Morgunblaðið - 01.05.1964, Blaðsíða 21
Fostudagur 1. maí 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
AKUREYRARYFIRLVSI^G
ungra Sjálfstæðismanna
samþykkt á helgsrráðstefnu 5US
á Akureyri fyrir skömmu
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN, samankomnir til fundar á
Norðurlandi, telja einsýnt að efnahagslegar framfarir og
efnahagslegt sjálfstæði íslenzkrar þjóðar verði ekki tryggt
í heimi örra breytinga og stærri markaðsheilda, nema gagn-
gerðai umbætur verði í skipulagi atvinnumála og ákvörðun
kaupgjalds á íslandi.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN skora á launþega og atvinnu-
rekendur í landinu að fella niður tilgangslausar deilur en
taka höndum saman um eflingu atvinnuvega og efnahags
landsmanna í samræmi við kröfur nýrrar aldar, tækni og
vísinda.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN vekja athygli þjóðarinnar á
þeirri staðreynd, að í nútíma þjóðfélagi er hagnýting nýrrar
tækni sá þáttur, sem ræður úrslitum um stöðugar efnahags-
legar framfarir og því er höfuðnauðsyn að stórefla vísinda-
og rannsóknastarfsemi, auka og endurskipuleggja tækni-
menntun og tæknilega upplýsingaöflun og taka upp kerfis-
bundna hagræðingarstarfsemi í atvinnurekstri landsmanna.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN lýsa yfir óskoruðum stuðningl
við stóriðjuframkvæmdir á íslandi með byggingu olíuhreins-
unarstöðvar, kísilgúrverksmiðju og aluminiumverksmiðju.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN Ieggja áherzlu á, að almenn-
ingi á íslandi verði veitt tækifæri til þátttöku í þessum at-
vinnurekstri og aðild ríkisins að honum sé ekki meiri en
brýn nauðsyn krefur.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN benda á, að tryggur markað-
ur er undanfari aukinnar framleiðslu og því verður rótgróið
skilningsleysi á nauðsyn sölutækni og markaðsþekkingar er-
lendis fyrir íslenzkar framleiðsluvörur að víkja fyrir nýju
mati á mikilvægi þessarar starfsemi.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN Iýsa stríði á hendur fjármála-
spillingu í landinu og skora á Alþingi íslendinga að taka upp
einarða baráttu gegn henni, m. a. með setningu réttlátrar
skattalöggjafar, sem útiloki skattsvik og aðra spillingu í
skjóli hennar.
UNGIR SJÁLFSTÆÐISMENN heita á alla þjóðholla ís-
lendinga að fylkja sér að baki ríkisstjórn landsins til lausn-
ar þeim vandamálum, sem nú steðja að og taka höndum
saman um að beina kröftum þjóðarinnar að raunhæfu starfl
til bættra lífskjara hennar á næstu áratugum.
Frá Borgarnesi.
ÍFyrirlestrar um
þjóðfélagsmál
ólafur Björnsson
Þátttakendur úr Reykjavík og
Suðurnesjum munu leggja af
stað kl. 13.30 á laugardag frá
Valhöll við Suðurgötu, en gert
er ráð fyrir að ráðstefnan hefjist
kl. 17.00 í Hótel Borgarnesi, þeg-
ar að loknum fundi Kjördæmis-
ráðs Vesturlandskjördæmis.
Ásgeir Pétursson
Þórir Einarssor
Þeir sem ekki hafa þegar til-
kynnt þátttöku en hyggjast fara
til ráðstefnunnar eru vinsam-
lega beðnir að tilkynna það skrif
stofu SUS í Reykjavík eða félög-
um ungra Sjálfstæðismanna í
N Efnahagsvandamálin hafa reynzt
íslendingum þung í skauti og
erfið úrlausnar allt frá því lýð-
veidi var stofnað á íslandi 1944.
Á þeim tíma sem -síðan er liðinn
hefur jafnvægisleysi í efnahags-
NK. þriðjudag, 5. maí, flytur
Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son, alþm., fyrirlestur á veg-
um Heimdallar FUS um stjórn
málaflokka, hlutverk þeirra
og mismunandi skipulag. Er
þetta sjötta og síðasta erindi í
fyrirlestraflokki Heimdallar
um þjóðfélagsmál, sem flutt
hafa verið í vetur. Hafa erindi
þessi verið mjög vönduð og
vakið mikla athygli þeirra,
sem á hafa hlýtt og verið fjöl-
sótt. Eru Heimdallarfélagar
eindregið hvattir til þess að
fjölmenna á fyrirlestur Þor-
valdar Garðars á þriðjudag-
inn kemur kl. 8.30 í Valhöll.
Ráöstef na um helgina í Borgarnesi
um jafnvægi í efnahagsmálum
fsviði efnahagsmála, þeir próf.
Ólafur Björnsson, sem mun ræða
um peninga- og verðlagsmál,
Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð-
j.ngur, sem mun ræða um ríkis-
búskapinn og Þórir Einarsson,
viðskiptafræðingur, sem mun
fjalla um kaupgjaldsmál.
Árni Grétar Finnsson, formað-
ur Sambands ungra Sjálfstæðis-
manna, setur ráðstefnuna, en Ás-
geir Pétursson, sýslumaður í
Borgarnesi, flytur ávarp.
Störf ráðstefnunnar munu
fara fram í Hótel Borgarnesi og
munu sækja hana ungir Sjálf-
stæðismenn úr Vesturlandskjör-
dæmi öllu, Reykjavík og Reykja-
Árni Grétar Finnsson
NÚ UM helgina, 2.—3. maí, efnir
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna og Félag ungra Sjálfstæð-
ismanna í Mýrarsýslu til helgar-
ráðstefnu í Borgarnesi, um jafn-
vægi í efnahagsmálum.
Til ráðstefnu þessarar hefur
mjög verið vandað og flytja þar
erindi þekktir sérfræðingar á
Bjarni Bragi Jónsson
málum hrjáð þjóðina mjög. Það
er því vissulega tímabært að
ungir Sjálfstæðismenn taka þetta
vandamál nú til umræðu og er
þess að vænta að af því geti orð-
ið nokkurt gagn.
- - * • “* — — - **■•* ■ **•
Tilkynniö þátttöku í Borgarnes-
ráðstefnunni í sima 17103