Morgunblaðið - 10.05.1964, Qupperneq 6
MORGU N BLADIÐ
Sunnudagur 10. maí 1964
Sjónvarpið
HÉK birtist úrdráttur úr síð-
ari hluta ræðu menntamála-
.ráðherra, Gylfa Þ. Gíslasonar,
sem hann hélt í Sameinuðu
Alþingi á föstudag um stofn-
-i, un íslenzks sjónvarps. Fyrri
hlutinn birtist í Mbl. á laug-
ardag.
Rekstrarkostnaður
Varðandi rekstrarkostnað ís-
lenzks sjónvarps er það að segja,
að hann skiptist í þrjá liði: byrj-
unarkostnað, fastakostnað og
dagskrárkostnað. f skýrslu sjón-
varpsnefndarinnar er gert ráð
fyrir því, að samið verði við er-
lenda aðila um margvíslega
tækniaðstoð í sambandi við und-
irbúning islenzks sjónvarps. Ef
endanleg ákvörðun er tekin nú á
næstunni um að koma á fót ís-
lenzku sjónvarpi, mundi vera
hægt að hef ja íslenzkar sjónvarps
sendingar 1966. Telur nefndin
slíkan byrjunarkostnað' mundi
verða Vz millj. kr. nú á þessu ári,
2,5 millj. á næsta ári, 1 millj. ár-
ið 1966 og síðan % millj. árlega.
Þegar sjónvarpssendingar hefjast
er talið, að þörf sé á 30 föstum
starfsmönnum. Laun þeirra, á-
samt rekstri endurvarpsstöðva,
viðhald véla og öðrum rekstrar-
kostriaði, eru talin munu verða 9
millj. kr. á fyrsta starfsári sjón-
varpsins eða 1966 og gerir nefnd-
in síðan ráð fyrir 1,5 millj. kr
aukningu kostnaðar á ári. Talið
er, að meira en helmingur fasta-
kostnaðarins stafi beinlínis af
undirbúningi dagskrár, sem krefj
ist mun meiri þátttöku fastra
starfsmanna í sjónvarpi en hljóð-
varpi. Við þennan fastakostnað
mun síðan bætast, annar nauðsyn
legur kostnaður við öflun og
flutning dagskrárefnis. Gert er
ráð fyrir því að vérja 10 millj.
kr. fyrsta starfsárið til öflunar
sjónvarþsefnis og faH sá kostn-
9 aður vaxandi um 2 millj. kr. á
ári á næstu árum. Gert er ráð
fyrir því að leigja erlent sjón-
varpsefni á kvikmyndum og
kaupa fréttamyndir erlendis frá.
Jafnframt er nauðsynlegt að
verja verulegu fé til þess að gera
og kaupa íslenzkar kvikmyndir.
Sjónvarpsnefndin hefur gert
sýnishorn af fjögurra vikna sjón-
varpsdagskrá, þar sem gert er ráð
* fyrir tveggja stunda daglegri dag
skrá auk síðdegissendinga á laug-
ardögum og sunnudögum. Er á-
ætlunin um 10 millj. kr. dagskrár
kostnað fyrsta árið miðaður við
þessar dagskráráætlanir. Áætlan-
ir um rekstrarkostnað eru þann-
ig, að í undirbúningskostnað er
nauðsynlegt að verja 13,5 millj.
kr. í áf og næsta ár. Síðan er
heildarrekstrarkostnaðurinn tal-
inn munu verða 20 millj. fyrsta
starfsárið en u.þ.b. tvöfaldast á
fyrstu sjö árunum.
/
Tekjuöflun
Tillögur sjónvarpsnefndarinn-
ar um tekjuöflun til að standa
straum af greiðslu stofnkostnaðar
og rekstrarkostnaðar íslenzks
sjónvarps eru í stuttu máli þess-
ar:
Nú munu vera um 2.500 sjón-
varpstæki í eigu íslendinga. —
Nefndin gerir ráð fyrir því, að
kaup sjónvarpstækja munu vaxa
mjög ört á næstu árum og muni
tala þeirra 1972 vera komin upp
í '27 þúsund. Nefndin gerir ráð
fyrir því, að vegna hins mikla
stofnkostnaðar við dreifingarkerfi
sjónvarps á íslandi sé eðlilegt að
leggja sérstakt stofngjald á sjón-
varpsnotendur. Yrði það 1000,00
kr. á hvert viðtæki og Jnnheimt
einu sinni með fyrsta afnota-
gjaldi. Á sjö ára‘ tímabilinu.
1966—1972, gerir nefndin ráð fyr-
ir því, að 27,0 millj. kr. fáist með
þessum hætti. Þá gerir nefndin
ráð fyrir a.m.k. 1500,00 kr. ár-
legu afnotagjaldi. Yrðu tekjur af
því fyrsta starfsárið eða 1966, 12
rrvillj- kr., en yrðu orðnar 40,5
millj. kr. á árinu 1972. Þá gerir
nefndin ráð fyrir tekjum af aug-
lýsingum, 4,5 millj. kr. fyrsta árið
eða 1966, en 13,5 millj. kr. árið
1972. Þá leggur nefndin til, a.m.k.
fyrsta áratuginn séu íslenzku
sjónvarpi fengnar tekjur af inn-
flutningi sjónvarpstækja eða
framleiðslu þeirra í landinu, enda
hafi Ríkisútvarpið á sínum síma
verið byggt upp meðal annars
með þeim hætti. Gerir nefndin
ráð fyrir þvi, að sjónvarpið fái á
einn eða annan hátt sem svarar
80% aðflutningsgjalda af sjón-
varpstækjum eða um 4.400,00 kr.
á tæki. Gerir hún ráð fyrir frá
8,8—;17,6 millj. kr. árlegum tekj-
um af þessu, eða samtals 116,6
millj. kr. tekjum handa sjónvarp-
inu á árunum 1964—1972.
Miðað við þessa tekjuöflun
væri hægt að greiða þann árlega
rekstrarkostnað, sem ég gat um
áðan, fyrstu sjö starfsárin og all-
an stofrikostnaðinn samkvæmt 7
ára framkvæmdaráætluninni án
nokkurrar lánsfjáröflunar. Ef
framkvæmdirnar yrðu hafðar
hraðari og þeim hagað eftir fimm
ára framkvæmdaáætluninni yrði
um nokkra lánsfjárþÖrf að ræða
á árunum 1969—1971, mest 28,0
níillj. kr. árið 1970.
Dagskrá
Mér þykir rétt að fara nokkr-
Nefndin, sem gerði sjónvarps skýrsluna og undirbjó stofnun íslenzks sjónvarps. Á myndinni
eru, talið frá vinstri: Björn Th. Björnsson, listfræðingur, Þorvaldur G. Kristjánsson, alþm^
Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, Sigurður Bjarnason, ritstjóri, Benedikt Gröndal, ritstjóri, Vil-
hjálmur Þ. Gíslason, útvarpsstj óri og Þorsteinn Hannesson, söngvari.
um fleiri orðum um það, sem seg-
ir í skýrslunni um hugsanlega dag
skrá íslenzks sjónvarps. Lögð er
áherzla á, að nauðsynlegt sé að
dagskrá sé þegar í upphafi nægi-
lega löng og góð til að hvetja al-
menning^ til tækjakaupa. Þess
vegna er ekki talið hægt að byrja
t.d. á 30 mínútna efni á dag og
auka það smám saman. Er því
gert ráð fyrir að byrja á 2 klst.
daglegri sjónvarpsdagskrá, en
gera ekki ráð fyrir stöðugri leng-
ingu, heldur tveggja’ til þriggja
stunda sjónvarpi fyrstu 5—10 ár-
in. Að sjálfsögðu yrði ekkert því
til fyrirstöðu að sjónvarpa mun
lengur einstaka daga þegar sér-
stakt tilefni gefst. Er gert ráð
fyrir því að byrja dagskrá ávallt
kl. 20, en senda endurtekið efní
síðdegis á laugárdþgum og sunnu
dögum. Gert er ráð fyrir 15 mín-
útum í fréttir og 15 min. í aug-
lýsingar, kl. 20.30 til 21. f dag-
skrársýnirhornum er frumflutt
íslenzkt efni 40—50% af heildar-
tíma dagskrérinnar. Við þetta
bætast úðan fréttakvikmyndir og
fræðslukvikmyndir, þar sem ís-
lenzkt tal yrði flutt með mynd-
unum og stærri kvikmyndir, þar
sem íslenzkir textar yrðu með.
Sem dæmi um sjónvarpsefni má
nefna samtals- og spurninga-
þætti ýmiss konar, barnaþætti,
einfalda tónlistarviðburði, ein-
föld leikrit, þar sem ekki er kraf-
izt umfangsmikillar sviðsgerðar,
ýmsa atburði, sem gerast á tak-
mörkuðum bletti, , erindi, sem
skýrð eru með ýmiss konar
myndum og íslenzkar kvik-
myndir. Erlent efni yrði fyrst í
stað allt í kvikmyndum, en síð-
ar koma eflaust segulbönd til
skjalanna. Afla mundi verða
langra kvikmynda, sem upphaf-
lega eru gerðar fyrir kvik-
myndahús, og textar þá ýmist
verða skriflegir neðanmáls eða
þulur læsi öðru hvoru efnisskýr-
ingar. í kvikmyndir eða leikrit,
sem sérstaklega eru tekin fyrir
sjónvarp, en í þessum flokki eru
flestir vinsælustu sjónvarpsþætt-
ir veraldar, yrði einnig að setja
neðanmálstexta, en láta tón
frummyndarinnar halda sér. Með
erlendum fræðslumyndum yrði
ávallt að flytja íslenzkt tal. Eru
slíkar myndir oft tengdar stór-
viðburðum samtíðarinnar, og þá
gjarnan samfellt yfirlit, sem
gert er úr beztu fréttamyndum.
Gert er ráð fyrir því að gerá
fasta samninga við eitt eða fleiri
alþjóðleg fyrirtæki um kaup
fréttakvikmynda, sem þá myndu
berast hingað með svo til hverri
flugvél. Við slíkt efni yrði sett-
ur íslenzkur texti.
Skólasjónvarp
Þá hefur sérstök athugun ver-
ið gerð á skilyrðum þess að taka
Sætta sig við allt
ÞÁ er allt utlit fyrir að sjón-
varpið komi. Ei það út a£ fyrir
sig ánægjulegt — og vona allir,
að með því verði stigið fram-
faraspor. Lélegt sjónvarp er lak
ara en ekkert. Mönnum kemur
bara ekki saman um hvað sé
lélegt og ekki lélegt.
Ég held að dómur manna um
sjónvarp og yfirleitt allt, sem
menn njóta i fristundum, bygg-
ist að nokkru leyti á þörfinni
fyrir dægrastyttingu. Sumir
hafa alltaf nóg að starfa, eiga
Tnikið af áhugamálum og kom-
ast aldrei yfir helminginn af
öllu því, sem þeir ætla sér að
gera. Aðrir þurfa alltaf að vera
að drepa tíniann. hafa alltaf nóg
að starfa, eiga mikið af áhuga-
málum og komast aldrei (yfir
helminginn af öllu því, sem
þeir ætla sér að gera. Aðrir
/ þurfa alltaf að vera að drepa
tímann, hafa ekki rænu á að
finn nein viðfangsefni í frístund
unum — og þeir fafá á lélegar
kvikmyndir, horfa á leiðinlegt
sjónvarp og hlusta á leiðinlegt
útvarp, — sætta- sig við allt,
sem „drepur timann“.
Landeyður
Annars er lifið svo stutt, en
getur areiðanlega verið það
fagurt hjá ölium, að mér finnst
það hálfgert guðlast að tala um
að „drepa umann.“ Gærdagur-
inn kemur ekki aftur og fram-
farasinnað folk fagnar hverjum
nýjum degi vegna þess að hann
»<&$ -f,
upp islenzkt skólasjónvarp, en
með því er átt við dagskrá, sem
beint væri inn í skólana og nem-
endur tiltekinna bekkja horfðu
á í kennslustundum í skólanum.
Sérstök ástæða er til þess að
benda á gildi sjónvarpskennslu
fyrir strjálbýli, þar sem erfitt er
að njóta starfs sérmenntaðra
kennara í einstökum* greinum og
dýr kennslutæki eru ekki til ráð-
stöfunar.
Skipulagsmál
Um skipulagsmál íslenzks sjón-
varps er það að segja, að sjón-
varpsnefndin telur tvímælalaust
hagkvæmt og skynsamlegt, að
sjónvarp verði deild í Ríkisút-
varpinu við hlið hljóðvarps. Við
það sparist verulegt fé, þ. e. ekki
þurfi þá sérstakt skrifstofuhald
til að stjórna sjóriyarpinu og
margvíslegur annar kostnaður
geti verið sameiginlegur. Segir
í skýrslunni, að í nágrannalönd-
um, sem fregnir fari af, hafi
sjónvarp vaxið upp undir hand-
arjaðri hljóðvarps, og eigi þetta
jafnt við um ríkisstofnanir i Ev-
rópu ,sem einkafyrirtæki í Amer-
íku. Hins vegar telur nefndin
rétt, að þegar tveggja til þriggja
ára reynsla hafi hlotizt af is-
lenzku sjónvarpi, sé tímabært að
taka heildarlöggj öfina um útvarp
til endurskoðunar, enda sé hún
í meginatriðum 30 ára gömul.
boðar starf og átök við lífið.
Ekki vegna þess að þá er einum
degi skemmra til næstu helgar.
Þess vegna segi ég það, að
íslenzkt sjónvarp á ekki að
hjálpa íslendingum til að
„drepa tímann“, heldur að
fræða og byggja upp. Ef allir
finna störf við sitt hæfi (og það
ættu allir að geta) — þá eigum
við ekki að þurfa nein tíma-
drepandi-tæki. Mér finnst þ^ð
algerar iandeyður, sem stöðugt
þurfa að finna eitthvað til að
„drepa tímann.“ Viðfangsefni
á íslandi eru óteljandi.
Öfugmæli
Ein bálreið hringdi til mín í
gærmorgun og spurði, hvort
Reykvikingum væri nauðsyn-
legra að fá tóbak og sælgæti en
matvörur um helgar. Ég sagði
auðvitað, að ég gæti ekki svar-
að þessu —■ nema fyrir mig per-
sónulega. Ég þyrfti ekki á tó-
baki né sæigæti að halda um
helgar fremur en aðra daga.
Hins vegar borðaði ég senni-
lega meira um helgar en alla
aðra daga, en ég viðurkenndi
díka að það er ekkert hollt.
En sú, sem hnngdi, taldi þetta
alger öfugmæli. Leyfa ætti sölu
á öllum nauðsynjavarningi um
helgar, en stöðva þá sölu á tó-
baki og sæ.gæti.
Þetta er ekki svo vitlaus til-
laga. A.m.k. stuðlaði slíkt fyrir-
komulag frekar að heilbrigði
þjóðarmnar. Hins vegar kemur
þá sú spurning, hvort bönn og
hömlur séu réttu aðferðirnar til
að auka heilbrigði og bæta
kjark manna. Ekki alltaf. En úr
því að munaðarvarningur er
seldur um helgar, því ætti þá
ekki að. leyfa sölu nauðsynja-
varnings? Það er von að konan
spyrji og það gera yíst fleiri.
Kveðjur frá ferðamanni
Og toks kemur hér ein að
austan:
Rússneskur ferðamaður, Pop-
ov, fór til Póilands og sendi
heim póstkort — og á það var
skrifað: Kveðjur frá hinni
frjálsu Varsjá.
Næst kom frá hopum kveðja
frá Tékkoslóvalíiu: Kveðjur
frá frjálsri Prag,
Frá Ungverjalandi skrifaði
hann: Kveðjur frá frjálsri Búda
pest.
Síðasta kortið kom frá Vínar-
borg í Ausmrríki: Kveðjur frá
frjálsum Popov.