Morgunblaðið - 25.03.1964, Page 13
MORCUNBLADIÐ
1 Miðvikudagur 25. marz 1-964
r
Eðvarð Arnason:
„SÍMINN 1906”
NÁ engin lög yfir það að nota
þingtíðindi þannig, að orð þing-
manna brenglist og meiningin
snuist við? Hvað segja hinir lög-
íróðu?
Á þingi 1901 bar einn þing-
manna fram breytingartillögu
við fjárlögin, sem í sjálfu sér er
ekkert markvert. Breytiiigartillag
an var á yfirborðinu meinleysis-
leg, eða að áskilið yrði um fjár-
veitingu til sæsíma til íslands,
að sæsíminn kæmi í land í
Reykjavík eða í grennd hennar.
Umræður urðu miklar um till.
þessa (Iþt. 1001 B 1361, 1362,
137®, 1413, 1423 og víðar) og
vakti mál þetta því að vonum
ellmikla athygli. í umræðunum
er alknikill sögulegur fróðleikur.
Tillaga þessi, ef samþykkt hefði
verið, hefði valdið glundroða og
tjóni, en sem betur fer var hún
ifelld (með 15:7). Tveir sagnfræð
ingar hafa orðið_ til að minnast
á þetta mál, annar til að segja
sanna sögu, hinn til að segja
ranga sögu, og gef ég þeim nú
orðið:
„Þó nú ekiki væru nein líkindi
til, að málið kæmist í fram
kvæmd næstu tvö árin, var gerð
tilraun til að breyta ákvæðum
akilyrðisins á þá leið, að það
væri áskilið, að sæsíminn yrði
lagður í land í Reykjavík, eða
svo nálægt henni sem föng væru
ó. Og það var, þó undarlegt sé
frá að segja, Hannes Hafstein,
sem bsir þessa tillögu fram, og
sótti ihana af miklu kappi. Aðal-
óstæðan sem hann og hans fylg-
ismenn í þessu máli báru fyrir,
var sú, að ritsími milli landa,
kæmi því aðeins að notum, að
hann væri lagður á land í Reykja
vík eða grend við hana; hann
mundi þá hafa í för með sér
gagngerða breytingu á verzlun
landsins, þá mundu rísa hér upp
stórkaupmenn og vörubirgða-
söfn svo stór, að kaupmenn, sem
nú færu til útlanda og keyptu
vörur sínar þar, hefðu nægar
birgðir að velja úr hér. En sam-
bandið við útlönd mundi aldrei
verða tryggt, er það væri komið
undir landþræði á staurum, og
að það mundi valda ókljúfandi
kostnaði að viðhalda stöðugu
sambandi gegn um landþráð
imilli Reykjavíkur og Austur-
lands veturinn yfir; það yrði
stopult, og næsta óáreiðanlegt.
Urðu nú um málið mifcl-
ar umræður á ný, en svo lauk
að breytingartillagan var felld.“
(Klemens Jónsson, landritari,
Minn. L.í. 1926 bls. 13).
Hinn segir:
„Á þingi 1901 hafði Hannes
IHafstein gert sér vonir um að
sími mundi valda gagngerðri
breytingu á allri verzlun lands-
ins. „Það mundu rísa hér upp
stórkaupmenn og vörubirgða-
söfn, svo stór, að kaupmenn sem
nú fara til útlanda að kaupa vör-
ur sínar, hefðu nægar birgðir að
velja úr hér; þar af mundi leiða
að öflugur banki risi upp, er aft
ur mundi vekja til lífs önnur
fyrirtæki og allar framkvæmdir
til menningar hafa greiðari
gang.“
(Kristján Albertsson, rith. H.H.
II bls. 16).
Fyrri sagnfræðingurinn, segir
söguna þannig að auðfundið er
að honum þykir miður að segja
söguna um mann, sem hann
þekkti að mjög mörgu góðu og
mat þessvegna, og segir aðeins
það sem nauðsynlegt er, sannleik
ans vegna. Seinni sagnfræðingur
inn gefur tilvitnuninni mjög já-
kvæðan blæ, fyrir manninn,
sem orðin sagði, hann fer ekiki
bugsunarlaust, eftir fyrri sagn-
fræðingnum, heldur eftir frum-
gögnum, þingtíðindum, það sýnir
klausan um bankann.Við skulum
því líka bregða okkur niður á
„Safn“ og fletta upp þingtíðind-
um:
H.H. ræðir um sæstrenginn:
......því ég þykist sannfærð-
ur um, að svo framarlega sem
hann verður lagður í land í
Reykjavík eða mjög nálægt
henni, þá mundi hann hafa í
för með sér gagngerða breytingu
á verzlun landsins; það munu
rísa upp stórikaupmenn' og vöru-
birgðasöfn, svo stór að kaupmenn
sem nú fara til útlanda að kaupa
vörur sínar, hefðu nægar birgðir
að velja úr hér; þar af mundi
leiða að öflugur banki rísi upp
er aftur mundi vekja til lífs
önnur fyrirtæki og allar fram-
kvæmdir til menningar hafa
greiðari gang; og afleiðingin
mundi yfir höfuð vérða gagn-
gerð breyting frá því sem nú er,
á verzlun og viðskiptalífi lands-
ins, — en allt þetta er bundið
við það, að sæsíminn sé lagður
þannig, að vissa sé fyrir því að
sá staður, þar sem skilyrði eru
fyrir því, að myndast geti verzl-
unarcentrum, hafi hans vís og
stöðugt not, og í því tilliti er ekki
um annan stað að gjöra en
Reykjavík, höfuðstað landsins."
(Þingt. 1901 B. bls. 1378).
Hann talar emv langt mól um
það hve símalögnin frá Aust-
fjörðum til íslands yrði mikil
fásinna, kostnaðarsöm og örygg-
islaus og kostnaðurinn myndi
fara langt fram yfir þær 300
þús., er meðgjöfin nam.
Og lofes segir hann, H.H.:
......og ég álít, að sá, sem
fyrstur fór að grauta í málinu
með tillögunni um að síminn sé
fyrst lagður til Austfjarða, hafi
unnið málinu ómetanlegt tjón,“
('bls. 1380).
Ég get vel skilið að K.A. tók
ekki þessa síðustu tilvitnun úr
ræðu H.H. á þingi 1901, en að
hann sleppir Skilyrðunum, sem
fylgja hinum tilvitnuðu orðum í
bak og fyrir, það finnst mér of
langt gengið. Hvað finnst höf.
„Reyfej avíkurbréfa? “
En mikið held ég að margir
af þingmönnunum 1901 hefðu
undrast, ef heyrt hefðu, að upp
myndi rísa sagnfræðingur, sem
teldi ræðuna fyrir brtl. 330, árið
1901, ■ jákvætt „innlegg“ í síma-
málinu.
II.
Þessi sami sagnfræðingur,
K.A., hefur í Morgunblaðinu 19.
febrúar heiðrað mig undirritað-
an með brigzlyrðum og ljótum
munnsöfnuði. Tilefnið er greinin
„Síminn 1906“, sem birtist í
sama blaði 18. jan. sl. Hin stóru
orð finnst K.A. hann geta rök-
stutt með einni setningu í janú-
argrein minni og setninguna til-
færir hann orðrétt. Hún er þessi:
,,í ársbyrjun 1904 var það, að
danska ríkisstjórnin (Hage og
samráðherrar hans) sá mikil und
ur gerast í vestri. Það er bvorki
meira né minna en stór hætta á,
að Stóra-Bret'land sé að tengj-
ast fjarskiptaböndum við „okkar
kæru hjálendur Færeyjar og
ísland“ og þar sem brezka ljón-
ið tyllir klónni, þar er loppan
efeki fjarri. Nú voru góð ráð dýr,
og nú þurfti að bregða fljótt við.
Hage leysti vandann.“ Síðan tek
ur Kr. Albertsson, eftir eigin
vali sínu, tvær glefsur úr grein
rninni og segir þær einustu rök
mín, en sleppir aðalrökunum.
Ég vil nú hér á eftir styðja
rnína söguskoðun rökum, þótt
það sé að nokferu leyti endur-
tekning á því, sem segir í j anúar-
grein minni:
1. Klemens Jónsson, landritari,
einhver sagnfróðasti fslendingúr,
sem á ráðherrastóli hefur setið,
samtímamaður og samstarfsmað-
ur Hannesar Hafstein og vinur
hans, var kjörinn til að sferifa
forsögu símans í Minningarrit
Landssíma íslands 1926. í því
riti segir hann, á bls. 13: „Arið
1902 markar nýtt tímabil í sögu
ritsímans hér á landi, og hrindir
því máli fram. til sigurs. Það ár
var aukaþing iháð, sem kom sam-
an síðast í júlí. Þegar í þing-
byrjun kom fram tillaga um,
að skipa 5 manna nefnd til þess
að atihuga málið um þráðlaus raf
magnsskeyti milli íslands og út-
landa, og gera tillögur um það.
Hér er stigið inn á nýja braut,
það er farið fram á að skipa
nefnd til að athuga þráðlausar
skeytasendingar. Marconi hafði
þá tekizt að fullkomna svo upp-
götvun sína um loftskeyti, að
það var talið víst, að hann gæti
sent slíkt skeyti milh Englands
og íslands.“
Framsögumaður tillögunnar
var Guðl. Guðmundsson (sibr.
þingt. 1902 B. bls. 639 og 640).
Klemens Jónsson getur þess
enn, að það hefði verið beint
að undirlagi Einars Benedikts-
sonar, þá málaflutningsmanns,
að tillagan var borin fram.
2. Árið 1903, á reglulegu Al-
þingi þess árs, er í þingtíðind-
um frumvarp til fjárlaga fyrir
árin 1904 og 1905, þingskjal 659
(bls. 866).
D-liður:
„Til ritsíma milli íslands og
útlanda. 1. og 2. ársborgun af
20 ára tillagi, 35 þús. hvort ár-
anna, alls kr. 70.000, —
Af upphæð þessari má verja
svo mifelu, sem nauðsyn krefur
til að koma á þráðlausu hrað-
skeytasambandi milli Reykja-
vífeur og útlanda og milli Reykja
ví'kur og hinna þriggja annarra
kaupstaða á landinu. Til þess að
koma sem fyrst á hraðskeyta-
sambandi milli Reykjavíkur og
útlanda má verja allri upphæð-
inni fyrra árið til þess sambands
út af fyrir sig, ef það verður
komið á í árslok 1904, og að því
tilskyldu að nægileg trygging sé
sett fyrir því, að sambandið við
hina kaupstaðina þrjá verði kom
ið á fyrir árslok 1905 án aukins
tillags frá íslandi. Væntanlegur
samningur með fylgiskjölum
leggist fyrir Alþingi til athugun-
ar.
3. f mjög umræddri bók Kr.
Albertssonar, Hannes Hafstein
II. bindi, bls. 18 segir: ,,að félag-
ið (Stóra norræna ritsímafélag-
ið) skrifaði stjórninni 31. marz
1903, að það sæi sér ekki fært
að ráðast í símalagningu til ís-
lands; að viðleitni þess hafi
sprottið af ættjarðarhollustu og
vísindalegum ástæðum: að það
sé sammála stjórninni um, að
heppilegt væri að fjárveitingu
íslands til síma á næstu fjárlög-
um mætti verja hvort heldur
væri til sæsímaþráður eða loft-
skeytasambands. Því nú var
(sic) svo komið, að sá árangur
hafi náðst með aðferð Marconis
til að senda skeyti þráðlaust í
lofti, einkum yfir sjó, að til
greina kom (sic) að ísland gæti
á þann hátt komizt í samband
við umheiminn.“
Bréf þetta (hefur án efa verið
undirritað ef E. Suenson, for-
stjóra „Stóra norræna". Þýðing-
in sjálfsagt eftir Kr. Alberts-
son. (Frumritið hef ég ekki séð).
III.
Forsögu símamálsins má mjög
auðveldlega skipta í tvo að-
greinda kafla. Fyrri kaflinn nær
yfir árin 1891 til 1901. Fyrri ár-
talið miðast við tillögu Skúla
Thoroddsens á Alþingi. Vita-
skuld var á þessu tímabili
eingöngu um sæstreng að ræða
(því loftskeytin voru ekki kom-
in fram. Þau eru fyrst talin
hafa orðið keppinautur sæ-
strengja í árslok 1901). Á þessu
tímabili vonuðust menn að fá
sæstrenginn fyrir tilstilli dönsku
stjórnarinnar og „Stóra norræna
félagsins", sem hafði haft einfea-
leyfi fyrir sæstrengjaleið þessari
allar götur frá 1869, eða frá
stofnunarári þess félags. „Stóra
norræna" sýndi þó engan áhuga
fyrr en brezka félagið Mitohel
& Cooper kom með tilboð sitt í
strenginn 1895. Þá rumska þeir
stóru norrænu og senda lí’ka til-
boð. Um þetta atriði segja tveir
sagnfræðingar:
Fyrsti sagnfræðingur, Kl.
Jónsson landsritari: „Þótt Mit-
chel, ef til vill, hafi ekki komið
til íslands í þeim tilgangi að fá
einfealeyfi til þráðlagningar-
innar, þá kom það brátt í ljós
að það var heppilegt að þingið
’hafði samþykkt tillöguna, (til-
laga um að Alþ. lýsti yfir að það
myndi greiða 45 þús. á ári fyrir
fréttaþráð* frá hinum brezfeu
eyjum til Reykjavíkur (sbr.
sömu síðu ofar, E. Á.), því að nú
kom skriður á málið. Því nokkru
eftir þing 1895 komu til stjórn-
arinnar tvær umsóknir um einka
leyfi til að leggja fréttaþráð frá
Hjaltlandi yfir Færeyjar til ís-
lands; önnur frá Mitchel &
Cooper í London, og hin frá
Stóra norræna félaginu, er áður
hafði ekfei treyst sér til að ráð-
ast í slífet fyrirtæki". Kl. J.
Minn. L. f. bls. 11).
Annar sagnfræðingur, Kr.
Albertsson, H. H. II. Hann segir
um þessa fyrri vakningu Stóra’
norræna: „Þá tóku menn að
renna vonaraugum til Mifela
norræna ritsímafélagsins, eins
mesta ritsímafélags í heimi; . . .
Loks tókst að fá félagið til að
sinna málinu. Það taldi hag-
kvæmast og tryggilegast vegna
hafbotns við ísland, að síma-
þráðurinn kæmi á land á Aust-
fjörðum og þaðan yrði lagður
landsími til Reykjavíkur“ (K. Á.
H. H. II. bls. 16-17).
K. A. tekst hér (og annars-
staðar) að segja sögu ritsíma-
málsins án þess að minnast á að
íslendingar gátu líka hugsað sér
að tengjast Bretlandi. Hjá Kl.
Jónssyni var það tilboð M. & C.
sem réði hjá, K. A. að „menn
tóku að renna vonaraugum'*.
Tilboðið, sem St. norræna
gerði, nægði til að slíta sam-
bandinu milli Alþingis íslend-
inga og félagsins Mitohels &
Coopers, en ekki til að við
fengjum-ritsíma. „Og að því er
norræna félagið snertir, þá get-
ur maður ekki varizt þeirri
hugsun, að það hafi gert til-
boðið, aðeins, eða þá meðfram
til að útiloka Mitohell & Cooper,
en ekki verið nein veruleg al-
vara að framfcvæma verkið“.
(Kl. J. Minn. L. í. bls. 13)
Síðari kafli símamálsins hefst
árið 1902, með tillögu þeirri á
Alþingi, sem getið er hér að
framan og Klemens landritari
segir að valdið hafi þáttaskilum
og hrundið símamálinu til sig-
urs. í sögu Klemens kemur
fram að þetta er eitt merkasta
þing í sögu símamálsins. Þar
kemur einnig fram vilji ís-
lendinga að tengjast Bretlandi,
í þetta sinn þó með loftskeytum.
Kristján Albertsson minnist
ekki á árið 1902 í sinn bók og
því síður á tillögu þá sem þátta-
skilunum olli. Skýring: H. H. sat
ekfei á þingi 1902 og hvernig
gat þá nokkuð markvert skeð?
Þegar Stóra norræna svo lýsir
því yfir í góulokin 1908 að
„ættjarðarhollusta“ og „vísinda-
legur áhugi“ þess félags væri
þrotinn, að það myndi ekfei
leggja sæstreng um íslandsála,
en hvetur íslendinga að snúa sér
heldur að Marconisambandi,
stæhst fjárveitinganefnd Alþing-
is í áhuga sínum á þráðlausu
sambandi (sbr. alþt. 1903). í
ársbyrjun 1904 (það getur eins
hafa verið síðla 1903), sér svo
dansfea stjórnin að í óefni stefn-
ir. Ef ekkert verður að gert,
komast ísland og Færeyjar í
þráðlaust brezkt samband, en
af því myndi leiða álitshnekki
fyrir Dani og viðskiptatap. Loft-
skeytasamband Ísland-Bretland
myndi aufea tengsl þeirra landa,
en ekki Danaveldis innbyrðis.
þessu má því ljúfea með sömu
orðum og ég hef gert áður. „Nú
voru góð ráð dýr, og nú þurfti
að bregða fljótt við. Hage leysti
vandann“. Ég sleppi ljónsklónni
bara til þess að K. A. eigi hæg-
• ara með að skilja þetta.
Sagan endurtekur sig. Tietgen
í Stóra norræna brá snöggt við
1895, þegar Mitchel & Cooper
gerðu tilboð sitt í sæstrenginn.
Nú 1903-1904 bregur Danastjó-n
við, þegar fyrirsjáanleg hætta er
á brezkum loftskeytum og fær
sjóliðsforingjann Suenson til að
kúvenda og fá aftur ættjarðar-
hollustu og vísindalegan áhuga.
Þennan skilr.ing á ritsímamálinu
hafði Klemens Jónsson, og í ævi-
Framhald á bls. 15.