Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.07.1964, Blaðsíða 6
6 MORCUNBLADID Miðvikudagur 8. júlí 1964 JULES OG JIM (Jules et Jim), frönsk frá 1961 Bæjarbíó. Leikstjóri: Francois Truffaut. FRANCOIS Truffaut, einn hæfi- leikamesti og geðugasti leikstjór- ir.n’ af þeim sem hrintu af stað „nýju öldunni“ í franskri kvik- myndagerð, hefur með Jules og Jim skapað dásamlegt og inni- legt kvikmyndaverk, sem mann langar til að umfaðma O'g ausa hrifningarorðum af kröftugustu ,gerð. Jules og Jim og er full af gleði og dapurleika, samofnum á svo hrífandi hátt að mannlífið fær á sig nýja mynd eftir að mað ur hefir lifað sig inn í þetta unaðs lega verk Truffauts, sem sýnir að hann er í hópi beztu kvikmynda- höfunda heimsins. Jules og Jim vantar ef til vill einfaldleika Ungs flóttamanns, en er margbrotnara og víðfeðm- ara verk, fullt af hraða og hreyf- inu og þeim létta yndisleik sem einkennir svo margar kvikmynd- ir hinna yngri Frakka. Truffaut minnir oft á meistara Jean Ren- oir, bæði hvað viðvíkur lífskoðun og tæknilegri útsetningu og eins og í myndum Renoirs, Sjónhverfingin mikla (sýnd í Nýja Bíói fyrir ári) og Le Cap- oral Epinglé (Filmía í vetur), er annað aðaltemað í Jules og Jim vináttan og óforgengileikur sann- iar vináttu. Fyrirmynd Truffauts og áhrifamaður er einnig Jean Vigo (Núll í hegðun, Filmía í vetur), hinn frábæri avant- gardisti og ljóðræni kvikmynda- höfundur, eins og berlega kem- ur fram i Ungum flóttamanni. En Jules og Jim er frekar í ætt við Renoir. Jules, Jim og Catherine mynda þríhyrning ástar og vináttu og þessi þríhyrningur rofnar aldrei. Jules og Jim eru óaðskiljanlegir. Jules (Oscar Werner) er þýzkur, Jim (Henri Serre) er franskur og báðir eru listamenn. Ekki einu sinni stríð á milli föður- landa þeirra fær slitig vináttu þeirra. Þetta er frekar undir- strikað þegar þeir hittast' á ný í kvikmyndahúsi og ganga saman út ásamt Catherine (Jeanne Moreau), eftir að hafa horft á þær dýrslegu aðfarir sem áttu sér stað þegar Þjóðverjar fóru að brenna bækur opinberlega. Jim er reyndari en Jules á leik- sviði lífsins, mikið eftirlæti kvenna og hann reynir að hjálpa Jules til að öðlast reynslu hjá þeim,.en Jules tekst illa að halda á ungu stúlkunum sem Jim kem- ur honum í kynni við. Eitt sinn sjá þeir hjá vini sínum gríska myndastyttu af konu og bros hennar heillar þá svo mjög að ef þeir mættu slíkri konu mundu þeir fórna öllu hennar vegna. Og einn dag finna þeir stúl'kuna sem ber hið sama töfrabros. Það er Catherine, áhyggjulaus op ómórölsk, lifir aðeins fyrir líðandi stund og vill reyna allt, sem lífið og ástin hafa uppá að bjóða, kynnast sjálf hverri lífs- reynslu. Hún lifir samkvæmt þeirri kenningu að allt sé leyfi- legt, ef það skaði engan annan. En duttlungar hennar og ábyrgð- arleysi koma samt niður á þeim scm elska hana, Jules og Jim. Þau þrjú eru eins og samvaxnir þríburar, leika sér og elska hvert annað í áhyggjuleysi. Og raunar ræður tilviljun því að að Catherine giftist Jules en ekki Jim. Styrjöldin aðskilur þau í nokkur ár. Þeir berjast sitt kvoru megin víglínunnar og óttast mest að verða hvor öðr- um bana. En að stríði loknu heimsækir Jim þau á ný. Þau eiga eitt barn, en Catherine er Jules ótrú. En til að glata henni ekki, lokar Jules augunum fyrir því. Þegar hún virðist fella hug til Jim, ýtir Jules næstum vini sínum í fang hennar, svo hann geti þá átt eitthvað í henni gegnum hann. Afbrýðissemi eiga þeir ekki til gagnvart hvor öðr- um. Og Carherine verður ást- kona Jims. Hún vill eigast barn með honum, en það tekst ekki. Jim hefur orðið fyrir vonbrigð- um og fer frá henni. Nokkru seinna hittast þau þrjú á ný. Catherine býður Jim í ökuferð, sezt sjálf undir stýri oig segir við Jules: „Taktu vel eftir okk- ur“. Og fyrir augum hans tekur hún örlög þeirra í sínar hendur. Lausn hennar er vitfirringsleg og óútreiknanleg eins og flest sem hún gerir, en er að sumu leyti léttir fyrir Jules, þrátt fyrir sorg hans. Lok myndarinnar eru ógleymanlegur aamrunni gam- ans og sorgar. Þessu unaðslega kvikmynda- verki er ekki auðvelt að lýsa. Cleðin og systir hennar sorgin leika þar saman og lífsgleðin sem það geislar frá sér er sam- ofin þeim söknuði og dapurleika sem liggur undir yfirborðinu. Söknuði og þrá eftir sakleysi og banrslegu áhyggjuleysi. Því Jules, Jim og Catherine eru raunar börn, eða reyna að lifa lífinu sem börn, þótt ábyrgð fullorðinsáranna grúfi yfir þau Jeanne Moreau í „Jules og Jim“,heillandi franskri mynd um ást- ina og vináttuna. meg ofurþunga byrði sína. Myndin ber vitni tæknilegu ör- yggi og mannþekkingu Truffauts. Hann er mannþekkjari en dæm- ir ekki. (Ef til vill er það þess vegna sem myndin er bönnuð hér; furðuleg ráðstöfun). En við létum svo heillast af töfrum þessara barna, að okkur dettur ekki í hug að dæma þau heldur. Siíkur er töframáttur Truffauts, að hann fær áhorfandann til að gleyma öllum sínum siðferðis- mælistikum, sem hann er svo fijótur að bregða á nánugann. Trauffaut er einnig mikill meist- ari formsins. Hann beitir kvik- myndavélinni af fjöri og létt- leika, hún er á sífelldri hreyf- ingu, fer í kringum sjálfa sig í eitingaleik sínum við persón- urnar, sveiflast yfir sviðið eða þýtur uppávið, svo við sjáum manneskjurnar frá sjónarhóli himnaranns. En ekkert af þessu er tæknibrellur þeirra eigin vegna, heldur til að varpa nýju Ijósi á líf persónanna og skapa heildaráhrif hraða og lífsþróttar. Ekkert misjafnt verður sagt um leikendur myndarinnar, þau eru í einu orði sagt: afbragð. Jeanne Moreau er ógleymanleg sem hin lífsþyrsta og fjöllynda stúlka, sem hikar ekki við að kssta sér í Signu í mótmæla- skyni, halda framhjá eiginmann- inum á brúðkaupsdaginn yegna ónærgætni hans, eða dylja kyn- ferði sitt með karlmannlegum kiæðaburði. En hún skyggir samt ekki á þá Oscar Werner og Henri Serre, en af þeim tveimur er binn barnslegi og gáfaði Jules eftirminnilegri. Bæjarbíó á skilið lárviðarsveig fyrir þær afbragðs kvikmyndir, sem það hefur sýnt hverja á fæt- ur annarri undanfarið: Ævin- týri Antonionis, Engill dauðans eftir Bunuel, núna Jules o,g Jim og væntanlega er Æska ívans, hið fallega kvikmyndaljóð Tarkovskís, Evtusjenkós kvik- myndalistarinnar nýju í Rúss- landi. Það væri næsfcum syndsam- legt að missa af Jules og Jim og mikil ástæða til að hvetja fól'lc tii að sjá þessa heillandi kvik- mynd, ef það er ekki orðið of seint. Pétur Ólafsson- Albert Rósin karsson Fæddur 30. nóvember 1906. Dá.inn 3. desember 1963 ÞANN 3. des. s.l. lézt í sjúkra- húsi í Reykjavík, Albert Rósin- karsson Skólagötu 8, ísafirði. Hann var fæddur í Súðavík 30. nóvember 1906. Foreldrar hans voru Lydia Kristóberts- dóttir og Rósinkar Albertsson. Hann ólst upp með foreldum sínum í Súðavík og var mjög kært með þeim og honum alla tíð, meðan þau lifðu. Albert var fulltíða maður er hann fluttist til ísafjarðar. Hann stundaði sjósókn um árabil, en varð heilsu tæpur nokkur ár og er hann gat starfað á ný, gegndi hann ýms- um störfum, en aðalstarf hana var umsjón Gagfræðaskólans á ísafirði og Húsmæðraskólans þar. Hann rækti störf sín af vand- virkni og trúmennsku. Albert kvæntist ekki og áttl ekki börn, en ungur frændi hans ber nafn hans og áttu þeir nvargar gleðistundir saman. Hann átti vistlegt og snoturt heimili, sem ánægjulegt var að koma á, hann var trygglyndur maður, vinur vina sinna. Hýr og glaður var hann og flutti með sér birtu og ií, þar sem hann kom. Það vai þétt handtakið hans, þegar hann kom til að kveðja áður en hann færi til lækninga í Reykja- vík, en engan grunaði að það yrði það síðasta. Auðheyrt var þó á honum að hann vildi vera við öllu búinn, enda var hann trúaður maður og vonandi hefur hann fengið góða heimkomu. Við söknum vinar í stað. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. S. K. E. • INN ANLAND SFLU GIÐ Flugfélag ísT.ands hefur nú endanlega ákveðið að kaupa nýja o,g fullkomna flugvél til innanlandsflugsins. • Þessari ákvörðun fagna allirj þvi innanlandasa5.ugið er orðið þýð ingarmesti þátturinn í sam- göngum hér á landi. En drátt- urinn, sem orðið hefur á að ráðast í fyrirtækið, hefur vald ið mörgum áíhyggjum, því stöðug aukning ' smáflugvéla í innanlandsflugi — á kostnað flugvéla Flugfélagsins, er sjálf sagt ekki heppilegasta þróunin í þessum málum. • SAMI HRAÐI Eg hef gert þessa samkeppni í innanlandsfiuginu að umtals efni áður Og sagði þá; að Flug félagið væri að missa af stræt- isvagninum. En vonandi verð- ur koma nýju vélarinnar til þess að félagið geti treyst bet- ur starfsemi sína og veitt landsmönnum aukna þjónustu og betri. — Ástæðan til þess, að he-ldur hefur stigið á ógæfu hliðina í innanlandsflugi félags ins — þ.e. að smærri vélar taka nú meiri flutning ti/1 sín, er einfaldlaga sú, að litlu vél- arnar fljúga með svipuðum hraða og Douglas-vélar Flug- félagsins — og í hinni óstöðugu veðráttu íslands þurfa þeir á litlu vélunum skemmri fyrir- vara og geta frekar gripið tækifærið, þegar veður breyt- ist skyndi/.ega til batnaðar. • TÍMAMÓT Með þessu er ég á enigan hátt að reyna að draga litlu flugfélögin niður, þvi þau hafa líka sínu hlutverki að gegna á íslandi. Hins vegar held ég, að það hljóti að vera óheppilegt og óhagstætt fyrir þjóðfélags- heildina, ef landsbyggðin hætt ir að njóta uppbyggingar og þeirrar reynslu, sem áunnizt hefur með starfi flugfélagsins. Auðvitað verður heilbrigð sam keppni að ráða — og óg held að samkeppni í einhverri mynd sé Flugfélaginu nauðsyn leg. Ég er þeirrar skoðunar, að hefði Fokkerinn komið fyrir tveimur árum, væri ekki jafn mikið af smávélum í landinu — og hefðu allar smávélarnar ekki bætzt við flotann síðustu mánuðina, þá er ég ekki viss um að búið væri að afráða Fokker-kaupin. — Ég er líka viss um að koma þessarar nýju vélar næista vor á eftir að valda jafnmik/ um tímamótum í innanlandsflug- inu og koma Visoount-vélanna í millilandafluiginu forðum —• og þar sýndi Flugfélagið fram tak, sem það hefur búið að æ siðan. • FÆREYJAR í fréttum af Fokker-kaupun um sagði, aðv félagið hefði tryggt sér forkaupsrétt að ann arri sl’kri — og e.t.v. mundi sú þriðja bætast í hópinn, ef Færeyjarfluginu yrði haldið á- fram. — Ég þykist vita fyrir víst, að Færeyjarflugið hafi tekizt á:l- vel — og sennilega er ekki loku fyrir það skotið, að þetta flug gæti í framtíðinni orðið hagstætt fyrir Flugfélagið, Hættan er auðvitað sú, að aðr- ir og stærri aðilar komi til skjalanna, þegar Flugfélagið verður hálfnað að ryðja braut- ina — og vonandi verður það þá ekki Douglasinn, sem verð- ur Flugfélaginu að fótakefli. Ég á við, að aðrir komi með nýrri og fullkomnari flugvél- ar á meðan Flugfélagið heldur ELDAVÉLAR ELDAVÉLASETT GRILL Sjálfvirkt hita- og tímaval. CjL-/ A E G - umboðið ' V-v J - ‘' \ Söluumboð: HÚSPRÝÐI HF. Simi 20440 og 20441.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.