Morgunblaðið - 16.05.1964, Page 7

Morgunblaðið - 16.05.1964, Page 7
Laugadagur 16. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ 7 iijiiiiiiiiiiiiiiiiiiimrtiiitiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiHiuiiiiiHiiiiiiniiiiimiHiiiiiiiiiiHiiiiiiaHmnimiiiHiHiiiHiiiiiiiiiiumiittBiiimiimiiiímintiii'iiiininimiiiiHiiiiiimiinmiiiffliuffliiiiiniiiinimiiHiiiiiiinniimnnmiiiiiiiHmitHiimmiiHniiiiiiiiiniiiiiitiinimuiiiiiiiimimiiiimiiii SENDIHERRA Norðmanna hér á landi er Johan Zeier Cappelen. Hann býr með fjöl- skyldu sinni í sendiherrabú- staðnum á Fjólugötu 15. Það reyndist auðsótt mál að fá að líta þar inn og taka mynd af þeim hjónum og dótturinni Ullu Elisábetu sem er 12 ára. Eldri dóttirin er í heimavist arskója í Noregi. i>að er Ulla Elísa'bet sem opnar og býður okkur til stofu og segir okkur meðan við bíð um að í fyrra hafi hún genig- ið í ameríska skólann hér, nú sé hún í Hagaskóla og næsta ár eigi hún að fara í heima- vistarskóla í Noregi. — Það er dálítið erfitt fyrir börn sendiráðsimanna, að skipta oft um tungumál við námið seg- ir faðir hennar, einkum eftir Fjölskylda norska sendiherrans, Cappelens, á heimilí sínu á Fjolugötu 15. Ljósm. Ól. K. Mag. þessi samskipti, þó að sjálf- sögðu sé dýrara að ferðast til íslands þar eð ekki er hæigt að taka bíla sína og aka þang- að eins og til hinna Norður- landanna. Og hann segir okk- ur frá því að í sumar verði margt Norðmanna á íslandi á ráðstefnum c-.fi. Norræn fiski- málaráðstefna verður í Reykjavík, einnig mót ungra norrænna lögfræðinga, þá koma 70 Norðmenn til að planta trjám og 70 íslending- ar fara til Noregs sömu er- inda, og ýmislegt fleira- sem of langt yrði upp að telja. Meðan^við Spjöllum saman gengur Nikkí, brúni kjöltu- rakkinn af loðhunda-tegund, um og lætur vinalega. Hann fær ekki að 'vera með á\nynd inni, því hann kemur ekki út á mynd, verður bara eins og þrún klessa með tvö augu, segir Ulia Elisabet. — Nikkí vill segja að hann eigi marga vini í Reykjavík, segir frúin. Þegar við förum út aðv ganga hópast krakkarnir að okkur „Hæ, Nikki“. Enn, skrýtinn! o.s.frv. Og allir vílja fá að pessa hann. Norðmaður er ekki útlendingur á íslandi, hann er meðal vina, segir sendiherra IMorðmanna, Johan Z. Cappelen að þau eru orðin 12 ára, og námið þyngist. Þá neyðist maður til að ákveða hvort þau verði útlendingar. Eitt- hvert samhengi verður að fást í nám þeirra. Capelen-hjónin hafa verið fulltrúar lands síns meðal ís- lendinga í 2 ár, komu 1962, þá frá Brasilíu. Það var mikil breyting. — Við komum frá því að lifa lífinu úti undir beru lofti og til að halda okk- ur mest innan dyra segir frú- in. Annars er veturinn mildari hér en heima í Noregi. Þau hjónin eru bæði upprunnin í Heiðonörk í Austur-Noregi, og eru og eru mikið fyrir að vera úti, eins og flestir Norð- menn.. — Það er sagt að Norð- menn kunni betur að búa með náttúrunni en öðru fólki, segir sendiherrann. — Ég sakna þess dálítið að geta ekki farið í góða göngu, segir frúin, en hér er alltaf næðingur. Norsku trén gefa manni gott skjól. Aftur á móti notar hún, og þau hjónin, mik ið Sundlaug Vesturbæjar. — Meira en flestir aðrir bæjar- búar, segir hún. — Það er svo notalegt að synda, sitja í skjóli og fá svolítið loft á sig eftir allar dúðurnar, sem mað ur verður að ganga í yfir vet- urinn. Gamall Norðmaður sagði einhvern tíipa að Noregur væri eins og skógi vaxið ís- land og það er mikið til í því, segir sendiherrann. Það er margt líkt með þessuim tveimur löndum og þjóðunum sem þau byggja, en samt ýmis legt sem greinir á milli. Margt í siðum og venjum minnir á sameiginlegan uppruna. Norð- manni finnst hann ekki vera hér útlendingur, hann er með- al vina. HVað landslagið snertir, þá hafa margir Norð- menn sagt mér, að þeim finn- ist heimalegra á Norður- landi en hér sunnanlands. Það gera þessir löngu firðir. Við höfum ekki enn kynnzt þeim, en nú í júní hlökkum við til að fara með Esjunni í hringferð kringum landið og kynnast um leið þeim stöð- um sem norsku síldveiðimenn irnir koma á. Og fyrst við erum að tala um fólkið, þá er það eitt sem við höfum veitt athygli hér á Islandi, heldur sendiherr- ann áfram. Það er hve náin fjölskylduböndin eru og hve mikið samband er á milli þriggja ættliða, barna, for- eldra og ömmu og afa. Hversu jengi það helzt eftir að íslend ingar fara að lifa lengur í borguim skal ég ekki um segja. Þetta umræðuefni leiðir til spjalls um hinn sívaxandi samgang milli fslands og Noregs annars vegar og hins vegar vaxandi samvinnu Norð urlandaþjóðanna í heild. — Þessi samskipti eru bæði milli einsta.klinga og eins með nor- rænni samvinnu. Sendiiierr- ann bendir á hve flugsamgöng ur milli landanna auðveldi — Við kunnum sem sagt öll ákaflega vel við okkur á íslandi, segir frúin. Alltaf er er jafn indælt og rólegt að koma heim til Reykjavíkúr, þegar maður hefur vferið í burtu, og geta aftur farið fót- gangandi í búðir, í leikhús og hvað eina og losnað við yfir- full samgöngutæki. — Fáið þið allt sem \þið hafið vanizt til hgimilishalds- ins? — Já, já, söknum bara grænmetisins. Við borðum mikinn nýjan fisk, ef við bara fáum hann. Og marga saltfisk rétti lærði ég að búa til í Genf og í Ríó. — Og við borðum síld, grípur sendiherrann fram í og slær h’'æjandi fram hendi til áherzlu. Þar hafa Norð- menn vissulega yfirburði yfir íslendinga. Nú berst Ntalið að 150 ára afmæli norsku stjórnarskrár- innar, hátíðasamkomu Nord- manslaget og félagsins Noreg- ur-lsland í hátíðarsal Háskól- ans á sunnudag og för þriggja íslenzkra þingmanna til að vera viðstaddir hátíðahöldin í Noregi. En u>m það hefur verið fjallað annars staðar í blaðinu. H1 ÍHIIIIHIIHIUIIIIIIIIIinilllllllllHIIIHIIIIIHIHIIIIIIIUIHinilllllHIIIIIIIIIIIIHHIIIIUIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIUIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIHIUIIIIIIIInllllllllllllllllilllllllllllHllHllllllimHIIUIIIIUIIimillllllinillUllllllllimWHIIIIIHIIHIIIIH.milHHIIIIHmilfHHHIHIIIIIIHlllllllllimiílimiHinillllim STÆRSTU skákklúbbar banda- ríkjanna eru Marschall klúbbur- irm og Manhattarí-klubburinn. Ár lega leiða þessir klúbbar saman hesta sína í formi sveitakeppni. Þessar keppnir eru oft mjög harð ar, þar sem klúbbarnir hafa á að skipa beztu skákmönnum N- Ameríku. Eftirfarandi skák var tefld í eiðustu keppni klúbbanna. — Lombardy, sem stýrir svörtu mönnunum er löngu heimskunn- ur stórmeistari þrátt fyrir ungan aldur. Hann tefldi hér á á fyrsta borði fyrir Bandaríkin á Stúd- entamótinu , 1957. Andstæðingur hans er einnig ágætur skákmað- ur. Ég valdi þessa skák í þáttinn Vegna þess hve skákstíll Lomb- ardys speglast vel í skákinm. Hvítt: Hearst Svart: Lombardy Sikileyjarvörn 1. e4, c5; 2. Rf3, d6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, a6; 6. f4 A sokkabandsárum Najdorl af- brigðisins var þessi leikur eitt bitrasta vcpn hvits, jafnvel enn þann dag í dag getur verið gott herbragð að bregða leiknum fyr- ir sig til þess að rugla andstæð- inginn í ríminu. 6. — Dc7 Ein af fjölmörgum leiðum, sem svartur hefur urn að velja. 7. Bd3 Þessi leikur er í samræmi við 6. f4, en til greina kom 7. Be2. Þá stefnir hvítur að annarri upp- byggingu, sem ég álýt gefa hvíti betri möguleika, en textaleikur- inn. 7. — eö O’Kelly valdi 7. — g6 i skák sinni gegn Pogats ’61. Skákrn tefldist þannig 8. Rf3, Bg7; 9. 0-0, b5; 10. Del. Bb7 11. Bd2, Rbd7 12. Khl. 0-0; og báðir að- ilar hafa möguleika. 8. RÍ3 b5 9. a3 Bb7 10. 0-0 Rbd7 11. Khl(?) g6(!) Venjulega er leikið hér 11. — Be7 ásamt 0-0. En þá nær hvítur ör- litlu frumkvæði með Del ása. fxe5 og Rf3-h4-f5. Með síðasta leik sínum hyggst Lombardy hindra þessi áform hvits. Les- endur áthugi þó ónákvajmni hvíts í 11. leik. Þó telja verði nauðsynlegt að leika Khl í þess- fyrst 11. Del, því eftir 11. — g6; 12. Dh4, Bg7; 13. fxe5, dxe5; 14. Bh6, 0-0; 15. Rg5, sbr. skák þeirra Kuppers og Friðriks Óiafs scnar í Zurich 1959. í þessari stöðu lék Friðrik illilega af sér. Hann lék 15. — Rh5 og Kupper vann á einfaldri leikfléttu, vegna Dc7 og Re6 aðstöðunnar. Eini munurinn á stöðunni var að Kupper lék a4 og því var svarta b-peðið á b6. 12. Rg5? Lærdómsríkur afleikur. Skák- maður á ekki að leggja barna- legar gildrur, sem trufla hans eigin áætlun. Ef nú 12. — Bg7; 13. fxe5, dxe5; 14. Bxb5!, axb5; 15. Rxb5 ásamt Rxd6t. Réttara var að halda sínú striki með 12. Del. 12. — h6 En ekki hvað? 13. Rf3 Bg7 14. Bxb5 Hvítur á /árra kosta vöL 14. — Rxe4 15. Rxe4 Ef 15. Rd5?, þá 15. — Dcþ; -16. Bxd7t, Kxd7 og svartur stendur betur. 15. — Bxe4 16. Bd3 Eftir 16. Bxd7t, Dxd7; 17. fxe5, dxe5; 18. Dxd7, Kxd7; 19. Hel, f5 hefur svartur framtíðina. 1 16. — Bb7 17. De2 0-0 18. fxe5 dxe5 Nú hefst síðarihluti miðtaflsins, þar sem peðameirihluti svarts á kóngsvæng reynist mun öflugri en sömu yfirburðir hvíts á drottningarvæng. ABCDEFGH 19. Be4 Rc5 20. Bxb7 Dxb7 21. Be3 Vitaskuld ekki 21. Rxe5, Hae8; 22. Bf4, Bxe5; 23. Bxe5, Rd7 og vinnur mann. 21. — Re6 22. c3 Hfc8 Lomibardy vill tryggja sér völdin á drottningararrni áður en hann hefst handa á miðborðinu. 23. Hadl(?) Skárra var ' 23. Hacl til undir- 'júnings á b4. Svartur léki þá bezt a5. \ ' 23. V Hab8 24. Hd2 a5 25. Ddl De4 26. Hel Dc4 Þarmeð hefur hernaða ráætlun Lombardys heppnast til fulln- ustu. 27. Bf2 e4 28. Rd4 Rc5 29. Bfg3 Ha.8 30. Dg4 a4! 31. h4 h5 32. Dg5 He8 33. Kh2 Had8 34. Hedl e3! Nú hefst sigurganga svarta e-peðsins. 35. Hc2 Bxd4 36. Hccl Rd3! Lombardy gefur skiþtamun iii þess að halda sókninni í fulluxu gangi. 37. cxd4 Rxcl 38. Be5 Dd5 39. Hxcl e2 40. De3 Ef 40. Df6, Hxe5; 41. dxe5, Ddl; 42. Hc7, Hf8 og vinnur. 40. — f6 41. Dh6 Df7 42. Hc7 elD GefiS Ef 43. Hxf7, Dxh4t; 44. Kgl, Kxf7 og vinnur auðveidlega. IRJóh. /

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.