Morgunblaðið - 09.05.1964, Page 1
24 siður
Finnskir hermenn komu sl. þriðjudag til Nicosia á Kýpur til að st arfa þar í gæzluliði SÞ. — Komu þeir til höfuðborgarinnar frá
Dhekelia, og vakti koma þeirra mikla athygli, því þeir komu á reiðhjólum. En vegalengdin milli borganna er 65 kilómetrar. Munu
finnsku hermennirnir nota reiðhjól við gæzlustörfin.
IJr skýrslu sjónvarpsnefndar:
Sjdnvarp um allt land 1970-1972
Kostnaður 180 millj. kr.
Sfónvarp, sem næði til 60% lands-
manna, kostar 33 milljónir króna
GYLFI Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra, skýrði á fundi
Nýrri gerð eld-
flouga shotið
írú íslandi
Firenze (Flórenz) Ítalíu, 8. mai
(AP)
VÍSINDAMENN frá 30 lönd-
um eru saman komnir í Flórenz,
þar sem fundír hófust í dag hjá
alþjóða geimrannsóknarnefnd-
inni (COSPAR) Á fundinum í
dag skýrði franski fulltrúinn, P.
Tardi, m.a. frá því að Frakkar
muni i sumar skjóta tveimur eld-
flaugum á loft til geimrannsókna
frá íslandi.
Tardi sagði að eldflaugar þess-
ar væru af nýrn gerð, og að til-
raunum m.eð þær hafi ekki lokið
íyrr en í síðasta mánuði. Ekki
gaf hann frekari skýringar á
tilgangi tilraunanna.
Sameinaðs Alþingis í gær frá
skýrslu sjónvarpsncfndar. —
Kom þar m.a. fram:
• Nefndin hefur gert tvær
áætlanir um stofnun sjón-
varps á íslandi. Báðar eru
miðaðar við, að undirbúningi
verði lokið árið 1966, og geti
framkvæmdir þá hafizt. Önn-
ur er miðuð við að ljúka upp-
setningu sjónvarpskerfis fyrir
landið allt á 5 árum, eða
1966—1970. Hin er miðuð við
að ljúka verkinu á 7 árum,
1966—1972.
• Stofnkostnaður vegna
sjónvarpshúss og dagskrár-
tækja er talinn 20 millj. kr.
• Sendir í Reykjavík, 500
watta, eða helmingi sterkari
en Keflavíkursendirinn, er
talinn kosta 4 millj. kr.
• Stofnkostnaður sjón-
varps, sem næði til Reykja-
víkur og nágrennis, væri því
24 millj. kr.
• Bygging aðalsendis á
Skálafelli (austan Svína-
skarðs milli Mosfellssveitar
og Kjósar) kostaði 9 millj. kr.
• Stofnkostnaður sjón-
varps, sem næði til Suður-
nesja, inestalls Suðurlands-
undirlendis, Borgarfjarðar og
sunnanverðs Snæfellsness
mundi því samtals nema 33
millj. kr. Á þessu svæði búa
um það bil 60% þjóðarinnar.
• Nauðsynlegur stofn-
kostnaður ásamt byggingu
aðalsendistöðva, sem ná
mundu j stórum dráttum til
landsins alls, er talinn nema
38.5 millj. kr. til viðbótar við
fyrrnefnda upphæð (eða alls
71.5 millj. kr.)
• Bygging minni endur-
varpsstöðva og strengjalögn,
til þess að.tryggja öllum lands
mönnum afnot af sjónvarpi,
mundi kosta 99.5 millj. kr. til
viðbótar.
• Heildarstofnkostnaður ís
lenzks sjónvarps, sem næði til
allra landsmanna, væri því
171 millj. kr. Fljótlega þyrfti
að bæta við tækjum, sem
kosta 9 millj. kr., svo að alls
er kostnaðurinn áætlaður 180
millj. kr.
• Ríkisstjórnin hefur
skýrsluna til athugunar, og er
líklegt, að ákvarðanir í þessu
Flugslys:
44 f órust
Concord, Kalifórníú, 8. maí
-• (AP) —
BANDARÍSK farþegaflugvél
af gerðinni Fairchild F 27
fórst á fimmtudag um 65 kíló-
metrum fyrir austan San
Francisco, og með henni 41
farþegi og þriggja manna
áhöfn.
Flugvélar þessar eru skrúfu-
þotur, tveggja hreyfla, og smið-
aðar í Bandaríkjunum sam-
"
Siðustu fréttir
New York, 8. maí (AP)
NBC útvarpið bandariska
hafði það í dag eftir „áreið-
anlegum heimildum“ í Was-
.íington að flugmaðurinn á
Fairchild-vélinni, sem hrapaði
í Kaliforníu, hafi verið skot-
inn. Fréttaritari NBC í Was-
'iington segir að fundizt hafi
segulbandstæki í brakinu.
Cpptökuspólan var óskemnvl,
og á henni mátti heyra flug-
manninn segja tvívegis að
nann hafi verið skotinn. Einn-
ig hefur fréttaritarinn það
eftir sömu heimildum að þetta
sé ástæðan til þess að flugvélin
fórst.
kvæmt sérstökum samningi við
Fokker-flugvélasmiðjurnar vest-
ur-þýzku. Þýzku vélarnar af
sömu gerð nefnast Rokker
Friendship. Yar flugvélin á leið-
inni frá Reno í Nevada til .San
Francisco.
Ekki er vitað hvað olli slysinu.
Og rannsókn málsins verður
mjög erfið því flugvélin splundr-
aðist er hún féll til jarðar.
Síðast þegar fréttist frá flug-
vélinni var allt í lagi um borð.
Vélin var þá í tvö þúsund feta
hæð og á réttri .flugleið. En
skömmu seinna var eins og flug-
Framhald á hls. 23.
Framhald á síðu 23
Klnverjar neita að
ræða við Rússa
Stórsagur Verkamanna-
flokksins i
London, 8. maí (AP)
Bæjarstjórnarkosningar fóru
fram í 336 bæjum á Englandi
og í Wales og í 32 hverfum í
London. — Kosnir voru um
4.500 bæjarfulltrúar. Taln-
ingu er. ekki lokið, en Verka-
mannaflokkurinn hefur þeg-
ar bætt við sig 259 fulltrúum
og tryggt sér % fulltrúanna í
borgarhverfunum í London.
Bretlandi
Segja talsmenn Verkamanna-
flokksins að með sama árangri í
þingkosningunum í haust, muni
flokkurinn fá um 100 sæta meiri-
hluta á þingi, eða svipaðan meiri-
hluta og íhaldsflokkurinn hefur
nú.
Verkamannaflokkurinn h'efur
fengið 1.531 fulltrúa kjörinn, unn
ið 308 sæti, en tapað 49. íhalds-
flokkurinn hefur unnið 127 sæti,
en tapað 270, og er heildartap
flokksins því 143 sæti. Þá hafa
Frjálslyndir tapað 59 sætum.
Telja útilokad að halda ráðstefnu um ágrein-
ingsmálin fyrr enn eftir fjögur til fimm ár
Tókíó, 8. maí (AP)
SKÝRT var frá því í- Peking
í dag að kínverska stjórnin
hafi tilkynnt stjórninni í
Moskvu að ekki væri unnt að
kalla saman alþjóðaráðstefnu
til að ræða deilur Kínverja og
Rússa fyrr en í fyrsta lagi eft-
ir fjögur til fimm ár.
Kemur þetta fram í bréfi
kínversku stjórnarinnar dag-
settu 7. maí. Þar segir enn-
fremur að útilokað sé að halda
fund fulltrúa Kína og Sovét-
ríkjanna um málið fýrr en í
niaí næsta ár.
Er bréf þetta svar við bréfi
Sovétstjórnarinnar frá 7. marz
sl., þar sem lagt er til að við-
ræður fulltrúa Kína og Sovét-
ríkjanna verði haldinn í þessum
mánuði, svo verði fundur full-
trúa 26 kommúnistaflokka hald-
inn í júní-júlí í sumar til að und-
irbúa alþjóðaráðstefnu kommún-
ista í haust.
í svarinu segja Kínverjar að
alþjóðaráðstefna þurfi mikinn
undirbúning til að tryggja að
hún beri árangur. Þessvegna sé
fyrirsjáanlegt að ekki verði unnt
að halda ráðstefnuna fyrr en eft-
ir fjögur til fimm ár. Varðandi
fund fulltrúa Kússa og Kínverja
í þessum mánuði, segir í svarinu:
„Miðað við núverandi aðstæður
er ekki aðeins útilokað að halda
þennan tveggja flokka fund í
maí, heldur væri einriig of
‘"nemmt að halda hann í október.
Framhald á 2. síðu.