Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júní 1964 Vatnsveita Kópavogs býður út 5 millj. króna skuldabréfalán Miklar framkvæmdir í vatnsveitumdlum fyrirhugaðar BÆJARSTJÓRN Kópavogskaup- Úr nýju bæjarstjórnarskrifstofunum í Kópavogi. staðar hefur samþykkt einróma að bjóða út 5 milljón króna skuldabréfalán vegna fyrirhug- aðra vatnsveituframkvæmda í Kópavogi. Er lánið til 15 ára með hæstu lögieyfðum fasteignaláns- vöxtum og ríkisábyrgð. Skulda- bréfin eru 1600 talsins, 200 bréf að upphæð 10 þús. kr., 400 bréf á 5 þús. kr. og 1 þús. bréf að fjár- hæð kr. 1000. Verður lánið end- urgreitt á árunum 1965—1979. — Skuldabréf þessi verða seld í bæjarskrifstofunni í Kópavogi, í Sparisjóði Kópavogs og í Búnað- arbanka íslands. Hjálmar Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi og fulltrúar í bæjar- ráði skýrðu fréttamönnum frá út- boði þessu og fyrirhuguðum fram kvæmdum vatnsveitunnar á fundi í gær. Um fimmtán ára skeið hefur Kópavogur fengið vatn í heild- sölu hjá Vatnsveitu Reykjavíkur úr annarri aðalæð hennar, sem liggur í Fossvogi. Þaðan liggur svo dreifikerfi um Kópavogsbæ, nálega 30 km langt að frátöldum heimtaugum að húsum. Mikill hluti lagnanna er þó til bráða- birgða og hefur ekki næga flutn- ingsgetu. Á þessu ári er áætlað að verja 4 millj. króna til nýrra lagninga, en á sl. ári voru lagðir 3,250 metrar af götuæðum og aðal dreifiæð. Núverandi vatnsveitukerfi í Kópavogi ber vott um, að reynt hefur verið að leggja vatn til sem flestra á sem ódýrastan hátt um strjálbýlt svæði. í upphafi var þess ekki gætt, hve byggðin myndi þéttast fljótt og ójafnt. Reyndin hefur því orðið sú, þó að vatnslagnir séu nú í flestum byggðum götum bæjarins, að dreifikerfið er öldungis ófullnægj andi til þess að sjá fyrir sífellt aukinni vatnsnotkun. Bygging vatnsveitukerfisins hefur orðið með þeim hætti, að lagðir hafa verið stuttir bútar hverju sinni til að bæta úr brýn- ustu þörf eins eða fárra húsa, og byggðar hafa verið dælustöðvar til að auka þrýsting og vatns- magn á einstökum svæðum. Er nú svo komið, að mikil nauðsyn. er orðin á endurnýjun og viðbót- um á vatnsdreifikerfi í flestum hverfum bæjarins, þar sem nú- verandi kerfi getur alls ekki flutt það vatnsmagn, sem nauðsynlegt er, þrátt fyrir óeðlilega mikla dælingu. í ársbyrjun 1961 fól þáverandi bæjarstjóri verkfræðiskrifstofu Sigurðar Thoroddsen að gera til- lögur um endurbætur á vatns- veitukerfinu. Lágu tillögurnar fyrir síðla sumars sama ár, en hafa síðan verið endurskoðaðar og gerðar á þeim breytingar. í tillögunum er talið, að aðeins lagnir í tveimur götum séu not- hæfar til frambúðar. Tillögur verkfræðiskrifstofunn ar voru í aðalatriðum þessar: 1. Byggður verði vatnsgeymir til dægurmiðlunar innan kaup- staðarins, því að án hennar telur Vatnsveita Reykjavíkur ómögulegt að fullnægja há- marksvatnsþörf í Kópavogi í framtíðinni. Að veituæð verði flutt frá nú- verandi stað við Klifveg inn í Blesugróf. 3. Skipting vatnsveitukerfis í há- og lágþrýstisvæði eftir legu yfir sjávarmáli. 4. Endurbætur á núverandi dælustöðvum, sem eru mjög óhentugar að öllum búnaði. 5. Allsherjarendurbygging á að- aldreifiæðum í bænum og 100 mm götulögnum, sem gert er ráð fyrir sem lágmarki. Verkfræðiskrifstofan miðaði að eins við hverfi, sem voru skipu- lögð árið 1961. Verða því fram- kvæmdir mun umfangsmeiri en gert er ráð fyrir í tillögum henn- ar og kostnaður, sem áætlaður var 30 millj. króna er óraunhæf- ur orðinn. Eftirfarandi framkvæmdir eru nú á döfinni'á vegum vatnsveit- unnar: a) bygging vatnsgeymis með tilheyrandi aðveitulögnum, b) breytingar á dælustöðvum og endurbygging að hluta, c) lagn- ing aðaldreifiæða, en þegar er bú ið að leggja um 1350 m af 250 og 300 mm leiðslum, d) margvísleg- ar endurbætur á þeim stöðum í bænum, þar sem vatnsskortur er. Vatnsveita Kópavogs er sjálf- stætt fyrirtæki, sem á að standa sjálft undir kostnaði við rekstur, viðhald og nýbyggingar með tekjum af vatnsskatti og stofn- gjöldum. Miðað við það ástand, sem nú er, er talið áreiðanlegt, að mikill rekstrarhalli ásamt nauð- synlegum lántökum sé óhja- kvæmilegur á næstu árum til þess að tryggja öllum íbúum bæj arins nóg vatn á hvaða tíma sðl- arhrings sem er í öllum hverfum bæjarins. Fjöldi gesta vi5 uppsögn Fiens- borgarskóla Hafnarfirði — Flensborgarskól anum var sagt upp síðastliðinn laugardag af skólastjóranum Ólafi Þ. Kristjánssyni. Við skóla uppsögn var fjöldi gesta, gaml- ir nemendur skólans, og færðu þeir honum gjafir og peninga í sjóði skólans. í vetur voru 416 nemendur í skólanum í 16 bekkjardeildum og kennarar 17. Luku 54 gagn- fræðaprófi og urðu þau hæst og jöfn Guðmý Sigurvinsdóttir og Björn Magnússon með 8,82. Ung- lingaprófum luku 134 og fékk Hjálmar Sigurðsson hæsta eink- unn eða 9,16 og var það jafn- framt hæst yfir skólann. 28 voru í landsprófi og gekk mjög vel hjá þeim. Eins og fyrr segir voru mætt- ir nokkrir eldri árgangar skól- ans. Fyrir 50 ára talaði prófessor Einar Ól. Sveinsson, fyrir 40 ara séra Jón M. Guðjónssom, 25 ára séra Bjami Sigurðsson, 20 ára Kristján Kristjánsson skipstjóri, 15 ára Hjörtur Gunnarsson kenn ari og fyrir 10 ára Guðni Kristj- ánsson bifreiðarstjóri. >á var mættur einn nemandi skólans, sem var í honum fyrir 60 árum, en það er Árni Helgason ræðis- maður í Chicago. Loks skal þess getið, að einn af kennurum skólans, Halldór G. Ólafsson, lauk fyrir skömmu BA prófi í dönsku og ensku frá Há- skólanum. _ G.E. Lltíl síld hjá G.O. Sars Beregn, 1. júní (NTB) NORSKA hafrannsóknarskipið „G. O. Sars“ er nú við síldar- rannsóknir austur af íslandi, og stjórnar Ole Johan Ostvedt, haffræðingur, leiðangrinum. í dag barst skeyti frá skip- inu, þar sem segir m. a.: Höfum kannað svæði frá Færeyjum vestur- og nprðureftir að Seyðis- fjarðardjúpi. Dreifðir síldarhóp- ar um 60 sjómílum fyrir norð- austan Færeyjar. Einnig fannst síld um 120 sjómílum fyrir norð- an Færeyjar, en hvergii nógu þétt til veiða“. Húsvörður Viljum ráða nú þegar duglegan mann til húsvörzlu. Þeir sem vilja sinna þessu sendi umsóknir ásamt uppl. um fyrri störf fyrir 12. júní n.k. Landsmiðjan - SJALFsfr ÞRIR BILAR Verðmæti 700 þús. — Dregið eftir 5 daga. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Skrifstofustúlka óskast strax á skrifstofu í miðbænum. Umsókn er greini aldur, menntun og reynslu, sendist blaðinu merkt: ,,9953“. Verkafólk — Síldarvinna Síldarstúlkur og karlmenn vantar á nýja söltunar- stöð á Raufarhöfn. — Nýtízku íbúðar og mötuneyti á staðnum. — Uppl. í síma 36 Raufarhöfn og 50165, Hafnarfirði. Mademoiselle LeRoy fegrunarsérfræðingur frá hinu heimsfræga franska snyrtivörufyrirtæki ORLANE verður til viðtals og leiðbeininga fyrir viðskipta- vini okkar í dag og á morgun í verzlun vorri. — Munið að öll fyrirgreiðsla og leiðbeiningar eru yður að kostnaðarlausu. Laugavegi 19 — Sími 17445.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.