Morgunblaðið - 10.05.1964, Síða 13
fvnun*ví y mm vi w u v^nnrwvrvrvrvrv1vrww vf w u « w « «5 *«w
Sunnudagur 10. jnaí 1964
MORGUNBLADIÐ
13
BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ
1D
VENTILL*
nsaBsnBBsaSÍMI 35313nsnoi
Höfum opnað bifvélaverkstæði í Sanítas-
húsinu við Köllunarklettsveg við Klepps-
veg.
Tökum að okkur ventlaslípingar,
fljót og góð þjónusta.
Píanóflufningar
Vinsamlegast athugið
Tek að mér ílutninga á píanóum og öðrum þung-
um og vandmeðförnum stykkjum.
Þaulvanir menn. — Fljót og góð þjónusta.
Píanófiulniitgar
ÞungafButETÍngar
HILMAR BJARNASON
SÍMI 24674.
Sími á Sendibílastöðinni h.f., 24113.
f ylgizt með
tímanum
fljúgið með þofum PAN AMERICAN
það kostar aðeins 8044 krónur
hl NEW YORK og til baka
og aðeins 6964 til
KAUPMANNAHAFNAR nm L0ND0N
og lil baka.
það koslar ekkert
að láta okkur panta hótelherbergið.
Allar nánari upplýsingar veila:
PAN AMERICAN á íslandi
Nafnarsfræti 19,
Símar 10275 og 11644
og ferðaskrifstofurnar
ma*
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
X
StlNNUFERDIR
n?eð 'islenzkum fararstjórum
sumarið 1964
Margra ára reynsla að baki tryggir farþegn m okkar skemmtilegt og snurðulanst ferða-
lag undir leiðsögn reyndra fararstjóra. F1 estar ferðir okkar eru farnar óbreyttar ár
eftir ár. Vinsælar og viðurkenndar ferðir a'f þeim fjölmörgu, sem reynt hafa.
Norðurlandaferð 1. júlí — 17 dagar.
Flogið til Bergen og farið þaðan i viku ferðalag um hinar undurfögru norsku fjarða
og dala byggðir. Leiðin er skipulögð um margar af heimabyggðum íslenzku landnáms-
mannanna. Dvalið í Osló og nokkra daga i Kaupmannahöfn áður en farið er heim.
Byggðir Vestur-íslendinga og Heimssýningin, 27. júlí — 7—30 dagar.
Þessi ferð er miðuð við Heimssýninguna i New York og ferðalög um byggðir Vestur-ís-
lendinga, í Kanada og Bandarikjunum. Dvalið verður á Gimli á hinum veglegu hátíða-
höldum íslendingadagsins á 75 ára afmæli íslenzka landnámsins í Nýja Islandi, þar sem
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra verður heiðursgestur, sem fulltrui islenzku þjóð-
arinnar. Þeir, sem halda ferðina á enda fara vestur á Kyrrahafsströnd. Tilvalin ferð
fyrlr þá sem heimsækja vilja ættingja og vini Vestanhafs, skoða Ameriku og heimssýn-
inguna. Flogið er allar langleiðir.
París — Rínarlönd — Sviss, 26. ágúst — 18 dagar.
Þessi ferð til eftirsóttustu ferðamannastaða Mið-Evrópu er baeði skemmtileg og tilbreyt-
ingarík, en þó róleg, þar sem ekki er farið of hratt yfir. f París fær fólk tækifæri til að
skemmta sér í heimsborg gleðinnar og njóta þess að dvelja í hinni undurfögru borg á
Signubökkum. Dvölinni í hinum fögru og glöðu Rínarbyggðum gleymir enginn. Farið
er með skemmtibátum á Rín og tekið þáttí hinni óviðjafnanlegu Vínhátíð Rínarbúa,
sem haldin er meðan ferðafólkið dvelur þar. Loks er dvalið í Luzern, sem af mörgum
er talin fegurst af mörgum fjallaborgum A Ipalandsins. Meðan dvalið er þar gefst fólki
kostur á að fara í tveggja daga ferð suður yfir Gotthardskarð til ítaliu.
Edinborgarhátíðin, 23. ágúst — 7 dagar.
Flogið er til Glasgow og ekið þaðan til Edinborgar, þar sem dvalið er á frægustu lista-
hátið Evrópu, sem einnig er orðin einskonar samfelld skozk þjóðhátið með dönsum
leikjum og söng. Farið í stutt ferðalög um hinar undurfögru byggðir skozku háland-
anna, en auk þess gefst góður tími til hvildar og dvalar i hinni fögru höfuðborg Skot-
lands. Odýr og skemmtileg ferð, fyrir þá, sem ekki ætla í langa utanlandsferð í ár.
Italía í septembersól, 2. september — 21 dagur.
Þessi "ferð hefir reynzt óskaferðin til ítalu, því viðurkennd dönsk ferðaskrifstofa hefir
tekið upp okkar ferðaáætlun og notað fyrir vandláta ítaliufara. Flogið héðan til Mil-
ano, ekið siðan stutta áfanga og dvalið 2—4 daga i sögufrægustu og fegurstu borgum
ítaliu, Feneyjum, Florenz, Sorrento við Napoliflóann og fimm daga í Róm. í stað þess
að aka til baka upp alla ítaliu siglum við með glæsilegasta hafskipi ítala Leonardo da
Vincí 33.000 smál. með 3 sundlaugum og glæsilegum veizlusölum á næst dýrasta far-
rými til Cannes í Suður Frakklandi, ökum þaðan stutta leið til Nizza og dveljum þar
í nokkra daga áður en flogið er heimleiðis með viðkomu í London, eða Höfn að vild.
Þetta er vönduð ferð fyrir þá, sem njóta vi Ija septembersólar í fögrum byggðum og
frægum borgum Suðurlanda.
Síðsumardagar á Paradísareynni Mallorca, 4. sept. — 16 dagar.
Flogið til Mallorca og dvalið þar i hálfan mánuð á góðum hótelum, m.a. Bahia Palace
og Sant Ana, sem hundruð Sunnufarþega þekkja frá okkar vinsælu páskaferðum. Á
heimleiðinni er stanzað tvo daga í London og háegt er að framlengja ferðina þar á eig-
in vegum. Mallorca er sannkölluð paradis á jörð fyrir þá sem til þekkja og þangað
leitar fólk ár eftir ár, enda orðinn fjölsóttasti ferðamannastaður Evrópu.
London — Amsterdam — Kaupmannahöfn, 22. sept. — 12 dagar.
Ferð þessi var i fyrsta sinn farin í fyrra og hlaut þá vinsældir. Þetta er stutt og ódýr
terð, þar sem fólki gefst góður tími til að kynnast þremur helztu borgum Norður-
Evrópu, sem þó eru allar mjög ólikar. Hei msborgin London með sín miklu tizkuhús
og sögufrægð Amsterdam, sem speglast í fljótum og skurðnm Hollands og loks Kaup-
mannahöfn, borginni við Sundið, þar sem íslendingar eru alltaf eins og heima hjá sér,
í glöðum og góðum félagsskap.
Ítalía og Spánn, 25. september — 20 dagar.
Þetta er óvenjuleg ferð, þar sem fólki gefst kostur á að kvnnast ítaliu og Spáni i sömu
ferð og sigla með glæsilegu hafskipi Itala Cristoforo Colombo, sem er 34.006 lestir,
með sundlaugum og vei-zlusölum. Með skipinu er farið frá Napoli til Gíbraltar. Flogið
er til Rómar með viðkomu í London. Þaðan ekið til Napoli og Sorrento og dvalið þar
við Napoliflóann. Siglt út til Capri. Eftir hina skemmtilegu ferð með hafskipinu milli
Napoli og Gíbraltar er ekið um Sólströnd Spánar og dvalið í hinum víðfræga bað-
strandarbæ Torremolinos við Malaga. Þeir, sem ekki nota allan timann á baðströnd-
inni þar, skreppa í skyndiferð til Tangier í Marokko. Frá Malaga er ekið hina undur-
fögru fjallaleið norður um Granda til Madrid. Þaðan er flogið beim með viðkomu í
London.
Allar Sunnuferðir eiga það sameiginlegt að eingöngu eru notuð góð hótel, sem þekkt
éru að því að hafa góðan mat og þjónustu. Engar þreytandi bilferðir. Flogið eða siglt
með skemmtiferðaskipum lengstu áfangana. Reyndir fararstjórar, sem hafa allt að
fimm ára reynslu við farar^tjórn í vinsælustu SUNNUFERÐUM. 1 öllum ferðunum
getur fólk framlengt dvölina erlendis og flogið heim síðar með áætlunarvélum.
Við gefum sjálfum okkur ekki einkun, en spyrjið þá sem reynt hafa. Mörg hundruð
ánægðra viðskiptavina hafa ferðast á vegum SUNNU i hópferðum og sem einstakling-
ar. Margir ár eftir ár og oft á ári. Vitnisburður þcssa fjölmenna hóps viðskiptavina
er okkar bezta auglýsing.
Ferðaskrifstofan
SUNIMA
Bankastræti 7.
Símar 16400 og 21020.
Biðiið um nákvæmar ferðaáæltanir.
komið, skrifið, eða fcímið.
PANTIÐ SNEMMA, þegar eru margir
skráðir þátttakendur og aðeins hægt a&
taka 20—30 manns í ferð.