Morgunblaðið - 22.03.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 22.03.1964, Qupperneq 17
Stmmidagtrr 22. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Góður gestur ’ Undanfarna daga hefur dval- izt hér sem gestur Háskólans einn ágætasti lögfræðingur á Norðurlöndum, Johannes Ande- næs, »prófessor við Oslóarhá- skóla. Hann hefur flutt hér tvo fyrirlestra, annan um norsku stjórnarskrána, sem hinn 17. imaí í vor á 150 ára afmæli, og hinn um réttarskipan í Banda- ríkjúnum. Andenæs er ekki ein- ungis óvenju skarpur og lærður lögfræðingur, heldur fyrirlesari með ágætum, svo að þeir sem á hann hlýddu sameinast um að ljúka á hann lofsorði. Ekki spillir það vinsældum hans hér, að einn bræðra hans er Tönnes Andenæs, fram- kvæmdastjóri háskólaútgáfunn- ar norsku. Tönnes Andenæs hefur nokkrum sinnum komið til íslands, fyrst sem ungur stú- dent, rétt eftir seinna stríið, og gekk hann þá að venjulegri verkamannavinnu til að afla sér farareyris. Á ferðum sínum hingað hefur hann eignazt Selfoss er vaxandi kauptún. REYKJAVÍKURBRÉF marga vini og sjálfur gerzt ein- lægur íslandsvinur. Hann er nú formaður Noregsdeildar íslenzk norska félagsins og mun vafa- laust í því starfi sýna sama dugnaðinn og lýst hefur sér í uppbyggingu hans á háskólaút- gáfunni norsku, þar sem öllum kemur saman um, að hann hafi unnið fágætt afrek. Vinátta og heimsóknir slíkra manna eru okkur mikill ávinningur. Johannes Andenæs lýsti t. d. á tæpum klukkutíma norsku stjórnarskránni og þróun henn- ar svo, að efnið varð ljóslifandi fyrir öllum þeim, sem á hann hlýddu. Stjórnarskrá Norð- manna hefur frá upphafi verið tákn sjálfstæðis þeirra með svipuðum hætti og Alþingi hefur verið okkur íslendingum. Að- staða okkar og Norðmanna var ólík, en við hljótum ætíð að vera minnugir þess, að frelsis- barátta Norðmanna varð okkur fyrirmynd. Sambandsslit Norð- manna og Svía 1905 áttu úrslita- þátt í að efla sjálfstæðisvitund og kröfur íslenzku þjóðarinnar. Spurningum svarað í síðasta Reykjavíkurbréfi var sýnt fram á, að til stuðnings ásökunum sínum í garð ríkis- stjórnarinnar vegna landhelgis- málsins tefldi Tíminn fram slík- um rökleysum, að hann er ekki viðræðuhæfur um máiið. Síðari skrif Tímans staðfesta þetta. Hann spyr t. d. s.l. þriðjudag um það, af hverju Bjarni Bene- diktsson hafi ekki skotið lönd- unarbanni Breta til Alþjóðadóm stólsins í Haag, eins og Bretar hafi boðið. Þarna snýr Tíminn sannleikanum alveg við. Ríkis- etjórn Steingríms Steinþórsson- ar, sem í sátu m. a. Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson, ásamt Bjarna Benediktssyni, sem þá var utanríkisráðherra, bauðst einmitt til að bera ágrein inginn um lögmæti landhelgis- stækkunarinnar 1952 undir Al- þjóðadómstólinn, að því áskildu, að allt málið væri lagt fyrir dóminn og löndunarbanninu af- létt. Það var brezka stjórnin, sem hafnaði þessu tilboði, sem enginn ágreiningur var um inn- an íslenzku stjórnarinnar. Nú, rúmum áratug síðar, leyfir mál- gagn þáverandi forsætisráðherra sér að snúa sögunni alveg við Bretum í vil. Jafnframt því, sem það ásakar aðra fyrir undanhald •g undirlægjuhátt við Breta! Slík skrif eru í senn óafsakan teg og óskiljanleg. S'kiljanlegra Laugard 2L marz er, að Tíminn velti fyrir sér og spyrji af hverju þrjár ríkisstjórn ir hafi ekki skotið ágreiningnum um stækkunina 1958 undir Al- þjóðadómstól. Tíminn veit vel m. a. af margtilvitnuðum orðum prófessors Ólafs Jóhannessonar, að það var veikleikamerki að vilja ekki láta dóm ganga í mál- inu strax í upphafi. En eftir að Sjálfstæðismenn tóku á sig ábyrgð á meðferð málsins með myndun viðreisnarstjórnarinn- ar, hofði það öðruvísi við. Um þær mundir var ákveðin ný Gen farráðstefna til að reyna alþjóð- lega samninga um stærð land- helginnar. Um árangur hennar sagði Bjarni Benediktsson í við- tali við Morgunblaðið hinn 11. marz sl.: „Eftir Genfarráðstefnuna 1960 var mér ljóst, að íslendingar hefðu sigur í hendi sér, ef hon- um væri ekki gloprað niður með áframhaldandi illindum við bandaménn okkar. Sem betur fór tókst að eyða deilunum og er það löngu kunnugt, að viðræður þeirra Macmillans og Ólafs Thors á Keflavíkurflugvelli haustið 1960 opnuðu leiðina fyr- ir þeim samningum, sem siðar komust á undir handleiðslu Home, núverandi forsætisráð- herra Breta og Guðmundar í. Guðmundssonar." Úr því að öllu því, sem eftir hafði verið keppt, tókst að koma fram með samningum, var að sjálfsögðu fráleitt að bera ágrein ing, sem ekki var lengur fyrir hendi, undir Alþjóðadómstól. Jafnvel Tíminn ætti að geta skilið svo augljós sannindi. Veðurfar og verðbólga Góður og gegn ferðamaður utan af landi lét nýlega ummælt eitthvað á þá leið, að víst mundi okkur reynast erfitt að búa hér á landi, ef hér yrðu verulegar frosthörkur og harðindi, úr því að við sköpuðum okkur örðug- leika í þvílíkri veðurblíðu sem að undanförnu hefur ríkt. Það er rétt, að verðbólguvandinn, sem nú hrjáir okkur, er sjálf- skaparvíti. Allir þykjast í orði kveðnu vilja eyða honum, en þar er sorglega langt á milli orða og athafna. Frumskilyrði lækningar meinsemdar er, að menn fáist tii að skilja eðli hennar. Stjórnar- andstæðingar tala nú eins og verðhækkanir síðustu mónaða komi þeim á óvart. Enginn heil- skyggn maður gat gengið að því gvufiandi, að hinar miklu kaup- hækúanir á árinu 1963 hlutu að leiða til margvíslegra verðlags- hækkana. Þetta var þá ú.tskýrt æ ofan í æ, enda varð jafnvel Lúðvík Jósefsson að viður- kenna á Alþingi, að slíkt væri óumflýjanlegt, og Björn Jóns- son taldi sér skylt að mótmæla ásökununum um, að ríkisstjórn- in kæmi á bak launþegum með hækkun söluskattsins. Hann ját- aði, að ríkisstjórnin hefði í öll- um viðræðum við verkalýðsfor- ingjana í nóvember/desember aðvarað þá um, að slík skatta- hækkun hlyti að verða, ef kaup- ið hækkaði. Látum þekking- una okkur að kenningu verða Algert glapræði er að knýja fram kauphækkanir án þess að gera sér grein fyrir, hverjar af- leiðingar eru óhjákvæmilegar. Það er bein blekking við laun- þega að telja þeim trú um, að þeir hafi öðlazt svo og svo mik- inn aukinn kaupmátt með krónu hækkunum launa, þegar þær hækkanir eru svo miklar, að al- menn verðlagshækkun hlýtur að sigla í kjölfarið. Hér sem ella verða menn í upphafi að skoða endirinn. Áður fyrri höfðu menn sér til afsökunar, að fullnægj- andi gögn væru ekki fyrir hendi. Því væri erfitt að átta sig á hinu sanna samhengi. Einmitt þess vegna er mjög athýglis- verð sú skýrsla um „atvinnú- tekjur alþýðustétta", sem birtist í nýútkomnu hefti rits Fram- kvæmdabanka íslands um efna- hagsmál „Úr þjóðarbúskapn- um“. í þessari hlutlausu skýrslu er m. a. vikið að þeirn vand- kvæðum, sem á því séu að túlka breytingar lífskjara yfir skammt tímabil, og hversu varhugavert sé að miða raunhæfan kaupmátt launa við þann tíma þegar þau hafa verið nýhækkuð, en áður en afleiðingarnar eru fram komnar. Þar segir: „Vandalaust er því að benda á tiltölulega mjög mikinn kaup- mátt launatekna ákveðna mán- uði eða ár, þegar kaup hafði hækkað, en áhrif þeirrar hækk- unar á verðlag voru lítt fram komin.“ Upphaf niðurlagsorða skýrsl- unnar hljóða á þessa leið: „Kjarabaráttan á Islandi er hörð og óvægin. Á hinn bóginn er erfitt um það að segja, hvort hún er að sama skapi árangurs- rík, þ.e.a.s. hefur þau áhrif á tekjuskiptinguna, sem stefnt er að. En augljóst er að kjarabar- áttan hefur leitt af sér marg- þætt og torleyst vandamál, sem nú ber flestum þjóðfélagsvanda- málum hærra.“ Ef menn fást ekki til að beita þekkingunni til að leysa vand- ann, svo torleystur sem hann er, þá verður hann áreiðanlega aldrei leystur. Ekki kauptaxtar heldur launatekj ur skera úr Þessi eftirtektarverða skýrsla heldur áfram: „Aðilum kjarabaráttunnar hef ur veizt erfitt að koma sér sam an um grundvöll til viðmiðunar um gerð kjarasamninga. Veldur þar miklu um hin sérstæða þró un efnahagsmála frá stríðslok um. Fyrstu árin eftir styrjöld ina bjó þjóðin við mjög góð lífs kjör, en þeim hrakaði síðan verulega. Launþegasamtökin hafa aldrei viðurkennt í orði or sakir þess og nauðsyn, að svo skyldi fara. Hafa forsvarsmenn þeirra margsinnis vísað til hinna fyrri lífskjara og fært fram tölur um lakari kaupmátt almennra verkamannalauna síðari árum sem rökstuðning fyrir kröfum sínum. Meðan útreikningar þjóðar tekna voru ekki fyrir hendi, var ekki hægt að skoða þá breytingu, sem orðið hafði kjörum einstakra stétta, í ljósi þeirra breytinga, sem orðið höfðu á afkomu þjóðarinnar allr ar. Var þá ekki nema von, að því væri haldið fram, að kjör- um launþega, eða einstakra laun þega, hefði hrakað meir en svar- aði til breytinga á afkomu þjóð- arinnar. Eftir að áætlanir um þjóðartekjur tóku að koma fram, hefur samanburður á þróun kauptaxta í almennri verka- mannavinnu í Reykjavík og á þróun þjóðartekna verið talinn sýna, að hlutur launþega í tekju skiptingunni hafi mjög verið skertur. Kauptaxtar eru hins vegar ekki sambærilegir við þjóðartekjur á mann. Breytingar þeirra eru aðeins einn þátturinn í mörgum breytingum launa- tekna. Því síður er þróun kaup- taxta takmarkaðs hóps á ákveðn um stað til þess fallinn að sýna hlutskipti launþega almennt, og enn síður þegar svo hagar til, að stöðugt færri og vandaminni tegundir vinnu hafa heyrt undir þann kauptaxta, sem um ræðir. Rannsóknir á hlutdeild laun- þega í þjóðartekjunum verðá að byggjast á samanburði launa- tekna við þjóðartekjurriar, en ekki á samanburði kauptaxta við þjóðartekjurnar. Víðtækasta skýrsluefni um launatekjur eru úrtaksathuganir á tekjum verka manna, sjómanna og iðnaðar- manna, og hefur sá samanburð- ur, sem gerður er í þessari grein, verið byggður á því efni. Hve mikinn þátt breytingar samn- ingsbundinna kauptaxta hafa átt í þróun launatekna, er að sínu leyti einnig merkilegt rannsókn- arefni. Unnið hefur verið að at- hugunum á því sviði, en þær eru ekki komnar á það stig, að niður stöður þeirra sé hægt að leggja fram að svo stöddu.“ „Hlutskipti laun- þegafylgt þróun þjóðartekna” . Enn segir: „Helztu niðurstöðurnar, sem komizt varð að og nánar hafa verið raktar í köflunum hér að framan, eru sem hér segir: 1) Tekjuskiptingin, mæld eftir afstöðu atvinnutekna alþýðu- stéttanna, verkamanna, sjó- manna og iðnaðarmanna til þjóð artekna á mann á föstu verðlagi, var árin 1959—1962 mjög lítið breytt frá árinu 1948. Gildir það jafnt, hvort sem litið er til at- vinnutekna fyrir skattlagningu eða til ráðstöfunartekna að frá- dregnum beinum sköttum og að viðbættum fjölskyldubótum. Hins vegar voru þessar afstöður launþegum nokkuð óhagstæðari áratuginn 1950—’60 en þær voru bæði við upphaf og í lok tíma- bilsins. Var afstaða atvinnutekn- anna fyrir skattlagninu þá flest árin á milli 95 og 98 miðað við 100 árið 1948. Afstaða ráðstöf- unarteknanna var oftast milli 92 og 94. í höfuðdráttum hefur hlut skipti launþega fylgt þróun þjóð artekna, en sérstaklega hagstæð afstaða tekna þeirra við upphaf og lok tímabilsins stendur m. a. í sambandi við háar niður- greiðslur og fjölskyldubætur. 2) Þýðingarmiklar breytingar hafa orðið á innbyrðis afstöðu at- vinnuteknanna. Við upphaf tíma bilsins voru tekjurnar mjög ójafnar eftir landshlutum, nærri 30% lægri í kauptúnum en í Reykjavík óg um 15% lægri í kaupstöðum. Atvinnutekjur þess ara staða þróuðust síðan jafnt og þétt til jafnaðar við atvinnu- tekjur í Reykjavík. Fullum jöfn- uði var náð árið 1957 og hafa meðalatvinnutekjur í kaupstöð- um og kauptúnum síðan verið hærri en í Reykjavík. 3) Hlutföll atvinnutekna milli starfsstéttanna, verkamanna, sjó manna og iðnaðarmanna, breytt- ust lítið fram til 1958. Tekjur sjó manna voru oftast um 12—16% hærri og tekjur iðnaðarmanna oftast um 10—-16% hærri en tekj ur verkamanna. Þó fór munur- inn fremur minnkandi með ár- unum. Frá árunum 1958—’59 hafa bilin aftur á móti aukizt verulega. Tekjur iðnaðarmanna hafa að vísu aðeins náð því hlut- falli við tekjur verkamanna, er þær höfðu áður. En tekjur sjó- manna nækkuðu mjög mikið og voru 41% hærri en tekjur verka- manna síðustu tvö árin, þ. e. 1961 og 1962. Á þessu mun þó að nýju hafa orðið mikil breyt- ing til hlutfallslegrar lækkunar sjómannatekna á árinu 1963.“ Harður dómur Niðurstaða óhnekkjanlegrar fræðilegrar athugunar leiðir sam kvæmt því, sem nú hefur verið rakið, ljóslega til að hnekkja þeim ásökunum, að stefna við- reisnarstjórnarinnar hafi orðið til þess, að hlutur „alþýðustétt- anna“ af þjóðartekjunum hafi orðið minni en áður. Þá fær það heldur ekki staðizt, sem oft er haldið fram, að hlutur Reykvík- inga hafi verið dreginn fram á kostnað annarra landsmanna. Staðreyndir sýna allt annað Hér eru auðvitað mörg öfl að verki, en um heildarþróunina verður ekki deilt. Hitt er óneitan lega harður dómur um hina „hörðu og óvægu“ kjarabaráttu undanfarinna áratuga, að fræði- leg rannsókn slculi leiða til þess að „erfitt" sé „um það að segja, hvort hún er að sama skapi ár- angursrík, þ.e.a.s. hefur þau Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.