Morgunblaðið - 03.07.1964, Side 2
2
MORCU N BLAÐIÐ
Föstudagur 3. Jútí 1964
Talið að Tsjombe
verði vel ágengt
— Flokksmenn Gizenga hóta uppreisn
verði hann forsætisráðherra
Leopoldville, 2. júlí NTB
• Moise Tsjombe hefur í dag
rætt við marga stjórnmálamenn
í Leopoldville um möguleikana
á myndun samsteypustjórnar
atlra eða sem flestra hinna stríð-
Búrhveli rok d
Ásólfsstaðafjöru
Lítið hœgt að
nýta hann
BORGAREYRUM, 3. júlí.
Hval rak á land á Asólfsskála-
fjöru undir Vestur-Eyjafjöllum á
mánudaginn. Reyndist það vera
stórt búrhveli, 6 m á lengd og
þverskurðurinn 4—5 m, en búr-
hveli er lítið hægt að nýta vegna
þess hve lítið rengi er á því og
kjötið illætt.
Andrés Andrésson í Berjanesi
var að huga að kindum og leit til
sjávar og sá þá þetta flykki í
fjörunni. Var hvalurinn dauður,
en hafði ekki verið það er hann
rak upp. Var gert aðvart um
þetta og haft samband við hval-
stöðina, en þar fengust þær upp-
lýsingar að slíkur hvalur væri
illnýtanlegur nema í bræðslu og
of dýrt að draga hann þangað.
Fólk úr nágrenninu kom þó og
tók til reynslu bita af hvalnum,
sem settir eru í súr, og bíður síns
tíma að sjá hvað úr því verður.
Það er viðburður að hval reki
hér á fjörur. Hefur það aldrei
gerzt hér svo vitað sé. En upp úr
aldamótum rak hval á Dalsfjöru.
— Markús.
andí aðila. Er haft eftir ireiðan-
legum heimildum, að Tsjombe
ætli að gefa Kasavubu skýrslu
um viðræðurnar innan tveggja
sólarhringa — og draga frétta-
menn í I.eopoldville af þvi þá
ályktun að honum hafi orðið vel
ágengt í dag. Takist Tsjombe að
skapa grundvöll til stjórnarmynd
unar er talið líklegt, að hann
verði næsti forsætisráðherra
Kongó.
Frá því Tsjombe kom úr út-
legðinni hefur hann eindregið
hvatt til sátta. Góðar heimildir
í Leopoldville herma, að hann
hafi þegar tryggt sér stuðning
Justins Bomboko, dómsmálaráð-
herra, Josephs Mobutu, yfir-
manns hersins og Victors Nend-
aka, yfirmanns ríkislögreglunn-
ar< Þ>á hefur hann haft við orð
að stuðla að því, að Antoine
Gizenga verði látinn laus og var
í gær búizt við, að svo yrði gert
ir.nan skamms. f dag var hins-
vegar dreift í Leopoldville nafn-
lausum flugritum, þar sem hótað
var uppreisn um gervallt landið
verði Tsjombe næsti forsætisráð-
herra. Er talið að flokkur Giz-
er.ga, Mouvement National
Congolais ((MNC), sem venju-
lega gengur undir nafninu
Lumumbaflokikurinn, hafi staðið
að dreifingu þessara flugrita.
Hafði einn af talsmönnum flokks
ins sagt í kvöld, að heppilegastur
fcrsætisráðherra nú yrði öld-
ungadeildarþingmaðurinn Ant-
oine Kiwewe
AFP-fréttastofan franska
kveðst hafa eftir góðum heim-
ildum, að Cyrille Adoula núver-
andi forsætisráðherra muni ekki
vilja taka sæti í stjórn undir
forsæti Moise Tsjombe. Sjálfur
hefur Adoula ekkert um það
sagt opinberlega.
HerskipiS Drang í Reykjavíkurhöfn.
Bráðabirgða-
viðgerð á Draug
GÆR var afmaelisdagur ólafs
Noregskonungs og lá norska
herskipið Draúg því fánum
prýtt hér í höfninni í gær. —
Eins og kunnugt er strandaSi
Draug í mynni SiglufjarSar,
laugardaginn 20. júní Norskt
varSskip, Nornen, dró herskip
iS hingað til Reykjavíkur s.l.
miðvikudag og mun bráða-
hirgðaviðgerð fara hér fram
áður en skipin halda áfram
til Noregs.
Andri Heiðberg, kafari, var
að kanna skemmdirnar á
Draug í gær, og sagði hann,
að fimm göt væru á skrokkn-
um og yrðu settar plötur yfir
þau. Þá löskuðust skrúfur
skipsins líka, og verða þær
festar í kyrrstóðu svo að þær
snúi ekki vélunum á útleið.
Við náðum tali af einum
hásetanna um borð, en hann
var á vakt við landganginn.
Samtalið varð að vísu heldnr
snubbótt, því að borðalagður
offiseri kom aðvífandi og
lagði blátt bann við frekari
samræðum. Okkur var tjáð,
að skipið færi annað hvort til
Bergen í viðgerð eða þá til
Horten, sem er aðalviðgerð-
arstöð norska flotans við Osló
fjörð. Ekki er enn ákveðið,
hvenær skipið heldur af stað
héðan, en að viðgerð lokinni
mun það fara aftur á síldar-
miðin við austurströnd tslands
tit aðstoðar norskum fiskiskip
Vill fund í Nýju
Delhi eða
Evrópu
Vientiane, 2. júlí NTB.
• FORSÆTISRÁÐHERRA
Laos, Souvanna Phouma, hefur
lagt til við hálfbróður sinn, Souv
anna Vong, að efnt verði til fund
ar deiluaðila í Laos í Nýju Delhi
eða einhvers staðar í Evrópu.
Jafnframt vísar hann á bug til-
lögu hins síðarnefnda um að
halda sííkan fund í Jakarta eða
Phnom Penh.
Brússel, Bern, 2. júlí NTB
• Belgíski þjóðbankinn hækk
aði i dag forvexti úr 4.25%
í 4.75%. Tekur hækkunin
gildi frá og með 3. júlí. Þá
herma fregnir frá Bern, að
svissneski þjóðbankinn hafi
hækkað forvexti úr 2% í 2.5%,
einnig frá og með 3. júlí.
Löndunarbið fyrir Austurlandi
Fjögur síldarflutningaskip í förum
í FYRRINÓTT var mikil veiði í
Norðfjarðar- og Héraðsflóadýpi,
Giettinganesgrunni og Gerpis-
flaki. Höfðu 100 skip rúmlega 79
þús. mála afla eftir sólarhring-
inn, sem er mesta veiðin það
sem ef er síldarvertíð. Voru þau
að koma inn til hafnarinnar í
gær, en löng löndunarbið er á
öllum Austurhöfnunum og á
Raufarhöfn allt að sólarhrings-
bið, en engin söltunarhæf síld
fékkst í gær. Fóru sum skipin
með síldina til Siglufjarðar og
annarra Norðurhafna, og þrjú
flutningaskip voru á leiðinni
norður fyrir með 12 þús. mál af
síld, og það fjórða sem bætzt
hafði við, Jolita, var að landa á
Seyðisfirði.
Um kl. 11.30 í gærkvöldi var
orðin ágæt veiði í Seyðisfjarðar-
dýpi, 24—30 sjómílur út af Dala-
tanga. Var gott veður, en þoku-
bakki til hafsins. Höfðu 13 skip
tilkynnt um afla þar, en önnur
voru að veiðum. Fimm hæstu
skipin voru búin að fá yfir 1000
mál. í>au eru Seley með 1100,
Fagriklettur með 1200, Margrét
með 1350, Guðbjörg GK með
1300, Rifsnes með 1100.
margir íslendingar sent ættingj-
um sínum og vinum í Kanada,
gjafasendingar af hangikjöti.
Einstöku sinnum hefur það
komizt til skila, en venjulega
hefur það verið brennt af em-
bættismönnum stjórnarinnar, —■
samkvæmt kanadískum lögum,
sem banna innflutning á kjöti,
nema frá fjórum löndum og þá
undir mjög ströngu eftirliti.
Þetta var rætt á síðasta I>jóð-
ræknislþingi, og var þá stjórn fé-
lagsins falið að leita til kana-
diskra stjórnarvalda um leyfi tii
innflutnings á gjafasendingum af
hangikjöti frá íslandi.
Um sama leyti stóðu umræður
milli íslenzkra og kanadískra
stjórnarvalda um innflutning og
sölu á íslenzku kjöti til Kanada,
sem lauk svo að 2. marz s.l. var
sláturhúsaeftirlit og kjötskoðun á
íslandi viðurkennt af kanadísk-
um stjórnarvöldum og leyft að
flytja inn kjöt frá íslandi, en sam
kvæmt gildamdi reglugerð er
nauðsynlegt að fá fyrirfram leyfi
og miða fyrir hverja sendingu
og er það mjög óhagkvæmt fyrir
gjafasendingar.
sjómílur 80 gráður réttvísandi af
Langanesi. Höfðu norsku skipin
verið að fá þar síld í fyrradag,
og í gær lóðaði Fanney þar á
torfur, sem voru djúpt og veður
óhagstætt. Skip voru þó á leið-
inni þangað.
Fréttaritarinn á Norðfirði sím-
aði:
Neskaupstað, 3. júlí — Síð-
asta sólarhring hafa eftirtalin
skip komið hingað með síld:
Grundfirðingur II með 650,
París, 2. júlí NTB
AF HÁLFU Bretlands var í dag
lögð fram tillaga um sameigin-
legan kjarnorkuflug- og landher
Atlantshafsríkjanna að því er
áreiðanlegar heimildir í París
htrma. Mun tillagan hafa verið
sneri sér iþá til hr. Erics Stefáns-
sonar, þingmans Selkirk-kjör-
dæmis. Gekk hann skörulega í
málið svo nú hefur reglugerð
Kanadastjórnar verið breytt til
að leyfa gjafasendingar upp að
20 pundum, án fyrirfram fengins
leyfis og miða, ef sendandi lætur
fylgja skírteini frá sláturhúsa-
eftirliti íslands, um að kjötið hafi
verið skoðað.
Þjóðræknisfélagið hefur vottað
þingmanninum þakkir fyrir góða
fyrirgreiðslu.
SUMARFERÐ Sjálfstæðismanna
verður farin frá Sjálfstæðishús-
inu í Hafnarfirði næstkomandi
sunnudag kl. 8 fyrir hádegi. Far-
ið verður m. a. til Þingvalla.
Kaldadal að Kalmanstungu. Síð-
an ekið að Húsafelli, Barnafossi,
Reykholti, niður Bæjarsveit að
Hvanneyri. Þá verður komið í
hvalveiðistöðina í Hvalfirði, Fé-
Stjarnan 750, Yíðir 300, Sigurvon
AK 50, Reykjanes 300, Gullfaxi
1000, Þorbjörn II 1000, Arnfirð-
ingur 1400, Sæfari BA 550, Sig-
urbjörn 750, Glófaxi 750.
í dag voru hér 4 flutningaskipv
Arnarfell að losa 15 þús. tómar
tunnur, Dísarfell að lesta mjöl,
Vatnajökull að lesta freðfisk 03
Þyrill að losa olíu til síldarverk-
smiðjunnar. Geysimikil atvinna
er nú hér og margt aðkomufóbk
komið.
lögð fyrir sjö manna nefnd þá,
er skipuð var til þess að athuga
tæknilega örðugleika varðandl
sameiginlegan kjarnorkuher.
Af Breta hálfu er talað una
þessa tillögu, sem viðbót við til-
lögur Bandaríkjastjórnar um
sameiginlegan kjarnorkuflota.
Gerir hún ráð fyrir, ag komið
verði á laggirnar flúgsveitum, er
hafi yfir að ráða brezkum
sprengjuflugvélum af gerðinni
TSR-2, sem framleiðsla er enn
ekki hafin á; — og jafnframt
verði þær búnar" bandáriskum
sprenguflugvélum. Þá verði kom
ið upp stöðvum þar sem stað-
setja megi bandarískar Pershing-
eldflaugar.
12 ára drengur
- 8 innbrot
LÖGREGLAN í Vesbmannaeyj-
um hefur haft hendur í hári 12
ára gamals drengs í Eyjurn, sem
hefur nú jáiað að hafa brotizt
inn á 8 stöðum. Stal hann pen-
ingum á einum staðnum, úrum á
öðrum og fleira dóti.
lagsgarð í Kjós og þaðan nm
Kjalarnes og Mosfellssvcit. Áætl
að er að koma til Hafnarfjarðar
klukkan tiu um kvöldið.
Þá skal á það bent, að íeið-
sögumaður verður Árni Óla, en
hann er mjög kunnugur á þeim
slóðum, sem farnar verða. —
Upplýsingar um ferðina verða
veittar i dag í sima 5078«.
Þá hafði síldar orðið vart 60
Konadastjóio leyfír gjafasend-
ingar af hangikjöti fró íslandi
Stjórn Þjóðræknisfélagsins
IMý brezk tillaga um
Sameiginlegan kjarn-
orku flug- og landher
(Frá Þjóðræknisfélagi ís
lendinga í Vesturheimi).
Sumarferð Sjálfstæðis-
manna í Hafnarfirði