Morgunblaðið - 22.03.1964, Qupperneq 2
MQRGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 22. marz 1964
Óð/nn finnur grynn
ingor v/ð Surtsey
YFIRMENN varðskipsins
Óðins hafa tekið eftir því að
undanförnu þegar skipið hef-
ur siglt að austanverðu við
Surtsey, þ.e. milli Surtseyjar
og Geirfuglaskers, að dýptar
mælirinn, sem hafður er í
gangi þegar siglt var við gos-
stöðvarnar, hefur sýnt að að-
eins er um 30 metrar í botn
þar sem dýpið á að vera yfir
100 metrar.
Eina skýringin, sem varðskips
mönnum hefur dottið í hug,
er sú, að barna hafi orðið neð
ansjávargos. í þessu sambandi
er rétt að geta þess, að þess-
ar nýju grynningar eru ekki
á því svæði þar sem nýju gos-
stöðvarnar við Surtsey komu
upp rétt fyrir áramótin.
Virðist sem hryggur hafi
hlaðizt þarna upp, en ná-
kvæmari mælinga er þörf til
þess að fá ítarlegri mynd af
fyrirbrigðinu.
Atvinnu og verkalýðsmál
rædd á Óðinsfundi
ATVINNU- og verkalýðsmál
voru rædd á almennum félags-
fundi í Málfundarfélaginu Óðni
í fyrrakvöld. Framsögumaður á
fundinum var Gunnar Helgason,
form. Verkalýðsráðs Sjálfstæðis
flokksins. Taiaði hann fyrst al-
mennt um þróun verkalýðsmála
hér á landi undanfarin ár og vék
síðan sérstaklega að kaupgjalds-
og verðlagsmálum. Benti hann
m.a. á, að það kapphlaup sem
verið hefur í áratugi milli kaup-
gjalds- og verðlags væri engum
til góðs og dýrtíðin kæmi jafn-
an harðast niður á þeim, sem
verzt eru settir í þjóðfélaginu
Einnig ræddi frummælandi sér-
staklega horfur í atvinnumálum
og lagði áherslu á að auka þyrfti
fjölbreytni í atvinnurekstri og
væri stóriðja sú. sem ríkisstjóm
in væri nú með í undirbúningi
stærsta sporið sem stigið hefði
verið hingað til í þá átt.
Að lokinni ræðu frummæl-
anda voru frjálsar umræður og
tóku þessir til máls: Friðleifur
I. Friðriksson, Sigurjón Bjarna-
son, Guðjón Hannesson, Stefán
Þ. Gunnlaugsson, Halldór Briem
Tryggvi Halldórsson, Haraldur
Sumarliðason, Einar Jónsson,
Þorsteinn Kristjánsson, Bjarni
Guðbrandsson og Guðm. Berg-
mann Björnsson. Að síðustu
svaraði frummælandi framkom-
num fyrirspurnum. A fundin-
um ríkti mikill áhugi á því, að
leysa þyrfti efnahagsmálin á
raunhæfan hátt og að launþega-
samtökin tækju þátt í því starfi
til hagsbóta fyrii meðlimi sína.
Notiö fluor tannkrem
BEZTA leiðin til lausnar á hinu
mikla vandamáli, sem tann-
skemmdirnar eru hjá menningar
þjóðum í dag, er meiri notkun
fluors.
Bezt er að setja það í drykkijar-
vatnið, eins og mjög víða er nú
farið að gera, enda hefur það
ekki sýnt neinar aukaverkanir á
þeim stöðum, þar sem fluorvatns,
I NA /5 h nútar i SV 50 knúísr X Sn/Huna > 'J'ii \7 Skúrir S Þrumur ■///// Rtgn\KMmkH H Hm» HituhH L LetL
í gærmorgun var veðurlýs-
inin í síma Veðurstofunnar,
17000, þannig:
„Klukkan 8 var NA-kaldi
og víða él á Austfjörðum, en
í öðrum landshlutum var létt
skýjað. Út við sjóinn var'eins
tii 4ra stiga hiti, en frost í
innsveitum, mest 4 stig á Stað
arhóli í Aðaldal. í Reykjavík
varð eins stigs frost í nótt“.
Lægðin yfir Grænlandshafi
hreyfðist lítið, en komist hún
austur fyrir landið fylgir í
kjölfar hennar snjókomu-
beltið, sem er á norðvestur
hluta Grænlandshafi.
með réttum styrkleika, hefur
verið neytt um aldaraðir. Nú
neyta t. d. um 50 milljónir Banda
ríkjamanna drykkjarvatns með
fluor eða rúmlega fjórði hver
íbúi, og alltaf bætast fleiri við.
Vafalaust er það bezta gjöf
sem bæjarsjóður getur gefið
æsku Reykjavíkur að setja nú
þegar fluor í drykkjarvatnið, sér-
staklega þegar tekið er tillit til
þess öngþveitis, sem ríkir hér um
eftirlit og viðgerðir tanna skóla-
barna.
En fræðslunefnd Tannlækna-
félags íslands vill benda fólki á
að nota tannkrem sem inniheldur
fluor, á meðan beðið er eftir
drykkjarvatninu með fluor.
Fræðslunefnd
Tannlæknafélags íslands.
AKRANESLÖGREGLAN tók í
gær varnarliðsmann drukkinn
við akstur. Var bíllinn stöðvaður
í Hvalfirði og var þá annar varn-
arliðsmaður með í bílnum, en
þeir höfðu verið nóttina áður á
hótelinu á Akranesi ásamt þeim
þriðja og einni stúlku.
Kambódía vill fund í Öryggisráðinu.
Sakar LSA og S-Víetnam um árás
Phnompenh, 21. marz.
(NTB-AP)
S T J Ó R N Kambódíu hefur
sent U Thant, framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna,
orðsendingu þar sem þess er
krafizt, að Öryggisráðið ræði
þegar í stað mótmæli Kam-
bódíu gegn Bandaríkjunum
og S-Vietnam vegna árásar á
þorpið Chantera.
Árásin á Chantera var gerð sl.
miðvikudag. Hafa Bandaríkja-
menn sent samúðarkveðjur vegna
þeirra, sem létust í árásinni, en
þeir voru 17 og einnig lofað að
rannsaka hvort bandarískir her-
menn hafi tekið þátt í henni.
Stjórn S-Vietnam heldur því
hins vegar fram, að Chantera sé
innan landamæra ríkisins og
| komi því stjórn Kambódíu ekki
I við. Hafi árásin á þorpið verið
gerð vegna þess að þar hafi
skæruliðar Viet Cong búið um
sig.
Sihanouk prins, forsætisráð-
herra Kambódíu, hefur skrifað
Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét-
ríkjanna, og de Gaulle, Frakk-
landsforseta, bréf, þar sem hann
biður þá að reyna að hafa áhrif
á Bandaríkjamenn þannig að þeir
fallist á f ð boðaður verði fundur
í Genf til þess að tryggja hlut-
leysi Kambódíu. ■>——
Grænlandsjökii
Þessa mynd tók Dani nokkur,
Aagaard að nafni, úr flugvél-
inni Straumfaxa, af Max Con-
rad og flugvél hans á ísnum,
skömmu eftir að Þorsteinn
Jónsson, flugstjóri, kom auga
á Conrad á ísbreiðunni. Con-
rad Ienti magalendingu á ísn-
um og sést farið í ísnum,
kannski vegna olíulekans. —
Þorsteinn Jónsson, sem sendi
Morgunblaðinu mynd þessa,
segir í meðfylgjandi bréfi,
skrifuðu morguninn eftir
björgunina, að Conrad sé þeg-
ar farinn að ráðgera að lenda
við hlið flugvélar sinnar á
annarri flugvél með skíðaút-
búnaði, skipta um mótor og
reyna flugtak af ísnum.
ísland
vann
Finnland
ÍSLAND vann Finnland í
norrænu handknattleiks-
keppni unglinga með 11
mörkum gegn 10. Leikurinn
var jafn og tvísýnn allan tím
ann og það var ekki fyrr en
á síðustu mínútu að sigur ís-
lands vannst. Hermann skor-
aði 5 mörk í leiknum og
Gylfi 3 en annars var leikur
ísl. liðsins ekki eins og þeir
geta bezt.
í síðari leik íslendinga í dag
náðu íslendingar miklu betri
leik gegn Svíum sem eru
lang sterkastir. hálfleik stóð
9—7 fyrir Svía, en leik lauk
með 18—10 fyrir Svía. Þetta
var mjög góður leikur sagði
Axel Einarsson fararstjóri í
símtali í gær.
Önnur úrslit urðu:
SVíþpóð — Noregur 14—10
Danmörk — Finnland 21—15
l Noregur — Danmörk 16—15
—Flugmanni sleppt
Framhald af bls. 1.
frá því að hann særðizt. Lækn
irinn krafðist þess af yfir-
völdum sjúkrah/ússins, að
þau leyfðu honum að fara
með sjúklinginn til V-Berlín
ar, en þau neituðu samkvæmt
fyrirmælum, sem þeim höfðu
verið gefin. Nú hefur Sovét-
stjórnin hins vegar skipt um
skoðun hvað Welch viðkem-
ur, en ekki er enn vitað hvar
félagar hans tveir, David L
Holland og Mervin J. Kessler,
eru niður komnir.
Olav Klokk látinn
A MÁNUDAGINN verður til
moldar borinn Olav Klokk, fyrr-
um ritari Landbúnaðarháskólans
að Ási í Noregi. Með honum er
fallinn í valinn sannur íslands-
vinur, sem ávallt gerði allt, sem
í hans valdi stóð til þess að
greiða götu íslendinga í Noregi.
Hann var fæddur 3. september,
1885, og ólst upp í Vestur-Noregi,
þar sem faðir hans var skóla-
stjóri landbúnaðarskólans á
Stend. Hann lauk kandidats-
prófi frá Landbúnaðarháskólan-
um 1907, og næsta áratuginn
starfaði hann sem ráðunautur.
Árið 1918 varð hann ritari Land-
búnaðarháskólans og gegndi því
starfi þar til að hann lét af starfi
fyrir aldurssakir árið 1953. Á
þessum 35 árum innti hann frá-
bært starf af höndum fyrir Land-
búnaðarhóskólann, en ekki skal
það rakið rér.
A Stend kynntist hann ungur
Sigurði Sigurðssyni, síðar bún-
aöarmálastjóra, og hélst sú vin-
átta alla tíð síðan, og varð það
upphaf áhuga hans á íslandi og
öllu því, sem íslenzkt var. Hann
kom tvívegis til íslands og kynnt
ist landsháttum hér betur en
flestir útlendingar. Hann reit
alla tíð mikið um íslenzk búnað-
armál, einkum um búfé og hag-
fræðileg efni, og einnig flutti
hana marga fyrirlestra um ís-
land. Islenzku las hann prýðilega
og fylgdist með íslenzkum blöð-
um til hins síðasta.
Hann tók virkan þátt í félags-
lífi Islendinga fyrr á árum, en
einkum þó á stríðsárunum, en
þá tók hann mjög ákveðna af-
stöðu gegn nasistum, og varð sú
festa hans mikill stuðningur
fyrir íslendinga, er þá voru við
nám í Noregi. Heimili þeirra
hjóna var alltaf opið öllum ís-
lendingum, sem nutu þar ein-
stakrar gestrisni. Það voru ekki
einungis fastir námsmenn þar,
sem nutu fyrirgreiðslu hans í
Noregi, heldur flestir þeirra, sem
um Noreg ferðuðust til þess að
kynna sér norskan landbúnað.
Má geta þess að í hvert skipti
er framhaldsdeild búnaðarskól-
ans á Hvanneyri ferðaðist um
Noreg, þá naut hún .mikillar
fyrirgreiðslu hans. Fyrir störf
sín í þágu íslenzkra málefna
hlaut hann riddarakross hinnar
íslenzku Fálkaorðu.
Um leið og ég votta konu hans
og börnum innilegustu samúð
vina hans á íslandi, vil ég færa
honum, hinztu þakkir fyrir allt,
sem hann gerði fyrir okkur ís-
lendingana, sem urðum á vegi
hans á lífsleiðinni.
Blesuð sé minning hans.
Haukur Kagnarssou.