Morgunblaðið - 22.03.1964, Page 1

Morgunblaðið - 22.03.1964, Page 1
32 siður og Lesbók ^ Særöum flugmanni sleppt Berlín, 21. marz (AP) Sovézk yfirvöld létu í dag lausan einn flugmannanna þriggja, sem voru með bandarísku flugvélinni RB- S6, er skotin var niður yfir Austur-Þýzkalandi fyrir rúmri viku. Er það Harold Welch, en hann hefur leg- ið í rússnesku hersjúkra- húsi í Magdeburg vegna meiðsla, sem hann hlaut, er hann lenti í fallhlíf eftir að flugvélin var skotin nið- ur. — f>að var talsmaður Vestur- veldanna í V-Berlín, sem skýrði frá þessu í dag og sagði hann, að Welch hefði verið fluttur til V-Berlínar í kvöld. Einn lækna bandaríska flug hersins hefur þrisvar sinnum fengið að heimsækja Welch Framhald á 2. síðu. Gordon Cooper rétt áður en lagði upp í geimferðina 15. mai í fyrra. Óe/rð/r Múhameðstrúarmanna og Hindúa \ Indlandi: 64 létu lífíð í gær Nýju Dehli, Jamshedpurv, 21. marz (NTB-AP) A Ð minnsta kosti 64 menn létu lífið í óeirðum milli Hindúa og Múhameðstrúar- manna í Indlandi. Óeirðirnar brutust út á nokkrum stöðum í landinu og víða skarst her- inn í leikinn til þess að koma í veg fyrir frekari blóðsút- hellingar. í vikunni hafa óeirðir geis- að víða í landinu. í iðnaðar- borginni Jamshedpurv í Bit- har-héraði hafa 30 menn fall- ið frá því á sunnudag. — Ut- göngubann hefur verið fyrir- skipað í borginni. í stáliðnaðarborginni Rour- kela létust 28 menn í gær, er trúarflokkum tveimur lenti sam an og 59 særðust. óeirðirnar í Rourkela hófust, er Múhameðs- trúarmenn réðust á verkamenn, sem voru að koma frá vinnu sinni í verksmiðju einni i borg- inni. Verkamennirnir voru flest- ir Hindúar, en Múhameðstrúar- mennirnir meðal þeirra snerust í lið með árásarmönnunum. Börð ust flokkarnir tveir af hörku með áðurgreindum afleiðingum þar til herlið kom á vettvang. Urðu hermennirnir að beita skot vopnum til að dreifa mannfjöld- anum. 150 menn 'voru handtekn- ir. MIKII, veðurbliða hefur verið undafarna daga og hef- ur fólk notið þess í rikum mæli. En það eru fleiri en mannfólkið', sem grípa tæki- færið til að fá sér göngutúr ÓI. K. M. tók þessa mynd af valinkunnum borgurum á göngutúr í Hljómskálagarðin um í gærdag. / U THANT í GENF New York, 21. marz (NTB) U Thant, framkvæmdastjó'ri SÞ, og 123 menn aðrir úr framkvæmdaráði samtakanna fóru í gær flugleiðis til Genf- ar. Þar munu þeir sitja ráð- stefnu á vegum SÞ um verzl- un og viðskipti. Setur U Thant ráðstefnuna á mánudag en heldur síðan heimleiðis til New York á þriðjudag. Upplýsingar bandarisks ofursta: Cooper var mjög hœtt kominn eftir geimferðina „Bróðir" Bormans segir hann á lífi Leit hafin / Dourados / Brasiliu • Bandariskur ofursti, Charl es W. Upp, skýrði frá því fyr ir skömmu, að geimfarinn bandariski, Gordon Cooper, sem i maí í fyrra fór 22 hringi umhverfis jörðu, hefði verið nær dauða en lífi eftir ferð- ina. í fyrirlestri þessum, sem Upp hélt við Michigan State University, Sagði hann, að Cooper hefði misst svo mik- inn vökva úr líkamanum, að hann hefði létzt um 3!4 kg. í ferðinni. Hefði hann verið á lofti nokkrum klukkustund- um lengur við sömu aðstæður hefði ástand hans getað orð ið mjög alvarlegt. Geimfarinn hafði verið ný- búinn út með alls kyns frost þurrkað góðmeti, sem hann átti að bleyta upp. En það fór einhvernveginn í handaskol- um hjá honum. Framan af var hann svo upptekinn af ferðalaginu, að hann gleymdi að drekka. í 17. umferð bil- aði svo sjálfstýrða lendingar kerfið og ákvað Cooper þá að spara vatn eins og hann gæti, — enda hafði hann gleymt að setja í samband mæli, er sýna átti vatnsmagn í geiminum og vissi því ekki hvað hann átti eftir. í geimfarinu var hinsvegar í sambandi mælir, er sýndi magn koldioxyðs í lofti geim farsins og af honum las Coop er heldur óhugnanlegar upp- lýsingar. Tæki, sem áttu að hreinsa koldioxið úr loftinu voru ætluð til 40 klst. notk- unar, en voru í gangi í 43 klst. því að það hafði gleymzt, að Cooper var í fimm klst. í gei-m farinu daginn áður en hann fór í geimferðina — en ferð- inni var þá frestað vegna slæmra veðurskilyrða. Útbúnaður geimbúningsins, sem átti að eyða svita starf- aði ekki rétt og var Cooper rennandi sveittur inni í bún- ingnum, er hann var klædd- ur úr honum. Hefði slíkt get að haft alvarlega afleiðingar á lengri ferð, að því er Upp sagði. Ýmsu öðru taldi Charles Upp hafa verið ábótavant, einkum í gerð búningsins og taldi hann, að miða yrði að því í framtíðinni að búa klefa geimfarans svo örugglega, að geimfarinn geti setið þar á léttri skyrtu og athafnað sig að vild. Sao Paulo 21. marz (NTB-AP). LÖGREGLAN I Brasilíu hefur nú byrjað umfangsmikla leit, að nvanni, sem talið er að sé Martin Bormann, einn nánasti samstarfs maður Hitlers. Ástæðan til þess að leit er hafin að Bormann er sú, að fyrir nokkrum dögum kom maður, sem kvaðst vera bróðir Bormanns til lögreglunnar í Sao Paulo. Sagði hann, að Bormaijn hefðist nú við í Dourados-héraði í Brasilíu og gengi undir nafninu Engel. Ric- hard Bormann er nú á lögreglu- stöðinni í Sao Paulo, þar sem 'hann hefur verið yfinheyrður. 1 gærkvöldi var framburður hans pnófaður með lygamæli og skömmu síðar sendi lögreglan í Sao Paulo eftirfarandi tilskipun til lögreglunnar í Dourados: „Finnið Þjóðverja, sem kallar sig Engel og er á aldur við Bor- mann. Handtakið manninn." Talsmaður lögreglunnar í Sao Paulo sagði í morgun, að lög- reglan teldi sjálfsagt að ranrt- saka máið, þótt hún væri van- trúuð á að Bonmann væri á lífi. Frá Vestur-Þýzkalandi hafa borizt þær fregnir, að ekki sé vitað til þess að Bormann hafi átt bróður, sem héti Riohard. Eini bróðirinn, sem vitað væri að hann hafi átt héti Albert og byggi með fjölskyldu sinni við Icking nálægt Múnehen. Eftir að fregnir bárust um að leit væri hafin að Bormann í Dourados sagði talsmaður vestur- þýzka utanríkisráðuneytisins, að finndist Martin Bormann myndi vestur-þýzka stjórnin gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að fá hann framseldan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.