Morgunblaðið - 25.03.1964, Síða 17
Miðvikudagur 25. marz 1964
MORGUNBLAÐID
17
— Þórir H.
Framh. af bls. 8
og stór í senn, þá megum við
ekki ár og síð og alla tíð streit-
ast við að hafa kirkjurnar okk-
ar litlar og lágkúrulegar né skera
sífellt við nögl sérhvað það, sem
að Guði snýr og kasta til .þess
höndum, sem á að auðvelda okk-
ur að ávinna og varðveita lif-
andi samband við Guð.
Ég minnist tveggja bænda, sem
ég heyrði sagt frá, þegar ég var
unglingur. Þeir voru nágrannar.
Báðir voru þeir búmenn miklir og
sístarfandi. Þeir voru líka hvor
öðrum sparsamari og nýtnari. Þó
með þeim mismun, að annar
þeirra var þetta um of, en hinn
rataði gullna veginn. Hinum fyrri
voru allir dagar jafnir. Allt skar
hann við nögl bæði sýknt og
heilagt. Hátíðir voru honum
þyrnir í augum. Hann sveik fólk
sitt meira að segja um töðugjöld-
in á sumrin. Hinn síðarnefndi var
dagsdaglega nægjusemin, spar-
semin og nýtnin fram í yztu fing-
urgóma. En á hátiðum naut hann
þess að gera sér og sínum glað-
an dag. Þá veitti hann' af rausn
og var hvarvetna hrókur alls
fagnaðar. Þá voru töðugjöldin
ríkulega gefin. í stuttu máli:
Við hátíðleg tækifæri skildi
þarna á milli 'hins auvirðilega
nirfils annars vegar og höfðiingj-
ans hins vegar.
Kristnir menn og konur á fs-
landi: Hvorum þessara tveggja,
nirflinum eða höfðingjanum, eig-
um við að fela það trúnaðarstarf
að undirbúa og annast helztu há-
tíðir okkar með Guði? Hvernig
viljið þið, að uppskeruhátíðir
okkar verði, þar sem Guð er
heiðursgesturinn?
Einn atburður frá skólaárum
mínum er mér minnisstæður og
verður mér oft að íhugunarefni.
Þetta var að hausti til. Við vorum
nýkomin saman, eitthvað um
hundrað unglingar, piltar og
stúlkur, í heimavistarskóla. Við
vorum enn óðum að kynnast.
Augu og eyru voru opin og vak-
andi fyrir kostum og löstum ná-
ungans. Þá er það einhverju
sinni, að ein skólasystir mín varp
aði fram þessari spurningu um
einn skólabróður okkar: „Hvað
heitir hann þessi, sem er eins og
hundur í framan?“ Þessi orð
stúlkunnar urðu ekki verulega
fleyg fyrr en um vorið. En þá
rifjuðust þau upp í hugum
margra fyrir þá sök, að þá höfðu
þau tvö, sú sem spurði um haust-
ið og sá, sem um var spurt, á-
kveðið að feta saman lífsbraut-
ina. Þau opinberuðu trúlofun
sína nokkrum dögum fyrir skóla-
slit.
Þegar ég leit yfir það, sem ég
hefi sagt um Pétur Benedikts-
son og afstöðu hans til Hallgríms
kirkju hér að framan, kom mér
ósjálfrátt í hug þetta gamla æv-
intýri um stúlkuna forðum og
afstöðu hennar til piltsins, sem
átti eftir að verða elskhugi henn
ar og eiginmaður. Og ég fékk
sterkt hugboð.
Það er raunalegt að horfa á
efnilega og stálpaða drengi frá
góðum heimilum hafa í frammi
óknytti og strákapör á almanna-
færi. Að þessu sinni hefir skril-
mennskan og skemmdarfýsnin
beinzt að veglegasta musteri
þjóðarinnar í smíðum, þar sem
er Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Oft er sagt: Ef Drottinn bygg-
ir ekki húsið, erfiða smiðirnir til
einskis. Guð gefi, að víkja megi
þessu ofurlítíð til og segja: Ef
Drottinn byggir húsið, erfiða
niðurrifsmennirnir til einskis.
Hallgrímskirkjusöfnuður og
velunnarar Hallgrímskirkju nær
og fjær. Höldum áfram að byggja
kirkjuna með hjálp og fulltingi
Guðs og góðra manan. Sýnum
sjálfum okkur og öðrum, að við
séum þess verðug að eiga Hall-
grím Pétursson og Passíusálm-
ana, með því að reisa þetta fagra
og tignarlega musteri og minn-
isvarða. Búum þannig í haginn
fyrir helgihald og æskulýðsstarf-
semi í höfuðborginni okkar, að
það síðar verði okkur til sóma,
stolt okkar og gleði.
Pétur Benediktsson banka-
stjóri. Okkur kann að virðast
af og til, sem við sjáum hunds-
trýni hér og skötubörð þar. En
þetta getur verið sjónhverfing. Ef
við ölum hið innra með okkur
urrandi og glefsandi hundstrýni
öfundar, illvildar og afbrýði, þá
sjáum við hundstrýni, hvert sem
við lítum. Ef við reynum að lyfta
okkur til flugs með illa verkuð-
um skötubörðum, verðum við jarð
bundnari en nokkru sinni fyrr,
fyllumst gjarnan' beisku og sjá-
um hvarvetna skötubörð. Væri
ekki meira æskubragð að því að
rækta með sér hugarfar elskhug-
ans til manna og málefna? Væri
það ekki samboðnara djörfum
dreng að klífa og stikla rísandi
stuðlaberg en að slá um sig með
illa verkuðum skötubörðum?
Pétur Benediktsson banka-
Samkomur
Kristniboðssambandið
Samkoman í kvöld fellur
niður. Samkoma báða bæna-
dagana kl. 8,30 í kristniiboðs-
húsinu Betaníu, Laufásveg 13.
Sjá nánar á morgun.
Páskasamkomur
Kristilegar samkomur verða
í samkomusalnum Mjóuhlíð 16
á skírdag kl. 8 e.h. og páska-
dag kl. 8 e.h. Allir velkomnir,
yngri og eldri, til að heyra
guðs orð
Samkomuhúsið Zion,
Óðinsgötu 6 A
Samkomur um pásikana:
Skírdag, samkoma kl. 20,30.
Föstudaginn langa, sam-
koma kl. 20,30.
Páskad., samkoma kl. 20,30.
2. páskad. samkoma kl. 20,30
Allir velkomnir.
Heimatrúlboðið.
stjóri. Lestu Passíusálmana, ef
þú ert læs á svoleiðis. Spurðu
síðan sjálfan þig, hvor sé nirfill-
inn og hvor höfðinginn, sá sem
fyrir réttum þrjú hundruð árum
orti sálmana í lágum torfkofa
uppi í Hvalfirði, þar sem hann
bjó við lítil efni og þröngan
kost, umvafinn sorta og skamm-
degi sautjándu aldarinnar, eða
hinn, sem hátt settur baðar sig
í birtu og sællífi tuttugustu ald-
arinnar á íslandi, en þjáist samt
af ólæknandi axlaverk vegna
þess að verja á andvirði svo sem
tveggja til þriggja fiskibáta til
að rækta og ávaxta þann arf, er
sálmaskáldið fékk okkur til varð-
veizlu og velfarnaðar.
„Dýrð, vald, virðing og vegsemd
hæst,
vizka, makt, speki og lofgjörð
stærst
sé þér, ó Jesú, herra hár,
og heiður klár.
Amen, amen, um eilíf ár.“
Tapazt hefur
skólataska á Mikluibraut (neð
an Lidó). Skilvís finnandi
hringi í síma 35631.
I Miðstöðvarkatlar I
I
^ jafnan
fyrirliggjandi.
^ VÉLSMIÐJA
® Björns Magnússonar ^
^Keflavík - Sími 1737, 117!
Látið ekkj dragast að athuga
bremsurnar séu þær ekki í
lagi..
Fullkomin bremsupjónusta.
FRAMTÍÐARSTARF
Einkaritari — Framtíðarstarf
Vér viljum ráða skrifstofustúlku, s em gæti tekið að sér einkaritara-
starf hjá oss. Málakunnátta er nauðsynleg ásamt góðri æfingu í vél-
ritun. Æfing í að vélrita eftir segulbandi er æskileg.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri S.Í.S., Jón Arnþórsson,
Sambandshúsinu.
DAUPHIIME
Ennþá éinu sinni hefur Renault sannað sérlega lága
benzínnotkun.
í sparaksturkeppninni sl. sunnudag fór Renault
Dauphine 92 km á aðeins 5 1. af benzíni.
KAUPIÐ GÓÐAN OG SPARNEYTINN BÍL —
KAUPIÐ RENAULT sem nú er fyrirliggjandi.
Lækjargötu 4 — Sími 22118.
Handknattleiksdómarafélag Reykjavíkur
Aðalfundur
félagsins verður haldinn föstudaginn 3. apríl.
Fundarstaður auglýstur síðar.
Stjórn H.K.D.R.
Afvinna óskast
Hefi menntaskólapróf og hefi stundað skrifstofu-
störf. Verið í Englandi og Þýzkalandi. Bílpróf. Tilb.
sendist afgr. Mbl. merkt: „Atvinna — 3204“ fyrir
mánaðamót.
Til sölu
Mercedes Benz langferðavörubifreið í mjög góðu
lagi á nýjum dekkjum með góðu húsi. Ennfremur
Volvo vörubifreið á sama stað í góðu lagi, með hlið-
arsturtum, stálpalli, á nýjlegum dekkjum.
Upplýsingar í síma 12166 næstu daga.
HLJÓIVtöPLÖTlJVIIMIR!
lítið inn hjá hverfitónum á HVERFIS-
GÖTU 50 OG TRYGGIÐ YKKUR GÓLa MÚSIK
UM HELGINA.
ÚRVALIÐ ER G O T T.
© huerritónar
SKRIFSTOFUSTARF
GJALDkERASTARF
Viljum ráða karl eða konu til gjaldkera-
starfa og annarra skrifstofustarfa strax.
Nánari upplýsingar gefur starfsmanna-
stjóri S.Í.S. Jón Arnþórsson, Sambandshús-
inu Reykjavík.
STARFSMANNAHALD (|§§)
STARFSMANNAHALD