Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 2
2 MORGU N BLAÐIÐ Surinudagur 8. rrtarz 1964 75 ára ■ dag Bjarni Snæbjörnsson læknir í Hafnarfirði verður 75 ára í dag. Hann er í dag staddur um borð í Gullfosi á leið utan. Forsætisráðherra talar í Blaða- mannaklúbbnum BLAÐAMANNAKLÚBBURINN verður á þriðjudagskvöld í Þjóð- leikhúskjallaranum. Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, mun þar tala við blaðamenn um nafnbirtingar sakamanna og gang réttarmála. Hefjast umræður kl. 9.30. Að venju verður blaða mannaréttur framreiddur. Lög um laun for- r seta Islands og alþiiigismanna o.fl. A FUNDI ríkisráðs í Reykjavífk í dag voru staðfest lagafrumvörp um laun forseta íslands og al- iþingismanna, svo og lög i»m breyting á löguim nr. 43/1947, um iinnlenda endurtryggingu, stríðs- slysatryggingu skipshafna o. fl. Enn fremur voru staðfestir ýms- ir forsetaúrskurðir, sem gefnir böfðu verið út utan rílkisráðs- fumdar. Rvík, 6. marz 1964 (Frétt frá ríkisráðsritara). Hinn nýi slökkviliðsstjóri Reykvíkinga, Valgarð Thor- oddsen, verkfræðingur, tók formlega við starfi í gær og er myndin tekið við það tæki færi í dyrum slökkvistöðvar- innar. Frá vinstri: Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðs- stjóri, Kjartan Ólafsson, elzti starfandi brunavörðurinn, varð 69 ára í fyrradag, og hinn nýi slökkviliðsstjóri, Val garð Thoroddsen. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Brúðkaupið ef til vill ■ ár Kaupmannahöfn, 7. marz. (AP): — Þriggja vikna sorg hefur verið boðuð við dönsku hirðina vegna andláts Páls Grikkjakonungs. Þá hefur verið gefið í skyn að Anne Marie prinsessa muni ef til vill Stofnað fiskræktar- og veiðifélag á Elliða- vatnssvæðinu ganga að eiga Konstantin kon- ung á þessu ári, en áður var fyr irhugað að brúðkaupið yrði hald ið í Aþenu í janúar 1965. Fer það eftir því hve lengi sorgarástand á að ríkja í Grikklandi. Talsmenn dönsku hirðarinnar segja að ekkert verði ákveðið um brúðkaupið fyrr en eftir að Páll konungur hefur verið jarsettur nk. fimmtudag. Anne-Marie er í Aþenu hjá unnusta sínum, en foreldrar hennar, Fririk Dana- konungur og Ingrid drottning, fara þangað til að vera viðstödd útförina. BORGARRÁÐ hefur samþykkt ■ð taka þátt í stofnun fiskirækt- ar oig veiðifélags, er nái yfir vatnasvæði Elliðavatns með Vatnsendavatni Hólmsé upp að fossi neðan við Selvatn og Suð- urá í Nátthagavatn, enda taki allir jarðeigendur á vatnasvæð- inu þátt í féiagsstofnuninni. Var Einari Sæmundssen, skóg •rfræðingi og Hjörleifi Hjörleifs ayni fjármálafuiltrúa Rafmagns Hið vinsæla ævintýri um Mjallhvíti og dvergana sjö er ýnt við mikla hrifningu í Þjóð leikhúsinu um þessar mundir. Uppselt hefur verið á allar sýningar og oft hafa margir þurft frá að hverfa. Leikurinn verður á næstunni sýndur þrisvar sinnum í viku. Myndin er af þrem dverg- um úr sýningunni, þeim: Treg, Stubb og Ljút veitunnar, falið að fara með um boð boryarinnar við stofnun fé- lagsins, enda verði frumvarp að samþykkt fyrir félagið lagt fyr- ir borgarráð til staðfestingar. Nokkurs glundroða hefur gætt á undanförnum árum um veiði á þessiu svæði, en auk bæjar- ins munu 7 bæir eiga veiðirétt- indi þar. Telja margir að fisk- ur hafi minnkað á þessu vatna- svæði, en með skipulagningu geti það orðið gott veiðisvæði fyrir stang@rveiði. Er ætlunin að reyna að koma betra lagi á þessi mál fyrir vorið með stofn- un fiskiræktar og veiðifélags. - Sundmót í Sund- böll Hafnarf jarðar HAFNARFIRÐI — í dag kl. 2.30 fer fram í Sundhöll Hafnarfjarð- ar sundmeistaramótið og verður keppt í 13 greinum. Meðal þátt- takenda keppir sem gestir afit bezta sundfólk landsins, svo sem Guðmundur Gíslason, Hranfhild- ur Guðmundsdóttir frá Rvík, Davíð Valgarðsson frá Keflavík og Ingunn Guðmundsdóttir frá Selfossi, en hún er aðeins 12 ára gömul og mjög efnileg sundkona. Og ekki má gleyma Hafnfirð- ingunum. Allt bezta sundfólk bæjarins keppir, m. a. Ásta Ágústsdóttir, Erling Georgsson og Gestur Jónsson. Þetta verður eitt fjölmennasta sundmót, sem háð hefur verið hér á landi eða um 70 þátttak- endur. Einnig verður háður sund- knattleikur milli suður- og vesturbæjar, og er það í fyrsta skipti sem keppt er í þeirri grein hér. En sem sagt, í dag má búast við metaregni, íslandsmetum, í Sundhöll Hafnarfjarðar og má búast við að áhorfendur verði margir. — G.E. Þegar fregnin um lát Páls kon ungs barst til Kaupmannahafnar fyrirskipaði Friðrik konungur fallbyssuskyttum flotans að skjóta 63 viðhafnarskotum. — Sendi Friðrik konungur síðan samúðarkveðjur dönsku konungs fjölskyldunnar til aðstandenda Páls konung, en Jens Otto Krag, forsætisráðherra, Per Hækkerup, utanríkisráðherra og Gustav Pedersen, forseti danska þings- ins, sendu þingi og stjórn Grikk lands samúðarkveðjur. Á morgun fást úrslitin í hand- knattleiknum í GÆR lék íslenzka landsliðið í handknattleik gegn Svíum á heimsmeistarakeppninni í Tékkó slóvakíu. Á morgun, mánudag, lýkur keppninni í riðlum og halda þá 8 lið áfram keppninni en 8 hverfa heim. Vegna þess hve blaðið fer snemma í prentun á laugardögum er ekki hægt að skýra frá leiknum við Svía en frásögn af báðum leikjunum birtist á þriðjudag. Hver er með sjó- stakka í bí| síínum? í FYRRINÓTT ók leiguibílstjóri úr Reykjavík tveimur hafnfirzk- um sjómönnum um borð í ms. Bjarna Jóhannesson. Sjómenn- irnir gleymdu sjóstökkunum sín- um, og er viðkomandi bílstjóri beðinn að hafa samband við lög- regluna í HafnarfirðL Hvað á að gera við börnin? NÚ á dögum verða foreldrar að horfast í augu við ný vandamál. Foreldravaldinu er okki alltaf beitt eins og áður fyrr. Börnin losna undan eftirliti heimilanna tiltölulega snemma. Sextán ára gömul eru þau á bak og burt á skellinöðrum sínuim og enginn veit hvert né með hverjum. Þeim lærist eitt og annað miður áikjós- anlegt af kvikmyndum þeim og skáldsögum sem mest eru í tízku. Okkur er það ekki meira en svo að skapi að viðunkenna það, en oft og tíðum vita þau meira en foreldrar þeirra. Vísindunum hef ur fleygt svo fram, að eldri kyn- slóðin á fullt í fangi með að fylgjast með. Við lifum á þeim tímum, ,.að liðþjálfinn veit meira en liðsforinginn, af því sá fyrr- nefndi var síðar í skóla“. Við þessu vandamáli er til meira en ein lausn. Foreldrar geta lagt það á sig að kynna sér nám og tómstundaiðju barna sinna. Þetta er engan veginn óframkvæmanlegt, og það myndi margborga sig, með því að börn- in fengju þá á ný áhuga á for- eldrunum. Kostir þeir sem full- þroska hugi hefur til að bera og hagnýtt gildi reynslunnar ganga ekiki úr sér. Ef þið hafið heil- brigðan skilning á heiminum og lífinu, ef þið getið miðlað öðrum af því sem þið hafið lært á lífs- brautinni, mun verða hlustað á ykkur, þó svo það taki tíma að fá hljóð. Það er ekki um það að ræða að prédika (þau myndu heldur ek/ki hlusta á ykkur), heldur verðið þið að gefa þeim fordæmi — virðingarvert for- dæmi — vizku í verki. Þetta er vel hægt. Mesti vandinn kemur upp þegar velja á ævistarfið. í sumurn fjölskyldum skýtur þetta vandamál ekki einu sinni upp kollinum. Faðirinn á kannske bóndabæ, rekur smáverzlun eða verkstæði. Sonurinn er honurn til aðstoðar framan af og heldur síðan einn þar sem faðirinn hætt- ir. Við fyrstu sýn kann þetta að virðast einfalt mál. En reyndin vill verða önnur. Það kemur æ oftar fyrir, að syninum mis- líkar starf föðurins eða sér sér enga framtíð búna í því. Ævi- skeið einstaklingsins er nú miklu lengra en áður var. Ef foreldr- arnir „halda sér“ vel (og því skyldu þeir ekki gera það?) er þá trúlegt, að ungu hjónin láti sér vel líka, að vera tæplega sjálfs sín ráðandi unz þau eru komin um fertugt eða fimmtugt? I sveitinni hefur þetta orðið fleiri en einni tengdadótturinni ásteytingarsteinn. Sakir nýrra uppgötvana og nýrra lífsvenja er framabrautin önnur en áður var. í Frakklandi (eins og í nær öllum öðrum löndum,) eru ekki nógir verk- fræðingar og iðnlærðir menn til þess að fullnægja eftirspurninnu_ Þessvegna hneigljast ungir menn að þessum störfum. En til þess að vera vel hlutgengur — og ganga vel — í þessum starfsgrein um verða menn að hafa hlotið raunvísindalega menntun. Börn- in ökkar þarfnast fyrsta flokks menntunar. Árið 1970 mun þriðj- ungi frönsku þjóðarinnar ekki nægja gagnfræðaskólamenntun heldur mun þurfa háskólapróf. Mörgurn fjölsikyldum kann að þykja þetta ótrúlegt, en þessari áskorun verður að mæta. Það er um líf og dauða að tefla fyrir þjóðina og fyrir æskuna. Hvað stúlkunum viðkemur, er vandinn sami. Þær gáfuðustu geta nú gengið að sömu störfum og mennirnir höfðu áður einka- rétt á. Þær eru duglegir verk- fræðingar, framúrskarandi kenn- arar og standa sig með prýði í læknisfræðinni. Aðrar leggja heldur fyrir sig þau störf er þær verða mönnunum til aðstoðar í, og aðstoð þeirra er oft og tíðum alveg ómetanleg. Þetta á við t.d. um sumar aðstoðarstúlkur á rann sóknarstofuim en einkuim og sér í lagi á þetta þó við um einika- ritarana. Þær síðarnefndu þekkja eins vel inn á fyrirtækið og for- stjórinn sjálfur (og stundum bet- ur). Þær verða að vera öllum hnútum kunnugar, til þess að geta forðazt slcyssur, þær verða að auðsýna staika háttvísi til þess að leiðbeina vinnuveitenda sín- um án þess að virðas+ gera það. Síðast en ekki sízt, verða þær að vinna verk sín skipulega og af vandvirkni. Einkaritari sem er öllum þessum kostum búinn á framtíðina fyrir sér. í stuttu máli sagt, séuim við að hugsa um hamingju barna okkar, verðum við að taka tiðarandann með í reikninginn. Við verðum að beina þeim inn á aðalibrautir framtíðarinnar en ekk: að hliðar- götum hennar. Hvort sem þau hafa samþykkt að vinna fyrir okkur á bænum eða búgarðinum eða ekki, verðum við að muna, að þau eiga rétt á að lifa sínu eigin lífi. Við verðum að vera minnug þess, að sá tími kemur að við eigum að draga okkur i hlé. Það er betra að hætta og hljóta að launum ást og virð- ingu en að vera of fastur í sessi og eiga á hættu að vera álasað fyrir það. Við verðum að gefa börnum okkar tækifæri til þesa að koma í okkar stað.“ „Donner et retenir ne vaut“ segir fransik- ur málsháttur, eða „Sú gjöf .er lítils virði sem óheimilt er að nota“. KLUKKAN 5 í gærmorgun var 1 stigs frost íLondon og Osló; 4 stiga frost í Stokk- hólmi og París; 5 stiga frost í Kaupmannahöfn; 6 stiga í Madrid; 2 stiga hiti í New York, 5 stiga hiti í Washing- ton. I Reykjavík var 6 stiga hiti, og er það einnig meðal- hiti fyrstu vikuna í marz. frost í Brússel, um frostmark

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.