Morgunblaðið - 23.04.1964, Page 22
M9M um*m»
Fimmtudagur 23. apríl 1964
!*"«•(« J.t ' -'r'-v.'
Skagflrðingair Reyk|avik
Skagfirðingafélagið heldur sumarfagnað í Sigtúni
(Sjálfstæðishúsinu) laugardaginn 25. apríl n.k. kl.
8.30 e.h.
Skemmtiatriði:
1. Upplestur. Sigurjón Björnsson, sálfræðingur.
2. Ljóð og stökur. Haraldur Hjálmarsson frá Kambi.
3. Gaman og alvara. Kynnir María Pétursdóttir.
4. D a n s .
Skagfirðingar, fjölmennið á síðustu skemmtun fé-
lagsins á þessu starfsári.
Skemmtinefndin.
Bíleigendur
xo
c
u
S
T3
C
w
Framleiðum sætaáklæði á allar
tegundir bíla.
Úrval af góðum efum.
Otur hf.
Hringbraut 121 — Sími 10659.
Veiðileyfi
Sala stangveiðileyfa á vatnasvæði Ölfusár
—Hvítár fyrir tímabilið 21.—30. júní og
16.—20. sept. hefst föstudaginn 24. þ.m.
Upplýsingar hjá Hinrik Þórðarsyni síma
20082 Reykjavík frá kl. 5—7 s.d. og Óskari
Jónssyni Kaupfélaginu Selfossi.
Stjórn Veiðifél. Árnesinga.
(jle&ilecjt
óuinurí
t
Ölgerðin Egill Skallagrímsson
Söngstjórinn
Jón S. Jónsson
Karlakór Reyk ja-
víkur syngur í
Austurbæjarbíói
KARLAKÓR Reykjavíkur held-
ur fimm samsöngva fyrir styrkt-
arfélaga sína í Austurbæjarbíói
í næstu viku eða dagana 27.—30.
apríl og 2. maí. Stjórnandi er
Jón S. Jónsson og einsöngvarar
þau Svala Nielsen, Guðmundur
Jónsson og Guðmundur Guðjóns
son. Píanóundirleik annast Ás-
geir Beinteinsson.
Efnisskrá er fjölbreytt og eru
á henni lög eftir innlenda og er-
lenda höfunda, svo sem Svein-
björn Sveinbjörnsson, Sigurð
Þórðarson, Jón Ásgeirsson, Ste-
fán Ólafsson, Kuula, Shaporin
og einnig eru ensk, amerísk og
rússnesk þjóðlög. Samsöngvarn-
ir hefjast kl. 7.15 alla dagana
néma laugardaginn 2. maí kl.
3.Í5. Aðgöngumiðar verða seldir
að þeim samsöng.
Sumarda gshá tí ða-
höld í Kópavogi
SUMARDAGSHÁTÍÐAHÖLD í
Kópavogi hefjast með skrúð-
göngum frá Bamaskólanum kl.
1 og síðan hefst útisamikoma við
Félagsheimilið kl. 1.30. Verða
þar ýmis skemmtiatriði, Óli Kr.
Jónsson, kennari flytur ávarp.
Barnaskemtanir í Félagheim-
ilinu hefjast kl. 2.
Hafin stækkun
sjúkrahússins á
Húsavík
HÚSAVÍK, 22. apríl — í dag
hófst vinna við stækkun sjúkra-
hússins á Húsavík með því að
héraðslæknirinn Daniel Daniels-
son stakk fyrstu skólfustunguna.
Væntanleg bygging á að verða
tvær hæðir og kjallari og á húsið
að rúma 30 sjúkrarúm. Húsið
teiknaði Sigvaldi Thordarson,
arkitekt. Yfirmenn við bygging-
una verða Sveinn Ásmundsson
og Ásgeir Höskuldsson. Áformað
er að steypa uPP kjallara og eina
hæð á þessu ári. — Fréttaritari.
sendir í dag sumardaginn fyrsta, öllum þeim börnum og ungl-
ingum, sem fyrir blaðið hafa starfað í vetur að dreifigu þess hér
í Reykjavík og í öðrum kaupstöðum og kauptúnum um land
allt, óskir um glaðilegt sumar. Morgunblaðið þakkar þeim dug-
mikið starf þeirra fyrir blaðið á liðnum vetri.
SkrSfstofustBátka óskast
Stúlka, fær i vélritun, getur fengið góða stöðu á
opinberri skrifstofu. Tilboð með upþl. um ménntun,
aldur og fyrri störf, sendist Morgunbl. merkt:
„Reglusemi — 9632“.
laigur regfusamur maður
með Verzlunarskólamenntun og reynslu í sölu-
störfum óskar eftir vellaunuðu starfi við stölustörf,
eða annað, sem að sölu lítur. Tilboð sendist blaðinu
fyrir laugardagskvöld merkt: „Traustur — 9620“.
Iðnverkomenn ósknst
Hafið samband við verkstjórann
sími 13125.
J.B. PÉTURSSON
IIIKXSMIÐJA ■ STAlTUNNUGÍRa
jArnvoruverzlun '
Lcftpressuar
Leigjum út loftpressur" 105—315 cub.fet með hömr-
um, borum og öllú tilheyrandi, í lengri eða skemmri
tíma. — Einnig tökum við að okkur að grafa og
sprengja skurði og húsgrunni. Getum haft allt
upp í 12 manna vinnuflokk með hverri pressu.
AÐSTOÐ HF.
Lindargötu.9 — Sími 15624.
Vandið valið — Veljið
VOLVO
Það er alltaf vandasamt að velja sér bifreið,
— en þó sérstaklega hér á landi, þar sem
veðurfar og vegir virðast ekki sem heppi-
legastir fyrir margar tegundir bifreiða. —
VOLVO er sérstaklega byggður fyrir mal-
arvegi og erfitt veðurfar.
Komið og kynnið yður hinar ýmsu gerðir
af VOLVO. — Þér getið valið um 2ja og
4ra dyra VOLVO, 75 og 90 ha. vél, — 3ja
og 4ra hraða samstilltan gírkassa og sjálf-
skiptingu, læst mismunadrif.
P 544 er enn uppseldur í bili.
Getum afgreitt fáeinar Amazon- og station
bifreiðir af lager.
Næstu sendingar væntanlegar síðar
í mánuðinum og í maí.
Tökum pantanir.
GUNNAR ÁSGEIRSSONHF
SIBI, RLAMJSBKAUT «6 • REVKJAVÍK ■ SÍMI 3 5200