Morgunblaðið - 08.03.1964, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ
9
f Sunnudagur 8. marz 1964 1
0
Framhjáhald og útilegu-
menn á árshátíðinni
GAONFRÆÐASKÓLI Vestur-
bæjar og Gagnfræðaskólinji
við Vonarstræti héldu sam-
eiginlega árshátíð sína í Sig-
túni síðastliðið þriðjudags-
kvöld. Fyrir þann dag var
blaðamönnawn boðið að sjó
lokaæfingu skeonimtiatriða
þeirra, sem fluitt voru.
Fyrst var sýndur gamamleík
urinn Tengdasonurinn, eftir
Svein Bergsveinsson, próf. í
Austur-Berlín. Fjallar hann
um mikið framjiijáhald. Faðir
inn heldur við vinnukonuna,
og í leikslók kemiur í ljós, að
tilvonandi tengdasonur hans
Ihefur um nokkurra mónaða
skeið átt vingott við móður
unnustu sinnar. Segja leikend
urnir, að kennurunum hafi
ekki litizt sérstaklega vel á
efni verks þessa.
Steindór Guðmundsson lék
krvensama kokkólinn. Með
hlutverk móðurinnar létt-
lyndu fór Sigríður Anna Þor-
grímsdóttur. Dóttirin, sem
ekki virtist halda við neinn,
var leikin af Sigrúnu Lindu
Kvaran. Hlurbverk hins um-
svifamikla tengdasonar var í
höndum Þorsteins Steingríms-
sonar. Guðrún Helga Seder-
holm lék vinnukonuna undir-
£eínU* Grasa Gudda (Brynjólfur Ga uiason) og Gvenaur smaii (Hórð
Framhald á bls. 31 ur Tómasson) á grasafjalli.
Móðirin (Sigríður Anna Þorgrímsdóttir), dóttirin (Sigrún Linda Kvaran), tengdasonurinn
(Þorsteinn Steingrímsson) og faðirinn (Steindór Guðmundsson).
Sr. Eiríkur J. Eirákssons
Stilli mina strengi
IV. sunnudagur í föstu.
Guðspjallið. Jóh. 6. 1—15.
Er ekið er framhjá Skógum i
Þorskafirði, verður íerðamann-
’inum spurn: Hefur ekki verið
erfitt að vera 13 barna faðir á
þessari jörð í harðindum 19. ald-
ar?
Sú saga er sögð, ef til vill er
þar málum blandað, að er Joch-
um faðir þjóðskáldsins var í
göngum ha'fi félögum hans þótt
hann taka lítt til matar síns. Á
Jochum að hafa sagt og bent
brosandi á mal sinn, sem raun-
ar var léttur: „Nógur matur í
Skógum“.
Guðspjall dagsins fjallar um
hið mikla mettunarkraftaverk. Á
því eru ýmsar hliðar og marg-
víslegar skýringar. Eitt vekur
sérstaka athygli: Ungmenni, sem
er með nokkur fararefni. En
menn eru vantrúaðir: „Hvað er
þetta handa svo mörgum?“ Er til
kom reyndist þó þarna fæði til
mettunar þúsundum manna fyr-
ir guðdómlegan mátt Jesú Krists.
Margir eru þeir, sem hafna
sannleiksgildi kraftaverksins í
guðspjallinu. Aðrir taka það bók
staflega. Trú er mönnum gef-
in í mismiklum mæli, og getur
hún einnig verið með ýmsum
hætti. Verður venjulegum rök-
um skynseminnar varla beitt til
hlitar. Hér er á það lögð áherzla,
að guðspjallið hefur tvímæla-
laust mikla táknlega merkingu.
Er við af sjónarhóli guðspjalls-
ins sjáum ungmennið með sín fáu
brauð og fiska arjdspænis trú-
leysi umhverfisins, koma í hug-
ann andlegir leiðtogar þjóða,
skáldin og listamennirnir, með
það sem þeim hefur verið gefið
snilligáfunnar, en um fram allt
þeirrar glóðar, „sem ís gæti
brætt af heilli þjóð“. Um leið
fjölgar neytendum guðspjallsins.
Heil þjóð um aldir hlýtur mett-
ua
Margur mundi segja: Ekki
koma mér við örlög skálda og
annarra þjóðaleiðtoga. Að sjálf-
sögðu erum við fæstir í þeirra
hópL En „Tindurinn stendur
kyrr“. Okkur eru gefnir spá-
menn og sjáendur til þess að við
virðum örlög þeirra fyrir okkur,
að til vegsögu verði og þors og
þreks eigin reyndar. Ég hefi vit-
að unglinga þylja ljóð skáldsins
góða, sem nú hefur kvatt, í kapp
við svarrandi brimið.
„Við áttum vor, sem aldrei líð-
ur hjá“. Sú er raunin um okkar
beztu menn og skáldin ekki sízt.
Það á erindi til allra, að skáld-
ið lætur stein, sem er í götu ung-
mennis og er þannig farartálmL
verða að listaverki í höndum
þess, gæddu sál þess sjálfs.
Hungrið er ekki vandamál
okkar á meðal, þótt mörgum
finnist, að þeir eigi nóg með af-
komu sína. Ofnautn getur og orð
ið vandamál og ekki víst, að allir
fállist á ummæli meistara Jóns í
frábærri prédikun þessa helgi-
dags, sem hver íslendingur þyrfti
að kunna að verulegu leyti: „þeg
ar líkaminn er ósoltinn og ófros
inn, þá er honum nóg . . . “. Við
verðum að hafa í huga þá tíma,
er slík orð voru töluð.
Vandi hins hóflega meðalvegar
kann að vera mestur og, að sem
flestir verði hans aðnjótandi. Mót
lætið getur mætt okkur í marg-
víslegum myndum. Það mun á-
vallt reyna á, hversu við bregð-
umst við brýningu síðustu ljóð-
lína síðustu ljóðabókar skálds-
ins:
„Þig skortir festu, byrði til
að bera.
Að bera eitthvað þungt —
<
það er að vera“.
Áföll henda oft ungmennL
Mætur maður átti, ef til vill, snjó
kúlu lífsgæfu sína að þakka og»
svo þeir allir, er hans fengu að
njóta.
Erlendur menntamaður beindi
einni slíkri ískyggilega nærri
höfði þjóðhöfðingja. Fyrir það
varð hann einskonar útlagi um
hríð við fjörð einn vestra, þar
sem landar hans voru við atvinnu
rekstur.
Þar kynntist hann ungum, gáf
uðum, en fátækum vestfirskum
bóndasyni. Hann örvaði hann,
fræddi og hvatti á allan hátt og
greiddi götu hans, beint og ó-
beint. Reyndist íslenzka ungmenn
ið farsæll leiðtogi ungs fólks um
langa ævi. \
Ungmennið erlenda hlaut og
sinn þroska í „útlegðinni“ og
varð síðar rektor háskóla þjóðar
sinnar. ,
Undarlegar tilviljanir segjum
við. En Guð gerir kraftaverk
þannig, að trú þarf til þess að
þau verði og trú, til þess að við
skynjum þau og blessun þeirra.
Guð lætur heilsubilað ung-
menni, að vísu glæsilegt um
flest, verða til þjóðarblessunar
og skila æsku hennar um fram
flesta samtíðarmenn sína yfir erf
itt tímabil þjóðarsögunnar, þótt
ytra árferði hafi yfírleitt verið
gott. |
Sérðu ekki ungmenni guð-
spjallsins með brauðin sín og
fiskana handa — heil'li þjóð?
Er ekki nokkur næring sálar
þinnar frá honum runnin? Áttu
ekki óma, unna úr eigin ólgu
æsku þinnar, hljóma á streng,
sem hann hefur stiUt?
Og vittu, að Guði ber að þakka
og blessa minningu góðskálds.
Það verður ekki án átaka a£*>
höggva í harðan steininn
„sinn himneska draum og
sárustu kvein;
hver tilfinning hans, hver
einasta ein,
fór- eldi um steininn kalda
til að geymast um aldir alda“.
i
Gleymum ekki í góðviðrum
vetrar, að vorið getur brugðizt.
Gleymum ekki baráttu þjóðar
okkar og leiðtoga við vetraröflin,
hungrið, elda og ísa, áþján og
plágur.
Örlög heilla þjóða lætur Guð
ráðast í andlegum leiðtogum
þeirra. Minnzt var á baráttu
bóndans í Skógum. Nokkru fyrir
hörmungarnar miklu eftir mild>
an vetur árið 1882 setti slíkan
grátekka að syni hans í kirkj-
unni á Keldum, að hann lét
nærri bugast. Svo óð sandstorm-
urinn vikum saman yfir hina
glöðu Rangárgrund. Þá orti
bóndasonurinn frá Skógum:
„Dafnar aftur land og lifnar
lífsins stríð á að manna lýði. —
Þó að hyljist hvergi deyja
(hlægir'það mig) góðu fræin“.
Við opnum fyrstu bók Davíðs
Stefánssonar:
„Sumir eiga sorgir,
og sumir eiga þrá, »
Hann stillti strengi sína til síns
hinzta stefs, að draumar mættu
rætast þjóðar hans og sorgir sef-
ast, að storma lægði og hríð.
Guð gefi okkur öllum styrk
til þeirra baráttu. Guði séu
þakkir fyrir kraftaverk sig-
ursins.
. Amen.