Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.04.1964, Blaðsíða 21
^ Fimmtudagur 23. apríl 1964 MORGUNBLAÐIO 21 — Hann sveik Framhald af bls. 17. Wennerström, njósnarinn óviðjafnanlegi, hefur um langt skeið aflað Sovétríkjun- um ómetanlegra upplýsinga um strandvarnir, áætlun, sem nefnd hefur verið „Stril“. Bezt tókst honuan þó upp í september 1961. Hann gekk inn í aðalstöðvar flug'hersins, las allar nýjustu upplýsingar um' loftvarnir. t>á aflaði hann sér allra.helzt upplýsinga um nýja herflugvél, „Viggen", og allt, sem máli skiptir um tækniútbúnað hennar. Upp- lýsingarnar voru síðan sendar til Moskvu, þar sem þær voru lagðar fyrir rafmagnsheila til úrvinnslu. Á miðju ári 1962 hafði’ „Stril“ þegar kostað sænsku stjórnina um 1 milljarð s. kr. (8 milljarðar ísl.). Sovétríkin höfðu ekki einu sinni greitt 100.000 s. kr. fyrir leyndar- málin um standvarnirnar. Síðari og um leið þýðingar- meiri innrásarleiðin, liggúr um landamæri í norðri. Sví- ar eru ekki í neinu varnar- bandalagi, en Noregur með- limur . í NATO. Sovétríkjun- um er þó fullkunnugt um, að mikil samvinna er milli Nor- egs og Svíþjóðar í vamarmál- um. Grannrikin hafa skipzt á mjög þýðingarmiklum leynd- armálum. Haustið 195ö fór Swedkmd, hershöfðingi, til Bandaríkj- anna til að ræða sameiginleg- ar landvarnir Noregs og Sví- þjóðar. Swedlund var þá æðisti maður sænskra her- mála. Fyrsti maðurinn, sem bauð Swedlund veikominn til Washington, var Wenner- ström, sem þá var flugmála- ráðunautur sænska sendiráðs- ins vestra. Allt frá þeim tima hefur Wennerström fylgzt ná- kvæmlega meg samstarfi Sví- þjóðar og NATO. Noregur var nú raunverulega óvarinn í norðri. Sakir athafna Wenner ströms var árlegri fjárveitingu sænska þingsins til varnar- mála raunverulega eytt til einskis — um 26.400 milljón- um ísl. króna. Þegar setzt var niður árið 1962, til að áikveða framlög sænsika ríkisins til varnar- mála, lá fyrir skýrsla brezku og bandarísku leyniþjónust- unnar um 'hluta njósna Wenn erströms. Ljóst var þá, að hann hafði komizt yfir og skýrt frá leyndarmálum varð- andi NATO. Hins vegar var ekki ljóst þá, hvort hann hafði einnig svikið sitt eigið land. Stærsta leyndarmálið um Wennerström var, að hann hafði um árabil verið mjög góður njósnari fyrir Sviþjóð. Hermálafultlrúi sendiráða á að vera njósnari í vissum Skilningi. Hann á að afla, með öllum tiltækum, löglegum ráð- um, allra þeirra upplýsinga um hermál þess lands, sem han dvelst í. Þótt það sé ekki fyrir hann lagt skriflega, þá standa honum aðrar leiðir opn ar til að afla slíkra upplýs- inga. Wennerström hafði feng- ið sína kennslu í Svíþjóð, og árangur hennar kom oft í ljós. Fáir menn hafa reynzt eins verðmætir, að þessu leyti, og Wennerström. Frá honum streymdu alls konar upplýs- ingar um herbúnað stórveld- anna. Helzta meistaraverk hans var leyniskýrsla frá 1947. Fyrir ... Þar skýrði Wennerström í heild starfsemi sovézku leyni- þjónustunnar, í smáatriðum. Skýrslan var talin mjög verð- mæt. Hún var svo góð og ná- kvæm, að við sjálft lá, að hún vekti grunsemdir. Leyniþjón- ustan lét til skarar skríða, og í ljós kom, að Wennerström hafði látið Þjóðverja í té upp- lýsingar á styrjaldarárunum. Þetta var þó talið vera kæru- leysis vegna, en allt frá þess- ari stundu var Wennerström á „spjöldum“ sænsku leyniþjón- ustunnar. Hann gata þó gefið fullnægj andi skýringar á því, hvernig honum hefði tekizt að afla upplýsinga um starfshætti sovézku leyniþjónustunnar. — Málið var látið niður falla. Næstu ár komu skýrslur frá Wennerström í hundraðatali. Honum gekk svo vel, að hann var látin hafa frjálsari hend- ur, en almennt gerðist. Hann skipti jafnt við sovézka og bandaris'ka aðila. Njósnir Wennerströms í þágu Svía voru svo þýðingar- miklar, að „yfirmenn" fundu „eðlilegar skýringar" á óeðli- legum áhuga hans á nýjung- umí sænskum varnarmálum, og því, hve mikið hann um- gekkst erlenda sendimenn. Það er langt síðan, að sænska leyniþjónustan gerði sér grein fyrir því, að njósnir voru reknar í Svíþjóð. Þegar í lok áratugsins 1940—50 bár- ust upplýsingar frá Bandaríkj unum og Bretlandi, þess efnis, að Sovétríkin hefðu óeðlilegan greiðan aðgang að varnaráætl- un Svía. Athuganir, sem í kjöl far þess fylgdu, leiddu í ljós, að Hilding Andersen, sem áð- ur er nefndur, njósnaði í þágu Sovétríkjanna. Þegar yfir- heyrslur yfir honum hófust, komst lögreglan að því, sér til mikillar skelfingar, að hann hafði aðeins afhent hluta þeirra upplýsinga, sem vitað var, að fallið höfðu í hendur sovézkra. Aðrir hlutu að reka njósnir í Svíþjóð. Leitað var með logandi ljósi, en allt kom fyrir ekki. Ástæðan: Wenner- ström var ekki í Svíþjóð. Hann var flugmálafulltrúi sænska sendiráðsins í Moskvu. Ljóst var, að leyndarmálin voru ekki óhult, en ekki var hægt að setja undir lekann. Oft var minnzt á nafn Wennerströms, en alltaf var þó talið, að hann væri sak- laus. Vitneskja lá fyrir um, að hann var and-kommúnískur í skoðunum. Ekki var vitað um neinn veikleika í fari hans, sem gerði kommúnistum auð- velt að knýja hann til starfa fyrir sig. Efnahagur hans var talinn góður. Eftirgrennslan hafði heldur ekkert leitt í ljós. Þá hafði framkoma hans aldrei gefið minnsta tilefni til grunsemda. Samt sem áður sleppti leyniþjónustan aldrei alveg augunum af ofurstanum, sem nú var að komast á eftir- launaaldur. Með því að beita „útilokunaraðferðinni“ komst leyniþjónustan loks að þeirri niðurstöðu, að Wennerström hlyti að vera sekur, þrátt fyrir allt. Hann hafði aðgang að fjölda leyniskjala, og sum þeirra áttu ekkei't erindi til hans. Samband hans var nú orðið all-náið við ýmsa starfs- menn sovézka sendiráðsins, en vitað var, að þessir menn höfðu njósnir að aðalstarfi. 1959 kom yfirmaður leyni- þjónustunnar, G. Thulin, að máli við sænska varnarmála- ráðherrann. — Wennerström hafði þó skýringar á reiðum höndum. Hann var deildar- stjóri varnarmáladeildarinnar, og það var innan hans verka- hrings að umgangast erlenda sendimenn. Áhugi hans á hernaðarleyndarmálum gat- verið tengdur starfa hans. Það, sem var þó þyngst á metun- um, var, að Wennerström hafði aldrei verið staðinn að blaðri af einu eða öðru tagi. Enginn hafði nokkru sinni staðið hann að því að afhenda nein leyndarmál. 1961 komst þó nýr skriður á málið. — í fyrsta lagi tilkynnti gagn- njósnadeild bandarísku leyni- þjónustunnar, að Wenner- ström hefði látið af hendi á- kveðin leyndarmál, varðandi NATO. Sovézkur njósnari, sem flúið hafði á náðir Vest- urveldanna, gaf þessar upp- lýsingar. Þetta sannaði þó engan veginn,. að Wenner- ström hefði svikið sitt eigið land. Þetta gat verið ein af þeim leiðum, sem hann not- Eftir . .. aði til að afla Svíum upplýs- inga. Þegar Wennerström óskaði hins vegar eftir starfi yfir- manns flugráðsins, þá þóttist G. Thulin nær viss í sinni sök. Hvers vegna ætti Wenner- ström, ofursti, að óska eftir stöðu, sem hæfði manni, sem var lægri í tign? Var nokkur önnur skýring fyrir hendi en sú, að starfið gæfi honum greiðan aðgang að leyniskjöl- um. Mál Wennerströms dró skyndilega að sér mikla at- hygli. Thulin lýsti því yfir, að hann teldi það hneyksli, ef Wennerström fengi embættið. Varnarmálaráðherrann kom þá fram með þá hugmynd, að rétt væri að gera Wenner- ström flugmálafulltrúa við sendiráð Svía í París. Thulin, sem vissi allt, sem NATO vissi, neitaði þessu. Þetta fyr- irkomulag myndi leiða til þess, að Wennerström yrði ljóst, að ferill hans var senn á enda .Betra væri að veita Wennerström nýtt embætti í Svíþjóð, eitthvað, sem hann sjálfur teldi eftirsóknarvert, en væri þó öryggi Svía ekki hættulegt. Þaijnig gæti lög- reglan haldið áfram að safna sönnunargögnum. Því var Wennerström boðið að gerast sérfræðingur um afvopnun, hjá utanríkisráðu- neytinu. Sá, sem þessu emb- ætti gegnir, á að fylgjast með öllum hernaðarnýjungum, sem koma frá sænska varnarmála- . ráðuneytinu. Þá gerði Wenn- erström einnig ráð fyrir, að hann fengi greiðan aðgang að öðrum leyniskjölum. Skömmu eftir að Wenner- ström aflaði sér upplýsing- anna um „Viggen'ý flugvélina nýju (starfsmenn þeir, sem skjalanna gættu, vissu ekki, að Wennerström mátti ekki sjá þau), kom í ljós, að hann hafði afhent sovézkum erind- rekúm upplýsingarnar um hana. Þó tók enn nokkurn tíma að loka netinu. í dag er gátan leyst. Wenn- erström hefur látið af hendi leyndarmál, sem vart verða metin til fjár. Hann hefur skýrt frá . staðsetningu flug- stöðva, og annarra stöðva hers ins. Öll virki í norðri eru sömuleiðis merkt inn á kort sovézkra heryfirvalda. Wenn- erström hefur komið upp um styrk hverrar einustu her- deildar, og allar jarðsprengj- ur og önnur sprengjuvarna- ’ kerfi. Sovétríkin vita allt um tegundir og fjölda flugvéla, skriðdreka, stórskotaliðsins; í stuttu máli allt, sem nokkra hernaðarlega þýðingu getur haft. Þá hefur Wennerström feng ið Sovétríkjunum í hendur lykilinn að öllu dulmáli, sem einstakar herdeildir eiga að nota, ef til átaka kemur,. svo j og upplýsingar um hvaða leið- ir þær myndu þá fara, til að mæta árásarher. Þá munu engin atriði, varðandi land- eða strandvarnir, hafa farið fram hjá athugulum augum Wennerströms — og þar af leiðandi lent hjá sovézkum heryfirvöldum. Sænsk heryfirvöld hafa orð- ið að hætta við hverja nýja á- ætlun af annarri, eftir að Wennerström var handtekinn, 20. júní sl. Ein slík áætlun hafði þegar kostað 480 millj. ísl. króna. Eitt er það, sem aldrei verð- ur metið til fjár: Hugsunin, skipulagningin, hugvitið, sem að baki býr heilu varnarkerfi. Svo kann að fara, að Sviar verði nú að gerbreyta allri af- stöðu sinni, og í Svíþjóð er jafnvel rætt um að koma upp kjarnorkuher. Með tilmæli Krúsjeffs í huga, um kjarn- orkulaust svæði á Norðurlönd- um og þátt Sovétríkjanna í þessu njósnamáli, verður vart annað sagt, en það sé grát- j broslegt' — í fyllstu merkingu þess orðs. Alykfun verkalýðsfélaga á IMorður- og Austurlandi MBL. barst f gærkvöldi eftirfar- *ndi fréttatilkynning frá Aliþýðu samlbanidi Norðurlands; Dagana 18. og 19. þ.m. var hald tn á Akureyri ráðstefna verka- lýðsfélaiga á Norður- og Austur- landi. Sátu ráðstefnuina fulltrú- ar Allþýðusambands Austurlands, miðstjóm Alþýðusambands Norð urlands og fulltrúar þeirra verka lýðsfélaga á Norðurlandi. Verkefni ráðstefnunnar var að undirbúa samningsgerð um kaup og kjör, en svo til öll verkalýðs- félög norðanlands og austan hafa samninga eða kauptaxita lausa frá og með 16. maí nik. Ráðstefnan gerði eiinróma ályktun þá uim meginkröfur verkalýðsfélaganna í væntanleg- v um samningum, sem hér fylgir með, og um samstöðu félaganna gagnvart atvinnurekendum. Ályktun um kaupgjaldsmál Báðstefna Alþýðusambands Norðurlands og Alþýðusambands Austfjarða, haldin á Akureyri 18. og 19. apríl 1964, ályktar að beina því til sambandsfélaga sinna og annarra verkalýðsfélaga á Norður- og Austurlandi, að þau undirbúi nú þegar samnimgavið- ræður við samtök atvinnurek- enda á þann hátt, að þau myndi sameiginlega samninganefnd og veiti henni umboð til þess að lýsa yfir vinnustöðvunum frá og með 20. maí nk., ef samnimgar hafa þá ekki tekizt. Eigi öll félög, sem samþykkja aðild að hefndinni kost á að tilnefna fulltrúa í hana, en ella gefi þau nefndinni umlboð til samninga. Ráðstefnan telur, að samnings- grundvöllur í þessurn samningum verði að byggjast á eftirfarandi: 1) Að óhjákvæmileg launa- ihækikun komi til framkvæmda 15. maí nk. og síðar í áföngum, ef um langan samningistíma gæti orðið að ræða. 2) Að verkalýðsfélögin og sam tök atvinnurekenda bei'ti öUuim áhrifum sínum til iþess, að af- numið verði bann við verðlags- bótum á laun og að því fengnu, verði samið um fullgilda verð- . tryggingu á það grunnikaup, sem um kann að semjast. 3) Gerðar verði raunhæfar ráð stafanir til styttingar vinnudags- ins með eða án atbeina löggjafar- valdsins. 4) Orlofsréttindi verði aukin svo að lágmarksorlof verði 21 virkur dagur og orlofsfé 8%. 5) Greiðslur til sjúkrasjóða verði 1% af öllum greiddum vinnulaunum. 6) Vikukaup með ós-kertu kaupi fyrir helgidaga verði tekið upp fyrir allt verkaflók, sem vinnur að staðaldri hjá sama at-- vinnurekanda. 7) Samningsaðilar beiti sér fyr- ir aðgerðum til lækkunar hús- nseðiskostnaðar m. a. með sér- lánum, sem veitt verði með hag- stæðum kjörum úr atvinnuleysis- tryggingasjóði fyrir milligöngu verkalýðsfélaganna til húsnæðis- mála félaga í verkalýðsfélögun- um. 8) Samið verði um aukna vlnnuvernd barna og unglinga. 9) Óhjákvæmilegar leiðrétting- ar verði gerðar á töxtui.. og kjaraatriðum félaga á sambands- svæðunum og hvorttvegigja sam- ræmt eftir því sem kostur er á og launatöxtum fækkað. Ráðstefnan lýsir yfir stuðningi. sínum við ályktun miðstjórnar Alþýðusambands íslands frá 16. apríl sl. og býður fram fyrir hönd A.N. og A.S.A. samstarf við heildarsamtökin til lausnar á kjaramálunum í samræmi við þá ályktun. OPTIK REVKJAVIK HAFNARSTR. 1»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.