Morgunblaðið - 22.03.1964, Page 3
Sunnudagur 22. marz 1964 M 0 RC U N B L AÐ I Ð
Séð heim afi Sauruiu
„Við skulum ekki hafa hátt“
Sr. Eirikur J. Eiriksson:
Allir senn hon-
um flýðu frá
FLESTUM ber saman um, að
draugum hafi fækkað mikið í
seinni tíð. Hins vegar eru ekki
allir á eitt sáttir um orsök þeirr-
ar fækkunar. Sumir kenna nana
raflýsingunni, aðrir hlýrra veður
fari en áður fyrr, enn aðrir geisl
unum frá kjarnorkusprengjum
og telja að draugar þoli hana
mun verr en menskir menn, þar
sem þeir séu ekki gaeddir jafn-
þéttuim efnisihjúpi. En staðreynd
mun þó það, að draugum var
farið að fækka verulega, áður en
menn hófu kjarnorkusprenging-
ar, og gæti það rýrt gildi síðast
töldu kenningarinnar.
Hinir dularfullu atburðir á
Saurum, sem enn hafa ekki verið
skýrðir á viðhlítandi hátt vekja
mann til umihugsunar um reim-
leika fyrri ára, á velmektardög-
um drauganna hér á landi. Sem
betur fer eru til svo margar skráð
ar heimildir um drauga, að þótt
menn innan við miðjan aldur
ihafi lítið átt saman við þá að
sælda, þá geta þeir kynnt sér
hið margvíslega hátterni þeirra
með lestri fræðibóka. Segja má,
að þar sé um allauðugan garð að
gresja. Verður hér á eftir gefið
lítið sýnishorn af reimleikum,
sem hafa orðið mönnum sérstak-
lega minnisstæðir:
Hjaltastaðafjandinn.
Arið 1750 hófst upp magnaður
draugur á prestsetrinu Hjaltastað
í Útmannasveit. Hann hélt oft
uppi samræðum við fólk, jafn-
vel um bjartan dag, en þótti
Iheldur óheflaður í orðum, svo
við hélt klúrleika.
Hans sýslumaður Wíum, hefur
gefið nokikra lýsingu á Hjalta-
6taðafjandanum svonefnda í
eendiíbréfi, sem varðveitzt hefur.
I>ar segir sýslumaður m.a.:
„Hjaltastaðafjandinn lét sig
heyra nógu skorinorðan í vetur,
jafnvel þótt enginn sæi hann.
Ég hafði þá vanæru ásamt öðr-
um að heyra hann loquentem
uærri tvö dægur á hverjum hann
ávarpaði mig og prestinn séra
Grím þeim orðum, hverjum lík
ei hefur auga séð og ekki eyra
Iheyrt. Það fyrsta við komum þar
á hlaðið kom upp í dyrunum svo
látandi ferrea vox: „So nú er
Hans á Eiðum kominn, bölvaður
beinasninn og vill tala við mig“.
Sá titill hans hjá öðrum mér
gefnum mátti álítast sem lauda-
biiis hjá haud contemendo . . .
Nær ég spurði svo, að hver mig
Blikum Orðum ávarpaði svaraði
Ihann voce feroci: „Ég hét í fyrstu
Lúsifer, en nú heiti ég djöfull og
endstooti".
Hann fleygði að okikur bæði
grjóti og steinum og trjám og
Jíka öðru, braut glugga tvo úr
etofu prestsins. Hann talaði svo
nær okkur, að við vissum ei bet-
wr en hann væri rétt við hliðina
é okkur. Kerling var þar ein að
nafni Opia hverja hann kallaði
konu sína og „himneska blessaða
Bálarlóm", bað og séra Grím að
eorpulera þau með fleiri að lút-
andi circumstantiis, er ég ei muna
vil.
Iðulega bað þessi fjandi kerl-
inguna um það að mega hátta
'hjá henni et quae praeterea
puiblica verba juvant ....
Ég spurði þennan karl hvort
guð væri góður. Hann sagði já.
Hvort hann væri sannorður. —
Hann svaraði: „Það er ekki að
tvíla eitt hans orð......“
Bréfinu lýkur sýslumaður svo:
Þessi óvinur kom sem fjandi,
fór burt eins á sig kominn og
hagaði sér meðan hann var sem
fjandi og engum r.ema fjandan-
um hæfir að útskýra það allt
með orðum er hann rausaði. Samt
er ekki því að leyna að ég þykist
ekki yfirtoevísaður að öllum um
það að þetta hafi andi verið
Guðmudur bóndi á Saurum
hverjar mínar passioner ég fæ
þó ekki hér til fært vegna tímans
óhentisemi".
Merkilegar eru þær efasemd-
ir, sem koma fram hjó sýslu-
manni eftir að hafa þó átt inn-
virðulegar viðræður við draugsa
meðal annars um trúmál. Bréfið
verður að teljast ennþá merki-
legra heimildargagn fyrir þá
sök, því það sýnir varfærni sýslu
manns að fullyrða ekki meira en
öruggt má teljast.
Hjaltastaðafjandinn mun hafa
dregið sig í hlé eftir tiltölulega
skamman tíma.
Skálabrandur
Draugur sá er kenndur við
Skála á Berufjarðarströnd. Ekki
eru sagnir samihljóða um upp-
runa hans. Hermir ein sögnin, að
hann hafi í lifanda iífi verið kokk
ur á hollenzkri skútu, skipið hafi
farizt, en hann verið magnaður
hálfvolgur og sendur að Skála af
kunnóttumanni. Var það í hefnd-
ar skyni fyrir skammavísu.
Brandur gerðist brátt allum-
svifamikill og fylgdi Skólamönn-
um, þá þeir brugðu sér bæjarleið,
án þess þó að yfirgefa heimilið
á meðan, að því er bezt verður
séð. Brandi var bæði laus höndin
svo hann gat verið hættulegur
mö-nnum, jafnvel þótt hraust-
menni væru, en var auk þess
næsta fjölhæfur á óknytti m. a.
gerðist hann eitt sinn hjónadjöf-
ull eða gerði a.m.k. heiðarlegar
tilraunir í þá átt.
Halldóra hét stúlka af ætt
þeirri er Brandur fylgdi. Giftist
hún Einari Þorvarðssyni fró
Núpi Hófu þau búskap á bænum
Stræti yzt á Berufjarðarströnd.
Um þetta segir svo nánar í þjóð-
sögum Sigfúsar Sigfússonar:
„Eigi höfðu þau hjón lengi
saman verið, þegar menn sögðu,
að Brandur gerðist þar hjóna-
djöfull. Unnust þau heitt í fyrstu,
en kom brátt upp ósamlyndi.
Jafnaðarlega sóst Brandur hossa
sér þar í efstu stigarimunum í
rökkrum, og óróuðust hjónin og
fóru að þræta ....
Einu sinni gekk Þorvarður frá
Núpi út að Stræti að hitta son
sinn. Þorvarður gekk inn. En þeg
ar hann lyftir uppgöngulokinu,
sér hann Brand sitja tvovega á
skammbita baðstofunnar, þá á
stærð við tólf ára §trák. Hjónin
voru í innra enda baðstofu og
þráttuðu. Stóð hurð opin. Þor-
varður sló eigi lokinu alveg upp
og athugaði allt vel. Þá var
Brandur með stóran barðahatt og
slúttu börðin niður að framan, í
mólitri mussu og mórauðri
prjónabrók. Sögðu menn þetta
hversdagstoúning hans. Þarna
hossaði hann sér og ýskraði ill-
girnislega af kæti, því meira sem
hærra lét í hjónunum. Voru þetta
sögð mörg dæmi í ætt þeirri.
Þorvarður reiddist og stekkur
harkalega upp á loftið. Hvarf þá
Brandur í rifu eftir fjöl sem losn-
að hafði úr og ofan undir loftið.
Og jafn fljótt hættu hjónin að
þrátta ......“
Eigi tókst Brandi að koma í
kring hjónaskilnaði þarna, að
getið sé, hafi sú verið ætlun hans.
Talið er, að Skálabrandur sé
nú mjög til húðar genginn og
ekki nema svipur hjá sjón miðað
við það, sem áður var. Þó mun
enn vera geigur við hann meðal
eldra fólks á Berufjarðarströnd,
eða var það til skamms tíma.
Krossaði sumt gamalt fólk sig og
bað fyrir sér, þegar minnzt var
á hann.
Reimleikarnir í Þistilfirði 1913
Ýmsa eldri menn mun enn
reka minni til reimleikanna í
Hvammi í Þistilfirði 1913. Um þá
hefur Benjamín Sigvaldsson,
fræðimaður, skrifað fróðlegan
bækling.
Það var fyrri hluta vetrar
1912, sem fyrst fór að bera á
reimleikunum. Fóru þá ýmsir
hlutir að færast til í baðstofunni
ekki ólíkt því og nú er lýst á
Saurum, en stundum hurfu mun-
ir alveg í bili, en fundust þó oft-
ast aftur. í fyrstu færðust hlutir
einkum til að nóttu tíl, en siðar
einnig um hábjartan daginn.
Margir fléiri óskýranlegir at-
burðir gerðust.
Var nú hreppstjóri sveitarinn-
Pálmasunnudagur.
Guðspjallið. Lúk. 19, 29—40.
„Allur flokkur lærisveina
hans“, segir í guðspjallinu. Mik-
ill mannfjöldi þyrptist um Jesúm
og hyllir hann sem konung:
„Blessaður sé konungurinn, sem
kemur í nafni Drottins". Þann-
ig má segja, að í dag, á pálma-
sunnudag, sé mikið um dýrðir.
En svo kemur það í hugann,
að í dag byrjar vikan, þegar
Frelsarinn er svo einn, það er
eins og þetta fólk minni á veð-
urfar hér hjá okkur: Oft eru
„kjör“ um þetta leyti árs, en
skyndilega þústar að.
Breytingin frá deginum í dag
verður mikil. Að vísu getur að
líta fjölmenni, en svo fer, að
fólkið hrópar: „Burt með þenna
mann“.
Mannfjöldinn virðist hafa mis-
skilið Jesúm á pálmasunnudag.
Hann heldur, að hér sé um sig-
urför að ræða. Sjálfsagt fara
margir út til móts við Jesúm
þess vegna. Það er ríkt í mann-
legu eðli að fylgjast með fjöld-
anum, fylla flokk þess, sem sigr-
ar. En þegar til kemur, þá sést,
að sigur er ekki fenginn, að bar-
átta er fram undan. Fólkið hef-
ur ekki athugað, hvað það var
að segja: „í nafni Drottins“.
Þessi orð höfðu aldrei verið
yfirskrift neinnar sigurfarar.
Lengra var ekki komið mann-
kynssögunni en að þau orð gátu
aðeins táknað upphaf baráttu —
hinnar mestu að vísu og ein-
stæðustu. Og enn er baráttan
fram undan og hlutdeild hins
guðdómlega sigurs takmarkið
handan hennar.
Mörgum þykir það - lítil bjart-
sýni, að kristindómurinn skuli
bjóða enn upp á b’aráttu í stað
sigurgöngu. En menn verða að
gæta þess, að málstaður Krists
á sér djúp rök og rætur.
ar tilkvaddur, til að kanna reim-
leika þennan, sem sumir töldu,
að einhverjir þorparar þessa
reims kynnu að vera valdir að.
Um komu hreppstjóra segir
Benjamín m. a. svo: Þegar hrepp
stjórinn var nýseztur niður ætl-
aði konan að víkja sér frá og ná
í eitthvað, en um leið valt kaffi-
kannan á gólfið — alveg eins og
henni væri kastað á eftir hús-
freyjunni. Kannan stóð á elda-
vél rétt framan við dyrnar á
hjónaherberginu, en hreppstjór-
inn sat á stól fast við dyrnar.
Etoki sagðist hann hafa getað séð,
að neinn kæmi við könnuna, en
hélt þó fram svona til mála-
mynda, að húsfreyja hefði komið
við könhuna með pilsinu um leið
og hún hefði gengið fram hjá elda
vélinni ....
Ekki liðu nema nokkrar mín-
útur, þar til annar atburður gerð
ist. Diskur, sem stóð á borði í
frambaðstofunni, kastaðist ufn
3—4 álnir frá borðinu og niður
á gólf og brotnaði í rúst. Hrepp-
stjórinn reyndi að finna eðlilega
skýringu á þessu og kenndi um
ketti, sem sat á kommóðu rétt
hjá borðinu, en samt þótti hon-
um það furðulegt, að diskurinn
skyldi kastast þannig, þó kött-
urinn hefði komið við hann ....
Þegar þeir voru farnir að
borða, heyrðist afarstór smellur
utan við gluggann alveg eins og
skotið hefði verið í hann. Hrepp-
stjórinn stóð samstundis á fætur
og þreifaði á öllum rúðunum, og
voru þær fastar og ósprungnar.
Allt heimilisfólkið af því búi var
í baðstofunni og bjart um hana
alla. Áður en staðið var upp frá
borðum, heyrðist annar smellur,
sýnu meiri en sá fyrri og á sama
stað“.
Fleira gerðist merkilegt við
þessa heimsókn hreppstjórans.
Meðal annars fannst yfirfrakki
hreppstjórans breiddur yfir hlóð
Framhald á bls. 31
Margir kannast við Sigurð
Hoel skáldsagnahöfundinn, sem
þykir hafa lýst snilldarlega mann
gerð samtíðar okkar. Hann seg-
ir: „Ég hefi oft spurt sjálfan
mig að því, hvað það sé, sem
hafi haldið og haldi enn lífi í
kristindóminum. Ekkert bendir
til þess, að hann sé að dauða
kominn. En ég tel hreint krafta-
verk, að ekki skuli hafa verið
gert út af við hann. Hann hlýtur
að geyma djúp mannleg og sál-
fræðileg sannindi. Tal hans um
synd, sekt og endurlausn hlýtur
að svara til mikiilar þarfar
mannsins“.
Reiðskjóti Jesú er enginn
gunnfákur. Það er eirinig ógert
að vinna þessa borg, sem er
fram undan. Var það furða, að
fólk endurskoðaði afstöðu sína,
er því varð ljóst, að þótt starfs-
ferill Jesú væri orðinn nokkur,
var sjálf úrslitabaráttan eftir?
Einkennilegt má það virðast
að halda sigurför, að óháðri hinni
tvísýnustu baráttu, og sigurinn
raunar umdeild staðreynd enn
í dag.
Skáldið talar um hinn sigrandi
styrkleika. Um er að ræða styrk-
leikann, sem baráttan — hin
góða barátta — veitir. Þannig
skiptir sjálf stríðsyfirlýsingin
mestu máli. „f nafni Drottins".
Þar er kjarni guðspjallsins,
pálmasunnudagsins.
Fólkið breiddi klæði sín á veg-
inn, lim trjáa og strá af ökrum
sínum. Guðspjöllin benda þann-
ig fagurlega á, hve baráttan fyr
ir málstað Jesú Krists er marg-
þætt. Skjóllítill smælingi, klæð-
laus, getur verið „sigurbraut“
hans. Hungrað barn úti í heimi
altari hans, er menn af gjafmildi
safna á afrakstri nokkrum iðju
sinnar. Of mikil ákefð manna
eftir þessa heims gæðum og marg
víslegur hégómaskapur trjá-
greinar, er skyggja á för hans og
höggva þarf af málstaðar hans
vegna.
Það er dapurlegt að sjá, hve
fólkið snýr fljótt baki við Jesú
eftir pálmasunnudaginn. Margir
snúast jafnvel gegn honum og
verða handbendi óvina hans.
Hinir eru þó vafalaust fleiri, sem
taka ekki upp baráttu gegn hon-
um beinlinis, en telja sig mæta
vel geta komizt af án hans með
sjálfa sig og meira og minna fög
ur hugðarmál sín. Menn vilja
forðast viðbótina: „í nafni
Drottins". Þannig hefur mann-
úðar- og menningarbarátta kyn-
slóðanna gleymt krossinum og
sigri hans og þess vegna ekki
náð þeim árangri sem skyldi.
Það er eðlilegt, að menn vilji
sjá árangur viðleitni sinnar. Fá
menn málum sínum framgengt
með því að yfirgefa nú ekki Jes-
úm á þessum fyrsta degi efstu
viku, dymbildaganna?
Öllu máli skiptir, hvert stefnt
er með baráttunni, að hún sé í
sannleika góða baráttan. Fálið-
inn, Krists megin, er betur kom
inn óréttindamanninum hversu
víðtækt, sem bræðralag hans
kann að vera og sigurstranglegt.
Sigur kristins manns birtist ein-
att í vanmætti. Oft stendur mál-
svari sannleika, réttlætis og góð-
leika einn uppi. Þannig urðu ör-
lög Jesú Krists næstu daga.
En hann einn, og ég einn og
þú, hans málstaðar vegna. Hvert
samfélag mundi vera dýrmæt-
ara? Guðsríkið er þar og bar-
áttan hafin, er ein boðar sann-
an sigur.
„Allur f lokkur lærisveina hans“.
Hann einn. í margmenninu get-
ur þú verið einn. Fylgdu hon-
um og þér hlotnast samfélag, sem
eitt fær fullnægt þér og allri
þinni þörf. Taktu fylgdina fram
yfir flóttann.
AMEN.