Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.03.1964, Blaðsíða 10
10 MORGU N BLADIÐ Þriðjudagur 3. marz 1964 DE GAULLE, Frakklands- forseti, reynir nú að auka áhrif þjóðar sinnar á al- þjóðavettvangi. Hér á eftir fer útdráttur úr grein um þessar tilraunir hans og erfiðleika, sem þær geta valdið Bandaríkjamönn- um. Greinin birtis í „The New York Times“ fyrir skömmu. Frá lokum síðari heims- styrjaldar hefur verið litið á Frakka sem annars flokks stórveldi. Kjarnorkuher þeirra er lítill og frumstæður, her- menn þeirra hafa verið reknir heim þúsundum saman eftir De Gaulle (lengst t. h.) ræðir við rúmlega eitt þúsund fréttamenn í Elysée-höllinni í lok janúar sl. Á fundinum ræddi forsetinn m.a. stjórnmálasamband Frakka við Pekingstjórnina og hlut- leysi Suðaustur-Asíu. Aukin áhrif Frakka á alþióðavettvangi ósigra í nýlendustyrjöldum og efnahagsstyrkleiki þeirra er takmarkaður. — Þrátt fyrir þetta leika Frakkar æ stærra hlutverk á sviði heimsmál- anna undir stjórn de Gaulles, og fyrir skömmu tóku þeir t.d. frumkvæðið í þremur heimsálfum. • Franskur sendifulltrúi er kominn til Peking og ræðir hann við kommúnistastjórn- ina stefnu de Gaulles varð- andi hlutleysi Suðaustur-Asíu og hugsanlegt samstarf við Kínverja til þess að hún nái fram að ganga. • í Mið- og Suður-Amer- íku er hafinn umfangsmikill undirbúningur undir heim- sókn de Gaulles síðar á þessu ári, en þá ætlar hann að bjóða löndum álfunnar efnahagsað- stoð og reyna að auka áhrif Frakka þar. • í Afríku lét de Gaulle franskan her berja niður bylt- ingu gegn stjórn Gabon, sem áður var frönsk nýlenda. Með því að veita stjórn landsins aðstoð, styrkti de Gaulle að- stöðu Frakka í Gabon á ný. Hvað ofangreind atriði snertir, kemur stefna de Gaulles í ýmsum atriðum illa heim við stefnu Bandaríkja- manna. Hvað Suður-Ameríku viðkemur, sagðist Johnson for seti að vísu fagna því, ef vinir í Evrópu biðust til þess að að- stoða við lausn vandamála þar. Þrátt fyrir ummæli for- setans er ljóst, að innan Bandarikjastjórnar gætir tor- tryggni í garð de Gaulles og stefnu hans og ótti við afleið- ingar hennar. Breytt ástand í heimsmál- unum hefur gert de Gaulle kleift að hefja aðgerðir til þess að auka áhrif Frakka. Áður báru Bandaríkin ægis- hjálm yfir hin vestrænu ríki, eins og Sovétríkin yfir lönd kommúnista. Veldi Bandaríkj anna var eina von vestrænna ríkja um vernd gegn stórárás kommúnista, og þjóðernisleg áhugamál urðu að víkja þegar samstaðan við bandamennina var annars vegar. En þegar Ijóst varð, að hvorugt stór- veldið myndi hefja kjarnorku De Gaulle Frakklandsforseti. styrjöld af fúsum vilja, breytt ist ástandið. Bandamönnum finnst ekki lengur nauðsyn- legt að láta þjóðernisleg á- hugamál víkja, og Sovétríkin biðja þjóðir um að fyigja sér í stað þess að neyða þær til þess. Gömul bönd eru að slitna, og allt bendir til þess að ný verði tengd. Þetta gef- ur manni eins og de Gaulle tækifæri, og hann hefur sýnt, að hann muni nota þau. Allt hefur virzt ganga sinn vana gang í bústað de Gaulles, Elysée-höllinni, að undan- förnu, en í París hafa menn á tilfinningunni að eitthvað sé að breytast. Það, sem sagt er í Elysée-höllinni, bergmálar um heiminn með auknum krafti. í fjarlægari Austurlöndum eru þegar hafnar viðræður um stefnu de Gaulles varðandi hlutleysi Suðaustur-Asíu. — Franskur sendifulltrúi er kom inn til Peking og kinverskur til Parísar, en eftir á að koma í ljós, hvort beint stjórnmála- samband við kommúnista- stjórnina hraðar því, að stefna de Gaulles nái fram að ganga, að minnsta kosti í löndum, sem nú fylgja stefnu Kínverja, en voru áður nýlendur Frakka. Af ummælum Ayubs Khans, forseta Pakistans, fyrir skömmu má álíta, að Kínverj- ar séu ekki frábitnir einhvers konar nýskipan mála Suðaust- ur-Asíu. Ayub Khan sagði þetta, er hann ræddi heim- sókn Chou En-lais, forsætis- ráðherra Kínverska alþýðulýð veldisins, til Pakistan. Ayub Khan sagði, að þeir Chou En- lai hefðu rætt ágreining Bandaríkjamanna og kín- verskra kommúnista í Suð-‘ austur-Asíu. — Hefði Chou kveðið Kínverja reiðubúna til þess að vera sanngjarnir við alla, sem sýndu þeim sann- girni. Einnig kvaðst Ayub hafa boðizt til þess að jafna ágreining Bandaríkjanna og kínverskra kommúnista með málamiðlun. f Mið- og Suður-Ameríku vinna sendimenn de Gaulles nú ötullega að undirbúningi heimsóknar hans, og fregnir herma, að Frakklandsforseti hafi á prjónunum áætlun um að veita löndum heimsálfunn- ar efnahagsaðstoð og bjóða þeim hagstæða viðskiptasamn inga. De Gaulle heldur til Mexíkó um miðjan marz nk. og í haust til Brasilíu. Honum hafa borizt heimboð frá tíu öðrum löndum Mið- og Suður- Ameriku, og ráðgert er, að frá Brasilíu fari hann til Argen- tínu, Perú, Bólivíu og Chile, en þetta hefur enn ekki verið ákveðið. Aðgerðir de Gauiles í Gabon virðast miða að því að bæla ó- róann, sem ríkt hefur í Afríku löndunum 13, sem voru ný- lendur Frakka. Eins og áður segir, sendi forsetinn franska hermenn til Gabon til þess að bæla niður byltingu þarlendra hermanna. Enn er ekki unnt að meta erfiðleikana, sem stefna de Gaulles getur valdið Banda- ríkjamönnum, en talið er að í henni megi finna bæði já- kvæð og neikvæð atriði, nýjar spurningar og erfiðleika. í Washington þótti viður- kenning Pekingstjórnarinnar og tillagan um hlutleysi Suð- austur-Asíu ganga í berhögg við stefnu Bandaríkjamanna. Johnson forseti lagði áherzlu . á, að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að styðja íbúa S- Vietnam í baráttu þeirra við skæruliða kommúnista og ekki væri um neina stefnu- breytingu að ræða af þeirra hálfu. Formaður meirihlutans í öldungadeild Bandaríkja- þings, Mike Mansfield, kvaðst hins vegar telja, að Banda- ríkjunum bæri að örva við- leitni Frakka til þess að ná samkomulagi við Peking- stjórnina um málefni Suð- austur-Asíu. Áætlanir de Gaulles um efnahagsaðstoð við Mið- og Suður-Ameríku virðast betur til þess fallnar að hljóta stuðn ing Bandaríkjamanna, því að með henni myndu Frakkar taka á sig hluta þeirra byrða, sem Bandaríkjamenn hafa einir borið til þessa. En sá hængur er á, að efnahagsað- stoð fylgja oftast stjórnmála- leg áhrif og Bandaríkin eiga erfitt með að sætta sig við stjórnmálalega „innrás“ Ev- rópuríkis í Mið- og Suður- Ameríku. Auk þessa gerir de Gaulle Bandaríkjunum gramt í geði með því að halda áfram að verzla við Kúbu og tala um endurnýjun gamalla vin- áttubanda Frakka og Kúbu- búa. Hvað viðkemur aðgerðum Frakka í Afríku, hafa Banda- ríkjamenn fyrst og fremst á- hyggjur af því, að þær veki nýjar ásakanir á hendur Vest- urveldunum um nýlendukúg- un. Þegar hefur komið í ljós, að þessi ótti er ekki ástæðu- laus. — Fregnir frá Afríku herma, að á fundi ráðherra Afríkjuríkja hafi verið lagt til að komið verði á friðarsveit- um Afríkubúa til þess að koma í veg fyrir að leita verði á náðir nýlendukúgara, ef til átaka komi. Þau vandamál, sem tilraun de Gaulles til þess að auka á- hrif Frakka virðist ætla að skapa Bandaríkjunum, bætast ofan á ágreininginn, sem ríkt hefur að undanförnu milli stjórnanna í Washington og Paris. Td. varðandi Atlants- hafsbandalagið, kjarnorku- vopn og samninga við Sovét- ríkin. Þykir það benda til þess að grundvallarbreytingar séu framundan í stefnu vestrænna ríkja og sambúð þeirra við kommúnistaríkin. Á svæðinu, sem kortið sýnir, reynir de Gaulle nú að auka áhrif Frakka. Mennirnir fyrir neðan eru frá vinstri: Lopez Mateos, forseti Mexíkó, M’ba, forseti Gabon, og Chou En-lai, forsætis- ráðherra Kínverska alþýðulýðveldisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.