Morgunblaðið - 03.07.1964, Side 20
20
MORGU N BLAÐIÐ
\
Föstudagur 3. júlí 1964
r josephini: edgarT
41
FIAl SYSTIR
Hún leit á mig undirfurðu-
lega. — ]>að er nú ekki rétt af
mér að vera að segja það, en
mér finnst þér allt of góð handa
honvim Hugh.
Ég leit á hana steinhissa.
— Hugh líkist honum föður
sínum, hélt hún áfram, — og
hann var svo sem allra bezti
maður, en hafði enga verulega
persónu né greind-. Nú hafið þér
hvorttveggja, og lærið síðar að
nota það. Þér höfðuð næga ein
beittni til að yfirgefa þessa
systur yður, þegar yður varð
Ijóst, hverskonar manneskja hún
er 1 raun og veru.
— Það var ekki af neinum sið
ferðilegum ástæðum, svaraði ég
blátt áfraíh. — Sannast að segja
var það vegna þess, að maðurinn
sem ég eiskaði, varð ástfanginn
af henni og þau eru nú elskend-
ur.
' Ég reyndi af ásettu ráði að
ganga fram af henni, en hún lét
sér auðsjáanlega ekkert bregöa.
— Og eruð þér nú búin að
jafna yður eftir það? spurði hún
rólega.
— Já, seisei já.
Mér fannst ég meina þetta, en
hún brosti bara og sagði: — Ég
var sjáif skotin í Woodbourne,
en svo giftist hann frænku
minni, þessari saklausu Júlíu og
sá fékk nú fyrir ferðina! Maður-
inn minn var yngri bróðir hans,
og líklega hef ég líka fengið
það, sem ég átti skilið! En þrð
er annað, sem getur sannað inn-
ræti yðar. Þér eruð fátæk en
falleg, en þér hafið ekki gert
fegurð yðar að verzlunarvöru.
Þér hafið sýnt að þér getið verið
án alls óhófs, sem þér hafið alizt
upp við að taka eins og sjálf-
sagðan hlut. Ég hef séð yður
með þessari systur yðar og
kíædda eins og svolitla prins-
essu. Það hlýtur að hafa verið
átak að varpa þessu öllu -frá
sér og flytja í þetta óþægilega
hús til þessara ágætu en öfug-
snúnu kvenna.
— Nei. Þar er frjálslegt og
hreinlegt.
Hún lagði höndina á mína
hönd og ég vissi, að hún skildi
mig. v
— Jæja, sagði hún fjörlega. —
Það er vitanlega enginn efi á
því, að hann Hugh gleymir yður
ekki og verður afskaplega
ólukkulegur, ef þér giftist hon-
um ekki. Og ég verð að segja,
að það tæki ég mér ekki nærri,
ef mér fyndist þér vera ómögu-
leg — en það ef langt frá því,
að mér finnist það. En hver veit
nema þér getið farið að elska
hann, þegar þér farið að venj-
ast honum. Þannig fór hjá mér
og föður hans. Hann var mein-
hægur maður en eins ólíkur
Woodbourne og mest mátti
verða. . . . Og hún andvarpaði
ofturlítið, er hún minntist þessa.
— Eigið þér við, að þér séuð
þessu ekki andvíg?
— Þér eruð orðin ein um alla
andstöðu. Hún brosti og potaði
í bakið á eklinum með sólhlíf-
inni sinni, og skipaði honum að
aka aftur til Bloomsbury.
— Við skulum nú sjá, sagði
hún. — Ég ætla að halda dans-
leik fyrir þessar tvær telpur
mínar — ef þær kæmust í hálf-
kvisti við yður að útliti; gæti ég
sparað mér kostnaðinn og fyrir-
höfnina. Ég á vinkonu, sem get-
ur verið verndari yðar. Þetta
verður í Hotel d”Anjou í Strand.
Mér varð dálítið bilt við.
Anjou var afskaplega fínt hótel,
og það er einn af uppáhaldsstöð
um Söffíu, þar sem hún borðaði
oft kvöldverð í veitingasalnum.
Frú Elspeth lét dæluna
ganga, kát í bragði.
— Ég er alveg með þessu ný-
tízku uppátæki að halda veiziur
fyrir fólk á hótelum. Þjónustan
þar er miklu betri og þá þarf
ekki að_ breyta heimilinu sínu
í krá. Ég ætla að senda yður
boðskort.
Vagninn nam staðar við háa
húsið. Frú Elspeth tók í höndina
á mér.
— Bara eitt enn, góða mín. Ef
ég tek yður undir minn vernd
arvæng, skal ég sjá til þess, að
allir taki yður góða og gilda.
En ef þér takð bónorðinu hans
Hugh, verð ég að fara fram á
tvennt. í fyrsta lagi, að þér hætt-
ið við leikhúsið. í öðru lagi að
hitta aldrei hana systrff yðar
framar. Hugsið yður nú um. Þér
eigið frjálst val. Þér getið strok-
ið burt með honum Hugh, án
þess að ég geti hreyft hönd eða
fót. En ég get bæði gert yður
erfitt fyrir og líka létt, á eftir.
Ég sagði hóglega: — Ég skil
þetta, frú Elspeth og ég þakka
yður fyrir að vera svona hrein-
skilinn við mig.
Ég steig út úr vagninum og
gekk inn í húsið. Hvað sem hún
kynni að vera, var hún að
minnsta kosti kona, sem ég gat
skilið. Ég kom að Marjorie og
og Flóru frænku við skyndimál-
tíð þeirra um hádegið — salat
og egg. Þær litu báðar upp þegar
ég kom inn.
— Er hún farin að liðkast?
spurði Marjorie.
— Já, svaraði ég og settist nið
ur.
— Ætlarðu þá að giftast
Hugh?
Boðið frá frú Elspeth kom,
eins og hún hafði lofað, í síðustu
viku október. Mér var tilkynnt,
Svona leit hann út maðurinn, sem hótaði að drepa mig.
að einhver frú Camberley og
dætur hennar tvær mundu koma
og sækja mig á dansleikinn.
Ég fór til George Dewards til
að biðja hann um að mega vera
laus þetta kvöld. Þetta var í
fyrst sinn, sem mig hafði vantað
á sýningu, og hann var svo vænn
að fá aðra stúlku til að taka við
hlutverki mínu. Ég gat alveg séð
á svipnum á honum, þegar hann
tók í höndina á mér, að nú þótt-
ist hann vera að tala við frií
Travers tilvonandi.
Hugh var svo glaður, að ég
skammaðist mín. Ég vissi vel,
að einnig hann hélt, að mamma
hans hafði boðið mér og
ég tekið boðinu, þýddi sama sem,
að ég ætlaði að taka honum.
Hann kom í leikhúsið á hverju
kvöld og sendi mér svo mikið
af blömum, að ég varð að senda
flest þeirra sjúkrahúsi einu.
BYLTINGIN í RUSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
Parvus, Ganetsky og aðra þýzka
njósnara í Stokkhólmi, og þegið
fé af þeim.
Stjórnin hikaði enn við að
koma fram með kæru og máls-
skjölin voru geymd hjá dóms-
málaráðherranum, Perevertsev.
Það var meðan Kerensky var á
vígstöðvunum, 16. júní, — fyrsta
dag uppreistarinnar — að Per-
vertsev ákvað að láta skjölin til
birtingar. Ex-Com mótmælti
þegar og kvað þetta vera póli-
tíska kúgunarráðstöfun, og því
tókst að fá blöðin ofan af því
að birta þau. Samt þverskallaðist
eitt blaðið við þessu banni, og
að kvöidi 17. júlí voru fréttirnar
komnar út um alla Petrograd-
borg.
Trotsky háði ákafa baráftu bak
við tjöldin fyrir foringja sinn í
Ex-Com, 18. júlí og næstu daga,
en þessi sprengja hafði kveikt
þann eld, sem hvorki hann né
aðrir gátu slökkt. Um allt Rúss-
land voru bolsjevíkar brenni-
merktir sem þýzkir njósnarar, og
Lenin hafði beinlínis fyrirgert
málstað sínum með því að fara
í felur. Vörn Trotskys hjaðnaði
niður í það að vera aðeins ein-
föld mótbára gegn því, að gamal
reyndur byltingarmaður eins og
Lenin hefði nokkurntíma getað
tekið höndum saman við kapí-
taliska rikisstjórn. Hvað snerti'
féð, sem hann hafði átt að
þiggja, hvar var það niður kom
ið? Allir vissu, að bolsjevíkarnir
voru févana. Trotsky bar einnig
í bætifláka fyrir feluleik Lenins,
á þeim grundvelli, að eins og
andrúmsloftið var í borginni,
hefði hann aldrei getað fengið
heiðarlega réttarmeðferð, og
hefði vel getað orðið drepinn án
dóms og laga. Mörgum árum
síðar, þegar Trotsky var útlagi
úr Stalins-Rússlandi, endurnýj-
aði hann þessa vörn fyrir Len-
in í einum harðorðasta og mein-
fýsnislegasta kaflanum af bylt-
ingarsögu sinni. Hann gefur
þannig yfirlit yfir söguna:
„Þessi óslitna keðja grun-
semda um Þjóðverjavináttu, sem
náði alla leið frá keistarafrúnni,
Rasputin og hirðsnápunum, gegn
um ráðuneytin, starfshópanna,
Dúmuna, frjálslyndu blöðin, til
Kerensky og fleiri sovétleiðtoga,
er eftirtektarverðust fyrir til-
breytingarleysi og einhæfni.
Pólitíski óvinúrinn er augsýni-
lega ákveðinn í að ofreyna ekki
ímyndunaraflið sitt — þar var
aðeins sömu ásökununum snúið
af einum á annan, og aðalstefna
hreyfingarinnar var frá hægri til
vinstri“.
Úr felustað sínum í heykleggj
anum bar Lenin fram afsakanir
sínar. í Nýju lífi Gorkys og Kron
stadt Pravda (Petrograd Pravda
hafði verði bönnuð) og í sér-
prentuðum flugmiðum bar hann
af sér allar ásakanir. Hann hefði
slitið öllu sambandi við Parvus
1915 og hann hefði ekkert fé
þegið af Ganetsky. Hann mót-
mælti því, að Ganetsky væri
flokksfélagi. Hvað það snerti,
að hann hefði ferðazt til
Rússlands á þýzkri lest, þá benti
hann réttilega á það, að Martov
og fleiri hefðu notað sama far-
kost og enginn grunur á þá fall-
ið.
Þetta var nú alltsaman gott og
blessað, en við vitum nú samt, úr
bréfum þeim, er Lenin lét eftir
sig, og gefin voru út, að hon-
um látnum, að hann stóð í nán-
um og stöðugum bréfaskiptum
við Ganetsky í Stokkhólmi (og
svo vill til, að Ganetsky átti sér
glæsilegan feril meðal bolsje-
víka í Rússlandi, eftir bylting-
una). Auk þess eru, eins og séð
hefur verið, nægar sannanir
þess í skjölunum frá Wilhelm
strasse, að Lenin hefur verið 1
sambandi við Þjóðverja fyrir
milligöngu njósnarans Keskuela,
og að hann þá raunverulega hjálp
frá þeim, bæði fé og annað. Inn-
siglaða lestin var einn þáttur
þessarar hjálpar. Vér vitum
einnig ú,r þýzku skjölunum, að
fé var greitt bolsjevíkunum i
Petrograd reglulega frá marz og
allt fram að seinni byltingunni
í nóvember 1917. Kiihlmann,
utanríkisráðherra Þjóðverja, seg
ir í skjali dags. 3. des. 1917, að
það hafi eingöngu verið fyrir
þýzka hjálp, að bolsjevíkarnir
hefði getað „stækkað Pravda,
aðalmálgagn sitt, og stórum
breikkað grundvöll flokks síns“,
Að-eitthvert makk hefur verið
milli Lenins og Þjóðverja, getur
ekki lengur verið neinum vafa
undirorpið. Það kann að hafa
verið honum hentugt að afneita
þessu 1917, en hitt er furðulegt,
að stuðningsmenn hans skuli
gera sér það ómak að halda fast
við þessa neitun hans, allt tii
þessa dags, þegar það er löngu
sannað, að Lenin var ákveðinn
í að taka völdin í Rússlandi,
KALLI KÚREKI
-of— —-K-
— iX—
HlM^ÍADYTtALL-UM V I KWOW' THEYb)
OFF SUH FIS-HT WlTH J\ 60TH U9E A‘"'
PEgFESSEe/ WHY y ( EXCUSE T'í
YOU KEEP 0.0 ■
P£0DPW’HIM? ■
6UT I’M SOWNA (?UB
ITIfO, PLEOTY.'SOME
OAY HE'LL SPOUTOFF
ATTH’W PONð-M'AM,
AN’ &£T HISSELF
Teiknari; J. MORA
BEFOREI’IMTHROUS-H.THEY'LLBOTÚ
THINkTWICE BEFORE THEYTAKE&UM
IM HAND, AM’ THEM SPEOD TH’ RESTO'
THEIR LIFE RE&RETTIM’ IWOR DEAD*j
Gamli gengur burtu og talar við sjálf-
•n sig.
— Hann er alveg á því að gefa ein-
vígið við prófessorinn upp á bátinn.
Hversvegna viltu erta hann meira?
— Veit ég vel. Þeir myndu báðir
giípa hvaða tækifæri sem gæfist til
•ð hætta við þetta allt saman.
— En ég ætla að núa þeim þessu
dyggilega um nasir. Einhvern tíman
rýkur hann upp við annan mann og
erfiðari viðureignar en Boggs og þá
fer illa fyrir Gamla okkar.
— Og Boggs líka! Hann er nógu
gamall til að vita að ekki er hægt að
lenda í vandræðum.
— Ég ætla að halda þannig á mál-
inu að þeir muni báðir hugsa sig um
tvisvar áður en þeir taka sér byssu
í hönd og sjá svo kannske eftir því
alla æfi síðan — ef þeir þá lifa það af.
Raufarhöfn
UMBOÐSMAÐUR Morgun- |
blaðsins á Raufarhöfn er j
Snæbjörn Einarsson og hef-
ur hann með höndum þjón-
ustu við fasta-kaupendur
Morgunblaðsins í kauptún-
inu. Aðkomumönnum skal á
það bent að blaðið er selt
í lausasölu í tveim helztu
söluturnunum.
Voginafjörður
Á Vopnafirði er Gunnar
Jónsson, umboðsmaður
Morgunblaðsins og í verzlun
hans er blaðið einnig selt í
iausasölu.