Morgunblaðið - 07.07.1964, Síða 24
24
MORCUNBLAÐIÐ
Þrfðjudagur 7. júll 1964
f JOSEPHINE EDGAR~
44
FÍAlSYSTIR
Ég sagði Flóru frænku um
kvöldið, að ég héldi að ég mundi
i>ú giftast Hugh Travers, eftir
allt saman.
Loksins kom kvöldið sem dans
leikurinn hennar frú Elspeth
átti fram að fara. Verndarvættur
minn, hún frá Camberley, vitj-
aði mín klukkan hálfníu. Hún
kom nú ekki sjálf að dyrunum,
en sendi hestasveininn sinn.
Flóra setti upp vanþóknunarsvip
og Marjorie sem hafði skroppið
heim frá Cambridge, fitjaði upp
á trýnið og sagði: O, bölvaður
hégóminn!
En mér var alveg sama. Ég
var brynjuð gegn hverju sem
koma vildi, þetta kvöld. Enginn
skyldi framar geta sært mig —
eða það fannst mér.
Eg leit vel út og vissi vél af
því sjálf. Þegar ég kom inn í
vagninn, skartbúin frá hvirfli til
ilja, brosti ég blíðlega til frú
Camberley og beggja ólaglegu
dætranna hennar. Ungi sonurinn
hennar leit snöggt á mig og var
nærri því dottinn um sjálfan sig,
í flýtinum að hjálpa mér inn í
vagninn.
ina á honum var matsalur. Þarna
var lítil hljómsveit og eitthvað
tvö hundruð gestir, mest ungt,
fólk. Mér fannst allir líta mig
hálfgerðu hornauga, stúlkurnar
með forvitni en piltarnir með
undrun og forvitni.
Þetta voril allt sömu og sams
konar menn eins og fylltu sætin
í Frivolity á hverju kvöldi, jusu
gjöfum yfir stelpurnar þar og
eltu þær á röndum. Að sjá eina
af þeim hóp ljóslifandi meðal
vina sinna, og viðurkennda af
Travers-fjölskyldunni, var hlut-
ur, sem þá hefði aldrei getað ór
að fyrir. Áður en stundarfjórð-
ungur var liðinn, hefði ég getað
verið búin að fylla danskortið
mitt hundrað sinnum.
Eg býst við, að hefði ég nokk-
urntíma getað kallað mig leik-
konu, þá hafi þetta kvöld í An-
jou verið bezt heppnaða sýn-
ingin mín. Mér hefði verið innan
handar að ofleika hlutverkið
mitt, en þarna hafði frú Elspeth
gefið mér tækifærið og ég greip
það. Eg var töfrandi og ung,
kurteis við eldra fólkið og jafn
almennilega við leiðinlegu menn
ina og þá skemmtilegu, og dans-
aði með eins mikilli ánægju við
roskna herramenn og hina, sem
voru ungir og kátir.
Hugh skrifaði nafnið sitt á
helminginn af dönsunum, og eft
ir borðdansinn fór hann með mig
að veitingaborðinu og síðan að
borði móður sinnar. Frú Elspeth
klappaði á höndina á mér og
sagði: — Þú hefur staðið þig vel
væna mín. Það verður tilbreyt-
ing að fá fallega stúlku inn í
Travers-fjölskylduna aftur.
— En hún hefur þó alltaf yður,
frú Elspeth, sagði ég hæversk-
lega.
Hún hló og sagði mér að fara
ekki að ofleika hlutverkið mitt.
Eg vissi, að hvort sem ég nyti
þess að vera kona Hughs eða
ekki, þá mætti hver stúlka með
eitthvert vit í kollinum njótá
þess að vera tengdadóttir frú
Elspeth.
Þegar við vorum að fara út úr
matsalnum, hitti ég blaðamenn,
sem ég þekkti allvel. Hann var
á sífelldum þeytingi í Frivolity,
að reyna að tína upp einhverja
kjaftasagnamola handa blaðinu
sínu. Hann glápti á mig stein-
hissa, talaði kurteislega við frú
Elspeth og kom síðan beina leið
til mín, því að nú þóttist hann
hafa viðrað einhverjar fréttir.
— Mér skilst þér vera hér í
boði frú Elspeth Travers, ung-
frú Eves, sagði hann. — Eruð
þið hr. Travers trúlofuð?
Hugh greip hönd mína undir
arm sér og sagði hreykinn í
bragði: — Ef og þegar ungfrú
Eves samþykkir að verða konan
mín, þá verður það tilkynnt á
venjulegan hátt.
Dansleiknum var lokið rétt
eftir miðnætti. Einkasalirnir þar
sem hann fór fram, voru á fyrstu
hæð og breiður stigi lá þaðan
niður í forsal hótelsins. Þegar
gestimir fóru að sýna á sér farar-
snið, og ég beið þarna meðan
frú Camberley var.að komast að
til að kveðja frú Elspeth, varð
ég vör við einhverja ókyrrð
þarna.
Hún virtist k'oma úr veitinga
salnum uppi, og varð æ meir á«
berandi. Við hávaðann fóru all-
ir að teygja álkuna til að sjá
hvað um væri að vera, en 1
sama bili sá ég Soffíu koma nið-
ur stigann.
Frú Camberley var afskaplega
mjúk á manninn og verndarieg.
Eg er viss um, að dæturnar litu
á mig eins og einhvern ránfugl,
framandlegan og grimman, sem
hefði komið þjótandi til að taka
álitlegustu ungu mennina frá
þeim.
— Blessunin hún frú, Elspeth
segir mér, að þér séuð leikkona,
ungfrú Eves, sagði hún. — Það
hlýtur að vera hættuleg atvinna
fyrir unga súlku.
— Það er mest undir stúlkunni
sjálfri komið, sagði ég, stutt í
spuna.
Stúlkurnar horfðu með athygli
á búninginn minn og svo hárupp-
setninguna, sem var mjög em-
föld. Eg var ekki með neina skart
gripi, því að ég vissi, að ég
þurfti ekkert slíkt til að vekja at
hygli á handleggjunum á mér og
hálsinum. Æfingin í Frivolity
hafði kennt mér að bera mig vel,
og fara ekki hjá mér þó að mér
væri veitt athygli.
Eg vorkenndi aumingja stúlk-
unum, sem hefðu getað verið
almennilegar og geðugar, hefðu
þær nokkurntíma mátt vera eins
og þær áttu að sér. Eg vissi vel,
að ég var þarna með þeim aðeins
vegna þess að móðir þeirra vildi
gera frú Elspeth greiða, og hefði
ekki svo verið, hefði hún ekki
einu sinni leyft þeim að yrða á
mig.
Hugh stóð hjá mömmu 3inni
og systrum og tók á móti gestun-
• um. Frá þeirri stundu, sem ég
var þarna komin, sá hann ekki
aðra en mig.
Dansleikurinn fór fram í skraut
legum og skemmtilegum sal, sem
vissi út að Temsánni, og við hlið
114
BYLTINGIN I RÚSSLANDI 1917
ALAN MOOREHEAD
herradómur hans var óviss og
reikull, fyrst var sveigt til
vinstri og síðan til hægri, en
hann féll þó ekki strax, en ein-
göngu vegna þess að engir nema
bolsjevíkarnir vildu láta hann
falla. Svona forusta var ekki til
þess fallin að framfylgja skipun-
um eða blása mönnum traust í
brjóst í stjórnmálakreppu, sem
nú var orðin allt of löng. Auk
þess hafði vantraust bolsjevíka-
flokksins valdið tómi meðal
múgsins, sem hinir flokkarnir
áttu ekki dugnað til að fylla;
það var því ekki nema eðlilegt,
að múgurinn sneri sér inn á við
með óánægju sína.
Verksmiðjur héldu áfram að
stöðvast vegna flutningaerfið-
leika — aðrar, sem voru í gangi,
voru eins og lamaðar af nýrri
verkfallaöldu. Þannig bættist
stórkostlegt atvinnuleysi við
annað böl ófriðarins, og það
gerði ekki beint gagn, einmitt
á þessum tíma, að einn helzti
iðjuhöldur Moskvu, að nafni
Ryabushinsky, hafði flutt ræðu,
þar sem hann sagði, að áður en
lyki mundu „horaðar hendur
hugursins* koma vitinu fyrir
verkamennina. Það var einmitt
svona ögrun, sem hlaut að stöðva
fráhvarfið frá bolsjevíkaflokkn-
um. Verkamennirnir tóku vel
eftir þessari athugasemd um
hungrið — meira að segja varð
hún að pólitísku vígorði í þeirra
hópi. — Og á tíma, þegar losnað
hafði um allar hömlur og eftir-
lit, vakti þetta enn grimmara
hatur á „auðmönnunum".
En svo hlaut líka reiðin við
Lenin að hjaðna niður. Jafnvel
and-bolsjeviskir .menn tóku að
tauta eitthvað um, að þetta níð
gegn mannorði hans hefði geng-
ið of langt; í pólítíkinni seldu
sig allir meira eða minna, ef
út í það væri farið. Ef Þjóðverjar
hefðu keypt Lenin, þá höfðu
líka Bretar, Bandaríkjamenn og
Frakkar keypt Kerensky. Og
hvenær kæmi einhver — hver
sem væri — til að vinna eitthvað
að því að binda enda á þetta
bölvaða, vonlausa stríð?
f lok fyrstu viku ágústmánað-
ar var andbolsjeviska hreyfing-
in hjöðnuð niður, að minnsta
kosti hjá öllum þorra múgsins, og
tækifæri Kerenskys þar með
glatað. Þó var þetta alls ekki
áberandi á yfirborðinu — svo
illa voru bolsjevíkarnir þokkað-
ir — en það kom greinilega fram
á leynifundi flokksins, sem hald-
inn var.í Petrograd 8. ágúst. Á
næsta fundi á undan, í maímán-
uði, hafði 151 fulltrúi komið til
fundar, fyrir hönd 80.000 manna.
En nú í ágúst, og þrátt fyrir hið
opinbera vantraust á Lenin,
þrátt fyrir bannið á flokksblöð-
unum og fangelsun foringjanna,
voru 175 fulltrúar kosnir og þeir
þóttust vera fulltrúar fyrir
177.000 flokksfélaga, mestmegn-
is af öreigalýð iðnaðarins. Með
öðrum orðum höfðu júlídagarn-
ir ekki valdið nema skammvinn-
um afturkipp; fráfallinu frá
flokknum var algjörlega lokið,
og allt stefndi óðfluga í hina átt-
ina. Þetta var furðuleg viðreisn,
og enda þótt flokkurinn yrði að
flýja með fundinn úr einu hús-
inu í annað, til þess að honum
yrði ekki hleypt upp af lögreglu
stjórnarinnar, þá kom fundurinn
talsverðu í verk.
Lenin var ekki viðstaddur, en
hann var kjörinn heiðursforseti,
og í bréfi hvatti hann félagana
til að leggja fyrir róða sitt gamla
vígorð „Allt vald til sovéttanna“
þangað til þeir hefðu rekið póli-
tíska keppinauta sína frá, og
sjálfir fengið valdið yfir sovét
unum. En þangað til skyldu þeir
undirbúa vopnaða uppreist. Þetta
var samþykkt og ný miðstjórn
var mynduð til að stjórná fram-
kvæmdum flokksins. í þessum
hópi voru áhrifamestu menm-nir
þeir Lenin, Zinoviev, Kamenev,
Nogin, Alexandra Kollontal, Stal
ín og Trotsky — (enda þótt vit
anlega væru Trotsky og Kamen-
ev í fangelsi og Zinoviev færi
huldu höfði með Lenin). Trotsky
heldur því fram, að júlídagarnip
hafi hreinsað loftið og vafageml
ingar og hálfshugar menn hafi
verið hreinsaðir burt úr röðum
hinna óbreyttu liðsmanna, og nú
væri það harður kjarni eindreg-
inna Leninista, sem væri að hefj
ast handa.
Samt er það vafasamt, að nokk
uð af þessu öllu — leynileg end
urvakning flokksins, áframhald-
andi hungursneyð og óánægja,
jafnvel stöðug hnignun hersins á
vígstöðvunum — hefði nægt til
þess að endurreisa álit Lenins og
koma bolsjevíkaflokknum á fæt
urna aftur. Eitthvað meira, eitt-
hvað öflugt og dramatiskt, þurfti
til að halla metaskálunum þeim
í hag. Og einmitt þessi herzlu-
munur kom, þar sem var atvikið,
sem kallað hefur verið Kornilov
málið. Og líklega er það hryggi-
legasti atburður allrar byltingar-
innar.
KALLI KUREKI
Jh pjzofessos Boees'
KOOrf/AJ rcwsJ---
~>f‘
Teikncui; J. MORA
JUSTWAUk-UM DOWtf MAIM
STUEET AT HI&H NOOW. A|4' ,
WHEN OU-TIMEK SHOWÍIP,
AIM AT HIS BELT BUCKLE AB'
PULl-UM TRI&&ER--BLAMV
í herbergi prófessors Boggs niðri
í bænum:
— Hérna! Kalli kúreki sendir yður
skot í stóra riffilinn!
— E-er Gamli bá enn staðráðinn í
að berjast?
— Kalli sagði honum að þér vilduð
fara að þinga um frið, en Gamli er í
bardagahug. Hann er búinn að brýna
hnífinn sinn beittan og hlaða byssuna!
— Hamingjan góða! Aldrei hélt ég
að þetta myndi ganga svona langt!
— Hvað á ég að gera?
— Bara ganga yður niður Aðal-
strætið á hádegi og þegar þér sjáið
Gamla koma a móti yður miðið þér á
beltissylgjvma hans og takið í gikk-
inn — bangl
Húsavík
IIMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðins í Húsavík er Stefán
Þórarinsson, Höfðabrekku
15. Hefur hann með höndum
þjónustu blaðsins við fasta
kaupendur blaðsins. — í
bókaverzlun Þórarins Stef-
ánssonar er blaðið í lausa-
sölu.
Raufarhöfn
UMBOÐSMAÐUR Morgun-
blaðsins á Raufarhöfn er
Snæbjörn Einarsson og hef-
ur hann með höndum þjón-
ustu við fasta-kaupendur
Morgunblaðsins í kauptún-
inu. Aðkomumönnum skal á
það bent að blaðið er selt
í lausasölu í tveim helztu
söluturnunum.