Morgunblaðið - 08.03.1964, Side 23

Morgunblaðið - 08.03.1964, Side 23
í Sunnudagur 8. marz 1964 MORCUNBLAOIÐ Kivera: Kennsla í sveitaskóla — Veggmálverk Framihald aí síðu 22. fjallar að mestu um byltingua, um listasögu samtíðarinnar og hvað menn þurfi til brunns að bera til að verða listamenn. En manninum sjálfum kynnist mað- ur alls ekki að öðru leyti en því, að hann virðist hafa verið inni- lokaður og ósýnt um að tjá sig í orðum. ’ David Alfaro Siqueires (1896) virðist vera hinn óstýriláti ærsla belgur í þessum hópi, ef til vill ekki eins mi'kill listamaður og hinir tveir, en svo kröftugur að furðu sætir. Til dæmis eru mynd ir hans utan á byggingum Ríkis- háskólans svo aðsópsmiklar, að (það er eins og þær teygi sig út úr myndfletinum og vilji hlaupa burt af veggnum. En myndir hans í samlagi raflagninga- manna, Fyrsta spítala Almanna- trygginga og í Listahöllinni eru dramatískar mjög og sanna hversu ágæta hæfileika hann hef ur á þessu sviði og það vald sem hann hefur á tækninni, sem hann hefur sumpart uppgötvað sjálfur. Olíumálverk hans eru engu síður áhrifarík. Hann er frumlegur listamaður og virðist gæddur frumorku forfeðra sinna. ' Siqeiros hefur síðastliðin ár eetið í tukthúsi fyrir þátttöku í götuóeirðum, jafnvel sakaður um manndráp í þeim átökum. Menntamenn, rithöfundar og listamenn hafa árangurslaust farið fram á að hann yrði látinn laus svo hann geti lokið við vegg (Freska í menntamalaraðuneytinu) myndir, sem hann var byrjaður á. En sagt er að háttsettir em- bættismenn fari í tukthúsið til hans til að láta hann mála and- litsmyndir af sér, sem minnir óneitanlega talsvert á söguna af Bellmann og Svíakonungi. Áður en ég fór til Mexíkó var ég hræddur um að þegar frum- herjar þessarar stórkostlegu hreyfingar féllu frá, mundi merki þeirra falla niður, en það væri mikill skaði, því telja má þessa hreyfingu eitt af því merki legasta, sem fram hefur komið í málaralistinni síðan á renesans- tímanum. En þar er engu að kvíða, því Mexíkanar eiga að minnsta kosti 6—7 listamenn til að taka upp merki þeirra, lista- menn, sem mér finnst að mörgú leyti smekklegri, því þeir hafa sleppt hinum þjóðfélagslega og stjórnmálalega áróðri, sem óneit- anlega gætir talsvert í verkum hinna eldri manna, Rufina Tamayo (1899) er því miður ebki með á þessari sýningu, en hann er án efa einn af merkustu listamönnum, sem nú er uppi í heiminum, gjörólíkur hinum þremur eins og meðfylgjandi mynd sýnir, alþjóðlegri og þar af leiðandi auðvitað ekki eins þjóðlegur. O’Gorman, sem er bæði málari og arkitekt, gerði lit steinaskreytinguna utan á bók- hlöðu Ríkisskólans og hefur gert stórmerka veggmynd í Chapúlte- pec-höllinni og víðar. Aðrir sem nefna má eru Coronel, Cuevas, Gironella, Delgadillo og margir fleiri. ÞAÐ afrek sem vakið hefur einna mest umtal og eftirtekt í skákheiminum um þessar mund- ir, er tvímælalaus't hinn glæsi- legi skáksigur R. Fisdher á ný- afstöðnu meistaramóti U.S.A. Þar átti hann í höggi við fjóra stórmeistara og fjóra allþjóðlega meistara, auk þriggja meistara. Bobby gerði sér lítið fyrir og sigraði alla andstæðinga sína, ellefu að tölu. Það er því eklkert undarlegt að skákunnendur bíði spenntir eftir svæðamótinu sem fara á fram í Hollandi á vori komanda. Rússar eru að keppa um fjögur sæti sem þeir eiga að fá á svæðamótinu. Átta kepp- endur munu taka þátt í mótinu, og tefld verður tvöföld umferð. Þátturinn hefur ekki ennþá haft fregnir af mótinu, en væntanlega verður hægt að fá fregnir af þessu öfluga móti fyrir næsta þátt. Hinn snjalli skákmeistari og fyrrverandi heimsmeistari Vass- ily Smyslof virðist nú stefna hröðum skrefum upp á toppinn aftur, en síðan á kandidatamót- inu í Júgóslavíu 1959 hefur hann átt erfitt uppdráttar á stórmót- um. Hér kemur ein af skákum hans frá skákmótinu í Moskvu 1963, þar sem hann sigraði, á undan þeim Tal og Gligoric, Hvítt: V. Smyslof Svart: N. Padewsky (Búlgaríu) Tarrasch afbrigði í drottningarbragði. 1. c4, Rf6; 2. Rc3, e6; 3. Rf3, d5; 4. d4, c5; 5. cxd5. Aftur er þessi leikur orðinn móðins í stað Bg5. 5. — Rfxd5; 6. e3, Rc6; 7. Bd3. Það er afar erfitt að segja ákveð- ið hvar kóngsbiskupinn stendur bezt í þessu afbrigði, en margir hallast að 7. Bc4. 7. — Be7; 8. 0-0, cxd4; 9. exd4, 0-0; 10. Hel. Annar leikur kemiur hér sterk- lega til greina 10. Be4! 10. — Bf6 A B CDCFGH Padewsky reynir hér nýjan flutn ing á léttu mönnunum. Betra og einfaldara er 10. — Bd7. T. d. 11. a3, a6; 12. De2, Hc8. Eða ein- faldlega 10. — Rf6 ásamt Rdb4-d5. 11. Be4, Rce7. Svartur verður að valda betur d5 reitinn, eftir 11. — b6; 12. Rxd5, exdS; 13. Bxih7t, Kxh7; 14. Dc2f og vinnur peð. 12. Re5, g6; 13. Bh6, Bg7. Svart- ur er í vandræðum með stöðuna og velur að bjóða hvítum drottn- ingarkaup, en við það verða svörtu reitimir veikir. Eftir 13. — He8 getur komið 14. Df3 og hvítur heldur áframhaldandi pressu. 14. Dd2, Rf6; Enniþá er svartur í erfiðleikum með að „útvíkla“ drottningarvæng sinn. Eftir b6 getur komið Rg4 með góðum sóknarmöguleikum fyrir hvítan. 15. Hadl, Rxe4 16. Hxe4, Rf5? Erfið staða býður afleikj- unum heim. Hér stóðu svarti til boða betri leiðir, t. d. 16. — b6; 17. Bxg7, Kxg7; 18. Hh4, Rf5; 19. Hh3, Bb7; 20. d5 og staðan er örlítið betri hjá hvítum. 17. Bxh7, Kxh7; 18. d5! Tamayo: Promeþeua iærir manuinum eldinn (Freska í UNESCO höllinni í París). Stéttarfélag verkfræðinga Aðalfundur Aðalfundur Stéttarfélags verkfræðinga verður hald inn í 1. kennslustofu Háskólans þriðjudaginn 10. þ.m. kl. 20.30. FUNDAREFNI; Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Stéttarfélags verkfræðinga. ABCDEFGH Þetta fallega gegnumbrot hefur Padewsky yfirsézt. Eftir þexman leik á svartur í miklum erfið- leikum og þarf að leysa margan vandann áður en hann getur gert sér vonir um að sleppa. 18. — exd5; 19. Rxd5, Be6; 20. Dc3, Bxd5; 21. Rd7f, Kg8; 22. Hxd5, Hac8; 23. Dd2, Kg7; 24. h3, Hfg8; Eða 24. — He8. 25. Hxe8f, Dxe8; 26. g4, Rh4; 27. Dd4f, Kg8; 28. Rf6f, Kf8; 31. Rxe8 og hvítur vinnur auðveldlega.. 25. g4, Rh4; 26. Hf4, Hc4; 27. Hxf7f! ABCDEFGH 27. — Kxf7; 28. Re5f, Ke7; 29. Dg5f, gefið. IRJóh. Davíð Sfefánsson Nú sefur hvítur svanur er söng við mig og þig, ljóð svo ljúf og fögur, þau lýstu dimman stig. Hann söng þá sól í hjarta er svörtust hríðin var. Hann fegurð FögrUskóga í fjarlægð með sér bar. Nú sefur hvítur svanur, er söng fyrir heila þjóð. Sem lék að ljóðastöfum við lög svo mild og góð. Sem vafði hvítum vængjum um vonarblómin smá, sem batt í bjarkarmáli svo bjarta söngvaþrá. Nú sefur hvítur svanur; hann syngur ekki meir. Hann lifir þó í ljóðum > hvert ljóð, sem aldrei deyr ber yndi hans og angur, hans æskugleði og sorg. Hann reisti úr stuðlastrengjuBI svo stóra og fagra borg. Nú sefur hvítur svanur; hans sorg og gleði er vor. Sem lind á leið að ósi hvers líf er fáein spor. ■ En sagan geymir sérhvern, er syngur fyrir þjóð, sem gefur sína gleði, sem gefur hjartans blóð. J Ingólfur Jónsson frá Prestsbakka Gjaiir til Búnaðar- iélatjs íslands VIÐ slit búnaðarþings tilkynnti formaður Búnaðarfélags íslands í kaffiboði að félaginu hefðu nýlega borizt tvær gjafir. Ásgeir Guðmundsson frá Æðey gaf fé- laginu að gjöf tvær ljósmyndir, með þeim tilmælum að þær geymist á veggjum hinna nýju húsakynna, er það flytur í. Myndirnar eiga að minna á, að búnaðarþingsfulltrúi Austurlands bar húsbyggingarmálið fram Anlon V. Holldorsson - Minning - Margan dag ég átti stutta stund í stormahléi með þér, Anton minn. Ef virtist dimmt og lokað sérhvert sund, mér sýndist birta, þegar þú komst inn. Guði vigð er gatan, þar sem fer góður maður, slíkur einn varst þú. Hlýja, traust og friður fylgdi þér. — Fyrir allt og allt ég þakka nú. Þeim, sem harma horfinn förunaut, huggun bezt er minninganna safn um góða drenginn, sem nú hlýða hlaut þeim hljómi, er eitt sinn kallar hvers eins nafn. Guðjón Jónsson. fyrstur manna árið 1941. Einnlg eru þær gefnar til heiðurs manni, sem um áratugi gegndi forystu- hlutverki bænda, Sigurði Jóns* syni bónda á Stafafelli á Lóni. Myndimar eru af Sigurði og önnur séð yfir Lónið, litmynd eftir Vigfús Sigurðsson. — Sjálfgræbsla Framhald af bls. 6 vinnsla með hentugum tætara en plæging og herfing sjálfgræðsl- unni í haga, ásamt sparnaði í grasfræi. Hins vegar þarf sáð- sléttan skemmri undirbúnings- tíma til túnræktar, enda þótt landið þurfi að vera ónytjað ár- langt eða lengur, áður en hægt er að sá í flagið. En rvað sjálf- græðslunni viðkemur, er hægt að nytja nýræktina allan tímanin ár- ið í kriing, fyrst til beitar og svo til túnræktar. Og síðast en ekki sízt, sprettur sjálfgræðslan upp af kjarnmiklum og harðgerðum túngróðri, með sterkri blað- grænu og blómskrúði. En sáð- sléttan á rætur sínar að rekja til útsæðis, sem hingað til heifur ekki reynzt eins vel og æsikilegt hefði verið. Lúðvík Jónsson. # hressir m kœfir 'œJgalugertiflQ |

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.