Morgunblaðið - 23.04.1964, Side 11

Morgunblaðið - 23.04.1964, Side 11
Fimmiudagur 23. apríl 1964 11 «1 en úr troginu rann hann á íæribandi milli stúlknánná, sem síðan gómuðu hann til sín. Hlutverk Guðrúnar var sem sagt að gæta þess, að ekki kæmu svo margir fiskar í qpið í einu, að þeir kæmust ekki leiðar sinnar. — Það virðist vera nóg að gera, kölluðum við til hennar, en hún var talsvert langt í burtu frá okkur, svo að hún stöðvaði vélina, klifraði niður pallinn og skokkaði til okkar. — Já, það hefur verið mikið að gera að undanförnu, sagði hún. Annars kemur þetta yfir leitt í hviðum. — Til Danmerkur með Litla ferðáklúbbnum. • £ ÍW Börn og unglingar, sem sitja á skólabekk, fagna sumri ekki hvað sízt. Skólum fer nú senn að ljúka — éftir eru aðeins skuldaskilin, þ.e. prófin. Þá iðrast eflaust marg ur taumlausrar tímaeyðslu á liðnum vetri, en lítt stoðar um slíkt að hugsa. Seint er að iðrast eftir dauðann, sagði snotur maður eitt sinn. Nemendur Gagnfræðaskóla — Hvað er vinnudagurinn þinn langur? — Frá klukkan átta á morgn ana til ellefu og hálf tólf á kvöldin. — Líkar þér vel við fisk- inn? — Já, ég hef unnið hér síð- an í haust og líkað alveg sér staklega vel, enda er áðbún- aður hér allur til fyrirmynd- ar. — Hvað ætlarðu að gera í sumar? — Ætli ég fari ekki á síld, sagði hún. Þar með var hún rokin í burtu hún Guðrún, snaggara- leg stúlka, snör í snúningum og ekki nema 18 ára gömul. Við eitt fiskverkunarborðið sátu tvær yngismeyjar og unnu að því að verka fiskinn. Þegar þær sáu, að tveir jóla- sveinar gengu í salinn, gler- fínir, duttu alveg af þeim andlitin af undrun — og þeg ar þær sáu myndavélin hans Sveins rann strax upp fyrir þeim ljós, af hvaða sauða- húsi þessi fuglar mundu vera. Þess vegna hlupu þær í felur, — en skömmu síðár voru þær aftur seztar við borðið, niður sokknar í vinnu sína. Við gengum að borðinu til þeirra. Önnur þeirra, Fríða Bjarnadóttir, sagði feimnis- lega, að þær væru að skera úr. — Hvað skerið þið ú.r? spurðurp við i einfeldni okk- ar. — Bein og orma og . . . .— Ekkert bein, manneskja, segir vinkonan á móti. Það er Ingibjörg Björnsdóttir. — Hvað þá? spyr Friða. I 1 ■— Orma pg blóð. — Hafið þið verið lengi í . kompaníi við fiskinn? — Ég byrjaði á fimmtudag inn, segir Fríða. — Ætlarðu að helga fiskn- nm krafta þína i sumar, spurð um við. — Nei, segir Fríða, ég ætla út. — Hvert? verknáms sitja yfir prófum um þéssar mundir, en þessi skóli lýkur starfsemi sinni talsvert fyrr en aðrir gagn- fræðaskólar. Við sóttum heim einn verðandi gagnfræðing, Bjarna Sívertsen. Bjarni býr í Hvammsgerði 16 og var úti í garði að lesa, rauður sem karfi í framan af sólinni. Hann var að lesa dönsku og átti að taka próf í henni dag inn eftir. Honum fannst kafl inn víst býsna strembinn, sem hann var að lesa, enda krydd aður ýmsum tormeltum tækni orðum að hans sögn, — ... eða veizt þú til dæm- is hvað þýðir elektrisk poten- tielt eða jonisering af luften? Nei, má ég þá biðja um stærð fræði og sögu, heldur en þetta. Við spyrjum Bjarna, hvort prófum sé langt komið. — Þetta er nú um það bil hálfnað, segir Bjarni og klór- ar sér í kollinum. Hann hefur rekizt á eitt óskiljanlegt órðið enn og grípur til orðabókar- innar. Þegar hann hefur fund ið meiningu orðsins og fengið botn í setninguna, segir hann okkur, að prófunum ljúki í maíbyrjun og þá verði farið í ferðalag að Kirkjubæjar- klaustri. — Hvað með framtíðina.að loknu prófi? — Bjarni setur upp spek- ingssvip, veltir vöngum góða stund, en segir siðan: — Ja, ætli ég segi ekki eins og karlinn forðum: „Framtíð mín er hulin í móðu óviss- unnar . . . “. -V dk -V Menn eru fyrir löngu haéttir að kippa sér upp við það, þótt ungir piltar stormi á hávær- um skellinöðrum um götur og stræti. Enda þótt flestir strák- ar líti slíka gripi löngunar- augum, finnst sumum lítið til þeirra koma og kjósa sér öðru vísi farskjóta. Einn þeirra er Magnús Guðmundssoh, sem við hittum á Réttarholtsveg inum með gæðingana sína, Rauð og Blesa, sem hann á sjálfur. Magnús er Reykvík- ingur, 16 ára gamall. — Hvenær eignaðist þú hest ana þína, Magnús? t— Ég fékk þá í haust. — Hvar geymirðu þá? — I Fossvogi. Ég er á leið- inni þangað núna. — Er ekki erfitt að tjónka við hestana í umferð og skark ala borgarinnar? — Nei, síður en svo. Annars er ég lítið með þá í borginni. Ég fer upp um sveitir um helgar og þegar ég hef frí úr vinnunni. — Hvar vinnur þú? — I Áburðarverksmiðjunni. — Er ekki sjaldgæft, að ungiingar höfuðbórgarinnar eigi hesta? — Nei, nei . . . það er fjöld inn allur, bæði strákar og stelpur. — Þú héfur vafalaust verið í sveit á sumrin, er það ekki? — Jú, ég hef verið í sveit á Skagaströnd á bænum Tjörn. — Er það ekki næsti bær við Saura? — Jú. — Varst þú nokkurn tíma var við drauga, meðan. þú varst í sveitinhí? — Nei, segir Magnús bros- andi, og það er aúðséð, að hann trúir ekki á tilvist slíkra fyrirbrigða. I dag gengur sumarið form lega í garð. Reyndar finnst okkur það löngu komið, veð- ursældin hefur verið slík. Ló an er líka löngu komin að kveða burt snjólnn, en koma hennar boðar jafnan komu sumarsins. Þegar við ókum um borg- ina, Sveinn ljósmyndari og ég, mátti glöggt merkja, að sumarið var ó næsta leyti . . . bæði í hugum fólksins og gró andanum. Á leið okkar hittum við fyrir miajafnlega ungt fólk við leik og störf. Alls staðar var lundin létt. Ekki hvað sízt hjá börnunum i 7 ára bekk Miðbæjarbarnaskól- ans, sem fengu að fara með kennara sínum, Svavari Gúð- mundssyni, út í Hijómskála- garð í boltaleik. Skyldi þeim ekki vera eins innanbrjósts og Tómasi, sem kvað: Ég segi það engum, hvað sumarið færði mér, „AIls staðar var lundin létt“. en aldrei var sú gleði, sem af gleði minni ber. Því sumarið og ég erum vinir, veröld góð, við erum bæði ástfangin og yrkjum bæði ljóð. G L E Ð I 5 L U E M G A T R

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.