Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 8
3 MORCU NBLABIB Fimmtudagur 23. april 1964 — Sumarspjall Framh. af bls. 6. fólks við hugsanlega óhollustu mjólkurfitu vera mjög svo að hjaðna síðustu árin eða svo. Yfir helmingur af þeirri mjólk, sem berst til mjólkurstöðva, fer til vinnslu, svo að eðlilegt er að leggja áherzlu á að auka þurr- efnin í mjólkinni. — Er ekki fituframleiðsla að verða of mikil í nútíma þjóð- félagi? — Ég er þessu ekki nógu kunn- ugur til að geta svarað því ákveð ið. í okkar þjóðfélagi minnkar þörf fólksins eflaust með betri upphitun húsa og minni hreyf- ingu. En að sjálfsögðu eru tak- mörk fyrir því, hve lítil neyzlan má verða bæði fyrir menn og skepnur. Svo er alls konar fita að sjálfsögðu notuð til iðnaðar. — Þú fórst til Parísar í vetur. Var það á vegum Búnaðarfélags íslands? — ísland er aðili að Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OE CD), sem hefur aðsetur í París. Fastafulltrúi íslands þar er Tóm- as A. Tómasson. Stofnunin starf- ar í deildum, og er landbúnaðar- deildin ein þeirra. Búnaðarfélag- ið hefur að tilhlutan stjórnarráðs ins mikil samskipti við þá deild, og hafa þau verið að smáaukast undanfarin ár. Við sendum sér- fræðinga héðan á fundi, þar sem fjallað er um fagmál og sam- vinnu aðildarríkjanna á vissum sviðum búvísinda, og er mjög mikilvægt að geta fylgzt með og tekið þátt í þeim málum. Það, sem gert hefur okkur þetta kleift, er, að stofnunin greiðir venju- Iegast kostnað við för eins manns á hvern fund eða námskeið. Þá hefur stofnunin sent hingað sér- fræðinga til Ieiðbeininga fyrir okkur. Merkast af slíkum land- búnaðarmálum tel ég vera áhuga stofnunarinnar um leiðbeiningar um tilhögun aeðri búnaðarmennt- unar hérlendis. I>ar virðist ekki annað koma til álita en sérstök deild innan háskólans, enda er það fyrirkomulag ráðandi víðast ast hvar nema á Norðurlöndum og í Hollandi, þar sem sérstak- ir landbúnaðarháskólar starfa enn. í>á hefur stofnunin veitt styrki til náms- og kynnisferða, og höfum við þar notið áhrifa fulltrúa íslands hjá OECD í París. Ég hef oft séð um skýrslugerð- ir til stofnunarinnar og stundum sótt fundi hennar, m.a. nokkra á sl. ári. í sambandi við samfærslu eða tilfærslu byggðarinnar í landinu er óhjákvæmilegt að eitthvað af jörðum fari í eyði. Með því verð- ur sumum lítið úr eignum sín- um, bæði jörðum og mannvirkj- um. Telur þú að ríkið ætti að kaupa þessar jarðir ef eigendurn- ir óska að selja þær? Vandamál dreifbýlis eru fyrir hendi í mörgum löndum. Þar sem byggðin hefur þynnzt svo af ein- hverjum ástæðum, að of kostnað arsamt hefur þótt að halda uppi almennari þjónustu, hefur ríkið, a.m.k. í sumum löndum, keypt eignir þeirra, sem hefðu viljað vera kyrrir, en ekki haft tök á því. Sé byggð þannig lögð niður á einhverju svæði, þarf að hjálpa fólki að koma sér fyrir annars staðar. Nóg eru sárindin samt. Hitt hygg ég, að sé afar hæp- ið og kynni að skapa upplausn og verða misnotað, ef ríkið keypti einstakar jarðir í byggðum sveit- um eða sveitarhlutum. — Hvað finnst þér vera mest aðkallandi í islen/kum landbún- aði nú á timum? — Nú á tímum eru hinir ein- stöku þættir í efnahags- og at- vinnumálum svo samanslungnir, að oft er erfitt að greina, hverja þeirra þurfi helzt að styrkja. Þetta á einkum við í þróuðum löndum og þar með í íslenzkum landbúnaði, sem stendur á háu stigi. Því takmarki er svo til náð, að allar sveitir séu komnar í sæmilegt vegasamband, sími er á flestum býlum og stefnt er að stóraukinni rafvæðingu. Tækni við jarðrækt og heyöflun er mik- il, en ekki komin eins langt í búfjárhirðingu. Smáu búin þurfa þó að stækka til að geta staðið straum af tilkostnaði við vél- væðinguna. Okkur varitar tilfinnanlega vel menntaða búnaðarhagfræðinga. Þeim þætti hefur verið of lítill sómi sýndur. Okkur vantar menn til að rannsaka þessi mál frá þjóðfélagslegu sjónarmiði, en þeir þurfa að hafa sérmenntun í búvísindum. Við þurfum að geta veitt bændum og húsmæðrum leiðbeiningar um búskaparáætl- anir og hagkvæma tilhögun fram leiðslunnar. Og loks þarf að tryggja, að hagkvæmari búrekst- ur borgi sig fyrir bændur, en það, sem ávinnst, komi ekki eingöngu fram í lækkuðu vöruverði. Tvö fyrrnefndu verkefnin eru hlut- verk Búnaðarfélags íslands, en hið síðasta Stéttarsambands bænda. Samhliða hagfræðirannsóknum og leiðbeiningum þarf að efla Hús Þórunnar og Ólafs í byggingu við Bessastaðatjörn. rannsóknir á jarðvegi, nytja- gróðri og í búfjárrækt og koma hagnýtum niðurstöðum áleiðir til bænda. Hagnýting vísinda, jafnvel við hina algengustu búvörufram- leiðslu, er orðinn fastur liður í starfi hvers bónda, en jafnframt verða þeir háðari rannsókna- og leiðbeiningastarfseminni. Það er því mikið fagnaðarefni, að Bún- aðardeild Atvinnudeildar Há- skólans er að fá varanlegan sama stað í Keldnaholti og ágæta að- stöðu til rannsókna. Hefði ég svarað þessari spurn- ingu í einni málsgrein, hefði það orðið eitthvað á þá leið, að und- irstaða blómlegs landbúnaðar í framtiðinni væri góð menntun bændastéttarinnar sjálfrar og allra starfsmanna hennar. Með því getur hún bezt haldið virð- ingu sinni og áhrifum. Nú látum við þessu spjalli lok- ið og þökkum Ólafi Stefánssyni góð og greið svör. Og af því að þetta samtal upphófst suður á Álftanesi er bezt að það endi þar líka. Þótt Eyvindarstaðir hafi i raun inni alltaf verið bændabýli hjó hér eitt sinn lærður maður — einn mesti snillingur orðsins, sem íslenzka þjóðin hefur átt — Sveinbjörn Egilsson. Hér bjó hann í 12 .ár, þá hann var kenn- ari við Bessastaðaskóla. Þegar hann var að alast upp þótti föð- ur hans hann líklegri til bók- náms heldur en búsýslu og lét hann læra. En Eyvindarstaði sat hann vel, byggði þar upp, girti túnið og sléttaði eins og fram- farabónda sæmdi. Hér ólst Grön- dal upp og segir frá því í Dægra- dvöl. Þegar hann stálpaðist, fór rann á fætur með vinnumönn- unum kl. fjögur á nóttinni til að nota rekjuna. Einu atviki, sem gerðist um sláttinn á Ey- vindarstaðatúni, lýsir Gröndal á þessa leið: Einu sinni vorum við að binda hey úti á túni. Ég var þá eitt- hvað sextán vetra og vel þrosk- aður. Vinnumaður var hjá okk- ur, sem hét Þorkell, langur og luralegur og átti ég að láta upp á móti honum. Gekk mér illa að koma sátunni á klakkinn og stóð hann undir sinni á meðan og kall aði mig löðurmenni. En mér rann í skap og einþenti ég þá sátunni yfir hestinn og á Þorkel svo hann datt og brenglaðist eitthvað í fætinum. Bjóst hann nú til að staulast heim til að klaga mig, en ég tók á rás og henti mig heim í loftinu og sagði móður minni frá því sem gerzt hafði og klagaði mig sjálfan. Varð svo ekkert úr neinu. Það er langt síðan þetta var. Mikið hefur heyskaparmátinn breytzt síðan Gröndal var að binda með Þorkeli kaupa á Ey- vindarstaðatúni fyrir 120 árurrt. Nú er töðufengur ísl. bænda um 3,5 milj. hestburða. Af þeim mikla heyskap mun ekki einum einasta kapli lyft til klakks, ekki einu sinni bundinn í reipi. Nú liðast engar lestir eftir hlykkjótt- um heybandsgötum utan af engj- um heim í heygarðinn, þar sem bóndinn tekur á móti og hleður úr. Nú bruna traktorar með hlaðna heyvagna eftir eggslétt- um nýræktum .Þegar að hlöðu- opinu kemur, tekur blásarinn við og þeytir hálfþurru grasinu inn í gafl á súgþurrkunarhlöðunni. En hvernig svo sem heyskap- araðferðin er, og hvernig svo sem hvert sumar reynist, þá koma hver sumarmál til okkar með fangið fullt af fögnuði og fyrir- heitum og enn í dag tökum við á móti sumrinu á sama hátt og Sveinbjörn Egilsson kvað: Fósturjörðin fyrsta sumardegi fagna vildi börnum sínum með. Honum fylgdi fjöldinn margvís- legi fuglar, ormar, hestar, menn og féð. Furðu kyrr að fósturjarðar vilja fjöldi slíkur allur þögull stóð. Móðir jörð bað manninn fram að þylja móti sumri hjartalaginn óð. G. Br. Með vordögum kólnaði í Breiðdal BREIÐDAL, 22. april — Eins og undanfarin ár hefur brugðið til kaldari veðráttu með vordög- unum og kom dálítið snjóföl, sem ennþá helzt til fjalla og talsvert frost á hverri nóttu. Viðgerð á vegum í Breiðdal stendur nú yfir og er það mun fyrr en áður hefur þekkzt. Útigcngið lamb 13. apríl fannst útigengið lamb á Gilsárstekk. Lambið kom að í haust og var bóiusett, en fannst svo ekki þegar fénaður var tek- inn á hús. Lamibið var í sæmi- legum holdum og kominn liður á horn, sem sýnir hve snemma gróður var á ferð að þessu sinni. Fasteignamatsnefnd skoðar lóðir og hús Fasteignamatsnefnd Suður- Múlasýslu hefur unnið að skoðun og lýsingu húsa og lóða í þétt- býli Suður-Múiasýslu, en alla eru 7 þorp í sýslunni með rúm- lega 3000 íbúum. Er þessum þætti starfsins r.úna lokið, en með vorinu hefst skoðun jarða í sýslunni. í fasteignamatsnefnd Suður-Múlasýslu eru: Einar Stefánsson, byggingarfúlltrúi, Lúðvík Ingvarsson, fyrrv. sýslu- maður og Páll Guðmundsson, Gilsárstekk. — P.G. FUNDUR var í gær í samein- uðu Alþingi. Vegna rúmleysis í blaðinu verður frásögn af fundi þessum að verða í knappara lagi. Fyrsta mál á dagsl.rá var fyr- irspurn Gils Guðmundssonar um síldarleit. Mælti fyrirspyrjandi nokkur orð fyrir erindi sínu og lagði áherzlu á nauðsyn þess, að slídarleit verði efld og skipu- legri og væri nauðsyn á skipa- kaupum í þvi skyni. Sjávarútvegsmálaráðherra svar aði fyrirspuminni og kom fram í svari hans, að vel er á málum haldið, enda eftir megni farið að tillögum og óskum fiskifræðinga. Eysteinn Jonsson taldi og aug- ljóst að síldarleitin hefði verið stóraukin, en samt mætti betur ef duga skyldi. Gils þakkaði svörin og Ragn- ar Arnalds lagði einnig orð í belg. Matthias Bjarnason mælti fyr- ir neíndaráliti um þingsályktun- artillögu um atlhugun á hag- kvæmari skipan og aukningu stofnlónasjóða sjávarútvegsins. Nefndin leggur einróma til að til Iagan verði samþykkt og var svo gert. Mælt var fyrir ályktun um bankaútibú á Sauðárkróki og tæknistofnun sjávarútvegsins. Guðlaugur Gislason mælti fyr- ir ályktun um ,að Alþingi skori á ríkisstjórn að láta fara fram könnun á því, hvort unnt sé að breyta núverandi sjómannatrygg ingum í eina heildartryggingu. Þá mæilti Magnús Jónsson fyrir ályktun sini um könnun á áfeng isvandamálinu. — Ræðumaður rakti nokkuð ástandið í þessum málum og hugsanlegar leiðir til úrbóta. Nauðsynlegt væri að láta fara fram gaumgaefilega athugun á þessu vandamálL Stýrimannaskóli í Vestmannaeyjum. Guðlaugur Gislason mælti fyr ir frumvarpi sínu um stýrimanna skóla í Vestmannaeyjum, en þeir Lúðvík Jósefsson og Gísil Guð- mundsson, töluðu einnig við um ræðuna og mæltu með sam- þykkt. Málinu var vísað til 2. umræðu og nefndar. í greinargerð fyrir frumvarp- inu segir m.a.: „Á fundi sínum hinn 30. marz sl. samþykkti bæjarstjórn Vest- mannaeyja að beita sér fyrir því að stofnaður yrði stýrimanna- skóli í Vestmannaeyjum, þar sem kenndar yrðu sömu námsgrein- ar og kenndar eru undir fiski- mannapróf við stýrimannaskól- ann í Reykjavík. Inntökuskil- yrði yrðu hin sömu og þar og prófverkefni við brottskráningu í engu léttari, þannig að öruggt, væri, að þeir, sem útskrifuðust frá fyrirhuguðum stýrimanna- skóla í Vestmannaeyjum, hefðu óvefengjanlega hlotið jafna menntun og þeir, sem útskrifast frá stýrimannaskólanum í Reykja vík. En til þess að prófskírteini frá fyrirhuguðum skóla í Vest- mannaeyjum veiti fullgild rétt- indi, þarf um hann hliðstæð lög og nú gilda um stýrimannaskól- ann í Reykjavík varðandi fiski- mannapróf. Af þeirri ástæðu er frumvarp þetta fram borið. í Vestmannaeyjum hefur þessi þróun einnig átt sér stað. Hugur æ fleiri ungra sjómanna þar stefnir í þá átt að afla sér auk- innar menntun- ar í sinni grein og réttinda til skipstjórnar. All ir hafa þessir menn stundað sjómennsku um nokkurt árabil og margir komn ir á þann aldur og í þá aðstöðu, að þeir hafa stofnað heimili og eignazt fjölskyldu. Gerir þetta mönnum erfiðara fyrir fjárhags lega að afla sér aukinnar mennt unar. Menn veigra sér við að taka sig upp frá heimili sínu og fjöl skyldu til tveggja vetra náms í Reykjavík, á sama tíma og þeir missa möguleika til tekjuöflun ar. Allt mundi þetta miklu létt- ara, ef þeir hefðu aðstöðu til að dveljast á eigin heimili, á með- an á náminu stendur, en þyrftu ekki að dveljast utan þess jafn- hliða því, sem þeir verða að sjá heimilinu farboða. — Mao lætur Framh. af bls. 1. sex þúsund manns. Þar sagði KrúsjeÆf m.a., að heimurinn lifði og hrærðist í leninískri hring. rás. „Við höfum ekki leyst eitt einasta meiri háttar vandamál á sviði þjóðfélags eða efnahags, án þess að leita ráða hjá Len- in. Og í baráttu o>kkar fyrir ein- ingu sósíalistarikjanna otg innan heimshreyfingar kommúnismans höfum við jafnan haft kenning- ar Lenins að leiðarvísi.1* Flokksritarinn Jarí Andropov hélt einnig ræðu og sagði, að Kínverjar væru að koma á hjá sér Maoisma í stað Leninisma og þeir gerðu Peking að eins konar Mekka fyrir alla þá er tæfkju af- stöðu með stefnu þeirra. Andropov minnti viðstadda á heillaskeyti það er Kínverjar sendu Krúsjeff á sjötugsaifmæl- inu — en þar sagði m.a., að kæmi til alvarlegra átaka í heiminum myndu Kínverjar og Rússar berjast hlið við hlið gegn sameiginlegum óvinum. „Þetta er mikilsverð staðhæf- ing“, sagði Andropov og bætti við, „en hvernig getur hún sam- rímzt þeirri slúðurherferð, sem Kínverjarnir hafa farið gegn okkur og byggist á þeim ásök- unum þeirra, að þjóð okkar eigi samstarf við heimsveldasinna og hafi gert við þá samninga. Þelta sýnir, að leiðtogar kínverskra kommúnista birta lygaþvætting um Sovétríkin eina stundina og bera hann til b°ka nauðugir. þá næstu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.