Morgunblaðið - 16.05.1964, Síða 1
K
E
* LÞINGI ÍSLENDINGA sendir Stór-
s þingi Noregs einlæga og bróður-
1 lega kveðju sína á hálfrar annarrar aldar af-
§§ mæli norsku stjórnarskrárinnar.
íslendingar telja til nánari skyldleika við
= Norðmenn en nokkra aðra þjóð. Víst voru
s landnámsmenn íslands af mörgum löndum, en
E þorri þeirra var upprunninn í Noregi. Sömu
P menntir og fræði voru í hávegum höfð með
j= báðum þjóðum, kvæði, sagnir og listir. Margir
s landnámsmenn voru bundnir helgum véum ,
= Noregs og fluttu með sér minningar úr því
E landi, og til þessa dags láta norsk staðarnöfn
|j kunnuglegast í eyrum íslendinga allra út-
E lendra örnefna.
Frá Noregi og öðrum Norðurlöndum höfðu
§§ íslenzku landnemarnir með sér hugmyndir um
H lög og rétt; þeir vissu vel, að með lögum skal
1 land byggja; þeir áttu sér þing, þar sem dæmd
s voru mál manna samkvæmt lögum, sem veittu
s hverjum manni sinn rétt. En að öðru leyti
§§ fóru þessar tvær þjóðir ekki sömu leið. Með
E Norðmönnum tók veldi eins konungs við af
| veldi fylkiskonunga, og það óx og efldist með
§ tímanum. Á íslandi var nýbyggð, og af vík-
1 ingalífi, flutningi og landnámi í nýju landi
Í brotnaði niður margt úr fornri stéttaskipun,
| og þegar Alþingi var þar stofnað 930, var hið
| • nýja ríki lýðveldi • með sérstöku móti. Hér
s kom til misjöfn lega landanna og frábrugðin
i náttúruskilyrði.
I Svo kom sú tíð, að báðar þjóðirnar
| misstu sjálfstæði sitt og áttu æðsta vald mála
| sinna erlendis. Með frelsinu misstu þær hið
i veigamesta menningarafl. Örlög þeirra urðu
1 að ýmsu ólík, eftir mismunandi arfi frá frels-
i istíðinni fornu, eftir legu landanna og atburð-
i um með öðrum þjóðum.
Báðum þjóðum átti að verða þess auðið
| að öðlast sjálfstæði að nýju. Norðmenn voru
i þar miklu fyrri til, og hefur dæmi þeirra í
því efni á marga lund verið íslendingum leið-
arljós. í þeirri sögu er margt líkra atvika, sem
leiddu fram að sama marki.
Hinn nýi, frjálsi Noregur birtist 1814, á öld
Napóleonsstyrjaldanna, á hörmungatíð, en í
miklum ljóma. Nokkrir hinna beztu sona Nor-
egs höfðu verið kallaðir til Eiðsvallar að semja
þjóðinni stjórnarskrá. Torfundnir mundu þeir
menn, sem gerðu sér gleggri grein fyrir á-
byrgð sinni eða ynnu af fölskvalausari föðúr-
landsást. Flestir þessara manna þekktu lítt til
stjórnarstarfa, en þeir lögðu sig alla fram.
Margir þeirra voru vel menntaðir, höfðu
drukkið í sig hugmyndir 18. aldar um mann-
réttindi og um fullveldi þjóðarinnar. Á því
bjargi reistu þeir sjálfstæðið. Hinn 17. maí
undirrituðu þeir stjórnarskrána. Bak við lá
einnig minningin um hið forna frjálsa Noregs-
ríki, sem jafnvel fjallabændur þekktu til af
Heimskringlu Snorra Sturlusonar.
E9 Atburðirnir héldu áfram sinni rás. Á sín-
um tíma tók þessi stjórnarskrá þeim breyting-
um, sem efling eða tilkoma nýrra stétta hafði
í för með sér. Andi lýðræðisins glæddist og
magnaðist, unz hann varð alls ráðandi.
í skjóli stjórnarskrárinnar þróaðist þjóðlíf
Noregs til nýrrar menningar. Háskóli hafði
verið stofnaður aðeins þremur árum fyrir
stjórnarskrána; nú þurfti víða höndum til að
taka. Næsta ár var stofnaður hæstiréttur.
Fjármál, fræðslumál, verklegar framkvæmd-
ir, ræktun lands, fiskveiðar, iðnaður, allt þró-
aðist þetta, sumt fyrr, annað síðar, og skip
hinnar fornu siglingaþjóðar sáust áður en
langt um leið á öllum höfum veraldar. Bók-
menntir, vísindi og listir tóku að glæðast og
urðu heimskunnar. Aftur og aftur getur að
líta afburðamenn, sonu Noregs, vinna afrek á
alþjóðavettvangi.
Noregur naut gæða friðarins langar stundir.
Jafnvel þegar sambandsslit urðu með Norð-
mönnum og Svíum 1905, gerðust þau án ófrið- j§
ar. Friður hélzt allt til heimsstyrjaldarinnar g
síðari, þegar Noregur var hertekinn. Með að- 1
dáanlegri þrautseigju börðust Norðmenn við e
ofureflið, á vígstöðvum bæði heima og heim- E
an, með konung sinn og krónprins í broddi 1
fylkingar, unz bandamenn báru liærra hlut og * * * § s
Norðmenn höfðu aftur öðlazt vald í landi sínu. E
GS Það er engin furða, að íslendingum hafi =
orðið starsýnt á þessa svipmiklu frændþjóð. g
Ekki þarf blöðum um það að fletta, að Jón i
Sigurðsson hefur kunnað ærin skil á Eiðs- =
vallarstjórnarskránni og stjórnmálalífi Nor- §f
egs, og oft naut hann liðs Norðmanna. Jafnan e
síðan hafa íslendingar fylgzt með þróun mála j§
í Noregi. Samskipti hafa verið með þjóðun- §
um og því meiri og betri sem lengra hefur §j
liðið. Áhrif norskra bókmennta, lista og vís- s
inda hafa verið meiri á íslandi en frá verði s
sagt í fáum orðum. Að lokum skal nefna för 1
margra Norðmanna til íslands árið 1957 til að e
heiðra Snorra Sturluson, mátti það helzt kall- §§
ast pílagrímsför; ekki gleymast heldur mót- i
tökur Norðmanna, er hópur íslendinga end- i
urgalt þá heimsókn með Noregsför.
Með allt þetta í huga er það Alþingi ís- Í
lendinga heiður og mikið fagnaðarefni að §
flytja Stórþingi Noregs heillaóskir á afmæli I
stjórnarskrárinnar frá Eiðsvelli. Það leyfir sér 1
og að senda konungi Noregs og allri norsku
þjóðinni einlægar hamingjuóskir. íslendingar
þakka Norðmönnum bræðralag og vináttu að
fornu og nýju og óska hinni frjálsu norsku
þjóð velfarnaðar og hamingju um alla framtíð.
ALÞINGl ÍSLENDINGA
BIRGIR FINNSSON
forseti sameinaðs Alþingis
SIGURÐUR Ó. ÓLAFSSON
forseti efri deildar
SIGURÐUR BJARNASON
forseti neðri deildar
íTiiiuinimiiniiniiHiiiiiiitiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiiitiiiiitiiiiininiiiwiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiitiiiiniiiiHiitiiiiiiiMiiiiiimiimimiiimiiimiiiiiitiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiEiiimimiimiiimiiiiiiiiiiimiiimmmmmm;
I