Morgunblaðið - 25.03.1964, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ
MT?Tvikuc!acfur 25. marz 1964
Samkeppni um íslenzkan
heimilis- og listiðnað
Þessi mynd var nýlega tekin við móttöku í Hvíta húsinu í Was-
hington. Lyndon B. Johnson, Bandarikjaforseti, heilsar Thor '
Thors, sendiherra íslands, og frú Ágústu, konu hans.
STJÓRN Heimilisiðnaðarfélags
íslands ræddi við blaðamenn í
gær og skýrði frá fyrirhugaðri
samkeppni um smíði íslenzkra
muna. Er þar bæði um að ræða
minjagripi ætlaða ferðamönnum
og þó sérstaklega aðra hagnýta
og listræna muni til sölu og notk-
unar innanlands. Þá verða einnig
sérstök verðlaun veitt fyrir snjall
ar hugmyndir, teikningar eða á-
bendingar um framleiðslu ís-
lenzkra muna.
Það, sem annars kemur helzt
til greina í keppni þessari er:
1. Allskonar hlutir, smærri
og stærri, úr tré, horni, beini eða
málmi, renndir, telgdir, útskorn-
ir eða unnir á annan hátt.
2. Allskonar skinnavara, svo
Samviiiimskóla-
menn unnu
AKRANESI, 23. marz.
Kl. 13.30. sl. sunnudag kepptu í
knattspyrnu hér á malarvellinum
neimendur Samvinnuskólans í
Bifröst og Akurnesingar í 2.
flokiki. Samvinnuskólanemendur
sigruðu með 2 gegn 1.
30 nemendur ur Reykholts-
skóla komu hingað sl. laugardag
Og kepptu við nemendur úr
Gagnfræðaskólanum hér. Akur-
nesingar unnu með 20 stiga mun.
Að keppni lokinni var snæddur
fcvoldverður i Gagnfræðaskólan-
um, 9kemmtiatriði voru fyrir
aðkomumenn og síðan dansað.
VIÐEY, RE-12, hið nýja skip
Einars Sigurðssonar, útgerðar-
manns, var væntanlegt til Reykja
vikur á milli kl. 4 og 5 sl. nótt.
Það er 231 tonn að stærð, siníðað
í Brattvág í Noregi.
Morgunblaðið átti í gær stutt
samtal við skipstjórann á Viðey,
Sævar Brynjólfsson, en þá var
skipið statt út af Vestmanna-
eyjum.
Sævar sagði, að haldið hafi
verið heimleiðis frá Brattvág kl.
4 sl. laugardag og hefði skipið
gengið rúmar 10 mílur á leiðinni,
veður hafi verið ágætt og ferðin
gengið prýðilega.
Sagði skipstjórinn, að hann
gerði ráð fyrir að vera kominn
til Reykijavíkur milli 4 og 5 um
nóttina og búast við að Viðey
yrði gerð út á síld,veiðar á næst-
unni.
NORSKA dagblaðið „Sunn-
möre Arbeideravis" birtir 14.
þ.m. eftirfarandi grein um
Viðey, sem hljóp af s.okk-
umun hjá Brattvág Skips-
byggeri daginn áður:
sem hanzkar, skór, veski, töskur,
belti o. s. frv.
3. Allskonar útsaumur af ís-
lenzkum gerðum, gömlum og
nýjum, listvefnaður, veggteppi,
jafnvel fataefni o. fl. úr íslenzkri
ull, hör eða öðru efni, en að
öðru leyti er að þessu sinni ekki
ætlazt til að keppt verði um ull-
arvinnu, t.d. ekki neinskonar
prjónles.
Verðlaun verða þessi:
1. verðlaun: 15,000,00 krónur.
2. verðlaun: 10,000,00 krónur.
3. verðlaun: 5,000,00 krónur.
Verðlaun fyrir hugmyndir á-
kvarðast af dómnefnd.
Dómnefnd: Frú Arnheiður Jóns
dóttir, formaður Heimilisiðnaðar-
félags fslands; frú Sigrún Stef-
ánsdóttir, framkvæmdastjóri ís-
lenzks heimilisiðnaðar; Kristján
Eldjárn, þjóðminjavörður; Kurt
Zier, skólastjóri Handíðaskólans;
Sólveig Búadóttir, handavinnu-
kennari; Vigdís Kristjánsdóttir,
myndvefari; Stefán Jónsson, arki
tekt.
Að dómi loknum og veitingu
verðlauna verður sýning á sam-
keppnismunum í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins í lok marz 1965.
Áskilinn er réttur til að senda
úrval muna frá þessari sýningu
á norræna heimilisiðnaðarsýn-
ingu, sem haldin verður í Stav-
anger, Noregi, í lok júní 1965; í
sambandi við norræna heimilis-
iðnaðarþingið, sem háð verður
þar á sama tíma.
Munirnir skulu merktir 5 stafa
tölu (t.d. 12345 eða 34152 o. s.
frv.) og nafn höfundar, heimili
Nýjasta framlag Noregs til ís-
lenzka fiskveiðiflotans er M S
„Viðey“. Bátur þessi er listasmíði
í orðsins beztu merkingu og verð
ur einhver bezt útbúni og ný-
tízkulegasti línubátur íslendinga.
„Viðey“ er smíðaður í „Brattwag
Skipebyggeri og getur skipa-
smíðastöðin hrósað sér af því að
hafa smíðað bát, sem er á allan
hátt fullikominn. Þetta er 14.
báturinn, sem skipasmíðastöðin
afgreiðir.
Báturinn, sem er 33,9 metrar
á lengd Og 7 metrar á breidd, er
útbúinn á hinn bezta og nýtízku-
legasta hátt, sem kostur er á.
Hann hefur radar, asdictæki,
áttavita, fullkominn loftskeyta-
tæki og sjálfstýriútbúnað, þann-
ig að hægt er að stýra honum
með sjálfvirkum tækjum. Hann
hefur 650 hestafla Listervél og
getur náð 12 mílna ferð á klukku
stund.
Nýtízku fiskibátar gera milklar
kröfur til áhafnarinnar, og þegar
gerðar eru miklar kröfur, verður
einnig að sjá til þess að mann-
skapurinn. hcifi það þægilegt um
og sími fylgi með í lokuðu um-
slagi, er aðeins sé merkt sömu
tölu utan á.
Samkeppnistími byrjar 31.
marz 1964 og stendur í 11 mán-
uði eða til 28. febrúar 1965, kl. 6
að kvöldi.
Munina skal senda til fyrir-
tækisins: fslenzkur heimilisiðn-
aður, Laufásvegi 2, Reykjavík.
Fyrirspurnir skal gera skrif-
lega til sama fyrirtækis fyrir lok
júlí 1964.
Hafnfirzkir im"I-
ingar valda
spjöllum
LÖGREGLAN í Hafnarfirði hef-
ur nú haft upp á nokkrum ungl-
ingsdrengjum þar í bæ, sem að
undanförnu hafa ástundað
skemmdarverk á sumarbústöð-
um o. fl.
í síðustu vi'ku var brotizt inn
í sumarbústað Hákonar Bjarna-
sonar við Hvaleyrarvatn. Voru
þarna brotnar rúður, skrár
eyðilagður o. fl. Einnig var fyrir
nökkru brotizt inn í annan bú-
stað í Sléttuhlíð, og spjöll unnin
þar, svo og í grjótmulningsverk-
stæði, sem bræður frá Vestur-
koti á Hvaleyri eiga.
Nokkrir unglingsdrengir hafa
verið handsamaðir í sambandi
við þessi mál. Hafa þeir játað
á sig eitt og annað, en málið er
enn í rannsókn að því er MJbl.
var tjáð í gær.
borð. „Viðey“ á að hafa 12
manna áhöfn, þegar hún heldur
á fiskimiðin innan tíðar. Hins
vegar eru klefar á bátnum fyrir
14 menn, og klefarnir eru þægi-
legir og bjartir. Eldthús og önn-
ur salarkynni eru einnig fyrsta
flokks.
„Viðey“ er einnig með kraft-
blökk og trollfæri. Á honum er
frystiklefi fyrir beitu, kæliklefi
fyrir fisk og lestarrúm. Allar
þiljurnar í lestarrúminu eru úr
aluminium.
Skipstjórinn á bátnum, Sævar
Brynjúlfsson, hrósar mjög smíði
hans og hann álítur að bæði eig-
endur hans og skipshöfn muni
verða mjög ánægð með hann.
Eigandi bátsins er Hraðfrysti-
stöðin í Reykjavík. „Ankerlökk-
en Verft“ í Florö hefur áður
byggt 2 báta fyrir þetta fyrir-
tæki og kornu þeir því í sam-
band við Brattvág Skipsbygger.
Það var fögur sjón að sjá „Við-
ey“ sigla út á Valderöyfjörðinn
í gær. Flagg og viftur' blöktu
léttiiega í ferskum vorblænum,
iþegar báturinn skreið áfiann.
Kirkjukvold
í Dómkirkj-
unni
BRÆÐRAFÉLAG Dómkirkjunn-
ar efnir til kirkjuikvölds í Dóm-
kirkjunni með flutningi tónleika
og erindis fimmtudaginn (skír-
dag) 26. marz, 1964, kl. 20.30.
Dagskráin verður þannig:
Baoh: Toccata, F-dúr. (Orgel,
Árni Arinbjarnarson).
ísólfur Pálsson: Haust.
Bartniansky: Ég krýp og faðma
fótskör þína. (Einsöngur, Bjam-
faeiður Davíðsdóttir).
Prófessor Björn Magnússon
flytur erindi.
Páll ísólfsson: Föstudagurinn
langi.
Grieg: Trodom. (Einsöngur,
Margrét Eggertsdóttir).
Franck: Allsherjardmttinn.
Handel: Largo. (Einsöngur
Guðmundur Guðjónsson).
Bræðrafélagið þakkar dr. Páli
ísólfssyni, tónskáldi og organ-.
leikara við Dómkirkjuna, enn á
ný hans lofsverða stuðning við
félagið að undirbúa þessa tón-
leika, og listamönnunum öllum,
sem koma fram á tónleikunum,
þeirra mikilsverða þátt í dag-
skránni. Einnig flytjum við pró-
fessor Birnj Magnússyni beztu
þakkir fyrir flutning erindisins.
Bræðrafélag Dómkirkjunnar
var stofnað á skirdag árið 1960
og er því nú fjögurra ára. Með-
limir iþess eru rúmlega 70. Æski-
legt væri að fjölga meðlimunum
og eru þeir sem vilja gerast með-
limir beðnir að snúa sér til
kirkj'Uivarðarins í Dómikirkjunni.
Allir eru velkomnir á saimkom-
una.
(Frá Br.oðrafélagi
Dómkirkj unnar ).
Maður fyrir bíl
UM 11 LEYTIÐ í gærmorgun
gerðist það á KaLkofnsvegi móts
við Sænska frystihúsið, að mað-
ur, sem heitir Róbert Sigmunds-
son, Hvassaleiti 32, var að hlaupa
norður yfir gatnamót Skúla-
götu og Kalkofnsvegar, og fór
aftan við bíl, sem var á leið í
Miðbæinn, en varð þá fyrir bíl,
sem var á austur leið. Róbert
var fluttur í slysavarðstofuna.
Mun hann hafa reynzt óbrotinn,
en hinsvegar stkrámaður og mar-
inn.
Afturendi bílsins
slóst í piltinn
KLUKKAN rúmlega 10 sL
laugardagskvöld var piltur að
skipta um hjólbarða á bíl á
þjóðveginum I Ytri-Njarðvík.
Var þá bil ekið framhjá í áttina
að Keflavík og um leið og hann
fór framhjá slóst afturendi hans
i piltinn, að þvi er hann heldur,
með þeim afleiðiugum, að hann
marðist illa á hendi.
Bíllinn stanzaði ekki, en hann
hafði verið tekinn á leigu hjá
bílaleigu í Keflavík. Nokkru
síðar náðist í ökumanninin, sem
reyndist vera varnarliðsmaður.
Pilturinn, sem fyrir slysinu varð,
var fluttur á sjúkrahús í Kefla-
vík, þar sem gert var áð meiðsl-
um hans. Ekki hefur annað kom-
ið fram í málinu. en að varnar-
liðsmaðurinn hafi ekki orðið var
við slysið og því ekið áfram.
PETER LORRE LÁTINN >|
Hollywood, 24. marz (AP)
Kvikmyndaleikarinn Peter
Lorre lézt í gær í Hollywood
59 ára gamall. Er talið að hann
hafi fengið hjartaslag.
Brimar við böl-
klett komin út
Á SEXTUGSAFMÆLI V. S. V.
í október sl. kom út fyrri helm-
ingur skáldsögu hans „Brimar
við böliklett", en síðari hlutinn
tafðist vegna verkfallsins. Nú
er allt verkið, samtals yfir 600
bls. komið út og enu eintökin
alls aðeins 500 tölusett. Útgef-
andi er HelgafelL
„Viðey" var væntanleg í nótt