Morgunblaðið - 07.07.1964, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 7. júlí 1964
GÍSLI GUÐMUNDSSON:
FERDASPJALL
= í>AÐ HEFUR dregist nok'kuð
2 hjá mér að hefja þetta ferða-
2 spjall mitt að nýju, og er
= ýmsu um ag kenna. Nú, er ég
S fer á stað með það, vil ég
M byrja á því að þakka góðar
M undirtektir í fyrrasumar og
S öllum þeim er hafa látið í
= ljós ánægju sína yfir þessum
S dálkum mínum. I>að, sem
= fyrst og fremst fyrir mér vak-
H ir, er að vekja athygli ferða-
S fólks á því, sem vel er gert,
H og vanda um það, sem miður
j§ fer. Ef mér tekst með þessu
að auka ánægju ferðafóiks og
= færa eitthvað til betri vegar,
2 er tilganginum náð.
2 Vegurinn að Gullfossi hefur
M lengst af verið til lítillar
M fyrirmyndar en sjaldan hef-
H ur hann verið eins afleitur og
| nú í vor. í fullri hreinskilni
= sagt þá er hann öllum aðilum,
= sem með vegamál fara, til
= hreinnrar vanvirðu. Mér er
2 það alveg hulinn leyndardóm-
= ur hvernig á þessu stendur að
E vegarspottinn frá Brattholti
= að Gullfossi er svona gjör-
jjg samlega afræktur, ekki einu
j| sinni heflaður, hvað þá að
= borið sé ofani holur og hvörf.
M Nú í vor hafa margir fólks-
= bílar orðið fyrir verulegum
5 skemmdum á þessum vegi og
2 svo lætur vegaverkstjórinn
2 það út úr sér að þag eigi að
= bera ofaní veginn í haust.
= Það er skiiyrðislaus krafa
S allra, sem eiga leið um þenn-
S an fjölfarna veg, að hann sé
2 þegar í stað rækilega lagaður,
H það má ekki dragast.
2 Kaldadalsveg fór ég nú ný-
2 verið og hann er að mínu áliti
2 fær flestum bílum, því hann
2 hefur verið lagaður, meira að
2 segja borið ofaní hann á
M nokkrum stöðum. Þetta er
2 leið, sem er sannarlega þess
M virði að fara hana. Hvergi
2 kemst maður í nánari snert-
2 ingu við íslenzka öræfatign,
2 með jafn auðveldu móti.
2 Vegir í Borgarfirði eru í sæmi
M legu lagi, enda voraði vel,
2 en það er sama garrila sagan
2 að það er trassag að hefla.
2 Hinn nýi vegur um Skógar-
|| strönd er ágætur og sérlega
2 vel lagður. Nú er vegurinn
S í kring um Álftafjörð, sem áð-
g ur var beztur, orðinn erfiðasti
S kaflinn. Ég vil mæla með þess-
2 ari leið fyrir þá, sem leggja
2 leið sína vestur á Snæfellsnes
= en þangað liggur nú meiri
2 ferðamannastraumur en
g nokkru sinni. Hinn nýi Ennis-
2 vegur er mikið mannvirki og
2 hann sýnir greinilega hvað er
§í hægt að gera þegar kotungs-
= sjónarmiðin eru ekki látin
M ráða.
Á Snæfellsnesi er orðin 2
mikil breyting til batnaðar 2
hvað snertir gisti- og veitinga- 2
hús. Á Vegamótum hefur |j
orðið gjörbreyting til batnað- =
ar og er þetta nú orðinn hinn §
vistlegasti staður og af- E
greiðsla er lipur. Hótel Búðir 2
er rekið með sama myndar- =
brag og áður. Sumarhótelið 2
i Stykkishólmi er afar vist- 2
legur staður og fær gott orð. 2
í Grafarnesi í Grundarfirði 2
hefur einnig orðið mikil M
breyting til batnaðar. Húsa- M
kynni, sem áður voru heldur 2
óvistleg, eru nú öll nýmáluð 2
og viðgerð og eins aðlaðandi M
og hægt er að gera þau og M
matur o,g þjónusta í bezta M
lagi. í Ólafsvik er góð mat- 2
sala í nýviðgerðum húsakynn- E
um og þar er nú að taka til 2
starfa gististaður. Ég skoðaði 2
þau húsakynni rækilega og 2
leist vel á þau. Ég talaði einn- 2
ig við eigandann og gladdist =
yfir því að hann virðist skilja 2
til fullnustu að það er ekki 2
iengur hægt að bjóða ferða- =
fóíki upp á það, sem áður 2
þótti boðlegt. Ef sá maður 2
ílendist í Ólafsvík á hann E
vissulega eftir að koma meiru E
til leiðar. Á Hellissandi mun 2
vera einhver veitingasala en 2
ég er henni ókunnugur.. Sem |jj
sagt, á Snæfellsnesi hefur ver- E
ið gert myndarlegt átak til að M
geta tekið á móti auknum 2
ferðamannastraum. 2
Bkki má svo gleyma Hótel E
Víking í Hnappadal. Þetta er E
nýstárlegt fyrirtæki og ber 2
vott um áræði og bjartsýni j|
þeirra, er að því standa. Ég =
íór að skoða það nýlega og þó 2
að mikið vantaði á að smíð- M
inni væri lokið var sýnilegt =
að þetta verða mjög vistleg 2
húsa-kynni og í fallegum um- 2
hverfi. Forstöðumaður hótels- 2
ins, Hörður Sigurgestsson, er 2
einnig að góðu kunnur og 2
mun hann áreiðanlega leggja 2
sig mjög fram til að gera E
gestum til hæfis. Silungsveið- E
in í vatninu hefur verið góð =
í vor en staðurinn hefur upp E
á margt fleira að bjóða. Má E
þar nefna hina nýfundnu E
hella í Gullborgarhrauni, sem g
eru hrein furðuveröld.
Ég vil hvetja fólk til að fara E
hinn nýja veg frá Krýsuvík til j|
Grindavikur. Vegurinn er E
góður og þarna er mjög sér- s
kennilegt landslag og margt |j
að skoða. Með þessum vegi 2
er komin hringakstur um E
Reykajanes og það er sannar- 2
lega þess virði að verja degi í 2
hana. 2
Stefán Stefánsson
frá Svalbarði
t. 9/8 1813, d. 4/6 1964
STEFÁN Stefánsson bóndi frá
Svalbarði er horfinn af sviðinu.
Hann var meðal traustustu og
framsýnustu bænda þessa lands;
athafnasamur, glöggskyggn og
hugprúður.
Stefán frændi - svo kölluðum
við systkinabörn hans hann, því
hann var allra frænda beztur.
Stefán á Svaibarði var þjóð-
kunnur maður, iþví víða kom
hann við sögu. En sá þáttur hans
verður ekki rakinn hér, aðeins
vikið að þeim litbrigðum í skap-
gerð hans, geðblæ og háttum,
sem einkum snertu okkur vini
hans og gera mynd hans skýrá og
bjarta í vitund okkar. — Minning
um hinn Ijúfa, glaða, greinda
dreng, sem okkur þótti svo vænt
um.
Stefán var fimur íþróttamaður,
ekki aðeins góður glímumaður í
æsku, heldur íþróttamaður fram
eftir öllum aldri; kunni vel að
hugsa og tala, vinna og búa.
Hann var kappsamur við öll
hversdagsstörf sem í orðasennum,
þegar svo var í garðinn búið. Og
mat þá jafnan mikils, sem unnu
vel og trúlega, hver sem staða
þeirra var. „Trúmennskan er
okkar mikla dyggð," sagði hann
eitt sinn við mig. — Hann var
hreinskilinn, einlægur iéttur í
lund og afbragsfélagi. Glögg-
skyggn jafnt á veraldleg sem and
leg viðfangsefni. — Stefán var
víðsýnismaður, æfinlega þess um
kominn og viðbúinn að ræða við
kvæm ágreiningsmál í fylista
bróðerni, hvað sem alvöru og
skapi leið, jafn hugljúfur and-
stæðingur sem samherji. Aldrei
kvaddi hann mann innilegar en
eftir snarpar viðræður um hugð-
arefni sem máli skiptu Svo frjáls
var hann í anda og léttur, tillit-
samur og sanngjarn. — Vel mætti
tileinka honura vísuorðin, sem
Stephan kvað um Bandaríkin:
„Gat fúlustu alvöru andhverft í
spaug, lét ástríður taumhaldið
skilja.“ Stefán var samhyggju- og
samvinnumaður í hjarta sínu,
Leikfélagið
á ísafirði
ÍSAFIRÐI, 3. júlí — Leikfélag
Reykjavíkur er nú í leikför um
landið og sýnir gamanleikinn
„Sunnudagur í New York“. Um
miðja næstu viku verða tvær
sýningar á ísafirði á þessum
vinsæla gamanleik. — H.T.
GÓÐUR AFLI NORÐMANNA
Bergen, 3. júlí (NTB)
• Síldveiðar Norðmanna við
ísland hafa gengið vel í sum-
ar. Hafa norsku síldveiðibát-
arnir fengið alis 216 þúsund
hektólítra af síld og er það
rúmle,ga 100 þúsund hl. meira
en á sama tíma i fyrra.
rökskyggn á frelsisþrá mannanna
en fyrirleit yfirgang og ójöfnuð.
En gæti skyldi þessi að þrengja
ekki um of að frelsi og framtaki
einstaklingsins. Hans innsta sann
færing var að maðurinn upp-
skæri eins og til var sáð, og því
yrði einstaklingurinn að hafa
allmikið frelsi til athafna, hæfi-
leikarnir að flá að njóta sín til
fulls. — Stundum körpuðum við
Stefán um það, hver væru hin
réttu æskilegu hlutföll samfélags
hyggju og hátta annars vegar og
einstklingsfrelsis og framtaks
hins vegar á starfsferli ein-
staklinga og þjóða. Það voru
skemmtilegar stundur. En ein-
mitt þetta spursmál hefur löng-
um verið eitt vandasamasta og
erfiðasta viðfangsefni menningar
frömuða og leiðsögumanna allra
alda. Og þess vegna eðlilegt og
tímabært umhugsunarefni ó-
breyttra liðsmanna hvar sem er,
sem skilja baráttuna fyrir auk-
inni hagsæld — en þó einkum
aukinni farsæld þeirra mörgu,
sem virða störfin — erja lönd,
höf og himin.
Stefán var höfðingi meiri en
sögur fóru af. Höfðingslund hans
naut sín betur í einrúmi en á al-
mannafæri, sem jafnan er sam-
kenni góðra og háttvísra drengja.
Fyrir nokkrum árum, er við
Stefán ræddumst við, sagði hann
mér frá því, að kunningi sinn
í höfuðstaðnum, heilsutæpur
heimilisfaðir, væri fjárhagslega
tæpt staddur, hefði orðið fyrir
óláni. Þegar hann hafði sagt mér
lausl. frá málavöxtu sagði hann
við mig: „Mér datt í hug að lóta
hann hafa þessa upphæð (hún
skipti tugum þúsunda), sem fram
lag, ekki lán. Hvað finnst þér?“
Ég var óviðbúinn að gefa skjótt
og ákveðið svar. Vék að því að
slík reynsla væri ýmsum nauð-
synleg, menn lærðu ekki af
neinu öðru en reynslunni. —
Stefán þagði um stund, og mælti
svo: „Er það ekki góð reynsla,
og hjálpin komi þegar neyðin er
stærst Ég læt hann hafa þessa
Fréttutilkynning frd læknnm
uuHimmMmiimiMmmmiHtmimmniiiiiMmmmiiiiimmiiiimmiiimimmtmiiiiimiiimiiiiHimiiiiiiiimiii
Slys í unt-
ferðmni
NOKKUR slys urðu i umferð-
inni í gær. í gsermorgun var til
kynnt um slys á Framnesvegi á
anóts við húsið númer 24. Hafði
drengur að nafni Skarpíhéðinn
Arinbjarnarson, Framnesveg 1,
orðið fyrir bífreið og hlotjð á-
verka á höfði. Var hann fluttur
í slysavarðstofuna, en meiðsli
bans ekki talin alvarlegs eðlis.
Um hálf sex-leytið voru Hafn
arfjarðarlögreglan og sjúkrabif-
reið kvödd að Vifilstaðaveg. Þar
hafði kona, Jóndís Vilhjálms-
dóttir, Graðaflöt 17, orðið fyrir
bifreið og meiðzt á hötfði. Var
hún flutt í slysavarðstofuna.
Klukkan sex í gærkvöldi var
bifreið úr Reykjavík ekið út af
veginum austan við Skíðaskál-
ann í Hveradölum. Ekki var
kunnugt um meiðsli á mönnum.
Vöruhappdrætti
S. í. B. S.
6. júlí var dregið í 7. flokki, u.m
1240 vinninga að fjárhæð alls kr.
1.882.000,00. — Þessi númer hlutu
hæstu viriningana:
500 þús. kr.
nr. 53473 (umboð Grindavík)
10. þús. kr. hlutu:
4326 4784 7561 29965 45761
53044 53472
5 þús. kr. hlutu:
2807 3003 3272 5275 20356
23666 25469 28178 37556 39041
43094 43664 46926 50837 52146
53348 54679 57108 60043 60872
(Birt án ábyrgðar).
NÝLEGA gerðist það að 77 lækn
ar og læknakandidatar í Reykja
vík undirrituðu mótmæli til ríkis
stjórnarinnar, þar sem gagnrýnd
ur var sá dráttur, sem orðið hefur
á byggingu Hjúkrunarskóla ís-
lands.
Síðasta Aiþingi hafði synjað
um sérstaka fjárveitingu til bygg
ingar Hjúkrunarskólans og frétt
ir höfðu borizt læknum um það,
að ríkisstjórnin mundi ekki nota
heimild í fjárlögum til sérstakrar
lántöku í þessu skyni.
Mótmælum læknanna fylgdi á-
kveðin áskorun um að hefja þeg
ar framkvæmdir við byggingu
Hjúkrunarskólans.
Bentu læknar á, að hjúkrunar-
skorturinn væri mjög alvarlegt
vandamál, sem færi vaxandi. —
Jafnframt var tekið fram að
ítrekuð tilmæli læknasamtak-
anna á undanförnum árum til
heilbrigðisyfirvaldanna að vinna
að iausn þessa vanda hefði engan
sýnilegan árangur borið. Má í því
samibandi geta þess, að áætlað
hefur verið, að til að starfrækja
hin nýju sjúkrahús, sem nú eru
í smíðum, muni þurfa um 150
starfandi hj úkrunarkonur til við
bótar við þær, sem fyrir eru.
Læknar telja með öllu óvið-
unandi að vegna skorts á hjúkr-
un sé ekki séð fyrir brýnustu
íþörfum sjúklinga ó sjúkrahúsum
og öðrum heilbrigðisstofnunum
svo sem elliheimilum og hjúkrun
arheimilum. Þannig snertir hjúkr
unarskorturinn alla sjúklinga,
sem sjúkrahúsvistar þarfnast og
er auk þess hemill á eðlilega
Iþróun og framkvæmdir heilbrigð
ismóla í landinu. Læknastéttin
hlýtur því að líta mjög alvarleg-
um augum á þá þróun, að svo
brýnt vandamál er af Alþingi og
öðrum stjórnarvöldum látið sitja
á hakanum.
Það skal tekið fram, að um það
bil er læknirnir undirrituðu mót-
mæli sín hófust viðræður milli
lækna og ráðherra um hjúkruriar
vandamálið með jákvæðum ár-
angri að ætia má.
upphæð“. Og það gerði hann
nokkru síðar.
Þetta tilvik Stefáns og önnur
slík, sem við frændur hans
þekkjum, eru eftirtektarverð
vörðubrot á fáförnum leiðum,
þær sem brotizt er beint yfir há-
lendið, „þótt brekkurnar séu þar
hærri“. — Bóndinn leysir náunga
sinn, yfirstéttarborgara höfuð-
staðarins, úr viðjum fjármála-
öngþveitis, þar sem leikreglur
íþróttalífsins gilda ekki. Þannig
hefur íslenzkur landlbúnaður
stundum lyft unnendum sínum
upp í hæðir dyggðanna, þar sem
verðgildi athafnanna er augljóst
— og íslenzkir bændur hafið land
búnaðinn til þess vegs, sem hon-
um ber.
Stefán var hvarvetna velkom-
inn, enda boðberi þeirrar lífs-
gleði, sem á sér ekkert kvöld.
Skemmtileg hófsemi og hagsýni
einkenndu geðblæ hans og alian
starfsferil. Athafnasöm raun-
hyggja vermd sólrænu eðlisfari
og sannri trúhneigð var einkunn.
hans og aðall. „Það sem þér vilj
ið að mennirnir gjöri yður, það
skuluð þér og þeim gjöra“, var
kristindómur hans. Sálvisindi og
siðfræði þessara ummæla voru
honum óbrotgjörn sannindi og
vafurlogar á torsóttum leiðum
mannlegs þroska. Stefán var
raunveruleikans maður, sem
kunni að spinna gullið úr gæðum
jarðarinnar og geislum himins-
ins - þess lífsljós, sem er leiðslan
milli blaðgrænunnqy og sann-
leiksanda mannssálarinnar. Þeg
ar lífsvitund mannsins tengist
hinum dulda töfrasprota, sem
með nærveru sinni leysir og bind
ur, velur, sameinar og samræm-
ir, hefur hann jafnan beggja-
skauta byr.
Auðmjúkur, glaður og reífur
kvaddi Stefán næstum 91 árs
þennan jarðneska heim, vafinn
eigin fána dáða og drenglundar.
Gott er að kveðja þig og minn
ast þín, kæri frændi minn.
Ólafur Tryggvason.
— Tækniskólinn
Framh. af bls. 15
ingu og starfskrafta tæknifræð-
inga. Það er ekki eingöngu na.ið
synlegt fyrir fyrirtækin sjálf,
heldur fyrir allt þjóðarbúið.
Við hljótuim að dragast enn
meir aftur úr öðrum þjóðum á
mörgum sviðum, ef við hagnýt-
um okkur ekki nútímatækni.
Ennfremur verður menntun
tælknifræðdnga okkar að vera
sniðin eftir inrfendum staðlhótt-
um, — ekki útlendum. Hér er
það tækni í sambandi við öflun
og vinnslu sjávaratfurða, setm
hlýtur að verða mikilvægust. Ég
hetf þá trú, að síðar meir rnuni
útlendingar koma hingað, til
þess að læra í Tækniskóla ís-
lands um þau etfni. Frystihiisa-
rekstur, fiskimjölstframleiðsla,
síldarbræðsla, fisklþurrkun o.s.
frv., — ailt er þetta óplægður
akur. Erlendis læra menn ekki
staf um þessa hluti. Margir læra
kælitækni, sem aukafag. Sem
aðalnámsgrein mun hún hvergi
kennd, en hún er óvíða eða
hvergi jatfnmikilvægt atriði í
þjóðarbúskapnum og bér. Tækni
menntunin verður að laga sig
eftir atvinnuvegunum, og þá
munu fyrirtækin sjá sér mikinn
hag í að nýta sér menntun tækni
fræðinganna. Þeir verða verk-
fræðingar framtíðarinnar í at-
vinnurekstrinum. Miklu móli
skiptir nú, að allt sé vandað frá
upphafi. Tækniskólinn er svo
mikilvægur fyrir okkur ísilend-
inga, að þar má engin sýndar-
mennska kornast að. Ekki verði
íl anað að neinu, en ekki held-
ur hangið og beðið.
— Þörfin er þá brýn?
— Já, það liggur mikið á. Við
öurfum ekki einu sinni rann-
sókn á því atriði. Við eigum
sennilega duglegri, verklagnari
og útsjónarsamari mönnum á
að skipa en margar aðrar þjóðir,
og þeir eru fljótari að tileinka
sér ýmsar nýjumgar en útlend-
ingar. Samt getum við ekki
greitt eins mikið fyrir hráefnið
úr sjónum og útlendingar. ís-
lenzku framleiðendurnir borga
>ó eins og þeim er framast unnt.
Hvað vantar þá? Ekkert nema
kunnáttu og tæikni.