Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.06.1964, Blaðsíða 17
Fimmtuda'gur 4. júní 1964 MORGUNBLAÐID 17 100 ára minning séra Jóns Árnasonar prests á Bíldudal í DAG þann 4. júní, eru 100 ár liðin frá fæðingu hins ástsæla prests séra Jóns Árnasonar, prests fyrst í Otradal og síðar á Bíldudal. Hann er fæddur að í>verá í Hallárdal í Húnavatns- sýslu 4. júní 1864. Foreldrar hans voru Árni, bóndi og hreppstjóri á í>verá í Hallárdal, f. 26. nóv. 1831, d. 6. okt. 1918, Jónsson bónda á Helgavatni í Vatnsdal (f. um 1791, d. 12. marz 1859 Ólafssonar móðurbróðir séra Jóns á Stafa- felli Jónssonar), og kona hans Svanlaug (f. 7. okt. 1834, d. 6. jan. 1916 Björnsdóttir b. á Þver- á f. 4. sept. 1807, d. 19. júlí 1858 Þorlákssonar). Árni faðir séra Jóng var hrepp stjóri, merkisbóndi og einn mesti máttarstólpi sveitar sinnar. Svan laug kona hans var mesta rausn- ar og gæðarkona. Var heimili þeirra Þverá rómað fyrir rausn og góðgerðastarfsemi. Séra Jón lærði undir skóla hjá merkisprestinum, prófasti séra Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli í Vatnsdal. Hann varð stúdent 30. júní 1887 og cand. theol úr Presta- skólanum 22. ágúst 1890. Hann var við kennslustörf á Eskifirði 1887-1888 og á Sauðánkrók 1890- 1891. Veittur Otrardalur 29. maí 1891, vígður 7. júní sama ár. Sat á Bíldudal frá fardögum 1906, er gerður var að prestssetri 1914. Nágranna'þjónusta í Selárdals- prestakalli frá 1907 til 1. júní 1928. Var Selárdalsprestakall gert að annexíu frá Bíldudal 1909. Kona séra Jóns 27. júlí 1891 var Jóhanna (f. 20. júní 1866, d. 14. sept. 1949) Pálsdóttir hrepp stjóra og bónda fyrst á Dynjanda og síðar að Stapadal í Arnar- firði (f. 17. des. 1826, d. 21. marz 1898, 71 árs að aldri Símonar- sonar skipstjóra og hreppstjóra Sigurðssonar á Dynjanda). Frú Jóhanna var glæsilegasta mynd- arkona og skörungur eins og hún átti kyn til. Talið er að Símon á Dynjanda hafi verið fyrstur ís- lendiniga, er tóku fullkomið skip- stjórapróf í Danmörku og fyrst- ur íslendingur, er stýrði skipi á milli landa á seinni öldum. Hann var æfður sela- og hvala- skutlari, íþróttamaður og hraust- menni, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna. Símon kom frá Grund í Eyjafirði og fæddur Ey- firðingur. Kona hans var Þor- björg Bjamadóttir fædd í Auð- kúluhreppi í Arnarfirði. Hún var mesta myndarkona og manni sín- um samhent. Þau giftust 11. ág- úsl 1823. Er Símon þá talinn skip 6tjóri á Flateyri. Hefir hann þá sezt að sem bóndi á Dynjanda í Arnarfirði og gjörst hreppstjóri hreppsins .Hann dó á Dynjanda 1859, 71 árs að aldri. Þorbjörg kona hans dó 1871, 69 ára göm- ul. Synir þeirra hjóna voru hinir þekktu Dynj anda-bræður fimm að tölu: Páll, Bjarni Kristján, Sigurður og Friðrik. Allir voru bræður þessir víkings duglegir xnenn .Pall var eins og fyrr er sagt bóndi og hreppstjóri fyrst á Dynjanda eftir Símon föður sinn og síðar í Stapadal. Hann var af öllum sagður hinn mesti gæðamaður, prúðmenni, dugnað- armaður og sjóhetja. Kona hans var Sigríður Jónsdóttir, Bjarna- sonar og konu hans Kristínar Bárðardóttur, sem lengi bjuggu í Stapadal. En þegar áin skemmdi túnið í Stapadal rétt fyrij: 1850, fluttu þau sig í Hringsdal í Ketil dalahreppi og bjuggu þar til dauðadags. Jón dó 17. júlí 1862, 63 ára en Kristín kona hans dó 2. mai 1863, 63 ára gömul. Þau voru hin mestu merkis- og dugn- eðarhjón. Sigríður giftist Páli 21. sept. 1852, þá 22 ára. Hún var falin rausnar og gæðakona. Ég *á hana einu sinni, er hún kom í Hringsdal, til að sjá æskustöðv- arnar, var hún þá komin með inanni sínum í Otradal til tengda sonar síns og dóttur. Þar sem þau dóu. Bjarni bróðir Páls, varð bóndi að Baulhúsum. Hann gift- ist Sigríði Markúsdóttur, dóttir séra Markúsar prests á Álfta- mýri. Var Markús prestur lang- afi Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta ísiands, Ragnars Ásgeirssonar ráðunauts og þeirra merku syst- kina. Bjarni var faðir Markúsar skipstjóra og skólastjóra Stýri- 1896), bankaritari í Reykjavík, ógift. Anna Guðrún (f. 8. nóv. 1900), gift 16. júlí 1932 Gunnari skólastjóra í Reykjavík Bjarna- syni. Svanlaug (f. 9. des. 1903), gift 4. júní 1924 Gísla lækni Páls- syni í Reykjavík. Árni (f. 4. nóv. 1906) heildsali í Reykjavík, gift- ur 9. jan. 1930 Stefaníu Stefáns- dóttur. Marínó (f. 4. nóv. 1906) fortjóri í Reykjavík giftur 1. okt 1931 Soffíu Wed'holm. Frú Sigríður, ekkja Sigurðar Magnússonar yfirlæknis ,hefir Jón Arnason og kona hans, Jóhanna Pálsdóttir mannaskólans. Bjarni drukknaði vorið 1866 nálægt Kópaflögunni, með tveimur sonum sínum, Sí- moni, Þorbergi Sveini og mági sinum Þorvaldi Markússyni. Var að þeim hinn mesti mannskaði og þau hjón hin mestu dugnaðar og sómahjón. Sigúrður varð 'skip stjóri í Reykjavík, og einn af dugmestu og þekktustu skipstjór um þar. Bogi Ólafsson mennta- skólakennari, var á sínum yngri áium háseti hjá Sigurði Símonar syni. Sagði hann mér að Sigurð- ur hefði verig dugmikill skip- stjóri og hældi honum mikið. Var þó Bogi ekki gefinn fyrir að hlaða oflofti á menn eða hrósa mönnum um skör fram. Kona Sigurðar var Jóhanna Daníels- dóttir. Friðrik Símonarson, skip stjóri giftist Guðrúnu Ólafsdótt- ur. Kristján Símonarson skip- stjóri, giftist Þóru Jónsdóttur, ekkju Odds Sveinssonar, prests á Hrafnseyri. Þau fluttust suð- ur á Akranes. að var vorið 1896, að ég var viðstaddur fermingu í Otrardalskirkju, tveim árum áður en Páll Símonarson andað- ist, að ég sá hann við messu í kirkjunni. Ég man einlægt eftir síðan, hvað mér varð starsýnt á þessa öldungskempu mjög þrek- lega á vöxt, með geysimikið dökkjarpt skegg, sem huldi allt brjóstið, og mér sýndist mjög lítið farið að skjóta hærum. Þessi maður skar sig úr og bar af öll- um, sem í kirkjunni voru. Minn- ist ég ekki, að hafa augum litið jafn glæsilegan öldung eins og Pál Símonarson. Hann var líka sviphreinn og göfugmannlegur. Plann var þá fluttur frá Stapa- dal að Otradal til dóttur sinnar. Börn þeirra séra Jóns og frú Jóhönnu konu hans voru: Sig- ríður (f. 5. júní 1892), gift 8. ág. 1913 Sigurði yfirlækni á Vífils- stöðum Magnússyni (prests í Laufási Jónssonar), bróður Jóns Magnússonar forsætisráðherra. Páll (f. 2. ág. 1893), drukknaði 23. apríl 1910, er fiskiskipið Gyða frá Bíldudal fórst á Arnar firði. Árni (f. 25. maí 1895), dó ungbarn. Ragnheiður (f. 25. nóv. verið 17 ára forseti Kvenfélags íslands. Hefir 'hún oft á þeim ár- um haldið útvarpserindi Kvenfé- lagsstarfinu viðkomandi. Hafa erindi þessi verið prýðilega vel samin og flutt. Sigurður yfirlækn ir maður hennar dó 20. júlí 1945, 75 ára gamall. Þess er mér ljúft að minnast að Árni Jónsson heildsali, og sem að ofan hefir verið nefndur, hefir látið sér vera mjög annt um að hlynna mjög höfðinglega að Bíldudals- og Selárdalskirkjum, sem faðir hans þjónaði og flutti messur í. Hann var lífið og sálin í því, að Selárdalskirkja var endurbyggð 1961, en í þessari kirkju flutti faðir hans messur í um 20 ára skeið Hefir Árni gefið til kirkj- unnar talsvert háa peningjagjöf, sem mun stórlega hafa vaxið síðan hann gaf hana. Einnig hef- ur hann látið sér vera annt um kirkjuna á ýmsan hátt t.d. með því ag gefa málningu til að mála kirkjuna með o.fl. Hann réð líka Davíð Jensson yfirsmið til end- urbyggingar kirkjunar. Bíldudals kirkju hefir Árni gefið stórmikði fé og hlynnt að henni á ýmsan hátt. Með þessu sýnir Árni, hvað minning hans við hina vinsælu, ástríku góðu foreldra er honum kær.. Ber öllum í söfnuðunum þessum, að votta honum þakk- læti fyrir þetta mannkærleiks- verk. Eins og að ofan er sagt var séra Jóni veittur Otrardalur 29. maí 1891, og vígður 7. júní s. ár. Þá um sumarið fluttist hann til Otrardals, þá nýgiftur. Þá var ég sem þessar línur rita 10 ára gam all. Frá þessum tíma og þar til sumarið 1928, er séra Jón með fjölskyldu sinni fluttist til Reykjavikur, eða í 37 ár, hefi ég haft talsvert náin kynni af þess- um heiðursklerki, sem voru með ágætum. Hann var sóknarprestur minn um 20 ára skeið. Hann jarðsöng föður minn. Hélt hann við það tækifæri tvær hjartnæmar ræður. Hann gifti mig, skírði öll börn mín átta að tölu, og fermdi þrjú þau elztu þeirra. Séra Jón var að mínu áliti og fleiri ágætux prestur. Hann hélt oft mjög hjart næmar ræður, sem báru vott um örugga trú og traust á guði og lausar við allar efasemdir og van traust á almættinu, og því engar trúarringlsræður. En hitt var þó ekki minna í varið, að segja mátti um hann með fullum sanni af hann með ljúfmennsku sinni, sérstöku prúðmennsku, kærleiks ríku framkomu og eftirminni- legu breytni, kenndi jafnt söfnuð um sínum á stéttunum sem í kirkjunni. Hann var framúrskar andi embættismaður og trúr drottinsþjónn. Hann var sam- kvæmt stöðu sinni sáttarnefndar- maður. Þar var hann á sinni réttu hillu, því hann var sáttar semjari sannarlega af guðsnáð, því allsstaðar reyndi hann af fremsta megni, að koma fram sem sættandi friðarengill, og öll um ófrið og deilum hafði hann megna andstygigð á. Hann var í mörg ár hreppS' nefndaroddviti, og rækti það starf eins ag önnur störf, er hann hafði á hendi, með góðvild, göfuglyndi og skyldurækni. Al- drei heyrði ég orð hjá neinum, falla í þá átt er hallað gæti hans kennimannlega heiðri, né per- sónu hans sem sannkristins manns. Heldur lofuðu allir hans mannikærleika. Þau fimmtán ár, sem þau hjón bjuggu í Otradal bjuggu þau fremur góðu búi. Var þar gest risni mikil og þar öllum tekið með opnum örmum án nokkurs manngreinarálits, hvort sem var á nótt eða degi. Sama mátti segja um heimili þeirra þau 22 ár, sem þau áttu heima á Bíldudal. Þau voru ekki auðug af þessa heims .fjármunum, en þess auðugri af kæríeika og góðvild. En þessi 'heiðurshjón urðu fyrir miklum sorgum og ástvinamissi. Árna son sinn misstu þau unigan barnsaldri. Pál son sinn misstu þau 23. apríl 1910, en hann drukknaði með fiskiskipinu Gyðu frá Bíldudal, er hún fórst á Arnarfirði með öllum mönnum sem á henni voru. Var Páll þá tæpra 17 ára, bráðefnilegur ,pilt- ur og hið mesta prúðmenni eins og öll hans systkini. Þessi áföll skildu eftir sár hjá ástvinunum En örugg trúarvissa þessara trú' uðu guðelskandi hjóna um, að þau fengju að finna þessa ást- vini sína alsæla í himnesku sælu ríki, er kæmi yfir móðuna miklu og fá að lifa þar með þeim eilifri dýrðlegri alsælu, gaf þeim huggun og styrk, sem hefir verk að, sem græðandi smyrsl á sárin og dregið úr sviðanum á þessum erfiðu sorgarstundum. Gömul sögn er um það, að jegar Jón biskup Vídalín lá bana leguna í tjaldi upp á Kaldadal, hafi Ólafur Gíslason kirkju- prestur hans, síðar biskup, er var einn í fylgdarliði biskups, tekið biskupi blóð, sem var eitt af læknisráðum þeirra tíma. Hafi biskup þá spurt séra Ólaf hvem ig honum litist á sjúkleika sinn. Og þagar prestur taldi mjög litl- ar líkur til að biskupi mundi batna. Hafi biskup sagt: „Það er gott, ég á góða heimvon." Þessi orð hins fræga biskups, kenni- rcannaskörujigs og meistara, vil ég leyfa mér, að leggja saklausa ljúfmenninu, trúa guðsþjóninum séra Jóni Árnasyni i munn, því þannig er ég viss um að hann hef ir hugsað, er hann fann dauða sinn nálgast, þegar hann hefur rennt huganum yfir sinn kær- leiksríka, flekklausa og hrekk- lausa æviferil. Sæll er hver sá, sem deyr með því trúaröryiggi. Séra Jóni hefur hlotnast sá dýr mætasti fjársjóður, sem bverju tignarmerki er dýfmætara, end- ingarbetra og farsælla, en það er að vera hreinhjartaður, saklaus og góður maður. Því það er sá ein ir fjársjóður, sem fyri guði gild- ir. Sá sem lifir í kærleika, lifir í guði, guð er kærleikur." „Sælir eru þeir, sem friðinn semja, því þeir munu á himnum guðsbörn kallaðir verða.“ Þetta voru hans lífsreglur. Séra Jón Árnason dó eins og áður er sagt í Reykjavík 12. april 1944 á 80 .aldursári, eftir að hafa verið prestur með sóma og prýði í 37 ár og lifað í ástríku hjóna- bandi í 53 ár„ Hann var prýði sinnar stéttar og fyrirmynd í kristilegu líferni og siðprýði, sem 'hver góður maður virti og bar lctningu fyrir. Blessug sé minning þessa hug- ljúfa ástrika valmennis og hinn- ar mætu konu hans. Einar Bogason, frá Hringsdal. Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2 A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla daga, nema laugardaga. LiJ OSM YND ASTOEAM LOFTUR hf. lngoltssiræti t>. Pantið tima ) suna 1-47-72 Málflutningssknístofa Sveinbjorn Dagfinss. hrL og Einar Viðar, hdi. Hafnarstrætj 11 — Sími 19406 UTANB0RÐSMÓT0RAR Stærðir hestöfl Varaliluta- og viðgerðaþjónusta. r * Gunnar Asgeirsson hff.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.