Morgunblaðið - 12.05.1964, Page 26
26
MORGUNQi.AÐIÐ
Þriðiudagur 12. maí 1964
Akureyri vann
Val með 6:0
AKTJREYRINGAR glöddu hjörtu
reykvískra knattspyrnuunnenda
um helgina og voru ljósgeislinn
móti lélegum Leik Reykjavíkur-
liðanna. Þeir kepptu við Vals-
menn og leikurinn var ekki liður
í neinu móti, heldur aðeins vina-
leikur, þar sem Akuryringar
voru hér á ferð vegna baeja-
keppni við Keflavík.
En þeir, sem sáu Akureyrar-
liðið urðu ekki fyrir vonbrigð-
um. Þeir sáu lið, sem lék hratt
og ákveðið, sýndi góðan samleik,
baráttu og markskot sem mark-
vörður Vals hafði ekki mögu-
Kefluvík vann
Abnieyrí 2:0
BÆJAKEPPNI í knattspyrnu
milli Keflvíkinga og Akur-
eyringa, sem verið hefur ár-
legur viðburður hin síðari
ár, fór fram s.l. laugardag
á grasvellinum í Njarðvíkum.
Keflvíkingar sigruðu með
2 mörkum gegn 0 í góðum
baráttuleik. Er það almennt
álit að Keflavikurliðið sé nu
mjög vaxandi lið og sé ekki
útilokað að liðið komi til með
að blanda sér í baráttu um
efstu sætin í keppni 1. deild-
ar liðanna á þessu sumri.
■MHMHMMIHMMBMðu
leika til að verja. I heild allgóð
ur leikur hjá Akureyringum
gegn stöðu liði Vals, seinhugs-
andi og klaufalega, svo um mikla
mótspyrnu varíf aldrei að ræða.
Akureyringar tóku undirtökin
í leiknum þegar í byrjun þó
nokkur bið yrði á markaregni.
Fyrsta markið kom í lok fyrsta
stundarfjórðungs og skoraði ný-
liði í Akureyrarliðinu á vinstra
kanti það með fallegum til'burð
um. Fyrir hlé bætti svo Stein-
grímur Björnsson, hinn gamal-
kunni landsliðsmaður öðru marki
við með fallegum aðdraganda og
fallegu skoti.
Akureyringarnir léku vel út á
kantana, brunuðu upp völlinn,
skipti eftir skipti og splundruðu
vörn Valsmanna. Hraði 1 leik
þeirra var mikill og góður, og ef
þeir geta haldið þessum leiksvip
þá verða þeir vart í vandræð-
um að skjóta sér upp í 1. deild
ma á ný.
í síðari hálfleik höfðu Akur-
eyringar öll völd á vellinum og
^skoruðu 4 mörk til viðbótar. —
Steingrímur skoraði 3. markið
og Kári Árnason sá um tvö næstu
mörk og Skúli Agústsson sagði
síðasta orðið með hörkusikoti sem
Björvin markvörður hafði engin
tök á að verja. (sjá mynd).
Valsmenn áttu mun færri upp
hiaup en komust þó í marktæki-
færi en örugg vörn Akureyringa
ekki sízt "hjá ungum markverði
þeirra, afstýrði allri hættu.
Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ afhendir Ármanni Grettis-
beltið og verðlaunapening. X.h. Guðmundur Steindórsson
sem varð annar.
Eslandsglíman:
Ármann J. Lárus-
son vann í 12. sinn
ÁRMANN J. Lárusson Breiða-
bliki vann Grettisbeltið, æðstu,
elztu og virðulegustu verðlaun
ísl. glimu í 12. sinn er íslands-
gliman var háð að Hálogalandi
s.l. sunnudag. Ármann lagði alla
sína keppinauta og hlaut 8 vinn-
inga. Var hann öruggasti glímu-
maður keppninnar, þó honum
gengi einna erfiðlegast með
Hilmar Bjarnason KR.
Íslandsglíman var sviplík
fyrri glímumótum vetrarins. Bar
nokkuð á boli, því algengt er að
verða að glímumenn „setjist“
um leið og flautað er til átaka.
í>á komu og mótmælaraddir við
úrskurði dómara bæði frá glímu
mönnum sjálfum og allháværar
og æstar raddir úr hópi áhorf-
enda.
En úrslit glímunnar nú urðu
þessi:
ísl.meistariÁrma nn J. Lárus-
son Breiðablik 8 vinninga.
2. Guðm. Steindórsson HSK 7 v.
3. Yngvi Guðmundss. Br.bl. 6 —
4. Kristinn Guðmundsson Á 5 —
5. Hilmar Bjarnason KR 4 —
6. Garðar Erlendsson Á 3 —
7. Hamjps Þorkelsson KR 2 —
8. Valgeir Halldórsson Á 1 —
8. Össur Thorfason Á 0 ■—
Sigur utanbæjarmanna er því
glæsilegur á þessari íslands-
glímu, skipuðu 3 efstu sætin.
Sjötta mark Akureyringa gegn Val. Skúli Ágústsson skorar af vítatcig óvaldaður. Allar mynd-
ir tók Sveinn Þorm.
Þróttur varm Vík-
ing / télegum leik
LEIKUR Þróttar og Víkings í
Reykjavíkurmótinu á sunnudags
kvöld var ekki ofinn úr hinum
fínni þráðum knattspyrnulistar-
innar. Leikurinn var liklega lak
asti leikur mótsins og hefur þó
ýmislegt misjafnt sézt. Þróttur
fór með sigurinn 3 mörk gegn 1
eftir þófkenndan leik.
Framan af var leikurinn mjög
jafn og mátti vart á milli sjá
hvort liðið var lakara. Bæði lið
áttu tækifæri sem misnotuð
vöru, sum af klaufaskap sem
aldrei ætti að sjást hjá meist-
araflokksliðum. Leiktíminn leið
með tilgangslausum spörkum,
hlaupum og klaufalegum tiRekt-
um leikmanna.
Eina mark hálfleiksins skoraði
hinn ungi en efnilegi leikmaður
Þróttar Ingvar Steinþórsson með
laglegum einleik,
Á fyrsta stundarfjórðungi síð-
ari hálfleiks bættu Þróttarar
tveim mörkum við. Skoraði
Haukur Þorvaldsson þau bæði —
hið fyrra í mannlaust markið
eftir að markverði Víkings urðu j
mistök á og hið síðara með skoti
af stuttu færi.
Við mörkin dró mjög af Vík-
ingum og Þróttur réði mestu um
gang leiksins fram undir lokin.
En þá tókst Víkingum að skora.
Var þar að verki Hafiiði Péturs-
son sem átti skot af stuttu færi
í markstöng og af henni hrökk
knötturinn í netið. Við markið
lifnaði yfir Víkingum og bra
Akranes vann
Hafnaríjörð 4-1
AKRANESI, 11. maí. — Annar
leikur í bikarkeppni „þríveld-
anna við Faxaflóa“ í knatt-
spyrnu var háðu hér kl. 4 síðdeg
is sl. sunnudag. Hafnfirðingar
komu hingað með fríðu föru-
neyti, þó fóru leikar svo að Akur
nesingar unnu með 4 mörkum
gegn einu. Björn hét sá er skor-
aði mark Hafnfirðinga og var
það fyrsta mark leiksins. Fyrir
Akurnesinga skoruðu Donni, Ei-
leifur, Rúnar Hjálmars og Skú'li.
Dómari var Georg Elíasson.
Eftir hálfleik var staðan 2 gegn
1.
fyrir þeim dugnaði sem þeir
hafa sýnt fyrr í mótinu þótt við
margfalt ofurefli væri þá að etja.
Sýndu þeir að með svipuðum
vilja og ákveðni hefðu þeir átt
að hafa góðan sigurmöguleika í
þessum leik gegn slöku og sund-
urlausu liði Þróttar.
Haukur Þorvaldsson skorar 1
marka Þróttar og sést hér
fara heldur óblíðlega með
Rósmund markvörð.
Ármann leggur Hilmar fallega eftir langa giímu.
Þórólfur
Beck
með KR
ÞÓRÓLFUR Beck kefflur
heim frá Skotlandi ínnan
skamms og J)að er ekki nema
tæplega hálfur mánuður
þangað til knattspyrnuunn-
endur fá að sjá hann á knatt-
spyrnuvellinum íklæddan
peysu síns gamla félags KR.
KR efnir til afmælisleik:
Vegna 65 ára afmælis félags-
ins í vetur og verður leikur-
inn á Laugardalsvelli sunnu-
daginn 24. maí kl. 4 síðdegis
KR-ingar hafa tryggt sér Þór
ólf Beck, fengið öll tilskilinn
leyfi sem með þarf til að
hann megi keppa hér með fé-
laginu.
Þessi afmælisleikur KR verð
ur „fyrsti stórleikur sumars
ins“ ef svo má að orði kom-
ast. KR mætir úrvalsliði en
ekki þarf að efast um að
mesta athygli beinist að Þór=
ólfi Beck, sem margoft
gladdi áhorfendur með
skemmtilegum leik og færði
félagi sínu margan sigurinn