Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐID ' Fimmtudagur 26. marz 1964 ORKU- OG IÐJUVER verða að koma sem fyrst, sagði dr. Jóhannes Nordal, form. stór- iðjunefndar á Varðarfundinum um stóriðjuna snemma í þessum mánuði, ella getum við misst af tækifærinu. Umræðuefni fundar- ins var: Framtíð íslands, fjöl- þættari framleiðsla, orku og iðju- ver. Fundurinn var mjög fjöl- sóttur og vakti mikla athygli. Iðnaðarmálaráðherra, J ó h a n n Hafstein, hafði framsögu, síðan var svarað fyrirspurn um fundar manna og voru ráðherrann og nokkir meðlimir stóriðjunefndar fyrir svörum. Eftir fyrirspurnartímann voru frjálsar umræður. Þessir tóku til máls: Ásgeir Þorsteinsson, verk- fræðingur, fyrrv. form. rann- sóknarráðs ríkisins, Gunnar J. Friðriksson, form. Fél. ísl. iðn- rekenda, Eyjólfur Konráð Jóns- son, ritstjóri, Jóhannes Bjarna- son, verkfræðingur, og að lokum Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra. Mbl. hefur áður birt ræðu iðn- aðarmálaráðherra og frásögn af spurningum og svörum, sem fram komu í fyrirspurnartímanum. — Hér á eftir fer úrdáttur úr ræð- um annarra ræðumanna. — ★ — Fyrstur tók til máls Ásgeir Þorsteinsson, verkfræðingur. — Hann sagði m. a. : „Það væri tilgangslaust, að ætla að gera þessu víðtæka efni almenn skil á svo stutuim tíma Og hef ég því valið þann þátt- inn, sem fellur undir stóriðju á okkar mælikvarða. Aluminium tel ég að hafi algera sérstöðu. Ég lít ekki á það, sem sérstaklega heppilega stóriðjufiamkvæmd fyrir okkur útaf fyrir sig, vegna Iþess hve frek sú iðja er á orku, sem þarf að vera mijög ódýr. Slík iðja hlýtur auk þess, að vera mjög skorðuð í höndum þeirra sem tryggja markaðinn fyrir framleiðsluna, því hann er hjá fáium en stórum hópum í heim- inum. En ég tel ávinning við aluminium vinnslu fólgin í því, að ef hún verður hjálparfhella til þess að virkja raforkuverin í nógu stórum áföngum og því ódýrt. Þó tel ég að aluminium vinnsla ætti ekki að vera nema t. d. í tveimur áföngum. Sá fyrri myndi þá eftir þvi sem upplýst hefir verið, færa okkur 50 þús- und kílóvött, eða þar um bil á mun ódýrara verði, helíur en við myndum þurfa að virkja sjálfir Bjarni Benediktsson sjálfstæða virkjun að mér skilst. Sá annar yrði þar af mun ódýr- ari og svo þegar aluminium vinnslan væri horfin úr sögunni, þá myndi þriðja virkjunin t. d. hef ég þá Búrfell í huga, verða enn ódýrust og gefa ennþá betri orkuskilyrði og orkuver. En það er einmitt þessar ódýru virkjanir, sem myndu gera okkur kleift að safna þeim sjóðum til rafvirkja- framkvæmda, sem gætu svo meira eða minna staðið undir áframihaldinu, því það er eins og við þekkjum allir, það er eitt- hvert mesta vandamáí Okkar hér, hvert sinni sem þarf að fara að virkja, að þá er svo erfitt að fá til þess nægilegt fjármagn í nægi lega ódýrar virkjanir, því þær eru svo stórar.“ — ★ — Næstur ræðumanna var Gunn- ar J. Friðriksson, framkvæmda- stjóri. Upphaf ræðu hans var á þessa leið: „Ég tel það mikið fagnaðar- efni, að nú skuli loks hilla undir að verulegur skriður muni kom- ast á iðnvæðingu íslendinga. Því miður, að þá hefur iðnvæðing og atvinnuþróun hér ekki verið eins ör og skyldi. Á áratugnum frá 1950—1960 þá voru menn bundn- ir í viðjar hafta og hindrana og drógumst við íslendingar því aftur úr í þeirri framþróun, sem átti sér stað hjá öðrum vestræn- um þjóðum. Við vorum því mið- ur það seinir að taka upp hið vestræna efnahagskerfi, sem að lokum kom þó með tilkomu við- reisnarstjórnarinnar. Það urðu mikil' straumhvörf þá í atihafna- lífinu og má kannske segja, að Jóhannes Bjarnason eftir þetta langa tímabil hafta hafi umskiptin orðið nokkuð snögg, þannig að við höfum ekiki almennilega getað gætt hófs. At- hafnaíþráin sem losnaði úr læð- ingi varð svo sterk ig svo mikil, að nú hefur viðreisninni að nofekru leyti verið stefnt í voða, en við skulum vona, að það tak- ist að bjarga henni.“ Fjármagn frá almenningi „Um það mál sem hér er rætt, stóriðnað, þá er það ákaflega ánægjulegt, að traust erlendra fjánmálamanna á okkur íslend- ingum skuli vera orðið það mii- ið, að það komi nú til mála að menn vilji hætta fé sínu til þess að reisa fyrirtæki og ganga til samvinnu við okkur um rekstur slíkra fyrirtækja. í því samibandi tel ég æskilegt að ef að mögulegt reynist og ég treysti því, að þar muni SjálfstæðisfLokkurinn halda vel á spilunum og það sé það að almenningi verði nú gefinn kost- ur á, að taka að einhverju leyti þátt í fjármögnun þessara fyrir- tækja. Því miður, að þá erum við íslendingar ákaflega fátækir af fé og þau fyrirtæki sem hér hef- ur verið um rætt eru þar að au'ki þess eðlis, að við mundum ekki, sennilega ekki geta ráðist í þau, jafnvel þó að við hefðum þetta fé, vegna þess að við hefðum ekki trygga sölu á framleiðsl- unni. En þó að aðeins væri í litl- um mæli, að almenningi gæfist kostur á, að taka þátt í fjár- mögnun fyrirtækjanna, þá myndi það hafa geysileg áhrif, fyrir- tækin mundu komast betur inni meðvitund fóliksins og það myndi hafa veruleg áhrif á hugsana- gang manna íefnahagsmálum.“ — ★ — Nú kvaddi sér hljóðs Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri. í upphafi máls síns fór Eyjólf- ur nokkrum orðum um kosti þess að hafa samvinnu við erlenda að- ila við uppbyggingu stóriðju. Eyjólfur K. Jónsson Auðvelt ætti að vera að búa svo um hnúta í samningum við erlenda aðila, að öllu væri óhætt. Það væri raunar um það að ræða að stofna til samvinnu við er- lenda aðila um þessi mál eða vera án stórvirkjana og stóriðju. Síðar í ræðu sinni sagði Eyjólf- ur: „Það er í rauninni öfugmæli, þegar því er haldið fram, að áhættan sé meiri af samstarfi við Útlendinga, en stóriðju í eigu ís- lendinga einna. En þá er ég kominn að olíu- hreinsunarstöðinni, vísi að ís- lenzkum efnaiðnaði, sem er það af þeim málum, sem hér eru til umræðu, sem ég hef helzt haft afskipti af. Um eins árs skeið hef ur það mál verið kannað af nokkr um einsta'klingum í samvinnu við íslenzku olíufélögin og hefur nú verið frá því skýrt, að sam- kvæmt álitsgerð brezks ráða- gjafafyrirtækis, sem er með þeim kunnustu í heimi á þessu sviði, sem íslenzku aðilarnir fengu sér til aðstoðar, þá muni hér vera um að ræða gott og arðvænlegt fyrirtæki, sem ekki mun einungis skila þjóðinni miklum gjaldeyris- hagnaði, heldur getur það líka orðið vísir að efnaiðnaði, en eins og kunnugt er, eru framkvæmdir á því sviði gífurlegar og í marg- háttuðum kemiskum iðnaði. Eh hversvegna þarf samvinnu við útlendinga í þessu efni, kynnu menn að spyrja, hér er ekki um að ræða stærra iðju- ver en sementsverksmiðjuna. Því skyldum við slendingar ekki ein- ir byggja og reka slí'kt fyrirtæki. Kostir samvinnu við erlenda að- ila. Það má vel vera að unnt reyndist að afla lánsfjár til að reisa slíkt fyrirtæki, en auðvitað þó ekki án þess að ríkið tæki fulla ábyrgð á þeim lánum. Hitt væri líka unnt að fá erlend tækni fyrirtæki, til að standa fyrir byggingu þessa fyrirtækis sem verktakar og sjálfsagt er lí'ka unnt að ráða hingað sérfræðinga til þess að hafa umsjón með rekstrinum. En til þess eru vítin að varast þau, og því miður þá höfum við slendingar dýrkeypta reynslu að því að ráðast í nýjar iðngreinar, án þess að leita um þær nauðsynlega samstarfs við þá, sem hafa' yfir að ráða tækni- kunnáttu, markaðsþekkingu og fjármagni sem ekki er ráðstafað, án þess að reyna að treysta rekst ur þann, sem því er ætlað að fjármagna. Hugmyndirnar um samstarf við erlenda aðila um byggingu olíulhreinsunarstöðvar, hníga að Gunnar Friðriksson því, að þeir verði minniihluta- eigendur, sem eigi þó nægilega stóran hluta í fyrirtækinu, til þess að þeir hafi beinna hags- muna að gæta aí því, að það gangi vel Qg rekstur þess verði hagkvæmur. Þar að auki er ætl- unin, að þeir láti í té það láns- fé, sem þarf til að koma fyrir- tækinu á fót og tryggingar fyrir endurgreiðslu þess séu engar aðrar en eignir félagsins sjálfs. Þannig bæru útlendingar megin hluta áhættunnar og gætu ekki leyft sér þann munað, að hefjast handa, án þess að örugglega væri frá því gengið, að allrar hag- kvæmni væri gætt, eins og frek- ast væri kostur. Þar með er þó ekki allt upp talið. Hinir erlendu aðilar yrðu að láta í té þekkingu sína, bæði á mörkuðum og tækni og þar að auki yrðu þeir að hafa milli- göngu um langa samninga, bæði um kaup á jarðolíu, hráefni olíu- stöðvarinnar og um sölu á þeim hluta framleiðslunnar, sem út væri fluttur með hagkvæmustu kjörum, sem hugsanlegt er að ná.“ Eyjólfur lauk ræðu sinni með þessum orðum: Samþjöppun fjármagnsins og efnalega sjálfstæðir einstaklingar „En í sambandi við umræðurn- ar um það að stofna stórfyrirtæki hér á landi til íslenzks efnaiðnað- ar, þá hefur sú hugmynd einnig verið rædd, að það yrði um al- menningslþátttöku að ræða. Að visu ekki eingöngu þátttöku al- mennings heldur þátttöku út- lendinganna fyrst í stað og að einhverju leyti íslenzku olíufé- laganna. En þetta rekstrarfiorm er að mínum dómi slí'kt stórmál, að það hefur ekki öllu minni þýðingu, en stóriðjan sjálf. I hópi sjálfstæðismanna þarf ekki að hafa um það mörg orð, hver grundvallarþýðing það er að borgararnir, allur fjöldinn, sé efnalega sjálfstæður, hve hættu- leg er samþjöppun efnahags'valds hjá fáum stjórnanherruim og hve fjárhagslegur ávinningur verður mi'klu betri af einkarekstri en op inberum rekstri. Hitt er og Ijóst, að þeir tímar, sem við búum nú á krefjast stórfyrirtækja, með miklu fjármagni. Hin litlu einka fyrirtæki, halda auðvitað áfram, en eftir því sem stórfyrirtækjun- um fjölgar, þá verður fjármuna- vald ríkisins meira, ef öll slík fyrirtœki eru reist af opiniberra hálfu, en einstaklingarnir fá þar ekki nærri að koma. Fáir ein- staklingar geta ekki ráðist í slíkt fyrirtæki, en margir í samein- ingu geta gert það, og þannig er hægt að varðveita einkarekstur Ásgeir Þorsteinsson og koma í veg fyrir ólhóflegan opinberan rekstur. Þær lýðræðisþjóðir, sem við bezt kjör búa og mest frelsi leggja meginkapp á það, að fjöld- inn allur taki þátt í atvinnu- rekstri. Þannig eru t. d. nær 20 milljón manna hluthafar í stór- fyrirtæikijum í Bandaríkjunum og það svaraði til þess að 20 þúsund íslendingar ættu hluti í þeim fyrirtækjum, sem hér yrðu stofn uð með þeim hætti. Það er vissu- lega tímabært að ryðja þessu hugsjónamáli braut, að almenn- ingur fái tækifæri til að ávaxta f jármagn sitt í heilbrigðum fyrir tækjum. Um leið og við iðnvæð- um landið skulum við hrinda þeirri hugsjón í framkvæmd“. ---★ — Næstur ræðumanna var Jó- hannes Bjarnason, verkfræðing- ur. Hann talaði um ýmis hinna tæknilegu vandamála, sem kom- ið hefðu upp við áburðarverk- smiðjuna og sementsverksmiðj- una og þá lærdóma, sem af því mætti draga. Síðan sagði Jóhannes: „Ég vil bæði þakka fyrrver- andj iðnaðrmálaráðherra, Bjarna Benediktssyni, og núverandi iðn- aðarmálaráðherra fyrir þeirra ótrauðu forystu í þessum stó— iðjumálum og víðsýni þeirra hvað hér er um mikilvæg mál að ræða. Það er sýnilegt að þröng- sýnisáróður þeirra manna sem stöðugt eru að ónotast útí við slíkar framkvæmdir, jafnvel berjast á móti þeim hefur ekki haft nein áhrif á stefnu þessara forystumanna okkar og er þvl vel farið. Sú staðreynd virðist mér svo ljós, að hin fámenna fá- tæka íslenzka þjóð hefur ekki enn bolmagn til þess átaks, sem nauðsynlegt er, til þess að beizla og nýta okkar miklu orkulindir í svo stórum stíl, í svo stórum skrefum, sem nauðsynleg eru tii þess .að geta á hagkvæman hátt. Það verður því mikið fagnaðar- efni, ef þessari ríkisstjórn okkar tækist að fá ábyrga erlenda aðila, til þess að leysa þetta næsta stóra skref í atvinnumálum okkar í samvinnu við okkur. Éf það ekki tekst er áframhaldandi iðnþróun obkar í mikilli hættu, því frá þeim smávirkjunum, sem við höfum einir saiman bolmagn til að byggja, fáum við ekki nægi- lega ódýra raforku til þess að geta gert verðandi iðnað, né nægilega mikla raforku til þess að stækka stórverksmiðjur okk- ar, sem byggja reksturinn á mxklu magni af ódýrri raforku, eins og t. d. Áburðarverksmiðj- an. Ef ekki verður af því nú, að við fáum stórvirkjun, sem bygg- ist á sölu raforku til nýrra stór- iðjuvera, er t. d. hætt við þvl að ekki verði hægt að stækka áburðarverksmiðjuna á þeim grundvelli, sem hún hefur unnið til þessa. Það er á grundvelli ódýrri innlendri raforku. Yrði þá líklegasta lausnin sú að grund- valla reynsluna á innfluttri olíu og teldi ég þá þróun ti hins verra í okkar vatnsorkuríka landi.“ — ★ — Síðastur ræðumanna var for- sætisráðherra, Bjarni Benedikts- son. Niðurlag ræðu hans var á þessa leið: „Það skal enginn ætla, að þessi mál verði afgreidd eða til lykta leidd ágreiningslaust. Það er af ýmsum ástæðum sem upp verður Framh. á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.