Morgunblaðið - 23.04.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 23.04.1964, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 23. apríl 1964 Eyvindarstaðir á Álftanesi, 60 ha jörð, að mestu ræktað land. Hér bjó Sveinbjörn Egilsson — hér var æskuheimili Gröndais. umarmá Við settan búnaðarmála* stjora Ólaf E. Stefánsson BÆRINN fflendur uppi á lágum j hól og héðan af hlaðinu þar sem við stöndum í hlýjum einmánað- arblænum er gott útsýni yfir þetta flata nes með tjörnum þess og fjörðunum til beggja handa. Bygging er þétt og svo hefur jafnan veríð. Hér háfa alltaf vér- ið nokkrar sæmilegar bújarðir, og í gamla daga var hér fjöldinn allur af kotum og þurrabúðum kringum bæina, sem landið heyrði til. — Þá var hér mikil fátækt, sultur og seyra þegar ekki fiskaðist. Einu sinni var sr. Helgi Hálfdánarson prestur þessa pláss. Þá voru bágindaár, sjórinn brást og vegna fjárkláðans, varð að lóga hverri kind. Því segir dr. Jón Helgason biskup um prest- skap föður síns hér á nesinu: „En það sem einkum stóð hinu andlega lífi fyrir þrifum þar í prestakallinu var örbirgðin, sem allur þorri manna átti við að búa í tómthúsunum mörgu.“ ------O------- Kotin eru horfin — örbirgðin liðin saga — en tómthúsunum hefur ekki fækkað. Þar sem lágu, litlu torfbæirnir stóðu áð- ur, eru nú gróin tún, sem grænka óðum í vetrarblíðunni. Og í stað- inn fyrir kotin gömlu standa hér reisuleg einbýlishús, sem svo víða bera vott um okkar vel- gengistíma. Eitt þeirra er að rísa við Bessastaðatjörn. Það er enn ekki meira en fokhelt, en samt er það auðséð að þetta verður fallegt hús þegar það er full- gjört og fellur mjúklega inn í yndisfagurt umhverfi vatnsins og grasigróinna bakkanna. Austan við það stendur þjóðhöfðingjasetr ið, mitt í fagurgrænu túni, þungt og virðulegt með hvítum, þykk- um veggum og koparbrúnum þök um. Eins og alls staðar þar sem kirkja er, setur guðshúsið svip á staðinn. Hvar erum við stödd í dag? Á Eyvindarstöðum á Álftanesi. Og í fylgd með okkur er Ólafur E. Stefánsson ráðunautur, sem nú um sinn hefur gegnt starfi búnaðarmálastjóra í forföllum Halldórs Pálssonar. Hér er Ólaf- ur fæddur. Og hér búa foreldrar hans í hárri elli, þau Stefán Jónsson og Hrefna Ólafsdóttir. Hér — kringum ættaróðalið hafa tveir synir þeirra stofnað nýbýli og önnur börn þeirra reist sér hús. Eitt þeirra eru þau að byggja Ólafur og kona hans. Þórunn Árnadóttir. Það er húsið niður við tjörnina, sem óður er á minnzt. Ólafur er stúdent í Reykjavík 1943, árið eftir tók hann próf í forspjallsvísindum og 1. stigs próf í þýzku og ensku við Háskóla íslands, en næstu þrjú árin var hann við nám í búvísindum við Edinborgarhá- skóla og tók þar B. Sc.-próf árið 1947. Eftir heimkomuna varð Ólafur ráðunautur, fyrst hjá Sam bandi nautgriparæktarfél. í Borg arfirði, síðan hjá Búnaðarsam- bandi Kjalarnesþings. Síðan 1952 hefur hann verið nautgriparækt- arráðunautur B. I. ------O-------- Áður en við förum að ræða búskapinn almennt, væri máske rétt að víkja nokkuð að naut- griparæktinni sérstaklega. — Hvað eiga íslendingar marg- ar mjólkurkýr? — Þær munu vera fast að 40 þús. og auk þess tæplega 16 þús. geldneyti. — Þeim hefur fjölgað ört síð- ustu áratugina? — Já, árið 1920 voru þær ca 1? þús. — árið 1940 voru þær 28,6 þús. og nú eru þær tæplega 40 þús. eins og áður er sagt. — Hve margar kýr eiga bænd- ur i nautgriparæktarfélögunum? Árið 1962 voru 1358 bændur í nautgriparæktarfélögum, og áttu þeir alls 17438 kýr. Allar kýr hvers félagsmanns eru skráðar frá því þær bera að 1. kálfi og afurðaskýrslur eru haldnar yfir þær. Hér eru slíkar skýrslur haldnar yfir 44% af öllum kúm í landinu, og sést á því, að skýrsluhaldið er mjög almennt. Eru Danmörk og Holland einu löndin, þar sem hlutfallslega fleiri kýr eru skráðar en hér. Á þessu sviði eins og mörgum öðrum standa íslenzkir bændur framarlega. — Og nythæðin hefur farið vaxandi? — Já, en þó er enn mikill munur á meðalnyt í landinu öllu og meðalnyt kúa hjá þeim, sem eru í nautgriparæktarfélögum. Þessi munur milli héraða minnk- ar þó með hverju ári. Ailar tölur um þetta efni þarf að fara með af fyllstu varúð, séu þær notað- ar til að túlka annað en árangur af starfi nautgriparætkarfélag- anna sjálfra, því að rýrnun vegna sérvigtunar og á annan hátt kemur þar ekki fram. Síðustu 40 árin hefur nythæðin vaxið um 50%, og íslenzkar kýr mjólka meira, miðað við stærð, en flest önnur kyn. — Hvort er þetta meira að þakka betri kúm (meiri mjólk- urlagni gripanna) eða bættri meðferð þeirra? — Hér verður ekki greint full- komlega á milli, og nautgripa- ræktarfélögin hafa hvort tveggja á stefnu skrá sinni. Fóðrun kúnna hefur batnað mjög mikið síðasta áratuginn. Munar þar mestu um aukna beit á ræktuðu landi, og hafa beitartihaunir í Laugardæl- um veitt hagnýtar leiðbeiningar í því efni. Vetrarfóðrunin hefur einnig batnað og orðið jafnari Ólafur E. Stefánsson um landið en áður var. Þó verð- ur þess enn vart, þegar snögg- ar hækkanir verða á verðlagi kjarnfóðurs, að menn draga úr kjamfóðumotkun sér til skaða. Svo virðist sem kjarnfóðurnotk- un sé ýmsum þyrnir í augum og telji, að of mikið af því sé notað í íslenzkum landbúnaði. Sann- leikurinn er þó sá, að það er notað mjög í hófi og er alger nauðsyn fyrir hagkvæma mjólk- ur framleiðslu hér eins og í öðr- um löndum, þar sem afurðageta kúnna er orðin mikil. Gagnrýnin hlýtur að eiga rætur sínar að rekja til þess, að menn hafa ekki kynnt sér nægilega eðli fram- leiðslunnar. Kynbætur hafa orðið geysi- miklar með tilliti til mjólkuraf- urða (mjólkurmagn og mjólkur- fita). Sönnun fyrir þætti kyn- bótanna eru afkvæmahópar (systrahópar), en á þessu er oft mikill munur eftir faðerni. Þetta er bæði á afkvæmarannsóknar- stöðvum og úti í sveitum, þar sem kvígur undan ýmsum naut- um hafa sömu aðbúð. Nautin, sem bæta stofninn eru svo notuð mjög mikið á sæðingarstöðvun- um, en hinum er eytt. Undan sumum nautum fæðast nú á ann- að þúsund kálfar á ári, enda eru um 60% af kúm landsins frjó- dældar nú. í fáum orðum held ég að svara megi spurningunni fyrir helztu mjólkurframleiðslusvæðin á þann veg, sem Ólafur Jónsson, ráðu- nautur í Eyjafirði hefur gert fyrir það hérað eftir nákvæma athugun, að sterk rök hnigi að því, „að aukinn afrakstur kúnna sé í meginatriðum fenginn með kynbótum, þótt bætt meðferð og fóðrun hafi að sjálfsögðu orðið að fylgjast með kynbótunum." — Kemur ekki mikil fóðurbæt- isgjöf niður á endingu grip- anna? — Eiinmitt hið gagnstæba kem ur fram í athugunum okkar. Við fylgjumst vel með beztu kún um og höfum nákvæma spjald- skrá yfir hverja þeirra. Athugun á þeim skrám leiðir í ljós, að meðalaldur beztu kúnna, sem ó- hjákvæmilega þurfa mikla kjarn fóðurgjöf, er mun hærri en með- alaldúr kúnna í landinu. Þessar kýr eru rétt fóðraðar. — Nú er mikil áherzla Iögð á að hækka fituprósentuna. Er það í samræmi við nýjustu kenn ingar um hollustu mataræðis? Næringarfræðingar hafa betri aðstöðu en ég að svara þessari spurningu. Annars hafa ósköpin öll verið skrifuð um þessi mál í vísindarit og dagblöð hafa til- hneigingu til að túlka hugleið- ingar og kenningar í slíkum mál- um sem staðreyndir. Ég held, að ég megi fullyrða, að tii skamms tíma a.m.k., hafi ekki legið fyrir neinar sannanir um óhollustu af hárri mjólkurfitu í neyzlumjólk, og hefur dr. Pet- ersen, frægur bandarískur vís- indamaður í mjólkurmálum bent á það. Annars virðist mér ótti Frmh. á bls. 8 Salt Alltaf vantar okkur eitthvað. Hér áður og fyrr vantaði yfir- leiítt allt, jafnt sement sem næl- onsokka, bomsur og bleyjur. Nú hefur fólk nóg af ölluim þessum nauðsynjavörum, ávextina jafn- vel allan ársins hring — svo að þeir eru ekki lengur eftirsóttir. En nú hefur ný vörutegund — skyndilega og óvænt — bætzt á listann yfir það, sem ekki er til. Nú er lítið eftir á svarta markaðnum annað en vín og tóbak — en nú drepa menn líka á bakdyrnar til þess að biðja um salt. ' Vantar vatn Á sunnudaginn sagði ég frá bréfi, sem borizt hafði úr Heiðnahverfi um vatnsskortinn þar. Einn íbúanna þar kom að máli við mig og sagði, að ólþarf- lega mikið hefði verið gert úr hugmyndinni um menningar- skipti við Hong Kong. Vatns- leysið í Heiðnahverfi væri nefnilega miklu alvarlegra en svo, að hægt væri að slá því upp í grín. Sagðist maðurinn hafa haft samband við Vatnsveituna og spurt hvort engra bóta væri að vænta, en fengið neikvæð S'vör. „Þeir nota svo mikið vatn í frystihúsunum" — eða „Þið verðið bara að fá ykkur daelu“ — og „Leiðslurnar í götunni eru svo grannar". Þetta segðu þeir, sem orðið hefðu fyrir svörum hjá Vatnsveitunni. Sannleikur- inn væri sá, að um miðgan dag- inn væri allt vatnslaust hjá sér. Safna yrði vatni í baðkarið — og það væri heldur óþægilegt að þurfa að geynía allt neyzlu- vatn í krúsum og kimum allan daginn. En svo virtist sem enn væri ekki farið að vinna neitt í málinu af háifu Vatnsveitunn- ar. Bað hann mig að koma því á framfæri, að fólkið í Heiðna- hverfi biði með öndina í háls- inum eftir að leka tæki úr krön unum hvenær sem skrúfað væri frá, eins og annars staðar í bæn um. Sumar Jæja, þá er sumardagurinn fyrsti kominn. í rauninni hefur þetta ekki verið neinn vetur og við vonum að sumarið verði engin andstæða við það, sem við ’höfum átt að venjast. Það er ekki nema eðlilegt að íslendingar fagni sumri með ein hverjum hátíðahöldum. Við eig um það mikið undir sumrinu —• og í rauninni má segja að til- veran á þessu landi byggist að miklu leyti á því að þessi fáu sumarmánuðir bregðist ekki. En mér finnst þessi hátíða- höld okkar á sumardaginn fyrsta orðin einum of formföst og tilbreytingarlítil. Þegar fólk hefur almennt ekki lengur áhuga á að taka þátt í háitíðinni vaknar sú spurning, hvort rétt- lætanlegt sé að viðhalda þeirri gömlu venju að hafa almennan frídag á sumardaginn fyrsta. Mörgum finnst nóg um frídag- ana — og fjölmargir vinna á sumardaginn fyrsta. Auðvitað gætum við haft frí í skólum og leyft börnunum að gera sér dagamun. En úr því að þátttaka hinna fullorðnu í þessum bá- tíðahöldum er orðin jafnlítil og raun ber vitni — þá er ekki óeðlilegt að spurt sé hvort ástæða sé til að halda þessu áfram. Fólk fær sífellt fleiri tæki- færi til að gera sér dagamun —. og það er í rauninni ekki orðin nein tilbreyting hjá fjölda fólks — að gera sér dagamun. Menn eru jafnvel orðnir leiðir á skemmtunum — enda skilia þær ekki allar njikið eftir. En hvort sem menn gera sér daga- mun í dag eða ekki, þá er full ástæða til að óska öllum gleði- legs sumars og óska þess urn leið að sumarið verði nú reglu- lega hlýtt og gott.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.