Morgunblaðið - 07.07.1964, Síða 1

Morgunblaðið - 07.07.1964, Síða 1
28 siður 51 árgangur 156. tbl. — Þriðjudagur 7. júlí 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsms Malawi, áður Nyasa- land, sjálfstætt ríki Dr. Hastings Banda gengur 1 „Samveldisklúbbinn" Moise Tshombe, fyrrum forseti Katauga, ENN hefur hinum sjálfstæSu ríkjum Afríku f jölgaS þvi á mið- nætti á sunnudag bættist Mala- wi, áður brezka verndarsvæðið Nyasaland, í hóp þeirra. Forsætisraðherra Malawi er dr. Hasting Banda, og heldur hann nú til Eondon, þar sem hann sit- ur ráðstefnu forsætisráðherra brezku Samveldislandanna. Dr. Banda h-efur lengi barizt fyrir sjálfstæði lands sins, og gegn samemingu þess við Rhodesíu ríkjasarnbandið. Fyrir þessa baráttu sina hefur dr. Banda þurft að þola bæði fang- elsun og útlegð. Minntist hann þeirra tiima litiUega í ræðu í dag í sambandi við væntanlega ferð til London. Sagði hann að hvergi Tshombe myndun í reymr stjornar- Kongó Kosningar í landinu eítir sex til níu mdnuði Leopoldville, 6. júlí. (AP-NTB) MOISE Tshombe, fyrrum for- 8eta Katangahéraðs, hefur nú verið falin stjórnarmyndun í Kongó, aðeins ellefu dögum eftir að hann sneri heim eftir nærri árs dvöl á Spáni. Hefur Tshombe að undan- förnu kannað möguleika á »t.jórnarmyndun, og í gær Bkýrði hann frá því að sú at- hugun hafi sýnt að það ætti að takast innan sólarhrings frá því honum væri falin for- ustan. Segir Tshombe ennfremur að hann hafi rætt við leiðtoga þá, sem staðið hafa fyrir uppreisn- um víða um Kongó, í Kwilu, Kivu og Norður-Katanga-héruð- unum, um hugsanlega stjórnar- myndun sína, og hafi þeir fallizt á að fresta frekari aðgerðum gegn yfirvöldunum þar til úrslit- in eru kunn, og einnig að þeir muni styðja væntanlega stjórn hans fram yfir kosningar. Ef stjórnarmyndun tekst verð- ur Tshombe fjórði forsætisráð- herrann í Kongó. Hann mun þó ekki fara með völd lengi, því kosningar eiga að fara fram í landinu eftir sex til níu mánuði, og fer það eftir úrslitum þeirra hver við tekur. Stjórnarkreppa hefur ríkt í Kongó frá því Cyrille Adoula, fyrrum forsætisráðherra, baðst lausnar fyrir sig og ráðu- neyti sitt í byrjun síðustu viku. Gerðist það sama dag og síðustu hersveitir Sameinuðu þjóðanna yfirgáfu landið eftir að hafa Framhald á bls. 2 nema í brezka Samveldinu gæti það gerzt að byltingarleiðtogi væri fangeisaður í dag, en boð- inn til Buckinghamhallar á morg un. Kvaðst hann hlakka til að ganga í,,Samveiaisklúbbinn“ eins og hann nefndx það. Philip prins, hertogi af Edin- borg, var fulltrúi brezku krún- unnar við sjáifstæðishátíðina í Blantyre, höfuðborg Malawi, og flutti þar ávarp fyrir hönd Breta di'ottningar. Sagði hann að fram undan væru torfærur, sem þjóð- in yrði að standa saman um að yfirstíga. „Fátækt er ákjósan- legri en kúgun,“ sagði hann, „og sjálfstæði þjóðarinnar, frelsi ein staklingsins og lögbundin stjóm eru skilyrði fyrir friði og ham- intgju.“ Malawi er eitt fátækasta o>g 'þéttbýlasta ríkið í Afríku, og meðal árstekjur íbúanna aðeins um 20 sterlingspund (um kr. 2.400,00 ísl. Um. 100 þúsund ung- menni yfirgefa landið árlega í leit að betri lífskjörum, en dr. Banda telur að unnt verði að skipuleggja efnahagiskerfið og koma í veg fyrir þennan brott- flutning. Gert er ráð fyrir því að veita á næstu fimm árum um 5.300 milljónum króna til upp- byggingar, m a til aukinnar syk- ur-, te- og kaffiræiktunar. Þá er einnig reiknað með miklum tekj- Dr. Hastings Banda. um af ferðamönnum, þegar lokið hefur verið að bæta skilyrði til móttöku þeirra. » Krúsjeff kominn heim Moskvu, 6. júlí, (AP). NXKITA Krúsjeff, forstætis- ráðherra, kom í dag heim til Moskvu ur þriggja vikna ferð® lagi um Danmörk, Svíþjóð og Noreg. Frá Osló fór hann á laugardag sjóleiðis til Balti- ysk við Eystrasalt, en þaðaa með næturlest til Moskvu, þeirra á meðal Kliment Varo* hilov marskálkur, fyrrum for- seti Sovétríkjanna. r Jarðskjálftar og eldgos Að minnsta kosti 40 íórust í Mexíkó Mexicolxorg, 6. júlí (AP); l)M HELGINA var» xiSn i heiminura vart jarðskjáltta, en mestir munu þeir hafa orð ið í Mexico. Fréttir af jarðsjálftunum I Mexicó eru enn mjög ógreini legar, en vitað er að a.rn.k. 40 manns hafa farizt og hundr uð særzt. í morgun mældist einnig snarpur jarðskjálfti a For- mósu, en ekki er talið ao hann hafi valdið teljandi tjóni. Á laugardag mældust harð ir jarðskjálftakippir í suður- héruðum Júgóslavíu, og viða flvðu ibúarnir hús sin, en eng sur fregnir hafa borizt um manntjón. A iaugardag varð einnig mikíð gos í Etnu á Sikiley, og stóð öskustrókur um þúsund metra upp úr eldfjallinu og tveir hraunstraumar runnu niður hlíðar þess. Gos þetta stóð ekki lengi og hefur legið niðri síðan. Jarðskjálftanna í Mexicó gætti mest í Guerrero héraði, og þar urðu miklar skemmdir á mannvirkjum. Er hérað þetta um 300 km. fyrir suð- vestan Mexicóborg. Mest varð manntjónið í þorpunum Coyuga de Catalan og Ciudad Altamirano. í fréttum, sem bárust frá jarðskjálftasvæð- inu í dag, segir að um 80% allra húsa í Ciudad Altamir- ano hafi orðið fyrir skemmd- um. Óttazt er að tala þeirra, sem fórust, eigi eftir að hækka verulega. Erfitt er að afla ítarlegra frétta, því símalínur á jarð- skjálftasvæðinu eru víða shtnar og samgöngur erfiðar. Flugfélag Islands kaupir Fokker Friendship skrúfuþotu í Hollandi Samið um forkaupsrétt að annarri slíkri vél að tveimur órum liðnum í GÆR kallaði forstjóri Flug- félags Isiands, örn Johnson, hlaðamenn á fund sinn og skýrði, ásamt blaðafulltrúa félagsins Sveini Sæmundssyni, frá kaup- um á nýrri flugvél, sem féiagið hefir samið um smíði á. Er þetta jafnframt fyrsta flugvélin, sem sérstaklega er smiðuð fyrir ís- lendinga. Samningur var undirritaður í Amsterdam hinn 3. júlí sl. milli Flugfélags íslands h.f. og Fokk- er-flugvélaverksmiðjanna um smíði á Fokker Friendship skrúfu þotu. Örn Ó. Johnson forstjóri undirritaði samninginn af hálfu F. í. og H. C. van Meerten for- stjóri fyrir Fokker-verksmiðj- urnar. Hin nýja vél er af gerðinni Fokker Friendship F-27-100 skrúfuþota. Gert er ráð fyrir að vélin verði afhent Flugfélagi íslands í apríl mánuði 1965 og verður væntan- lega tekin í notkun er sumaráætl- un innanlandsflugsins hefst Lað ár. Vélin er ætluð til innanlands- flugs, þótt hægt sé að nota hana á styttri leiðum í millilandaflugi, svo sem til Skotlands, Færeyja og Grænlands, en það verður að eins í undantekningartilvikum, sagði örn Johnson. Vélin er tveggja hreyfla og þeir af gerð- inni Rolls-Royce Dart 514 og sama gerð og er í Viscount-vélum félagsins, en nokkru aflmeiri. Vél in er með jafnþrýstibúnaði í far þegaklefa og er það einkar hent ugt fyrir okkar aðstæður þar sem þarf að fljúga yfir há fjöll og lækka sig hraðar en þar sem jafnlendara er og verða farþeg- ar því fyrir minni ónotum en ella. Fokker-Frienship vélin flýgur með 435 km. hraða á klukku- stund og styttist því flugtíminn á leiðum innanlands að miklum mun. T.d. tekur ekki nema 52 mínútur að ferðast milli Akur- eyrar og Reykjavíkur og er þá tíminn tekinn frá því flugvélin rennur af stað frá flugstöð og þar til hún stanzar við flugstöð á Akureyri. Flugtíminn frá Rvík til Egilsstaða verður 1 klst. 13 mínútur, ísafjarðar 46 mín. og Vestmannaeyja 27 mínútur. Þess ir hreyflar hafa þann mikla kost að ekki þarf að eyða tíma i að hita þá upp eins og hreyfla eldri véla félagsins (Dacota og DC.6) og því verður allur biðtími minni á jörðu niðri. Afköst þessarar vélar eru mikl Framh. á bls. 3. ' <*■</. 'W v»t' S X\s x \ s s ■■ -í s, Fokker Iricndship.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.