Morgunblaðið - 23.04.1964, Page 2

Morgunblaðið - 23.04.1964, Page 2
2 fljO m « ' AOfÐ Flnrimtudasur 23.-apríl 1964 FRÉTTAMENN BLAÐSINS brugðu sér á ráp í góða veðr- inu í gær með ljósmyndavél og blað og blýant. Fyrst litu þeir inn í Blóma skálann við Nýbýlaveg og sáu hvar Þórður á Sæbóli var í óðaönn að planta blómum kringum 10 mánaða gamalt barn. Þar voru staddir Ijós- myndarar blaðanna og tóku myndir í gríð og erg. Fyrir- myndin var skemmtileg og þó einkum, er Þórður tók ýlu- bangsa og reyndi að koma barninu til að hlæja. Að öllu þessu loknu bað Þórður okk- ur að ganga að blómavöndun um fyrir konur okkar og elsk ur, eins og hrafna að hræi, þetta væru hinar frægustu hollenzku rósir, túlipanar og nellikkur, sem sérstaklega hefðu verið pantaðar fyrir sumardaginn fyrsta. Síðast flutti Þórður okkur vísu svo- hljóðandi: Sumardagsins björtu blóm betur mæla en orðin tóm. XJngur sveinn sem heitt þér ann í Blómaskálann kemur hann Börnin á Hörðuvölium. Á rápi síðasta vetrardag Einhversstaðar heyrðum við annan botn, sem hljóðaði svo: Ungur sveinn, sem unnir þér inn í Blómaskálann fer. Skammt neðan við Blóma- skálann fundum við skósmið að iðju sinni, sem nefndur er Guðjón Jóhannsson og kom- inn er í Kópavoginn frá Súg- andafirði að vestan. Lét hann illa yfir ágangi dragnótabáta hér syðra, sem eyðilegðu alla veiði fyrir smábátum. — Nú þýðir ekkert að hreyfa smábátana. Nær þeir koma eru allir „snurruvoðabátarn- ir“ búnir að eyðileggja veið- ina og þar fæst ekki branda fyrr en eftir 10 ár. Guðjóni var heitt í hamsi þegar hann gekk milli bátanna, sem hann ýmist hafði smíðað eða endur- bætt. Vig héldum rápinu áfram og komumst allt til Hafnarfjarð ar. Þar sáum við nýbygginga- hverfi þeirra Hafnfirðinga og þótti íallega fyrir komið í hrauninu ofan við bæinn. En þá fyrst námum við stað ar er við komum á dagheim- ilið að Hörðuvöllum og feng- um að taka þar mynd. Ljós- myndarinn sagði að í vélinni væri ofurlítill fugl, er segði gag-gag-allir-að-brosa og þá voru blessuð börnin ánægð, en erfitt var fyrir Ijósmyndar- ann að sýna börnunum fugl- inn, en mörg þeirra fengu þá lausn með því að líta í vél ina hans, Var hann þá vin- sælasti maðurinn á staðnum. Við ræddum örlitla stund við Eyrújiu Jóhannsdóttur, sem sagði okkur að þetta væri dagheimili fyrir tvær deildir barna á aldrinum 2—6 ára og ein leikskóladeild. Lítill snáði var volandi með plástur á enni. Leitaði hann pabba síns af ákafa og eink- um bíisins hans. Hændist hann að blaðamanni og lét um stund af voli sínu. Eyrún á- Tiu mánaða Þórður á Sæbóii, baðaður rósum. varpaði hann og bað hann hætta volinu, sem hann gerði og spurði þá blaðamaðurinn hvort þær fóstrur þekktu í raun og veru allan hópmn með nöfnum. — Já, það verðum við að gera, sagði Eyrún brosandi. Okkur varð fátt til svara, en auðvitað verður hinn góði hirð ir að þekkja sína. Síðasti vetrardagur varð okkur skemmtireisa meðal vinnandi og óvinnandi. Lífið var allstaðar á blómgunar- skeiði og jörðin andaði vor- ylmi. DANSKT LIÐ TIL KÝPUR um að hún sendi lögreglu — danskir lögreglumenn og 1000 Kaupmannahöfn, 22. apríi NTB • Danska stjórnin hefur ákveðið að verða við tilmæl- um U Thants, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðannu. og herlið til Kýpur. Utan- ríkismálanefnd danska þjóð- þingsins fjallaði uir. málið í dag, en samþykkis þingsins er vænzt fljótlega. Að öllum likiuuum vera seudir 40 hermenn, en aðeins þeir koma til greina, sem fúsir eru til fararinnar. Gert er ráð fyrir, að dvalartími dönsku her- mannanna á Kvnur verði þrír nuiMiuoir. Norska ríkisiauna- nefndin hefur störf 28. apríl Ósló, 22. apríl — NTB — ■Jr Btkislaunanefndin norska, sem fengið hefur það verk- efni að leysa vinnudeilurnar í Noregi, hefur ákveðiö að hefja störf af fullum krafti 28. apríl nk. Var haldinn und- irbúningsfundur nefndarinn- ar í dag og þá ákveðið að byrjað yrði að fjalla um al- menn vandamál varðandi launamálin. — Þegar helztu deiluaðilar hafa gert nefnd- inni grein fyrir almennum kröfum verður tekið til við mál einstakra félaga. Það var í síðustu viku, sem ríkisstjórnin norska ákvað að lóta lögákveðna „ríkislauna- nefnd“ leysa vinnudeilurnar í Noregi til að forða þjóðinni frá meiri háttar átökum á vinnu- markaðinum. Hafði verið boðað til víðtækra verkfalla, sem Ijówt var að myndu larna mikilsverða þætti í atvinnulífi Norðmamna og valda mi'klu tjóni. Er ljóst var að ekki voru horfur á samikomulagi milli atvinnurekenda og laun- þega í nánustu framtíð — en síð- asta tilboð atvinnurekenda var 2% hækkun, á mó'ti afdráttar- lausum kröfum norska Alþýðu- sambandsins um 5% hækkun — ákvað stjórnin að leggja fyrir þingið frumvarp þess efnis, að ríkislaunanefnd leysti deiluna. Var frumvarpið samþykkt í þmjj inu í gær. Er svo var komið óskuðu deilu- aðilar eftir því, að nefndin tæki sem fyrst til starfa. í nefndinni eiga sæti sjö menn. Reyna Rúmenar að miðla málum — í deilum Rússa og Kíaverja Vínarborg, 22. apríl (AP) í Vínarborg er haft eftir áreiðanlegum heimildum, að leiðtogar rúmenska kommún- istaflokksins muni innan skamms leggja fyrir leiðtoga sovézkra kommúnista tillögu til málamiðlunar í deilu Afli Akianesbáta Akranesi, 22. apríl: — DAGSAFLINN hér í gær var 205 lestir. Aflahæstir voru tveir nóta bátar, Jón Kjartansson frá Eskifirði með 58 lestir og Grótta úr Reykjavik með 37,5. Tvær trillur reru í gær og var hann tregur á handfærm, nema hvað 140 punda lúða hljóp á færið hjá þeim í Snæljóninu. ! •— Oddur. NEHRU TIL LONDON Nýju Delhi, 22. apríl AP • Nehru, forstisráðherra Ind- lands tilkynnti í dag, að hann muni sitja rúðstefnu sam- veldislandanna i London dag- ana 8-15. r . í. þeirra við Kínverja. Hafi ver- ið gengið frá þessum tillögum á lokuðum fundi miðstjórnar flokksins, er lauk í dag. — Rúmenar eru einu banda- menn Rússa, sem ekki hafa enn lýst yfir stuðningi við stefnu Krúsjeffs í deilunni gegn Kínverjum — og er nú talið víst, að þeir ætli að reyna að miðla málum. Útvarpið 1 Zagreb sagði svo frá þessum fundi miðstjórnar rúmenska flokksins, að hann hefði átt að standa yfir í tvo daga, 15.—16. apríl, en honum hefði verið framlengt- dag frá degi, sennilegast vegna ágrein- ings um endanlega gerð tillög- unnar. i Hins vear sendi rúmanska fréttastofan „Agerpress“ út tn« kynningu í dag um að afstaóa stjórnar flokksins til ágreinings Rússa og Kínverja hefði hlotið einrcma stuðning fundarmanna. Þar sagði ennfrem-ur, að til fun-d- arins hefði verið boðað til þesa að „fjalla um vandamál, er varða einingu alþjóðakommún- ismans“. ÁTTLEYSA og heiðríkja 3 á Dalatanga. Næturfrost mátti heita um allt land í voru þó víða, ekki sízt á gær, nema á Austfjörðum, Suðurlandsundirlendi, þar þar var skýjað loft og NA sem snjó setti niður fyrir síð- kaldi úti fyrir. Hitinn var ustu helgi. víða 8 stig kl. 15, en aðeins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.