Morgunblaðið - 01.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.05.1964, Blaðsíða 17
f Föstudagur 1. maí 1964 MORGU NBLAÐIÐ 17 r Ábyrgð og skyldur verkalýðssamtakaiDna I>AÐ sem hsest t>er í dag er vafa- lítið efnahagsmál þjóðarinnar, efkomu'horfur og möguleikar. Þetta er ekkert nýtt og þarf eng- an að undra. Þegar þess er gætt, að efnaleg afkoma þjóðarbúsins er hornsteinninn undir ölluim einstökum þáttum þjóð'lífsins. Þar er ek'ki minnstur sá hlutur, sem snýr að launþegasaimtökun- um. Eða er þeim nokkuð dýrmæt ara en atvinnu- og afkomuör- yggí? Um áraraðir hefur 1. maí verið haldinn hátíðlegur. Tileinkaður verkalýðssamtökunum. Þá hafa eins og vera ber verið settar fram kröfur og baráttumál, sem tryggi bætt lífsskilyrði alþýð- unni til handa, sem betur fer hefur oftast nökktið áunnizt, (þokast nær settu marki. Þó eegja megi að endamarkið sé alltaf jafn fjarri. Þetta stafar af því, að verkefnin eru svo til óþrjótandi, og verða það svo lengi sem eðlileg framför og upp- Ibygging á sér stað í ört vaxandi þjóðfélagi. Nýir tímar, breyttir atvinnuhættir og fjölgun starfs- greina, samfara fullkomnari fækni og vélvæðingu. Þetta gerir KÍnar kröfur til launlþegasamtak- enna, sem þýðir, að verksviðið verður stærra, fjölþættara og ébyrgðameira en áður var. Það stóra stökk uppbyggingar ©g framfara, sem óneitanlega hefur á undanförnum fáum árum átt sér stað hjá okkur íslending- um, hlýtur að gera nokkrar kröf- ur til þróunar og starfshátta laun þegasamtakanna. Þó sum bar- óttumálin séu sígild, þá er ekki evo um önnur. Enda væri það óeðlilegt, ef allar scmu starfs- aðferðir væru í fullu gildi í dag, sem fyrir áratugum síðan. Eða hver myndi í dag álíta skynsam- legt eða lífvænlegt, ef bóndinn væri enn í dag með orf og ljá berjandi þýfð tún og forblauta úthaga. Eða útgerðarmaðurinn léti sér nægja árabátinn með til- heyrandi frumstæðum veiðar- færum. Deilur og átök um skiptingu þjóðarteknanna er gömul og ný saga, eða allt frá því að samtök launþegastéttanna voru viður- kennd, sem samningsaðilji um kaup og kjör, svo ekki sé lengra seilzt. Þetta er eðlilegt í lýðræð- isþjóðfélagi, þar sem allir eiga að hafa sama rétt til lífsgæð- anna. Á þessum vettvangi er deilan háð milli þeirra, sem at- vinnutækin reka og hins vegar laimþegasamtakanna. Þá hefur á seinni árum farið sífellt meira í vöxt, að ríkisvaldið hefði bein eða óbein afskipti af vinnudeil- um. Þegar sýnt hefur verið að deiluaðilar gátu ekki náð sam- komulagi. Þetta telja margir öfugþróun og afturför. Alla vega verður þetta að teljast óæskilegt. Þess ber þó að gæta, að undan- farna tvo áratugi hafa aðalat- vinnuvegirnir sífellt orðið háð- ari ríkisvaldinu, vegna síauk- innar styrkja og hvers konar uppbóta. Þetta mun vera ein meg in orsökin aukinna afskipta þess opinbera af vinnudeilum. Hinu er síður haldið á lofti, að auknir styrkir til atvinnuveg- anna þýða venjulega auknar álögur á fólkið sjálft. Þann veg, að nokkur prósent kauphækkun umfram það sem framleiðslan getur borið óstudd. Þetta þýðir, að ríkið gerist milliliður, sem að færir framleiðslunni aftur það sem oftekið var af henni. Verkfallsvopnið hefur verið talið af mörgum áhrifamesta tækið í vinnudeilum, enda óspart notað, oft af óhjákvæmilegri nauðsyn. í öðrum tilfellum ’hefur orkað nokkuð tvimælis um rétt- mæti þess og það svo að greina hefur mátt pólitískan lit á sum- um verkföllum. Þessa skoðun styðja atvik eins og það, þegar forseti A. S. í. lét sig haifa það á s. 1. sumri eftir alþingiskosning- arnar að boða Lslenzku þjóðinni stríð í stað samstarfs. Tilefnið virtist vera aðeins það, að 56% kjörfylgi vottaði stjórnarflokk- unum traust sitt: Þegar litið er á kjarabaráttu okkar í dag kemur í ljós, að sum ir þættir hennar eru orðnir úr- eltir ef ekki þjóðfélagslega skað- legir, enda meira en hálfrar aldar gamlir. Hér á ég fyrst og Magnús Guðmundsson, formaðui matsveinafélags S. S. L: Raunhæfar kjarabætur 1. MAÍ hefur verið haldinn há- tíðlegur af verkalýðssamtökun- um í tugi ára. Þá hafa samtökin borið fram kröfur sínar um betri kjör og meira öryggi um leið og þau hafa minnst liðins tíma. Verkalýðssamtökin eru í dag eitt sterkasta aflið í þjóðfélaginu ©g er því nauðsynlegt að þessu íd'li sé beitt á réttan hátt til þess að bæta kjör launastéttanna á raunhæfan hátt og tryggja vax- endi velmegun þeirra. Ölluni er orðið það ljóst fyrir löngu, að víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags leiða ekki til neinna kjarabóta heldur aðeins Krúsjeff sjóleiðis til Egyptalands 1 Moskvu, 30. apríl (AP) HAFT var eftir áreiðanlegum heimildum í Moskvu í dag, að Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét ríkjanna, héldi sjóleiðis frá Svarta hafi til Egyptalands 6. maí n.k. til þess að vera viðstadd ur, þegar fyrsti áfangi Aswan- slíflunnar verður tekinn í notk- un. Gert er ráð fyrir að Krúsjeff komi til Alexandríu 9. maí, á- 6amt föruneyti sínu. í því verða tn.a.: frú Nína Krúsjeff, Andrei Gromytoo, utanríkisráðh. Sovét- ríkjanna, tengdasonur Krúsjeffs, Alexei Adsjuibei og dióttix hans Rada. til ófarnaðar og niðurstaðan verð ur sú, að þeir sem verst eru sett- ir í þjóðfélaginu tapa mestu. — Þess vegna tel ég nauðsynlegt verkalýðsins vegna að breytt verði um stefnu og reynt að koma á meiri festu í kaupgjalds- og verðlagsmálum, t.d. með Verð- tryggingu kaupgjalds. Verkalýðurinn hlýtur á hverj- um tíma að krefjast réttlátrar tekjuskiptingar, en aldrei er hægt að skipta meiru heldur en aflað er og er því aukning fram- leiðslunnar það sem mestu máli skiptir. Það er skoðun mín, að með meiri hagræðingu væri hægt að auka framleiðnina að miklum mun og þá yrði að tryggja laun- þegum réttlátan hagnað af því skipulagsstarfi. Ljóst er að gera þarf stórt á- tak í húsnæðismálunum, en þau eru mörgum launamönnum alger lega ofviða, eins og nú er háttað. Mikið hefur verið gert á sviði tryggingamála síðustu árin. At- hugandi er þó, hvort ekki væri hægt að endurskoða tryggingar- löggjöfina með það fyrir augum að auka aðstoð til þeirra sem verst eru settir, en draga úr greiðslum til þeirra sem mest bera úr býtum. Þaff er von mín aff samkomu- lag megi takast um stöðvun dýr- tíffarinnar og meiri festu í kaup- gjalds- og verðlagsmálum heldur en veriff hefur. Þaff er þjóðinni allri fyrir beztu og launþegum nauðsynlegt. Jóhann Sigurffsson. fremst við síendurtekna tog- streitu að spenna tímakaupið einhæft sífellt hærra miðað við krónutölu. Það eru sífellt fleiri innan og utan launþegasaimtak- anna, sem nú orðið sjá og skilja, að þessi aðferð hefur á s. 1. ár- um eklki reynzt einhlít og oft á tíðum engin kjarabót. Þar ber hæst sífelldar víxlhækkanir kaupgjalds og verðlags, sem allir hugsandi menn viðurkenna að sé þjóðfélagslega stórskaðlegt. Enda má hver sjá, að það skiptir ekki megin máli hversu margar krón- ur launþeginn fær greitt í kaup, hitt er aðalatriðið hversu mikið af lífsnauðsynjum er hægt að fá fyrir hverja krónu. Nú ber ekíki að skilja það svo, að ég sé að kenna lauþegasam- tökunum einum þess öfugþró- un. Þar kemur fleira til. - Það skal játa, að þetta er í fram- kvæmd viðameira en svo að því verði breytt á notokrum dögum eða vikum. Hins vegar breytir það etoki því, að þetta er eitt mest aðkallandi verkefnið í dag. í þessu sambandi hafa á síð- ustu árum komið fram hugmynd ir til úrbóta, þar hefur verið bent á aukið ákvæðisfyrirkomu- lag, vinnuhagræðingu, starfsmat og samstarfsnefndir launlþega og atvinnurekenda. Nefnd sem að hefði með höndum að fylgjast með framleiðslu- og gjaldþoli at- vinnuveganna á hverjum tíma. Þetta gæti án efa eytt þeirri tor- tryggni, sem virðist ríkja milli launþega og atvinnurekenda, að minnsta kosti þegar að samninga borðinu er komið. Þá ekki síður stytt undirbúningstimann fyrir nýja samninga, en hann er nú orðinn skaðlega langur. Þegar litið er yfir síðasta ár kemur í ljós, að þrátt fyrir óæskilega röskun á efnahagskerf inu, þá hefur aldrei áður verið um jafn mitola og stöðuga vinnu að ræða fyrir alla. Það má segja að slegizt hafi verið um hverja vinnandi hönd. Þetta þýðir að Einar Jónsson, form. MúraraféL Rvíkur: Vinna þarf bug á verðþenslunni f DAG fagna reykvískir Iaunþeg- ar því samstarfi, sem tekist hef- ur að ná um hátíðahöld dagsins. Hún þakkar þeim forystumönn- um sínum, sem hafa lagt til hlið- ar pólitísk sjónarmið, til þess að sameina alla launþega borgarinn- ar 1. maí þegar þeir til áherzlu aðalkröfu dagsins fylkja liði og lyfta þeirri kröfu hátt, svo allir megi sjá, að þeir krefjast þess að fá aukinn kaupmátt launanna, en ekki hærri krónutölu í launaum- slagið og svo aukna dýrtíð í kjöl- farið. Reykvískir launþegar fagna því, ef nú tekst að halda pólitísk- um ofstækismönnum í skefjum, mönnum, sem engin tengsli hafa við neitt launþegafélag í dag og sumir hverjir aldrei haft þau og aðrir, sem lafa á löngu liðnum tengslum og standa eins og nátt- tröll innan verkalýðshreyfingar- innar í dag. Það er von okkar i dag, að þeir menn, sem forystuna hafa í verkalýðshreyfingunni og ráða þar málum, að þeir haldi áfram Einar Jónsson. að settu marki, eftir 1. maí, með sama hugarfari og samstaðan í dag byggist á, að fyrst og fremst ráði gerðum þeirra hagsmunir launþegans, en ekki pólitískur, en hagur launþegans í dag er að- vinna bug á verðþenslunni. afkoma almennings má eftir at- vikum teljast góð. Raddir hafa heyrzt um það, að þetta atvinnuástand sé skað- legt, hefur meira að segja verið nefnt vinnuþrælkun, sem fólk yrði að leggja á sig til að vega á móti aukinni dýrtíð, svo tekju- urnar hrykkju fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Hvað sem um það er, þá vita allir miðaldra og eldri, að það hefur verið fyrr unnið á íslandi og engum fund- izt ástæða til að orða það við þrældóm. Og smeykur er ég um, að þeir sem kynntust atvinnu- leysi fyrirstríðsáranna, þegar móðuharðindapostularnir báru ábyrgð á stjórnarfarinu, þeir kæra sig áreiðanlega ekki um að skipta í dag. Stjórnarandstaðan hefur mikið fjargviðrast um þrautpíningu verkalýðsins, síðan þeir sjálfir gáfust upp við að leysa vand- ann' 1958, en kenna núverandi ríkisstjórn um allan ófagnaðinn. Þeir virðast vera búnir að gleyma því, ag þeir eiga sjálfir sinn kapitula í stjórnarsögunni. Þar er blað verkalýðsins síður en svo óskrifað. Á miðju sumri 1956 var illu heilli „vinstri" stjórninni hleypt af stotokunum. Kjölfestan var með fleiru héstemmd loforð verkalýðnum til handa, nú Skyldi etokert vera gert, nema með fullu samráði við verkalýð- inn. Eitt fyrsta verk þessarar stjórnar var að ræna með vald- boði 6 vísitölustigum af kaupi launþega, og svo mikið lá við, að þáverandi viðskiptamálaráð- herra, Lúðvík Jósepsson, var sendur gagngert á Dagsbrúnar- fund, til að telja fundarmönnum trú um, að þessar aðgerðir væru óhjékvæmilegar og nauðsynleg- ar til að ná jafnvægi. Enda væri þetta kjarabót, ef höfð væri hlið- sjón af því sem á eftir kæmi, svo sem stöðvun verðlags o. fl. Þetta nefndist einu orði „verð- hjöðnunarstefna". Vísitölustigin liafa ekki sézt enn þann dag í dag. Verðhjöðnunarstefnan hef- ur kannski birzt í því, að eftir rúman tveggja ára stjórnarferil, Skildi vinstri stjórnin við þjóð- ina með á annað þúsund milljóna nýjar álögur. • Síðast á árinu 1958 getok þáverandi forsætis- ráðherra, Hermann Jónasson, á þing A. S. í. þeirra erindi að fá framlengdan hengingarvixil ríkisstjórnar sinnar verkalýðnum til handa, bara örstuttan tíma. Svör A. S. í. þings voru þau, að verkalýðurinn væri búinn að fé nóg, treysti ríkisstjórninni ekki til neins, segði því nei. Þetta m. a. varð til þess, að vinstri stjórnin hrötoklaði'st frá völdum í desember 1958 og skyldi eftir sig ásamt fleiru óðaverðbólgu og hengiflug í efnahagsmálum þjóðarinnar, svo notuð .séu orð þeirra sjálfra. Að endinu óska ég öllum laun- þegum til hamingju með daginn og óska þess bezt um ókomna tíma, að kjarabaráttan megi efl- ast og þroskast, svo alltaf sjáist jáfcvæður og raunhæfur árangur. Hitt sé liðin tíð, að fyrir komi atvik eins og í samningum haustið 1958, þegar þáverandi viðskiptamálaráðherra gaf at- vinnurekendum það skriflegt, að þeim væri heimilt að fleygja strax inn í verðlagið verðandi •kauphætokun. Jóhann Sigurffsson. Samkomur Kristileg samkoma á bænastaðmum Pálkagötu 10, kl. 4, sumnud. 3. maí. — Karl Adolfsson talar. Allir velkominir. Kartöflumús — Kakómalt Kaffi — Kakó Híðarkjör, Eskihlíð og Brœðraborgarstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.