutt með fjár- gjöfum. Verður slíkt seint full- þakkað. Þó er sjálfsagt, að sliks sé minnzt að verðleikum. • Út er komin Árbók Þingey- inga, sú fimmta í röðinni, fyrir árið 1962. Á kápu er málverk frá Slútnesi eftir Jóhannes Sig- finnsson á Grímsstöðum. Að út- gáfunni standa Norður-Þingeyj- arsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla, og Húsavíkurkaupstaður. Rit- nefnd skipa: síra Páll Þorleifs- son, Þórir Friðgéirsson og Bjart- mar Guðmundsson, sem jafn« framt er ritstjóri. Árbók Þingey- inga flytur ýmisiegt efni til fróð leiks og skemmtunar. í bókina skrifa margir hinir ritfærustu menn, svo sem þingeyskir hag- yrðingar. Vil ég láta í ljóa ánægju míraa með útgáfu þess- arar bókar og vona, að áfram verði haldið. 0 Um síðustu helgi var haldið Kirkjukvöld í Skútustaðakirkju, Var það síðasta kirkjukvöldið i kirkjuviku prófastsdæmisins. í Skútustaðakirkju töluðu síra Björn Jónsson á Húsavík, síra Jón Bjarmann í Laufási og Jóa Jónsson á Fremstafelli. Kynnir var séra örn Friðriksson, sem enn fremur flutti bæn. Kirkju- kórinn söng undir stjórn Jónasar Helgasonar á Grímsvatni. Fjöl- menni var í kirkjunni. Öll var þessi athöfn mjög hátíðleg. Kristjáu ÞórhalLsson. Úr Mývatnssveit

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.