Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júní 1964 Brezka úrvalsli Þrótt létt 5- En Þróttur átti góða byrjun og skoraði fyrsta mark leiksins HINIR ENSKU gestir Þróttar, Middlesex Wanderers, léku sér í orðsins fyllstu merkingu í fyrsta leik heimsóknar þeirra í gærkvöldi. Englendingamir unnu með 5 mörkum gegn 1 og höfðu lítið fyrir. Þeir höfðu yf irburði í hraða og höfðu leikinn í hendi sér ef undan er skilinn stuttur kafli í byrjun leiks, er Þróttur átti jafnan leik við þá. Opin færi. Fyrstu 30 mínúturnar fundu Bretarnir ekki þann takt í leik sinn, sem síðar varð svo ails- ráðandi að Þróttur fékk ekki rönd við reist. Ekki skorti þó að þeir kæmust í færi, m.a. átti Mc Millan skot i stöng mannlauss Þróttarmarksins og Guttormur fékk bjargað af tám Pays inn-, herja sem allan leikinn reyndist þó sérlega öruggur um að hitta ekki á mark þó færi ætti hann bæði mörg og góð. Allan fyrsta hálftímann stóð Þróttur sig á við Bretana hvað spil snerti og uppbyggingu, en komust þó ekki í hættuleg færi við enska markið. Þróttur tekur forystu. En það var þó Þróttur, sem skoraði fyrsta markið. Haukur Þorvaldsson miðherji átti fast skot af 20 m færi á 32. mín. Clark markvörður varði en hélt ekki knettinum og féll við skot ið. Ólafur Björgvinsson innherji EOP mótið í kvöld HIÐ árlega EOP mót KR í frjáls- urr, íþróttum er í kvöld. Keppnin fer fram á Melavellinum og verður keppt í eftirtöldum 13 greinum: 200, 400, 1500, og 1000 m. boðhlaupi, 110 m. gr.hlaupi, hástökki, langstökki, stangar- stökki, kúluvarpi, kringlukasti, 100 m. hlaupi kvenna og 100 og 60C m. hlaupi sveina. Keppændur á mótinu eru skráð ir 34 og meðal þeirra flestir beztu frjálsíþróttamenn okkar. Þjálfarar Davíðs í GÆR sögðum við frá metum Davíðs Valgarðssonar og í sam- bandi við það sogðum við frá því að Davíð hefði síðustu keppn istímabil æft hjá Jónasi Hall- dórssyni. Við höfum nú fengið þær við- bótarupplýsingar að Davíð hafi og þjáifað undir handleiðslu Guð mundar Gíslasonar (sundmanns) sem var þjálfari Keflvíkinga tvö s.l. keppnistímabil ög s.l. mánuði 6 æfingar vikulega undir hand- leiðslu Torfa Tómassonar, lands- þjálfara Sundsambands íslands auk tima hjá Jónasi. Candey, útherji kom brunandi að og skoraði í mannlaust markið. Bretar finna taktinn. Það var varla liðin mínúta, unz Bretar höfðu jafnað. Candey útherji og landsliðsmaður „átti“ markið. Hann sótti að endamörk um og dró alla vörn Þróttar og markvörð líka út til hægri, en gaf svo fyrir og O’Rourken, inn- herji skoraði í markmannslaust markið. Fimm mínútum síðar taka Bret ar forystu og áttu þó góð færi á því fyrr. McMillan miðherji ein- lék hratt upp allan völlinn og skoraði laglega 1:2. 4 mín. fyrir leikhlé leikur Candey útherji laglega upp hægri væng, gefur góða send- ingu fallega fyrir og Mc Millan afgreiddi af öryggí í mark Þrótt ar. 1:3 í leikhléi. Siðari hálfleikur var öllu dauf ari, enda var mótspyrna Þróttar búin að vera og yfirburðir Bret anna ukust jafnt og þétt. Reyndu Þróttarar mjög að leika Bretana rangstæða og tókst oft, en Bret ar svöruðu þessu bragði með því að senda langsendingar fram miðjuna og svo upphófst kapp- hlaup mikið. Með þessari aðferð skoruðu Bretarnir tvö mörk til viðbótar. Hið fyrra kom á 14. mín hálf- leiksins er O’Rourke hljóp upp og fékk Guttorm markvörð móti sér, en vippaði til hliðar við hann þar sem Candey útherji var kominn og renndi í mann- laust markið. Síðara markið kom á 33. mín er Mc Millan brauzt innfyrir vöm Þróttar með langsendingu vann návígi við Pál bakvörð og skoraði auðveidlega. Liðin Það kom í ljós í þessum leik grundvallarmunur á þjálfun lið- anna. Brétarnir allir höfðu út- hald fullt í 80 mínútur, léttan leik og hraðan allan tímann þar sem leikgleði ríkti og ánægja yfir því sem verið er að gera. En hjá Þrótti endizt úthaldið í 30—40 mín og allan tímann var það átök hjá þeim sem var leikur hjá hinum. Beztir Þróttara voru Guttormur og Ómar en liðið allt átti allgóðan leik framan af sem fyrr segir. Bretarnir voru hér fyrr á ferð 1951 — að vísu aðrir leikmenn og unnu þá alla sína leiki og skoruðu 14 mörk gegn 3. Ekki virðist útilokað að þeir nái sam- skonar yfirburðum nú, þá vænt- anlega þeir fái meiri mótstöðu í næstu leikjum. En enginn skyldi halda að ísl.lið geti ekki unnið lið eins og þetta brezka. Það hefur að vísu meiri hraða og skemmtilegri knattmeðferð en almennt gerist hér, en skot- hæfnin virðist ekki sérstök og smugur oft í vörn, þó Þróttur fengi illa notað. Skemmtilegastur leikmanna er Candey útherji og framverðirnir Cantwell og James. McMillan er ágætur miðherji en innherjarnir ekki á skotskóm. Sagt .var í gær kvöldi að tveir af beztu mönnum liðsins hefðu verið hvíldir og geymdir til stærri átaka síðar. A.St. Á sáðusiu siund ^ | Hér er skemmtileg mynd frá baráttu Reykvíkinga og Akur- i nesinga í knattspymu í vor. Helgi markvörður Daníelsson nær knettinum á siðustu stund. Nú hefur þriðja „stórveldinu" iskotið upp á knattspyrnuhimininn, þar sem Keflavík er, Og Iskákar nú bæði Reykjavíkurfélögunum og Akumesingum. #1 KR keppir við „Landið og ÍR í frjálsum íbróttum K.R. HEFUR ákveðið að halda veglegt frjálsíþróttamót í tilefni af 65 ára afmæli félagsins þann 3- og 4. júlí n. k. Keppnin verður í því formi að K.R. mun tefla fram liði gegn úrvali úr öðrum félögum. Frjáls- íþróttasamband íslands hefur igóðfúslega tekið að sér að velja Iíðið gegn K.R. og fer val fram fljótlega eftir 17. júní mótið. Til þess ag gera mótið fjöl- oreyttara og skemmtilegra hefm K. R. eínnig boðið Í.R. til félaga- keppni, þ.e.a.s. í þeim greinum sem Í.R. hefur ek'ki fengið valda menn eða mann fá þeir að bæta sínum mönnum inn í, þannig að Í.R.hefur alltaf 2 menn í hverri grein. Keppt verður í flest öllum greinum frjálsra íþrótta nema 5000 m. hlaupi og 10.00 m. hlaupi. Keppnisgreinar verða þessar: 100m., — 200m. —400m. — 800m. — 3000m. — llOm. grinda- hlaup 400m. grindarhlaup, kúlu- varp, spjótkast, kringlukast, sleggjukast, langstökk, þrístökk, hástökk, stangarstökk, 4xl00m. boðhlaup og 4x400m. boðhlaup. Brazilío England 5-1 BRAZILÍA vann England 5-1 í Rio de Janeiro um helgina. Leikurinn var liður í keppni: Argentíu, Portugals og ofan- nefndra landa. Leikurinn var jafn framan af en í hléi stóð 1-0 fyrir Brazilíu, Péle — hin svarta perla — gerði út um leikinn í síðari hálfleik og réðu Englendingar ekki við hann hvernig sem þeir fóru að. Aukagreinar verða lOOm. hlaup sveina ag lOOm. hlaup kvenna. Niðurröðun greina á dagana hefur ekki verið ákveðin ennþá, en hún mun verða birt síðar. Utanferð á vegum K.R. Á síðastliðnu sumri kom hing- að hópur sænskra kvenna frá Gautaborg á vegum K. R. til keppni i frjálsum íiþróttum. Þetta félag hefur nú boðizt til að skipuleggja ferðalag fyrir K.R. í Svíþjóð í sumar. K.R.-ingar hafa tekið þessu boði með þöikkum og munu fara utan 17. ágúst. í hópnum munu verða 10—12 piltar og 3—4 stúlk- ur, oig munu þau ferðast um og keppa í 3 vikur bæði í Svíþjóð og Danmörku og ef til vill í Nor- egi. iggblHAPPD R Œ TTimm iaM? ■R5S HEIIHDELLINGAR mc ’vam mz'-rxtm mwrr.mm umv&m ■mw mmnam — —iHi ■ RH Hafið samband við skrifstofuna. ■■■■■ Gerið skil. Sími 17104. «imin m*tmm Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. G-h-Címm mUírKáíR BtAIM ■EkoS ■5W8 m! VARÐARFÉLAGAR ■ IMH 555SS 55S5S Hafið samband við skrifstofuna. 1 SHH t Gerið skil. utðdOMm HHs SfJ Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. 1 1 ■■»«■■ wm&mm. ■ ■StWB mmwmm ■Hiin SHÍ t •3RC’ tM Bfe • r 0 55555 ■maa cam S555S 55855 ■■■■■ vregio iu.|uniri | SJALFSTŒÐISFLOKKSINS 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.