Morgunblaðið - 22.03.1964, Side 16
16
MORGUNBLAÐID
Sunnudagur 22. marz 1964
JMttgmtÞIafrifr
Útgefandi:
Fr amkvæmdast j óri:
Ritstjórar:
Auglýsingar:
Útbreiðslustjóri:
Ritstjóm:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Áskriftargjald kr. 80.00
I lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Sverrir Þórðarson.
Aðalstræti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
4.00 eintakið.
VÍSINDIN í ÞÁGU
A TVINNULÍFSINS
Oíkisstjórnin hefur fyrir
skömmu lagt fram á Al-
þingi frumvarp til laga um
rannsóknir í þágu atvinnu-
veganna. Höfuðmarkmið þess
er að efla vísindarannsóknir í
þágu atvinnulífsins og skipu-
leggja betur en nú er þá
dreifðu rannsóknarstarfsemi,
sem haldið er uppi í þágu
bj argræðisveganna.
Samkvæmt frumvarpi
þessu verður komið á fót
fimm sjálfstæðum rannsókn-
arstofnunum. Eru þær þessar:
Hafrannsóknarstofnun, rann
sóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins, rannsóknarstofnun land-
búnaðarins, rannsóknarstofn-
un iðnaðarins og ramnsóknar-
stofnun byggingariðnaðarins.
Þá er gert ráð fyrir áfram-
haldandi starfsemi rannsókn-
arráðs ríkisins, en það er ráð-
gjafarstofnun, sem vinnur að
eflingu hagnýtra rannsókna
í landinu, en einnig að efl-
ingu undirstöðurannsókna, að
því leyti sem þau verkefnl eru
ekki í höndum Hásk. íslands.
Fyllsta ástæða er til þess að
fagna þessu frumvarpi. Við
íslendingar hljótum eins og
aðrar þjóðir að notfæra okk-
ur hin hagnýtu vísindi í vax-
andi mæli í þágu bjargræðis-
vega okkar. Reynslan hefur
líka kennt okkur, að vísindin
geta orðið einstökum atvinnu
greinum að ómetanlegu liði.
Nægir í því sambandi að
minna til dæmis á fiskirann-
sóknir okkar og hagnýtingu
nútíma tækni til síldveiða.
Hið gamla máltæki, að bók-
vitið sé ekki látið í askana, er
fyrir löngu gersamlega úrelt
orðið. Það er einmitt bókvit-
ið, þekkingin, sem valdið hef-
ur aldahvörfum í atvinnulífi
þjóðanna. Þekkingin á gróður
moldinni, hafinu umhverfis
landið, jarðhita og vatnsafli
er frumskilyrði þess að ís-
lendingar fái hagnýtt auðæfi
landsins.
Margir ungir og dugandi
menntamenn eru nú að þúa
sig undir vísindastörf í þágu
íslenzkra bjargræðisvega. Því
miður hefur enn ekki verið
búið eins vel að þessari starf-
semi og skyldi. — Með frum-
varpi ríkisstjórnarinnar um
rannsóknir í þágu atvinnu-
veganna er ætlunin að bæta
úr þessu.
Kjarni málsins er sá, að nú-
tímaþjóðfélag getur ekki ver-
ið án vísindalegrar vinnu í
þágu atvinnuvega sinna. —
Þess vegna er óhjákvæmilegt
áð efla hverskonar vísinda-
lega rannsóknarstarfsemi. —
Það fé, sem til hennar er var-
ið, mun skila margföldum
arði.
VIÐREISNAR-
SJÓÐUR EVRÓPU
RÁÐSINS
orvaldur Garðar Kristjáns-
son, alþingismaður, hefur
hreyft þeirri athyglisverðu
hugmynd á Alþingi, að íslend
ingar fái aðstoð frá Viðreisn-
arsjóði Evrópuráðsins til ýmis
konar nauðsynlegra fram-
kvæmda og uppbyggingar
atvinnulífs í þeim landshlut-
um, sem átt hafa í erfiðleik-
um vegna fólksfækkunar.
Viðreisnarsjóður Evrópu-
ráðsins hefur það hlutverk að
aðstoða Evrópulönd við lausn
vandamála, sem stafa af til-
flutningi fólks. Var þessi sjóð
ur stofnaður fyrir átta árum
af 8 aðildarríkjum Evrópu-
ráðsins og var ísland meðal
stofnenda sjóðsins. Rækir
sjóðurinn hlutverk sitt með
því að veita lán eða ábyrgð
fyrir lánum til framkvæmda,
sem ætlað er að skapa nýja
möguleika, þar sem þess ger-
ist þörf vegna tilflutninga
fólks. Samkvæmt upplýsing-
um Þorvaldar Garðars hafa
aðildarríki sjóðsins lagt hon-
um til stofnfé að upphæð 6.7
míllj. dollara. Síðan sjóðurinn
tók til starfa hefur hann veitt
lán samtals að upphæð kr.
25,4 millj. dollara. Hafa þessi
lán verið veitt til Ítalíu, Vest-
ur-Þýzkalands, Grikklands,
Tyrklands og Kýpur. Hefur
aðstoðin miðað að því að bæta
aðstöðu fólksins í þeim lands-
hlutum, þar sem fólksfækkun
hefur orðið og stuðlað þannig
að jafnvægi í byggð land-
anna.
Þorvaldur Garðar hefur
flutt þingsályktunartillögu
um það, að athugað verði
hvort ísland geti ekki fengið
aðstoð frá Viðreisnarsjóði Ev-
rópuráðsins í þeim tilgangi
að stuðla að jafnvægi byggð-
arinnar hér á landi. Virðist
sú tillaga vera fyllilega tíma-
bær. Það sem fyrst og fremst
þarf að gera í þessum málum
er að fá aukið fjármagn til
margvíslegra framkvæmda og
umbóta, sem bæta aðstöðu
fólksins í hinum ýmsu lands-
hlutum í lífsbaráttunni. Að-
staða fólksins og lífsskilyrði
þurfa að vera sem jöfnust,
hvar sem það býr á landinu.
Enginn mannlegur máttur
fær fólk til þess að una þar,
Salote drottning á Tonga-
eyjum vakti heimsathygli við
brúðkauip Elísaibetar Breta-
drottningar á sínum tíma, þeg-
ar bún 6k regnihlífarlaus um
göturnar í húðarrigningu til
brúðkaupsins. Þótti henni það
ókurteisi að spenna upp regn-
hlíf við það taekifæri. Drottning
varð nýlega 64 ára. Á afmælis-
daginn var hún stödd í Auokland
á Nýja-Sjálandi, en þar hefur
hún dvalizt í fjóra mánuði.
Salote bauð öllum Tongabúum,
sem búsettir eru í Auokland, i
afmælisveizluna, og þar döns-
uðu konurnar fyrir hana dans
sem nefnist Taualonga. Við það
tækifæri var meðfylgjandi mynd
tekin. Salote drottning situr
brosandi á stólnum og horfir á
konurnar í litríkum fejólum
dansa af fullum krafti.
í fréttunum
Barbara Hutton, sem nú er ,51
árs, er enn einu sinni í giftingar-
•þönfeum í sjöunda sinn. Sá til-
vonandi er 48 ára gamall prins,
Doan Vinih að nafni, franskur
rífeisborgari. Faðir hans var
franskur lögfræðingur af aðals-
ættum frá Vietnam en móðir
hans var frönzk. Búizt er við að
brúðkaupið fari
fram í Mexico
í næstu viku.
Doan Vinh
sagði við blaða-
menn í Tokyo
fyrir stuttu, að
hann hefði
kynnzt Barböru
Hutton í Mar-
ofekó fyrir 2
árum. Hún væri dásamleg kona,
hjartahlý og fögur.
Doan Vinh verður þriðji prins-
inn sem Barbara giftist. Fyrsti
eiginmaður hennar var Alexis
Mdvani prins (1933—35) og sá
fjórði Igor Trubetskoi, prins.
Eins og kunnugt er er Barbara
Hutton með ríkustu konum
heims, og var á sínum tíma eftir-
sótt leikkona.
UM fátt hefur jafn mifeið verið
skrifað síðustu árin og sam-
drátt þeirra Elizaibeth Taylor
og Ridhard Burton. En loks er
allt komið í kring, bæði skilin
að lögum, og sl. sunnudag voru
þau gefin saman 1 Montreal.
Meðfylgjandi mynd er tekinn
daginn eftir þegar hjónin komu
til Toronto, og horfir Liz aðdá-
unaraugum á mann sinn. Burton
átti erindi til Toronto, því sarna
fevöld lék hann Hamlet í einu
aðalleifehúsi borgarinnar, en eins
og feunnugt er er Richard Burton
nafntogaður Shakespeare-leikari.
Debbie Reynolds leikkona er
mifeil kaupsýslukona. Hún hefur
mifelar fyrirætlanir á prjónunum
í sambandi við sjúkrahúsarekst-
ur og hefur þegar keypt einn
spítala í Kaliforníu. Það er talin
góð fjárfesting að leggja fié 1
sjúkrahús þar vestra.
þar sem ekki er fullnægt frum
stæðustu skilyrðum til þess
að njóta góðrar afkomu og
búa menningarlífi. Mikið
brestur á það að aðstaða allra
íslendinga sé jafn góð í lífs-
baráttunni. Þess vegna þarf
stöðugt að vinna að því að
jafnæ aðstöðuna, þannig að
byggð haldist alls staðar þar,
sem framleiðsluskilyrði eru
góð og mögulegt er að tryggja
fólkinu góða afkomu og
þroskavænleg lífskjör.
LÆKKUN
SKATTA
\7iðreisnarstjórnin beitti sér
' fyrir því á síðasta kjör-
tímabili að skattar voru lækk
aðir verulega. Fyrst voru
skattarnir lækkaðir á einstakl
ingum og þá fyrst og fremst
láglaunafólki. Síðan voru
gerðar ýmsar lagfæringar á
skattalögum, sem höfðu í för
með sér lækkun skatta á at-
vinnufyrrtækjum og aukna
möguleika þeirra til þess að
endurnýja tæki sín.
Nú hefur ríkisstjórnin í und
irbúningi nýja endurskoðun
skattalaga. Er gert ráð fyrir
að hún leggi fyrir Alþingi eft-
ir páskana frumvarp um
breytingu á skatta- og út-
svarslögum. Er óhjákvæmi-
legt að framkvæma slíkar ráð
stafanir vegna mikilla breyt-
inga á kauptöxtum og verð-
lagi í landinu undanfarna
mánuði.
Stefna Sjálfstæðisflokksins
í skattamálum hefur jafnan
verið sú, að ekki mætti ganga
lengra en svo í skattheimtu á
hendur einstaklingum og at-
vinnufyrirtækjum, að gjald-
þoli þeirra væri ekki ofboðið.
Skattheimtan mætti ekki
ganga svo langt að einstakl-
ingarnir sæju sér ekki lengur
hag í því að leggja sig fram
um tekjuöflun og sköpun verð
mæta í þjóðfélaginu. Hið ís-
lenzka þjóðfélag þarf að sjálf-
sögðu á miklum tekjustofn-
um að halda vegna marghátt-
aðrar uppbyggingar og fram-
kvæmda í landinu. En óhóf-
leg skattlagning felur jafnan
í sér þá hættu, að framtak
einstaklinganna lamist og á-
hugi þeirra minnki fyrir að
leggja sig fram um að draga
björg í þjóðarbúið.