Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1964, Blaðsíða 10
m MOKCUNMADIÐ Sunnudfagur 8. marz 1984 DAVÍÐ STEFANSSON FRÁ FAGRASKÚGI ln memoriam VIÐ DAVÍÐ mintumst þess stundum í gamni hve mjóu munaði að við hefðum orðið fjórmenningar. En það var sá munur sem dugði. Þegar Klængur láng/afi minn frá Asgarði kvæntist íngibjörgu frá Vindhæli lángömmu hans voru bæði við aldur. Klæng- ur hafði þá búið í ekkils- standi um skeið er íngibjörg barst suður eftir skilnað sinn við Guðmund á Vind- hæli, sem heyra má gamla hún vetninga vitna til enn í dag. En fyrir bragðið voru mér kunnir að nafni ýmsir aettmenn Davíðs, svo sem afi hans séra Davíð Guð- mundsson sonur íngibjargar, en hann var formlegja séð, sakir hjönabands þeirfa Klængs, stjúpbróðir ömmu minnar. Samband ókkar Davíðs var altaf líkt og verður milli fjarskyldra ættíngja. Á vin- áttu okkar bar aldrei skugga. Við vorum samt aldrei nán- ir vinir, hann hélt áfram að vera norðlendíngur og ég sunnl endíngur, en það voru fagnaifundir ævinlega þegar við hittumst. Aldursmunur og þroski olli þvi að við urðum ekki samrýmdir í æsku þó við værum einn vetur í sama skóla. Þegar hann kom í skól- ann, og gekk þar inn í loka- bekk, var hann sigldur mað- ur' og auk þess þjóðkunnur af kvæðum sínum sem birst höfðu í tímaritum. Ég læirði dreingur kvæði hans um Djúpadalssveininn, svo og kvæðið um krumma og Sestu hérna hjá mér systir mín góð, eitt af þessum kín- versku kvæðum sem altof sjaldan eru ort; og Davíð orti heldur aldrei annað kvæði einsog það, þessar fáu hendíngar geyma dulúð bemskunnar alla. í þeim kvæðum sem ég nú taldi, og furðumörgum er hann síðar orti, var einfald- ur tónn með sterkum sagjn- þrúngum lit sem snerti brjóst úngrar samtíðar hans. Þar upphefst djörf og nýstárleg Ijóðræna sem leitast við að ná sterkum áhrifum með ein- földum meðölum. Þessi kvæði hrundu mjög eðlilega í flutníngi, þau voru sem mælt af munni fram. Hann greip við orði þar sem Jónas Hallgrímsson fyr hafði frá horfið í viðleitni sinni til að tjá höfuðatriði á einfaldan hátt. Þegar Jónas leið féllu klassiskar viðjar á íslenzkan skáldskap enn um sinn, en hjá Davíð hefur í Ijóðagerð okkar orðið dularfull stökk- breytíng í fyrstu atrennu, að því er virðist átakalaust, með sama hætti og fæðing al- skapaðs einstaklíngs gerist í náttúrunni; að því er form snertir, þá er Davíð fullskap- aður í fyrstu ljóðum sínum. Þessi frjálsi einfaldleiki hugs unarinnar sem leitaði forms hjá Davíð og fann það, var ómótmælanlega tjáníng þeirr ar úngbornu tíðar sem þá var vakin, þeirrar æsku sem þá átti ísland. Svo innvirðulega tók hann heima, að æskulýð- urinn lærði kvæði hans utan- bókar, ósjálfrátt og áreynslu- laust, sumir af því að renna augum yfir bækurnar, margir hver af öðrum. Skyldi nokkru sinni hafa lifað hér á íslandi skáld sem naut jafn almennrar ástsældar hjá þeim hluta samtíðar sinnar sem um hans daga enn átti ófölskvaðan hrifníngareld æskunnar sér í brjósti? Mik- Kve&ja frá Bandalagi islenzkra listamanna ÍSLENZKA þjóðin sér nú á bak einum sinum bezta synl, og listamenn hennar kveðja kæran og mikils virtan vin. Hin tæra, þróttmikla rödd Davíðs skálds Stefánssonar Fagraskógi er hljóðnuð. En hann lifir í Ijóðum, leikritum, skáldsögu, ræðum og ritgerðum, og í minningu þeirra er kynntust honum. Samkenni allra verka hans er þráin eftir fegurra og sannara mannlífi,, einlæg samúð með þeim sem miður megay fyrirlitning á hroka, gikkshætti og spjátrungsskap, og — framar öllu ástin á ættjörð hans og þjóð. Ekki sú ást, sem er blind á kost og löst, heldur sá kærleikur, sem kennir og agar. Hann gat verið strangur dómari og sagt ótæpt til syndanna, þegar honum fannst þess við þurfa. En enginn dregur í efa heilindi hans og drengskap í hverju því máli, er hann lét sig varða. Davíð Stefánsson fór sínar eigin leiðir, og þær lágu eigl ávallt samhliða hinum fjölförnustu slóðum. Hann keypti sér einskis manns lof með blíðmælum og veik ekki heldur undan lasti né aðkasti. Honum var Ijós sú ábyrgð og þær skyldur, sem fylgja því að vera skáld og samvizka þjóðar sinnar. Þessar skyldur rækti hann af karlmennsku og næmri réttlætiskennd. Hann var trúr köllun sinni og sjálfum sér til hinztu stundar. Hann var einn af vökumönnum þjóðar sinnar. íslenzkir listamenn kveðja þjóðskáldið með djúpri virð- ingu og þökk. Jón Þórarinsson lnn part úr öld réði streingur Davíðs Stefánssonar fyrir lagi Islands. Hann var sem sé ármaður þess einfalda tilfinnin@alhita sem vár innborinn tíðarand- anum, skáld þess frjálsa djarfa hleypidómalausa hug- arf ars ofar hefðbu vinum prestskonumóral og hræsni, sem við vonuðum að mundl leysa okkur úr viðjum. Okk- ur vinum hans fanst þó oft að sjálfur legði hann meiri stund á meinlæti en nauðsyn bæri til, og einsetumensku meira en hófi gegndi. Oft jafnvel á bestu árum hans virtist þúngur einmanaleiki sækja á hann, og sú ásókn ágerðist eftir því 9em leingra leið. Hann var oft árum sam an sem blýbundinn við ein- setumannshús sitt, lángtím- um saman án umönnunar, alt að því umkomulaus, og átti sér bækur og listaverk að félögum. Æ leingra leið milli þess sem hann fyndi hvöt hjá sér til að svala áskapaðri þrá eyjarskeggj- ans til að sigla yfir hafið. Og allt of Þ' Ar. gafst tækifæri til að ‘kynnast við þennan hugljúfa og karlmannlega mann, þó ekki væri nema til að heyra hina hlýju bassa- rödd hans og finna dreingi- leg viðbrögð hans í hverju svari. Árum sarnan hafði hann geingið ekki heill til skógar. Síðasta línan í síð- ustu ljóðabókinni hans hefur þessa hljóðan: „Að bera eitt- hvað þúngt—það er að vera.“ „Ég verð veikur í hvert skifti sem ég kem suður nú orðið,“ sagði hann eitthvert síðasta skifti sem hann heim sótti mig, og bætti við: „þoli ekki loftið; flýti mér heim með fyrstu flugvél". Átthagamir vom fyrir löngu orðnir hið fyrirheitna land hans, Eyjafjörður með friðsælum Pollinum og hvít- um en ekki svörtum fuglum, vángi Vaðlaheiðar, fegurstur yánga, Kaldbakur sem eitt fornskáld keypti við ökrum æsku sinnar. Vel má vera að leingra fái skáld ekki náð í ytra lífi sínu, skáldkallið gefi ekki tilefni til annarra persónulegra óska en fá að vera einn og kyr heima hjá sér. Skáld lifir annarsstaðar. Davíð Stefiánsson lifði í þeirri ljóðlist sem var einsog töluð útúr hjarta þjóðarinnar á enn einum morgni þjóðar- ævinnar; og heldur áfrarn að lifa þar. Halldór Eaxnesc. Kvebja frá út- gefanda EF ég ætti að rifja upp eitt- einstaikt og áhrifamesta augna blik, sem ég hefi lifað um æv- ina, væri mér ef til vill vandi á höndum, en sú stund mun mér vissulega aldrei úr minni líða, og ávallt vitja mín er ég heyri mikilmennis getið. Þeg- ar ég fyrir nokkrum árum steig út úr flugvél á Akureyri, einn sólbjartan vetrarmorgun, og landið hulið nýföllnum snjó, en við stigann beið mín Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi með opinn faðm- inn að taka á móti mér. Þessi svipmikli hreinihjartaði maður með barnsbros en tignarsvip íslenzks bónda og heimsborg- ara, átti yfirbragð og fas sjálfs lands síns, öræfa þess, jökla, eldfjalla, fallvatna og blómlegra sveita. Hver hreyf- ing hans, hvert orð og athöfn var persónuleg, sönn og heil. Og einkunnarorðin: „Gakk þú heill að hollu verki.“ Þeir fáu dagar er ég dvald- ist þá einn með skáldinu í húsi þess, voru mér sá skóli sem ég fór ungur á mis við. Á hverjum degi las Davíð fyrir mig ijóð sín, mörg sem enn eru óbirt, og væntanlega prentuð með síðustu ljóðum hans. Ég kynntist Davíð Stefáns- syni fyrst fyrir 40 árum í Þing holtsstræti 33. f því húsi réði þá ríkjum hin mikilúðlega og gáfaða kona, frú Guðrún, ekkja Þorsteins Erlingssonar, en þar sat Davíð stundum í hópi vina á kvöldin, á árun- um eftir fyrri heimstyrjöldina og kappræddi um bókmenntir og aðrar listir og trúmál. Og þar bar margt á góma, sem fólk nú á dögum mundi ef- laust gjarna vilja eiga á bandi eða plötu. Líklega hafa ekki í öðru húsi fallið fleiri spak- leg orð á þeim árum. En þó Guðrún væri sjálif miðpúnkt- urinn og stýrði kappræðum Oig tónlistarflutningi jafnt og veizluhöldum, lögðu ungu skáldin til andagift og frum- leg umræðuefni. Allir í þess- um hópi voru mi'klir aðdáend- ur ^káldsnillingsins frá Fagra Skógi. Síðan hef ég verið nákunn- ugur Davíð þó ég gerðist ekki útgefandi hans fyrr en 1950 er tilmæli komu um það frá þáverandi útgefanda hans og aldavini Þorsteini M. Jóns- syni. Hef ég ekki hitt fyrir drengilegri og hreinni og beinni mann í viðskiptum en Davíð Stefánsson. Ég hef alla tíð frá því ég á fermingaraldri las fyrstu Ijóðabók Davíðs, Svartar fjaðr ir, bókstaflega upp til agna, verið mikill aðdáandi skálds- ins, en þar fylli ég aðeins flokk þorra íslenzku þjóðar- innar, sem gert hefur hann að óumdeildu þjóðskáldi sínu. Eins og ekkert finnst tær- ara en íslenzk bergvatnslind, ekkert hreinna en stjörnu- bjartur vetrarmorgun í Fagra- skógi, veit ég 'heldur ekkert er nær kemst því að hafa þessa eiginleika, og beztu ljóð Dav- íðs, og þar gengur sannarlega heill maður að hollu verki. Ég kveð þig að sinni, góði vinur, og þakka þér langa vin áttu, föðurleg heilræði og ást- úð. RJ. Þei, Jbei... Nú slær klukkan á Norður- landi tólf" ÞESSAR ljóðlínur úr Svört- um fjöðrum hafa þráfaldlega sungið í huga mér þessa dag- ana. Ég hef reyndar oft hug- leitt þær áður og stunidum lagt fyrir mig þá spurningu, hvort nokkurs staðar í kvæð- um skáldsins frá Fagraskógi bregði jafnfá orð viðiíka birtu yfir dýpstu eðlisþættina í manngerð hans og skáldskap: tregafulla heimþrá til ætt- // moldar og átthaga, hið heiða málfar, skyldleikaikenndina við erfðir kynslóðanna, sem speglast í tóni þjóðvísunnar. En nú hafa ljóðlínurnar kom- ið til okkar í nýrri merkingu. í þetta sinn hringir klukka Norðurlands yfir líkbörum skáldsins sjálfs, yfir ástsæl- asta höfuðskáldi þjóðariiuiar. Maður kemur í manns stað, er stundum hafit á orði, en fátt mundi þó öllu fróleitara. Og allra sízt á það við, þegar sá er kvaddur, sem átti jafn persónulegt erindi við þjóð sina og Davíð Stefiánsson. Mér er jafnvel til efs, að næstu kynslóðir geti átt von á að eignast það skáld, er komi jafn kallað og eignist hug þjóðar sinnar í jafn ríkum mæli. Til þess liggja þjóðfé- lagsleg rök, þó að ekki væri öðru til að dreifa. Því uggir mig, að fráfall Davíðs Stefáns sonar kunni í vissum skiln- ingi að tákna aldahvörf. En einnig fyrir þá sök mó það vera okkur mikið ævintýri að hafa lifað skáldferil Davíðs Stefiánssonar, allt frá því, er hann kom fyrst fram, tvítugur og fullþroska ljóðsnillingur, og til hinztu stundar. Ég hef annarsstaðar, í grein um Davíð sextugan, reynt að lýsa þeirri fersku gleði, sem fyrstu kvæði hans vöktu með okkur ljóðhneigðum unglingum, sem þá vorum að vaxa úr grasi, og satt er það enn, að ekkert af þvi, er seinna drífur á dag- ana, getur að öllu komið í stað þeirrar unaðslegu lífsreynslu að hafa vaknað ungur og fagnandi í töfraheimi nýrrar Skáldlistar. Að sjólfsögðu munu verk Davíðs Stefáns- sonar lifa áfram með þjóð- inni, ef þannig tekst til um framtið hennar sem við öll vonum, og þá mun hver kyn- slóð nema ljóð hans þeim skilningi, sem þörf hennar krefst. En eitt er að ganga að hlut vísum og annað að upp- götva hann. Sjólft ævintýrið, sú heillandi birta, sem stafaði inn í hugskot okkar fró ljóð- um Davíðs Stefiánssonar verð- ur aldrei öðrum miðluð til neinnar hlitar, hún verður eftir hjó okikur, sem lifðum nýstárleik hinna fyrstu kynna, og fer með okkiur í gröfina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.