Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 2G. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 19 • • FERÐASKRIFSTOFA v A býður ybur hagkvæmustu ! ferðirnar umvíðaveröld seljum FARS EÐL A útvegum HÓTELHERBBiRGI önnumst SKIPIJLAGIMINGIJ ferða innan lands og utan FERÐIST ÁHYGGJULAIJST Látið Zoega sjá um ferðina skrifstofan er í: HAFNARSTRÆTI 5 sími: 1 1964. 'W m Gull og - dýrir steinar Skartgripir Við höfum eitt hið stærsta og fegursta úr- val á landinu og bjóðum yður þjónustu okkar. Fagur skartgripur þykir ávalt vera hin tiginmannlegasta minjagjöf — gjöf sem minnir á tilefni sitt og góðan gefanda og er enda geymd frá kynslóð til kynslóðar. GULLSMIÐIR URSMIÐIR hn Giqmunbsson Skort^ripoverzlun ,, ddacjiir (^ripur er til yndió æ Keflavík Einbýlishús í góðu standi á afgirtri ræktaðri lóð í miðjum bænum til sölu. Ennfremur nýleg 5 herb. íbúðarhæð í steinhúsi. Upplýsingar gefur EIGNA OG VERÐBRÉFASALAN Keflavík — Sími 1430 og 2094. v 4 LESBÓK BARNANNA Jobbi og baunagrasið 13. Jobbi varð dauð- hræddur, þegar hann heyrði, að risinn var svona grimmur, en svo huggaði hann sig við, að álfkonan hafði lofað að hjálpa honum. Kona ris- ans vildi gjarnan skjóta skjólshúsi yfir Jobba. Hún bað hann að fylgja sér, og þau gengu gegn um fjölda mörg herbergi og sali. Loks korr.u þau í langan, dimman gang, sem lokaðizt í annan endann af rammlega læstu járnhliði. Innan við það sátu fáeinir vesaling- ar, sem risinn hafði lokað inni og var líklega að geyma til næstu veizlu sinnar. 14. Konan góða fór með Jobba í stórt og ríkmann- legt eldhús, þar sem hún gaf honum að eta og drekka. En nr.íðan hann sat í bezta yfirlæti, var barið svo harkalega að dyrum, að allt ætlaði um koll að keyra. Konan faldj Jobba í skyndi í ofninum, áður en hún opnaði fyrir ris- anum. Jobbi heyrði hann öskra með hræðilegri rödd: „Hvers vegna er hér mannaþefur í húsi mínu? Ég finn lykt af lifandi mannakjöti!" „Nei, nei, kæri vinur“, svaraði konan „það hlýt- ur að vera lyktin af föng unum í fangelsinu, sem berzt hingað“. Xil alira hamingju lét risinn sér þessa skýringu nægja. Franr.hald næst. Skrítlur Kennarinn: „Hvað •nörg bein eru í líkama þínum, Sveinn?“ Sveinn: „209“. Kennarinn: „Ekki er það nú alveg rétt hjá þér. Það eru ekki nema 208 bein í mannslíkamanum". Sveinn: „Já, en ég gleypti fiskbein í omong- un“. „Hívers vegna kemur þú svona seint heim úr skólanum?“ „Ég var látinn sitja eftir“. ,Nú, af hverju?“ „Kennslukonan spurði mig, hvað væri synd: „Að 'halda börnum inni í svona góðu veðri. svaraði ég“. Davið Stefánsson: GESTURINN j>ú hlýtur að hafa villzt af vegi. __ Ég vitja sérhvers manns. Er gesturinn ekki göngumóður? — Gangan er köllun hans. Til hvers leggur þú land undir fót? — Ég lækna andieg sár. Nutu menn Iengi náðar þinnar? — í nítján hunduð ár. Hefur þú aðrar fréttir að flytja? — Fagnaðarboðskap minn. Og hvað er þá mest og æðst af öllu? -— Að elska bróður sinn. Bauð þer nokkur hús eða hæli? — Hörð eru margra kjör. > Trúa menn þeim, er sannleikann segja? — Það sýna mín naglaför. Vilja þá engir við þig kannast? — Þeir veiku taka mér bezt. En hinir.sem trúa á mátt sinn og megin? — Margir fá stundar frest. Býður þér enginn sess . eða svölun? — Sumir falskan koss. Herra, herra, hvað berð þú á baki? — Bjálka í nýjan kross.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.