Morgunblaðið - 23.04.1964, Page 3
Firrtmtiadagur 23. aprfl 1064
MQRGUN BLAÐIÐ
«3
ingshöggi Björgvins Björgvins
sonar, sem við það komst til
ríkis sem iunnukóngur.
Þá var eftir að höggva nið-
ur „köttinn". Kylfurnar voru
lagðar til hliðar, en sverð
mundað í þeirra stað. Þar
kom, að „kisi“ féll til jarðar
við mikil fagnaðarlæti áhorf-
enda. 14 ára hestamaður. Þór
HESTAMANNAFÉLAGIÐ
Léttir á Akureyri sló köttinn
úr tunnunni á sunnudaginn. Á
þriðja tíimanum duirtdu Akur-
eyrargötur af jódyn og hófa-
hljóði, svo að forvitnin rak
margan væðrarfullan góðborg-
ara út í glugga. Þar gat_heldur
en ekki á áð líta. Tuttugu og
tveir skartbúnir riddarar
þeystu á gangvörum sinum í
skrúðfylkingu gegnum bæinn.
Fremstur fór fánaberi í lit-
klæðum, en síðan hið fríðasta
lið í margs kon'ar gervum. Þar
mátti kenna skikkjuklædda
fornmenn, borðalagða kóngs-
ins bífalingsmenn, vestræna
kúreka, þriflega búhölda og
jafnvel sjálfan Zorro, með
svarta grímu fyrir andliti og
með svartan stromphatt eigi
alllítinn. Margir gæðinganna
voru undir skrautlegum reið-
verum.
Fylkingin staðnæmdist á
utanverðri Oddeyri, og hafði
þar safnazt múgur manns til
að horfa á kattarsláttinn. —
Þetta var heldur ekki smá-
ræðis viðburður í bæjarlífinu.
Á opnu svæði austur af
Lindu, en sunnan Kaffi-
brennslu Akureyrar, hafði
skrautmáluð tunna verið
hengd upp í gálga. Hún smá-
dinglaði fyrir hægum norðan
andvara og beið tortímingar.
Riddararnir fengu nú kylf-
ur í hendur, þeysitu hver eftir
annan að tunnunni og greiddu
henni bylmingshögg, eitt högg
í einu hver maður. Lengi vel
lét tunnan ekki á sjá.
Hestarnir voru * sumir svo-
lítið hvumpnir við dinglandi
tunnuna og hertu duglega á
sprettinum, þegar höggin
buldu á henni. En knaparnir
misstu ekki taumhaldið. Við
bar, að hestur hljóp út undan
sér við höggið, sem þá varð
vindhögg. Við eitt slíkt var
minnsti knapinn, Þórarinn
Sigurbjörnsson, 7 ára, nær fall
inn af baki, því að hann dró
ekki af högginu, en á síðustu
stundu gat hann krækt hönd-
um og fótum utan um makka
vinar síns og klöngrazt upp í
hnakkirun aftur. Þá var klap>p-
að.
Brátt tók tunnan að láta
undan. Fyrst datt gjörð, svo
fóru stafir að brotna. Þá kom
„kötturinn" í ljós, dauður grá-
máfur, dinglandi á löppunum.
Zorro (Ingólfur Magnússon),
gerðist nú þunghöggur og
sundraði þeim tunnustöfum,
sem enn héngu, en þó vár botn
inn eftir ósigraður. Erfitt var
Þrir af yngstu knöpunum, kat tarkóngurinn, Þór Sigurðsson (14
ára), Þórarinn Sigurbjörnsson (7 ára) og Valdemar Valdemars-
son (11 ára). Ljósm.: Jóhanna Þórarinsdóttir.
að koma á hann góðu höggi,
þar sem hann dinglaði mjög,
en loks lét hann undan bylm-
Sigurðsson, réð niðurlögum
hans og hlaut fyrir sæmdar-
heitið „kattarkóngur".
Akureyringar höfðu átt
skemmtilega stund, lýsta
frægðarljóma. — Þakklátir
Léttis-mönnum fjrir skemmt-
unina og framtakið sneru
menn heimleiðis, sumir eilítið
blánefjaðir. — Sv. P.
Skrautbúnir knapar slá
knöttinn úr tunnunni
STákSTEIIVAR
„Tíminn“ og NATO
„Tíminn“ minnist fimmtán ára
afmælis Atlantshafsbandalagsins
með nokkuð sérstæðum hætti í
gær. Birtur er níðbragur um
bandalagið, þar sem meðal ann-
ars er fátið að því liggja, að hið
hörmulega ástand á Kýpur sé At
lantshafsbandalaginu að kenna!
Er það næsta nýstárleg kenning
og eng’um samboðín — nema
auðvitað „Timanum". Þá skilst
lesandanum einnig, að NATO
beri ábyrgð á stjórnarfarinu í
Portúgal! Og þá má ekki gleyma
garminum honum Katli; vitan-
lega er minnzt á sjónvarpið í
lokaerindinu.
Ritstjóri „Tímans“ hefur nú
leikið þann gráa leik fulllengi
að glotta til hægri eða vinstri,
eftir því sem hann telur að þjóni
persónulegri framagirnd sinni
innan Framsókn
arflokksins
bezt í hvert
sinn. Undanfar-
in ár hefur Þór-
arinn Þórarins-
son talað og
skrifað þannig,
að engum þjón-
ar nema komm-
únistum. Þetta
gerir hann e. t. v. ekki af sann-
færingu, heldur til þess að laða
að Framsóknarmaddömunni fylg
ið, sem er að slitna aftan úr hala
kommúnistaflokksins. Á hinn
bóginn situr hann í varastjórn
Samtaka um vestræna samvinnu
(var að vísu felldur úr aðal-
stjóm af eigin flokksmönnum)
og hefur mætt sem öldungur á
fundum Varðbergs, hvaða erindi,
sem hann þykist nú eiga þang-
að. Þá hefur hann tekið þátt í
alþjóðasamstarfi NATO-vina og
skrifað m. a. undir skelegga yfir
lýsingu. Hvernig væri nú, að
maðurinn reyndi að vera heiðar-
legur a. m. k. gagnvart sjálfum
sér? Reyndi að ákveða í eitt
skipti fyrir öll, hvort hann á að
fara í hægri eða vinstri sokkinn
fyrst, þegar hann stígur fram úr
á morgnana?
Annars gerir líklega ekki
mikið til, hvað þessi maður hugs
ar eða skrifar. Hans dagar eru
brátt taldir innan Framsóknar.
Hermann er farinn, og röðin er
nú komin að Eysteini og Þórarni.
Yngri menn eru orðnir óþolin-
móðir. Þeir munu erfa landið
fyrr en margur hyggur. Mene,
mene tekel ufarsin, er skrifað á
vegginn. (Dan. 5.25).
Kratar hér og kratar þar
»Alþýðublaðið“ segir í gær í
leiðara undir fyrirsögninni:
„Sömu jafnaðarmenn":
„Hér á landi er rekinn harð-
vítugur áróður gegn Alþýðu-
flokknum þess efnis, að hann
hafi brugðizt hugsjónum sínum
og sé orðinn íhaldssamari en
jafnaðarmannaflokkar annarra
landa, og er oft bent á norska
Alþýðuflokkinn því til sönnun-
ar. Þessi áróður hefur byggzt á
því, að Alþýðuflokkurinn hefur,
þegar hann hefur setið í rikis-
stjómum, staðið að ýmsum
óhjákvæmilegum aðgerðúm til
að vernda hag heildarinnar, þótt
stundum gangi það út yfir ein-
stakar stéttir.
Fregnin um lausn vinnudeil-
unnar miklu í Noregi ætti að
sannfæra þá, sem vilja hlusta
á rök, um að þessi áróður gegn
Alþýðuflokknum er fjarstæða.
Jafnaðarmenn annarra landa,
ekki sízt á Norðurlöndum, gera
sanibærilegar ráðstafanir, þcgar
þjóðarhagur krefst þess. Flokk-
arnir þar og hér hafa sömu
stefnu“.
*