Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 23.04.1964, Qupperneq 17
Fimmtudagur 23. apríl 1964 MORCUNBLAÐIÐ 17 HANN SVEIK ALLT SÆNSKA VARNAR- KERFIÐ í HENDUR SÓVETRÍKJUNUM RÉTTARHÖLDIN yfir Stig Wennerström, ofursta, sænska njósnaranum nafntogaða, hóf ust í Stokkhólmi 8. apríl. Wennerström hafði, á sama hátt og Frakkinn Paq-ues, sem starfaði hjá NATO, komizt til æðstu starfa hjá sænska hern- um, en misnotað þá stöðu sína í þágu Sovétríkjanna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Svíar verða fyrir barðinu á njósnurum af þessu ta-gi. Þannig má minna á réttar- höldi-n yfir liðsforingjanum Hilding Anderson, 1951; En- bom-málið, 1952, og Gauta- borgar-njósnamálið, 1963. Raunar -hafa mun fleiri kom- ið við sögu. Staðreyndin er sú, að Svíþjóð, legu sinnar vegna og hlutleysis, hefur ver ið ein helzta njósnamiðstöð Sovétríkjanna. I. Það er athyglisvert, að Wennerström hefur sennilega aldrei verið meðlimur í sænska kommúnistaflokknu-m, né heldur talizt til þess hóps menntamanna, sem aðhyllzt hafa vinstristefnu. Wenner- ström umgekkst þann hóp vel efnaðs fólks, sem einhvern tíma, sennilega vegna tízku, hefur þótt rétt að leita eftir nánari kynnum við sovézka sendimenn. I þessu sam-bandi má minna á, að listi (ófullkominn þó) sýnir, að 78 sovézkir sendi- menn hafa verið reknir frá þeim löndum, þar sem þeir voru staðsettir, á árunurn 1953-1963, vegna þess, að þeir lögðu stund á njósnir. Tímaritið „Show“ birti fyr- ir nok'kru (marz 1964) frá- s'ágn Peter Derbyabin, sem eitt sinn vann fyrir sovésku leynilögregluna, K.G.B. Derya bin hefur nú flúið til V-Ev- rópu. Hann segir þar frá hóp manna, sem voru samstarfs- menn 'hans í leynilögreglunni, en gegna nú ábyrgðarmiklum stöðum í sovézku utanríkis- þjónust-unni. Þeirra á meðal er Zorin, aðalfulltrúi Sovét- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóð- unu-m; Mali'k, sem var sendi- herra Sovétríkjanna í Banda- ríkj-unum; Nemohina, sem nú er í Leopoldville; Alekseyev, nú á Kúbu; og síðast — en ekki sízt, vegna þess, að hann er í Svíþjóð — Ni-kolai Belo- kostikov, sendiherra Sovét- ríkjanna í Stokk-hólmi. í raun og veru, þá felst í þessu, að á sama tíma og réttarhöld fara fram í -miklu njósnamáli, þar sem Sovétríkin eiga hlut að máli, þá 'hafa þau sendiherra í 'höfðuborg þess ríkis, þar sem þessi réttarhöld fara fram. Réttarhöldin fara fra-m bak við lu'ktar dyr (bæði vegna þeirra, sem við sögu koma, Og þeirra hernaðarleyndar- mála, sem öhjákvæmilegt verður að minnast á), og því veit enginn óviðkomandi, hvort nöfn starfsmanna sov- éaka sendiráðsins í Stokk- hókni eru nefnd. Eitt er þó ljóst, að það eru tengslin milli þeirra njósna, sem Sovétríkin rek-a, og sendi- ma-nna þeirna og sendiráðs- liðs. Enn fékkst sönnun fyrir starfsemi Sovétríkjanna, er GREININ, sem hér fer á eftir, er að langmestu leyti unnin úr sænska blaðinu „Aktuelt", og kaflinn, sem merktur er II, styðst allur við grein, sem kom í þvi blaði 17. marz . . Það er áreiðanlega eng- um ofsögum sagt, að aldrei hafi einn ir.aður svikið jafnmikið af hernaðar- leyndarmálum í hendur rikis, sem árásarhætta er talin geta stafað af. Njósn- arinn Wennerström hafði aðgang að varnarkerfi sænska hersins — og hann seldi Sovétríkjunum það í hendur. Eftir stendur Sví- þjóð, nær berskjölduð. Svíar hafa undanfarið varij 26.400.000.000,— isl. kr. (tuttugu og sex þúsund og fjögurhundruð milljón- um króna) til varnarmála, árlega. Nú er viðurkennt, að því fé hafi í mörg ár verið á glæ kastað, fyrir starfsen.í Wennerströms. Honum hélzt lengi uppi starfsemi sin, jafnvel eftir að grunur féll á hann, því að alltaf fann hann eitt- hvað sér til málsbóta. Þó vissu Svíar lengi vel, að hann hafði — fyrir mistök var sagt, — afhent Þjóð- verjum leyndarmál í síð- asta stríði. Þyngst hefur þó sennilega verið á metun um, að Wennerström var sjálfum Svíum órr.ítanleg- ur njósnari. Eftir að gagn- njósnadeildir brezku og bandarisku leyniþjónust- anna færðu nær óyggjandi rök fyrir því, að Wenner- ström hefði svikið leyndar- mál Atlantshafsbandalags- ins, NATO, í hendur Sov- étríkjunum, þá- var það látið óátalið í hans garð, vegna þess, „að þetta gat verið ein af þeim leiðum, sem hann notaði til að afla Svíum upplýsinga." Þar birtist sérstakur þátt ur í hlutleysi Svia, sem áð- ur hefur ekki verið dreg- inn fram. í dagsljósið. Njósnir Wennerströms verða ekki metnar til fjár, og nú er um það rætt í Svíþjóð, hvort Svíum sé annar möguleiki opinn en sá, að koma i fót kjarn- orkuher. gKjMgg&SMM /A; W Svíar áttu 500 neðanjarðarskipalægi, falin, sem voru einn þátturinn í strandvörnum. Sovetrikin vita nú um staðsetningu hvers einasta skipalægis af þessu tagi. Gromyko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, kom ti-l Sví- þjóðar nýlega, til a-ð skipu- leggja heimsókn Krúsjeffs, for sæ tisráðherra. Ljóst er, að a.m.k. 5 sam- ferðamenn Krúsjeffs eru starfandi í K. G. B. Nofckrir þeirra, i. d. Valentin A. Bond- ar og Petrov V. Klimenkov, hafa verið fulltrúar lands sins, annað hvort í Finnlandi eða Svíþjóð. Starf þeirra þar hefur annað h-vort verið blaðamennska eða á ein- hvern hátt tengd sendiráð- unnim. Þessu var m. a. þannig farið með þá menn, m-eðan Wennerström gat enn slu-nd- að njónir sínar. n. Dagurinn er 28. febrúar. Stór, svört bifreið, með ein- kennistölum hersins, nem-ur staðar fyrir utan opinbera bygging-u, og út stigur Tor- sten Rapp, hershöfðingi. Hann og aðrir, sem í bifreið- inni voru, bera með sér þykk- ar skj-alamöppur. Rapp er á leið til fundar við ríkisstjórnina. Verkefni hans er alvarlegs eðlis. Hann á að skýra ráðherrunum frá þei-m kostnaði, sem leggja þarf í, ef bæta á þann skaða, sem Wennerström hef-ur valdið sænsku þjóðinni með njósn- um sínum. Yfirheyrslunu-m hefur verið haldið áfram mánuðum sanv- an. Þær upplýsingar, sem afl-að hefur verið, hafa verið boðsendar frá skrifstofu sak- sóknarans, Werner Ryh-ninger, til Bo Westin, ofursta og yfir- manns skrifstofu nr. II í varnardeildinni. Hans starf er að sem-ja yfirlit yfir þan-n Skaða, sem njósnirnar hafa valdið. í skýrslu hershöfðingja-ns kem-ur fram, að njósnirnar voru u-m það bil jafn um- fangsmiklar, og gert var ráð fyrir, er upp um þær koms-t í upphafi. Aðalvandamálið nú er, hvar finna skal fé til að bæta skaðann. Á að taka fé að láni til að byggja ný hernaðar- mannvirki, flugvelli og birgða stöðvar? Varnarmála- og fjármálaráðuneytið verða að kom-a sér sama-n um það síð- ar. Kostnaðurinn er hin-s veg- ar það mikill, að honum verð- ur ek-ki bætt á fjárlög, en þar er þegar gert ráð fyrir s. kr. 3.805.998.000 (oa. 26.400.000,000 isl kr.), árlega. Annað mikið vandamál er, hvort sænski herinn getur stöðvað tvær árásir á Svíþjóð, sem gerðar eru samtímis, en það var áður megintakmark yfirmanna varnarmála. Þeiim mun lengra, sem yfirherstjórn in kem-st í afchugun-um sín- um, kemur betur í ljóð, að herinn getur það ekki. Upplýsingarnar, sem Wenn- erströ-m hefur gefið Sovétríkj- unum, eru svo þýðingarmikl- ar, að svo virðist, að skyndi- árás við norðurlandamærin, ásamt strandhöggi, myndi takas-t. Þag mun kosta of fjár að tryggja öryggi landa- mæranna á nýjan leik. Þá þarf einnig að gerbreyta öll- um fyrri varnaráætlunum, svo og áætlunum um her- flutni-nga, ef tii átaka kem-ur. Fyrir utan tíma og pening-a, þá þarf einnig sérfræðinga — og þá er e. t. v. erfiðast að tryggja — svo að fyllt verði í þau skörð, sem nú blasa við. Það kemur sér vel, að frið- arhorfurnar eru nú tiltölulega góðar, þegar hver mánuður, jaf-nvel vika, verður ekki met- in til fjár. Takmark hersins hafði verið, að hægt yrði að stand- a-st tvær innrásir samtimis. R-abb, hershöfðingi, hefur nú lýst því yfir, að nokkur ár geti liðið, þar til það verður hægt. Hermálasérfræðingar í Moskvu hafa athugað ga-um- gæfilega þær upplýsingar, sem þeim h-afa borizt um sænsk varna rmál. Skoðanir Rabb, hers-höfðinga, hafa vak- ið þar athygli. Telji yfir- menn sæpska hersins vanda- mál sín nú erfið viðureignar, þá er sovézk-um sérfræðingum Ljóst, að þau eru jafnvel erf- iðari, enn menn gera sér al- mennt grein fyri-r í Svíþjóð. Franvh. á bls. 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.