Morgunblaðið - 03.03.1964, Side 28

Morgunblaðið - 03.03.1964, Side 28
 ,E LE KTROLUX UMBOÐIÐ iAWGAVEOl « sími 21800 [ benzin eða díesel 1 LANJt^ ‘-kOVER HEKLA Akureyringar minnast Davíös Utförin verður frá IViöðruvallar- kirkju á mánudag Akureyri, 2. marz. ÞJÓÐSKÁLDIÐ Davíð Stef- ánsson frá Fagraskógi, heið- ursborgari Akureyrar, andað- ist kl. 7.50 í gærmorgun í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Þar hafði hann legið rúmfastur síðan á sunnudags- kvöld, 23. febrúar, stundum þungt haldinn. Á laugardag- inn var hann heldur hressari, þar til honum þyngdi aftur á laugardagskvöldið. Þegar er andlát hans spurðist voru fánar dregnir í hálfa stöng, hvarvetna í Akureyrarbæ. Við geysifjölmennar æskulýðsguðs- þjónustur í Akureyrarkirkju og Glerárskóla, minntust prestarnir skáldsins nokkrum orðum, en söfnuðirnir risu úr sætum til virð ingar við hinn látna. Öll fundahöld, skemmtanir og kvikmyndasýningar á Akureyri féllu niður í gær vegna fráfalls Davíðs. í morgun fór fram minningar- athöfn í Gagnfræðaskólanum. — Skólastjórinn flutti minningar- orð um skáldið, en nemendur lutu síðan höfði litla stund í djúpri þögn. Þá var Davíðs Stefánssonar minnzt í öllum efri bekkjum Barnaskóla Akureyrar í dag. Tal- að var við börnin um ævi hans og störf og lesin kvæði eftir hann. Hans var einnig minnzt við morg unsöng í Oddeyrarskóla í morg- un. Framhald á síðu 27 Stóriðjan rædd á Varðarfundi ANNAÐ kvöld verður hald inn fundur í Varðarfélag- inu, þar sem fjallað verður um efnið: Framtíð íslands — Fjölþættari framleiðsla — Orku- og iðjuver. Fundur þessi verður með nokkru nýju sniði. Iðnaðar málaráðherra gerir ráð fyr ir að framsaga hans taki ekki nema 30 mínútur, en síðan verður fyrirspurna- tími, og mun þá iðnaðar- málaráðherra og fulltrúar úr Stóriðjunefnd svara fyr irspurnum í klukkutíma eða svo, en að lokum verða frjálsar umræður og er gert ráð fyrir að menn flytji þar stuttar ræður, 5—10 mínútna. Stóriðjan er mál mál- anna í dag. Iðnvæðing Is- lands er á næsta leiti, ef menn hagnýta þau tæki- færi sem bjóðast. Þess vegna er ekki að efa, að Sjálfstæðismenn muni fjöl menna á Varðarfundinn annað kvöld og kynna sér þessi mál, jafnframt því sem þeim gefst tækifæri til að láta sjónarmið sín koma í ljós. Hér urðu tvö umferðarslys á laugardagskvöldið, bæði með samahætti og með aðeins tveggja klst. millibili. Myndin er tekin örstuttu eftir síðara slysið. Sjá má hve Volkswagenbíllinn hefur beyglast. Hanzkar konunnar liggja á 'milli bilanna. (Ljósm. MbL sv. Þ.). Þrjú umferðar- slys um helgina — Þar af tvö alverlegs eðlis SI. laugardagskvöld urðu tvö umferðarslys með sama hætti á mótum Miklubrautar og Eski- hlíðar. Um kl. 21 varð maður fyr ir bíl, en mun hafa sloppið til- tölulega lítið meiddur. Tveimur klst. síðar varð öldruð kona fyrir bil á sama stað og slasaðist al- varlega. Fyrra slysið varð eins og fyrr getur um kl. 21. þá var Guð- m,und.ur E. Guömundsson, Álfta- mýri 26, á leið leið norður yfir Miklubraut en varð fyrir bíl, sem kom austan Miklubraut, Guð mundur meiddist eitthvað, þó ekki alvarlega. Hann var fluttur í slysavarðstofuna. Um kl. 23 var kona á leið norð ur yfir Miklubraut á sömu gatna mótum. Heitir hún Símonía Jóns- dóttir, Hverfisgötu 91, 78 ára gömul. Varð hún fyrir Volkswag enbíl á sama stað og Guðmundur tveimur tímum áður. Símonía hlaut mjaðmagrindarbrot, fót- brot, áverka a höfði og mun einnig hafa skaddast innvortis. Mun hentni hafa liðið eftir at» vikum í gær. Hún var flutt í slysavarðstofuna en síðan á Landspítalann. Þriðja umferðerslysið um helg ina varð um þrjúleytið í gærdag. Þá ók vörubíll af Hverfisgötu inn á Laugaveg fyrir ofan Hlemmtorg, í veg fyrir 8 ára dreng sem kom á hjóli niður Laugaveginn. Lenti drengurinn, Hörður Þórsson, á hlið vöru- bílsins. Fékk liann mikið höfuð- högg, skaddaðist í andliti og er talinn höfuðkúbubrotinn. Hörður var fluttur í slysavarðstöfuna og síðan í Landakotsspítala. björguðust Kona og börn fáklædd út Eitt elzta hús á Dalvík brennur DALVÍK, 2. marz. — Um kl. 9 í gærmorgun kom upp eldur i húsinu nr. 9 við Grundargötu á Dalvík, en það er eitt af elztu húsunum hér á staðnum, tveggja hæða múrhúðað timbur- hús. Virðist eldurinn hafa átt upptök á efri hæð hússins og náði hann fljótt útbreiðslu. Eig- andi hússins, Július Snorrason, var á sjó, en kona hans Aðal- björg Árnadóttir svaf á neðri hæð með 3 börn þeirra hjóna. Vaknaði h^n við reykjasvæilu og björguðust hún og börnln fáklædd út úr hinu brennandi húsi. Slökkvilið staðarins kom á vettvang og tókst að slökkva eld inn. Veður var stillt og auðveld- aði það slökkvistarfið. Öll innrétting hússins er gjör- eyðilögð og einnig munu hús- m-unir og fatnaður hafa skemmzt mikið. Hús og innbú var vá- tryggt. Þó er skaði hjónanna tví- mælalaust mikill. Ekki er kunn- ugt um upptök eldsins. — K. S. Fulltrúar á þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Margar ályktanir gerðar á fjölmennu SUS-þingi Árni Grétar Finnsson, kosinn formaður samtakanna SEVTJÁNDA þingi Samoands ungra Sjálfstæóismanna lauk s.l. sunnudag. Á þinginu var rætt um mörg málefni og um þau gerð- ar ályktanir. Meðal málefna, sem ályktað var um voru utan- ríkismál, húsnæðismál, menning armál og ítarleg ályktun var gerð um efnahagsmál. Á þingfundin- um á sunnudag fór lram stjórn- arkjör. Þór Vilhjálmsson, borgar dómari, sem verið hefur formað ur sambandsins í fjögur ár, baðst undan endurkosningu og formað ur var kjörinn Árni G. Finnsson, hdl. Hafnarfirði. Eins og áður he*’ur verið getið hér í blaðinu, var þing S.U.S. sett s.l. föstudag. Á laugardag fyrir hádegi störfuðu nefndir þingsins. Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins bauð þingfulltrúum til hádegisverðar á laugardag, en eftir hádegi hófst almennur þing- fu-ndur þar sem ræddar voru til- lögu-r, sem hinar einstöiku nefnd- ir höfðu gert um ályktanir þings ins. Fundarstjóri á þeim fundi var Stefán Jónsson Kagaðarhóli. Fyrst voru teknar fyrir tillög- ur allsherjarnefndar urn almenna stjórnmálaályktun. Framsögumað ur þeirrar nefndar var Árni G. Finnsson, hdl. Því næst var tekið fyrir álit skipulagsnefndar. Fram sögumaður hennar var Birgi-r ísl. Gunnarsson, hdl. Loks var tekið fyrir álit menningarmálanefndar og var framsögumaður hennar Jóhann Kagnarsson, hdl. Á sunnud. störfuðu nefndir áfram eftir því sem ástæða var til, en kl. 13 á sunnudag hó-fst almennur þingfundur á ný. Fund arstjóri var kjörinn Sverrir Her- mannsson, Reykjavík. Fyrst var tekið fyrir álit utanrífcismála- nefndar og var framsögumaður hennar Hörður Einarsson, stud jur. Þá var tekið fyrir áli-t bús- Fram-hald á síðu 27 Enn 3 Eyjn- bótar í lnnd- helgi AÐFARANÓTT sunnudags kom varðskip að Frigg VE 316 að veiðum um 0,9 sjómíl- ur innan við fiskveiðimörk- in undan Vík í Mýrdal. Var skipstjórinn tekinn fyrir rétt í Vestmannaeyjum og viður- kenndi hann brot sitt. Frigg var nýlega sýknuð af ákæru um landhelgisbrot. Aðfaranótt mánudags kom sam-a varðskip að tveimur öðrum Eyjabátum að togveið- um á sömu slóðum. Það voru Farsæll VE 12 og Björg VE 5. Komu skipstjórar fyrir rétt í Vestmannaeyjum í gær og við urkenndu brot sín. Báðir þess ir bátar voru teknir í land- helgi í fyrra. í gær hafði dómur ekki ver- ið kveðinn upp. Eins bíða mál þriggja annarra Eyjabáta dómsuppkvaðningar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.