Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.03.1964, Blaðsíða 17
MORCUNBLADIÐ 17 Fimmtudagur 26. marz 1964 Flugkaffi IOGT á Akureyrarflugvelli NÝ veitingastofa , FLUGKAFFI lOGT, er tekin til starfa í far- þegaafgreiðslunni á Akureyrar- flugvelli. Er hún einkum miðuð við þarfir flugfarþega, er leið eiga um flugvöllinn, og er þar á boðstólum kaffi, te, mjólk, smurt brauð, kökur, heitar pylsur, sæl- gæti o. fl. Með hinni nýju veitingastofu, sem rekin er með sjálfsafgreiðslu tilhögun, er störbætt úr brýnni þörf og þjónustu við ferðamenn, en fjöldi þeirra, sem leggja leið sína um flugvöllinn, skiptir tug- um þúsuntia árlega. Engin greiða sala hefur verið á flugvellinum fram til þessá og alllöng leið til bæjarins. Nú geta farþegar, sem t.a.m. ætla frá Reykjavík til Aust urlands, fengið sér hressingu, meðan staðið er við á Akureyri. Framkvæmdaráð IOGT á Ak- ureyri bauð fréttamönnum og nokkrum öðrum gestum til kaffi- drykkju, þegar veitingastofan var tekin í notkun. Stefán Ág. Kristjánsson bauð gésti vel- komna, lýsti undirbúningi og framtíðaráætlunum templara í sambandi við þennan rekstur og drap á sögu þeirra fyrirtækja, sem rekin eru á vegum góðtempl árareglunnar á Akureyri. Samningar um leigu húsnæðis- ins í flugstöðvarhúsinu tókust hinn 6. júní í fyrra og gilda til 5 ára. Kristinn Jónsson fram- kvæmdastjóri annaðist samninga gerðina að mestu fyrir hönd flug málastjórnarinnar. Ekki varð af framkvæmdum fyrr'en nú vegna skorts á iðnaðarmönnum. Slipp- stöðin hf. sá um verkið. Forstjóri hennar er Skafti Áskelsson, en yfirsmiður Stefán Bergmunds- son. Er frágangur allur hinn smekklegasti og vandaðasti. Skúli Flosason mun sjá um rekstur veitingastofunnar, sem annars verður rekin í sambandi við Hótel Varðborg. Gestir geta valið um veitingar og neytt þeirra síðan í biðsal flugstöðvar- innar, sem er ágætlega búin hús- gögnum. Fyrst um sinn verður stofan opin 5—6 tíma á dag, eða þegar flugumferð er mest dag hvern, en eftir að sumaráætlun Flugfélags fslands gengur í gildi, verður opið allan daginn. Góðtemplarareglan hefur haft með höndum umfangsmikinn rekstur hér í bæ um árabil. — Skjaldborgarbíó tók til starfa vorið 1946, fyrst í Skjaldborg, en í Samkomuhúsi bæjarins 1951— 1956, er það fluttist í Hótel Varð borg. Heitir það síðan Borgarbíó. 1949 fengu templarar 1100 ferm. lóð undir kvikmyndahús, en þeg- ar Hótel Norðurland var falt ár- ið 1952, var horfið að því ráði að kaupa þá eign. Síðan hefur það verið rekið undir nafninu Hótel Varðborg. Hafa verið gerðar á því stórmiklar endurbætur síðan, og er það nú með vönduðustu og vistlegustu gistihúsum landsins. í maí í fyrra var opnuð þar lítil, en smekkleg veitingastofa, Café Scandia. Hótel Varðborg er eina bind- indishótel landsins, og þar er bannað að hafa áfengi um hönd. Mestallar tekjur af rekstri Borg- arbíós ganga til styrktar æsku- lýðsstarfsemi templara. Eftir að Æskulýðsráð Akureyrar tók til starfa fyrir rösku ári, en þar eiga templarar fulltrúa, er Varðborg rekin sem gisti- og veitingahús allan ársins hring, en þar var æskulýðsheimili á vetrum. Þar að auki hafa Akureyrar- stúkurnar rekið barnaheimili í sveit nokkur undanfarin sumur. Þá hafa þær keypt hús Friðbjarn ar Steinssonar, Aðalstræti 46, þar sem fyrsta góðtemplarastúkan á íslandi var stofnuð 10. janúar 1886, og eru að koma þar upp minjasafni. Næstu verkefni Reglunnar á Akureyri eru að reisa eina hæð ofan á Hótel Varðborg til stækk- unar gistihúsinu og auk þess að koma upp vönduðu kvikmynda- húsi, en vera má, að í þær fram- kvæmdir verði ekki ráðizt í ná- inni framtíð. — Sv. P. -K * * * In crlre V DANSSÝNING. Þjóðdansafél. Rvíknr. Hljómsveit SVAVARS GESTS leikur og syngur. Borðpantanir eftir kL L í síma 20221. 5A<&A FiatTlOOD I 65 ÁR HAFA FÍATVERK- SMIÐJURNAR VERIÐ I FARAR- • / BRODDI í EVRÖPSKUM BIFREIÐAIÐNAÐI ALLT FRÁ ÞVÍ AÐ FYRSTI FIAT 1100 KOM Á MARKAÐINN, ÁRIÐ 1937, HEFUR ÞESSI GERÐ NOTIÐ DÆMAFÁRRA VIN- SÆLDA. — „1100“ SAMEINAR Á SJALDGÆFAN HÁTT FORM FEGURÐ OG TÆKNILEGA SNILLI. . |T — ÞÝÐiR SPARNEYTIMI - ÞÆGIIMDI OG ÖRYGGI llll - FYRIR FJÖLSKYLDUIMA atAo Laugavegi 178 Sími 38000 S T A Ð A e fulllrúa í hreinsuuardeild borgarverkfræðings Skúlatúni 2, er hér með auglýst laus til umsóknar. Launakjör eru skv. 17. flokki kjarasamnings Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags borgar- innar. Áskilið er, að umsækjandi hafi reynslu í skrifstofustörfum og bókhaldi. Umsóknum ásamt upplýsingum skal skilað í skrif stofu borgarstjóra, Austurstræti 16, eigi síðar en 3. apríl n.k., en nánari upplýsingar verða veittar hjá deildarstjóra hreinsunardeildar. Skrifstofa borgarstjóran í Reykjavík, 24. marz 1964. Tilkynning um aðstöðugjald í Reykjanesskattumdæmi Ákveðið er að innheimta í Reykjanesskattumdæmi að- stöðugjald á árinu 1964 skv. heimild III. kafla laga nr. 69/1962 um tekjustofna sveitarfélaga og reglugerð nr. 81/1962 um aðstöðugjald. Eftirtalin sveitarfélög umdæmisins hafa ákveðið notkun ofangreindrar heimildar. Hafnarfjarðarkaupstaður Keflavíkurkaupstaður Kópavogskaupstaður Grindavikurhreppur Hafnarhreppur Miðneshreppur Gerðahreppur Njarðvíkurhreppur Vatnsleysustrandarhreppur Garðahreppur Seltjarnarneshreppur Mosfellshreppur Kjalarneshreppur Gjaldskrá hvers sveitarfélags liggur frammi hjá um- boðsmönnum skattstjóra og hjá viðkomandi sveitar- og bæjarstjórum, og heildarskrá á Skattstofunni í Hafn- arfirði. Með skírskotun til framangreindra laga og reglu- gerðar er vakin athygli á eftirfarándi. 1. Þeir aðilar, sem aðstöðugjaldsskyldir eru í ein- hverju ofangreindra sveitarfélaga, en hafa þar eigi lög heimili þurfa að senda Skattstofu Reykjanesúmdæmis sérstakt framtal til aðstöðugjalds álagningar. 2. Þeir, sem margþætta atvinnu reka, þurfa að senda fullnægjandi greinargerð um, hvað af aðstöðugjalds- stofni til heyrir hverjum einstökum gjaldflokkum. Framangreind gögn vegna aðstöðugjaldsálagningar þurfa að hafa borizt til Skattstofunnar innan 15 daga frá dagsetningu tilkynningar þessarar. Hafnarfirði, 24. marz 1964. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.