Morgunblaðið - 08.03.1964, Síða 8
8
MORGUNBLADIÐ
Sunnudagur 8. marr 1964
Krabhameinsfélag
Reykjavíkur 15 ára
eftir Bjarna Bjarnason lækni, formann félagsins
Það hefur löngum reynzt heilladrjúgt að leita til æskunnar og
heita á hana til að ryðja mikilvægum málum braut. Mér er nær
að halda, að ef hún lætur ekki þetta mál til sín taka, snýr dæm-
inu við og gerist fyrirmynd þeirra sem ættu að vera fyrirmynd
hennar, þá verði okkur ekki forðað frá reykingunum, sem nú
hefur sannast að ógna lífi, heilsu og hamingju fjölda fólks um
allan heim. Ég er því sannfærður um að krabbameinsfélögin
eru á réttri leið, að beita áhrifum sínum, eins og þau gera nú
með því að leita samvinnu við skóla landsins. Þam^j munu þau
sinna mikilvægu hlutverki, ef vel og haglega er á vopnum hald-
ið. (Úr ræðu formanns á aðalf. Krabbam. f. Rvk).
KRABBAMEINSFÉLAG Reykja-
vúkur er nú 15 ára. >ó aldur
þess sé ekiki hár, er ekki úr vegi
að rifja upp nokkur atriði úr
sögu þess og starfsemi.
Hátt á fjórða hundrað stofn-
endur eru skráðir á fyrstu síður
aðalfundagerðabókarinnar. Sá
langi listi sýnir áhuga fólks fyrir
stofnun félagsins og ekiki að
ófyrirsynju. Landsmönnum var
þá löngu orðið ljóst hversu
óhugnanlegur, lævis og hættu-
legur gestur hafði haldið innreið
sína í landið með krabbamein-
inu. Enginn veit hvenær það
gkeði. Öldum og áratugum sam-
an hefur það herjað byggðir
þess. Það hefur gert strandhögg
hjá háum sem lágum. Að vísu
hefur það hlíft unga fólkinu að
mestu, en ráðist að þeim sem
orðnir eru við áldur og búnir
að glata mesta lífsaflinu og við-
námsþróttinum. Úr hópi þeirra
velur það sínar fómir og fer
ekki í manngreinarálit.
Það leyndi sér ekki fyrir 15
árum, frekar en nú, að krabba-
meinið var í stöðugri sókn.
Margar raddir voru þá uppi um
hversu geigvænleg hún væri og
hver ráð væru fyrir hendi að
skakka hinn ójafna leik þess við
fólkið.
Þá var það, að Alfreð Gísla-
son læknir gekk fram fyrir
skjöldu á almennum lækna-
fundi, 13. okt. 1!H8, og ræddi
nauðsyn þess að komið yrði á
stofn félagi eða samtökum, sem
befði baráttu gegn krabbameini
á stefnuskrá sinni. Er hann hafði
reifað málið, bar hann fram
svohljóðandi tillögu:
„Fundur í L. R., haldinn
13/10 ’48, telur nauðsyn bera
til, að nú þegar verði hafizt
handa um eflingu baráttunn-
ar gegn krabbameini hér á
landi, og vill að Læknafélag
Reykjavíkur hafi forgöngu í
því máli. Fyrir því samþy'kkir
Prófessor Niels Dungal
fyrsti formaður félagsins.
hann, að skipuð sé 3ja manna
nefnd til að athuga hverra
endurbóta kunni helzt að vera
þörf, til greiningar og með-
ferðar þessa sjúkdóms. Enn-
fremur skal nefndin athuga,
hvort heppilegt væri að stofna
tii samvinnu við atmenning,
um myndun félagsskapar, sem
með starfi og fjárframlögum
styddi þá viðleitni er hér um
ræðir“.
Tillagan var allmikið rædd,
rnjög vel tekið og samþykkt sam-
hljóða. í nefndina voru kosnir
4 læknar, þeir: Alfreð Gíslason,
Halldór Hansen, Ólafur Bjarna-
son og Gísli Fr. Petersen.
Starf nefndarinnar varð til,
þess, að 1. febr. 1940, boðaði
L. R. til undirbúningsfundar í
Háskólanum, að stofnun félags,
er skyldi hafa það mark og mið,
að hefja markvissa baráttu við
ikrabbameinið.
Fréttabréf um heilbrigðismál
Alfreð Gíslason, aðalhvatamaður
að stofnun félagsins.
minntist 10 ára afmælis Krabba-
meinsfélags íslands í maí-júní
blaðinu 1961. Þar eru að noklkru
rakin undirbúnings og byrjunar-
saga Krabbameinsfélags Reykja-
víkur. Þar sem svo skammt er
um liðið, er undirbúingisþátt-
urinn ekki birtur hér, en vísað
til afmælisritsins. Það voru for-
ráðamenn Krabbameinsfélags
Reykjavíkur, sem áttu hug-
myndina að Krabbameinsfélagi
íslands og stofnuðu það með
þátttöku annárra krabbameins-
félaga á landinu, sem þá voru
tekin til starfa.
Núverandi ritstjóri frétta-
brétfsins, Baldur Johnsen læknir,
kemst svo að orði í afmælisrit-
inu: Saga Krabbameinsfélags
íslands verður ekki skráð nema
minnst sé brautryðjandastarfs
Krabbameinsfélags Reykjavíkur,
því innan vébanda þess var
grund'völlur baráttunnar lagður.
Nefndin, sem undirbjó stofn-
un Krabbameinsfélags Reykja-
víkur, var þannig skipuð. Próf.
Níels Dungal formaður, Alfreð
Gíslason læknir, Ólafur Bjarna-
son dósent, Gísli Fr. Petersen
yifirlækn., Katrín Thoroddsen
læknir, frú Sigráður Magnússon,
Sveinbjörn Jónsson hrl., Magnús
Joohumsson póstmeist. og Gísli
Sigurbjörnsson forstjóri. Er
nefndin hafði lokið störfum sín-
um, boðaði hún til fundar í I.
kennslustofu Háskólans. Sá
mannfjöldi, sem þar var saman-
kiominn, sýndi að þarna var mál
á döfinni, sem fólk vildi styrkja
og veita brautargengi.
Bjarni Bjarnason, læknir
núverandi formaður félagsins.
Próf. Niels Dnngal setti fund-
inn og kvaddi Benedikt Sveins-
son fv. alþingisforseta til fundar-
stjórnar og Gísla Sigurbjörns-
sonar til ritara.
Er fundarstjóri hafði lýst fyrir
fundarmönnum tilefni fundarins,
gaf hann próf. Níels Dungal
orðið. Prófessorinn skýrði frá
því, að Læknafélag Reykjavíkur
hefði fyrir nokkru skipað nefnd
og boðað til fundar, er vinna
skyldi að undirbúningi félags-
samtaka til baráttu gegn krabba
meini. Lýsir hann störfum nefnd-
arinnar og lagði fram uppkast
að lögum fyrir hið væntanlega
félag. Fyrst var rætt um að
stofna eitt félag fyrir allt land-
ið, en fundurinn komst að þeirri
niðurstöðu, að stofna skyldi
krabbameinsfélög víðsvegar um
landið, sem mynduðu með sér
samband: Krabbameinsfélag ís-
lands. Miklar umræður urðu um
lögin. Langmest var deilt um
nafngift félagsins. Sumir töldu
hana óheppilsga og fráhrind-
andi. Ýmsar tillögur komu fram
Húseign Krabbameinsfélaganna að Suðurgötu 22.
um önnur nöfn, svo sem Krabba
vörn og Krabbameinsvörn.
Nöfn þessi voru þó feild af yfir-
gnæfandi meirihluta fundar-
manna, en nafngift undirbúnings
nefndarinnar: Krabbameinsfélag
Reykjavíkur, samþykkt af öllum
þorra þeirra. Stofendur félags-
ins eru skráðir: 396.
Fyrsta stjórn Krabbameins-
félag Reykjavíkur var þannig
skipuð:
Formaður: próf. Níels Dungal,
varaformaður: Alfreð Gíslason
læknir, ritari: Gísli Fr. Petersen
yfirlæknir, gjaldkeri: Gísli Sig-
urbjörnsson forstj. Meðstjórn-
endur: Magnús Jochumsson póst-
fulltrúi, frú Sigríður Magnússon,
Sveinbjörn Jónsson hrl. og Kat-
rín Thoroddsen læknir. Vara-
stjórn: Frú Sigríður Eiríksdótt-
ir, Jóhann Sæmundsson pró-
fessor og Þorsteinn Soheving
Thorsteinsson lyfsali.
Þegar á stofnfundinum barst
félaginu rausnarleg gjöf frá
Félagi vefnaðarvörukaupmanna:
15 þúsund krónur í peningum.
Fyrsti aðalfundur K. R. var
haldinn 28. marz 1950. Starf-
semi félagsins á fyrsta starfs-
árinu varð mikil og fjölþætt.
Á fyrsta fundi félagsins var
kosin fjáröflunarnefnd, er jafn-
an hefur verið starfandj innan
stjórnarinnar síðan. Þá varð einn
ig skipuð framkvæmdanefnd,
er skyldi sjá um fræðslustanf-
semi fyrir almenning.
Merkustu viðfangsefnj fyrsta
ársins.
Gefinn út bæklingur um fyrstu
eimkenni krabbameins.
Hafin útgáfa fréttablaðs um
varnir gegn krabbameini og ýms
heilbrigðismál.
Fjögur fræðsluerindi um
krabbamein í útvarpið.
Nýr fræðslubælklingur eftir prófessor Niels Duiigul.
Með aðstoð landlæknis hlut-
aðist félagið til um að samn-
ingar komust á milli Rann-
sóknarstofu Háskólans annars-
vegar og Tryggingast. ríkisina
og Sj úkrasamlags Reykjavíkur
hinsvegar, um framkvæmd vefj*
rannsókna til krabbameinsgrein-
ingar, læknum og sjúklingum
að kostnaðarlausu.
Gert var félagsmerki.
Þórarinn Sveinsson laéknir
var ráðinn til að annast skrán-
ingu krabbameinssjúiklinga.
ísland gerðist aðili að alþjóða
krabbameinsrannsóknum. Heilhr.
málaráðherra skipaði próf. Níels
Dungal sem fulltrúa íslands 1
þeir*.
Gísli Fr. Petersen var falið að
annast fyrirgreiðslu krabba-
meinssjúklinga utan af landi,
sem þurfa að leita sér lækninga
í Reykjavík.
Pélagið bauð röntgendeild
Landspítalans nýtísku röntgen-
tæki að gjöf, til aukins öryggia
á geislalækningum.
Gunnar Thorarensen var ráð-
inn framkvæmdastjóri Krabba-
meinsfél. Reykjavíikur.
Hvatt var til félagsstofnana
utan Reykjavíkur. Stofnug voru
krabbameinsfélög í Hafnarfirði
og Vestmannaeyjum, en á ísa-
firði var stofnaður krabbameins-
sjóður.
Krabbameinsfélag íslands
stofnað
Á aðalfundi K. R. 1951 var
rætt um stofnun samibands ísL
krabbameinsfélaga. í lok aðal-
fundarins flutti Alfreð Giísla-
son eftirfarandi tillögu:
„Aðalfundur Krabbameins-
féíags Reykjavíkur, haldmn
8. marz 1951 felur stjórn
félagsins að undirbúa stofn-
un sam'bands ísl. krabbameina
félaga, og kveðja til fram-
haldsaðalfundar að þeim
undirbúningi loknum“.
27. júní 1951 var svo Krabba-
meinsfélag íslands stofnað. Próf.
Níels Dungal var kosinn for-
maður Krabbameinsfélags ís-
lands og lét um leið af stjóm
Krabbameinsfélags Reykjayíkur.
Störf stjórnarinnar undir for-
mennsku hans einkenndust af
framtaki og djörfung. Þannig
'hefur hann verið og er, djarfur
og framtaikssamur forustumaður
í stjórn Kratíbameinsfélags
lands.
Með stofnun K. í. urðu miikil
þáttasikil í aðstöðu og starfsemi
K. R. Það var nú orðið deild f
Krabbameinsfél. ísl. og mikið
af viðfangsefnum þeim, sem það
hafði heigað krafta sína, féllu
nú í hlut K. í. Hér eftir átti það
að vera aðalhlutverk þess, eina
og annarra deilda K. í., að afla
fjár til að kosta starfsemi þes3.
Framkvæmdir Kxalbbameinsfél-
ags íslands hafa fraan á síðustu
ár að langmestu byggst á fram-
lögum frá Krabbameinsfélagi
Reykjavíkur, eins og skiljanlegt
er. Það er lang fjölmennasta
krabbameinsfélags landsins og
vegna aðseturs síns í höfuðstaðn
um hefur það algera sérsböðu til
fjáröflunar.
Fræðslustarf Krabbameinsfélags
Reykjavíkur
Þegar farið er í gegnum ára.
skýrslur K. R. ketnur í ljós að
það befur látið ýms önnur nxái,
Fcamh. á bls. IX