Morgunblaðið - 08.07.1964, Page 13

Morgunblaðið - 08.07.1964, Page 13
Miðvikudagur 8- júlí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 13 F Y R I R skommu birtist í bandaríska vikuritinu „U»S. News & World Report yfirlitsgrein um ágreining Sovét- ríkjanna og Kína eftir dr. Mose L. Harvey, prófessor í sögu og yfirmann nýstofnaðrar deildar í alþjóðaviðskipt- um við háskólann í Miami. Dr. Harvey er 53 ára að aldri og hefur síðustu 17 árin starfað í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna og dvalizt víða erlendis. Um árabil hefur hann verið einn af helztu sérfræðingum utanríkisráðu- neytisins um málefni Sovétríkjanna og Kína. Hér fer á eftir úrdráttur úr yfirlitsgrein dr. Harveys, og ber þess að geta, að millifyrirsagnir eru Morgun- blaðsins. S V O er komið, að hugtaka- ágreiningur sovézkra og kín- verskra kommúnista er orðinn að köldu strfði og báðir aðilar eyða til muna meiri orku í að heýja þetta nýja stríð heldur en þeir verja gamla, kalda stríð inu við Vesturveldin. Þróun þessarar deilu er með • því athyglisverðasta, sem gerzt hefur í heimsmálunum frá því heimsstyrjöldinni síðari lauk og jafnfranit það afdrifaríkasta, sem gerzt hefur innan heims- hreyfingar kommúnista frá því Bolsjevíkar unnu sigur í Rúss- landi árið 1917. í raun og veru hefur þessi þróun orðið á síðastliðnum sjö árum og allan þann tíma hafa þáðir aðilar gert sér ljós þau skaðvænlegu áhrif, sem hún hefur haft á hinn sameiginlega málstað kommúnista. Báðir hafa þeir reynt að breiða yfir þau og hvatt til þess af miklum ákafa að bilið sé brúað og einingin efld. Báðir hafa íhugað og jafn- vel lagt fram málamiðlunartil- lögur og báðir hafa gert tíma- bundin hlé á árásum sínum. Aðrir flokkar hafa reynt að miðla málum. Sendibréf og orð- sendingar hafa flogið á milli og fundir og ráðstefnur verið haldna^. En allt án árangurs. Bilið hefur stöðugt breikkað, biturleiki deiluaðila farið vax- andi, deilurnar orðið víðtækari og ákafari. Er hugsanlegt, að hið kalda stríð Sovétríkjanna og Kína haldi enn áfram að kólna? Með öðrum orðum: Hvað. ber fram- tíðin í skauti sér? * Er hugsanlegt að brúa bilið? f Það sem fyrst þarf að íhuga er, hvort í raun og veru sé hugs- anlegt að brúa 151110 í náinni framtíð — eða síðar. Eru sættir hugsanlegar? Það er að vísu jafnan vara- samt, að reyna að spá fram í tímann um mannleg samskipti. En því verður vart neitað, að hlutlaus athugun þessa máls og sérhver þáttur þess, er máli skiptir, rennir stoðum undir þá skoðun, að vinslitin séu fyrir fullt og allt. En hvaða hlutverki gegna þá einstakar persónur í deilunni? Er ekki hugsanlegt, að eftir- menn Krúsjeffs og Maos tækju upp breytta stefnu? Vissulega hafa þeir Krúsjeff og Mao persónulega ýtt undir ágreininginn. Því jafnframt hin um alkunna persónulega fjand- skap þeirra, eru báðir feikilega eigingjarnir og nánast ófærir um að laga sig hvor að annars sjónarmiðum. Félli Krúsjeff frá, mætti búast við að kvæði við annan tón hjá Kínverjum — að þer tækju að tala léttum og sæt- um rómi. Og viðbrögð Rússa við fráfall Maos mundu eflaust verða á sama veg. En mundu annaðhvort Kín- verjar eða Rússar — ef svo stæði á, vera fúsir að gera til- slakanir, er nægðu til að ná fullu samkomulagi. Eða mundu þeir reyna að notfæra sér stjórnarskipti til þess að halda fast fram fyrri kröfum sínum •— með tilhlýðilegu smjaðri. Eða mundu þeir standast þá freistingu að notfæra sér óstöð- ugt ástand, er skapast kynni af stjórnarskiptum? Ýmsir mikilvægir þættir málsins benda til þess, að var- anlegt samkomulag — að Krús- jeff og Mao lifandi eða látnum — sé næsta óhugsandi. Gera mætti ráð fyrir — þótt ólíklegt sé — að einhvers konar sam- komulag næðist á pappírnum. En eins og reyndist í árslok 1960 er líklegt, að meinsemdin mundi leynast undir yfirborð- inu. Er næsta líklegt, að deilu- Krúsjeff. aðilar væru komnir í hár sam- an, áður en langt um liði. • í fyrsta lagi er ágreining- urinn í miklum mæli farinn að taka til grundvallarhagsmuna þjóðanna. -Kínverjar vilja, að Rússar svo að segja fórni Sovét- ríkjunum á altari hins sameig- inlega málstaðar. Og Rússar vilja, að Kínverjar bæli niður sínar eigin vonir og eiginn metn að og sætti sig við að verða einskonar hali á sovézkum flugdreka. Enginn sovézkur leið togi, hvort hann heitir Krús- jeff, Ivanov eða Hvaðnov gæti sætt sig við ástand, er Kínverj- um væri þægjanlegt. Og enginn kínverskur leiðtogi gæti sætt sig við skilyrði I|.ússa. • I öðru lagi er raunveru- leg málamiðlun í deilunni ekki hugsanleg. Eitt mikilvægasta atriði deilunnar er um foryst- una innan hins kommúníska heims. Forystu er vart hægt að skipta eða sameinast um. Ann- aðhvort verður Moskva eða Peking að ráða — að öðrum kosti hættir heimshreyfingin af sjálfu sér að vera til sem heild. • í þriðja lagi, og nátengt því, sem að ofan segir, eru kenningaflækjur kommúnism- ans — og sú staðreynd, að- hin kommúníska hreyfing er sprott in af og háð sérstökum hugtök- um — einskonar trygging fyrir því, að ágreiningur og deilur komi upp, nema hún sé undir sterka yfirstjórn seld. Saga k'ommúnismans fyrir 1918 einkenndist af sleitulaus- um flokkadráttum og deilum. Ágreiningurinn var næstum eins mikill meðal kommúnista og meðal andstæðinga þeirra. Það var aðeins, þegar Lenín, og síðar Stalín, urðu einskonar æðstu prestar, er boðuðu hinn eina sanna sannleika, sem ein- ing komst á. Án slíkrar „sannleiksraddar" sér hinn hugmyndafræðilegi grundvöllur kommúnismans fylgjendum hans fyrir óþrjót- andi ágreiningsefni. Því fer svo fjarri, að grundvallarkenningar hans séu sameiningarafl, eins og kommúnistar og margir and- kommúnistar halda fram — þvert á móti eru þær í sjálfu sér hið argasta þrætuepli. • f fjórða lagi eiga nær all- ir kommúnistaflokkar heims hagsmuna að gæta, þar sem er áframhaldandi forystuleysi heimshreyfingarinnar. Senni- lega mæla leiðtogar flestra kommúnistaflokka af einlægni, er þeir láta í ljós vonir um, að bundinn verði endi á deilur Rússa og Kínverja. En fáir, ef þá nokkur þeirra, munu kæra sig um, að samkomulagið yrði svo algert, að aftur yrði komið á sterkri yfirstjórn hreyfingar- innar. Jafnvel þótt leiðtogar sovézkra og kínverskra komm- únista reyndu að sættast mundi engin alþjóðaráðstefna komm- únistaflokka sameinast um yfir- lýsingu eða samþykkt, er fæli í sér, að einn flokkur fengi í hendur yfirstjórn allrar heims- hreyfingarinnar. • í fimmta lagi hafa þjóð- irnar tvær, Kínverjar og Rúss- ar, flækzt mjög inn í þessar deil ur. Sovézkir leiðtogar jafnt og kínverskir hafa markvisst beitt þeim til að hita alþýðunni í hamsi. Báðir aðilar hafa rekið það, sem kalla mætti „haturs- herferð", og það með mjög góð- um árangri. Árangurinn er sá, að inn í deilurnar grípur nú nýtt afl, og það mjög mikilvægt — afl, sem jafnvel einræðisherr- um kann að reynast ofviða að bæla niður. • Fullkomin sambandsslit En takist ekki að koma á sættum, má búast við, að deilan leiði til fullkominna sambands- slita? Svarið er: „Að öllum lík- indum“. Sem stendur virðast Kínverjar fyllilega ánægðir með ástandið eins og það er. En þeir eru áreiðanlega við því búnir að það versni — og lík- legir til að stíga skrefið til fulls, áður en langt um líður, verði Rússar ekki fyrri til. Sem er ekki ósennilegt, því að fram hefur komið mjög ljóslega að undanförnu, að Sovétstjórninni finnst núverandi ástand mál- anna beinlínis óþolandi. Hún hefur að vísu sagt, að forðast beri að útiloka Kínverja frá heimshreyfingunni en jafnframt látið ótvírætt í ljós, að fordæma beri stefnu þeirra og gerðir. Rússar vildu þegar sl. haust hefja aðgerðir gegn Kínverjum, en til þessa hafa minni flokk- arnir haldið aftur af þeim. Hve lengi þeim tekst það er ekki gott að segja. Þolinmæði Rússa er þegar á þrotum, og í raun- inni mega þeir vart bíða öllu lengur, eigi þeir ekki að komast í óþolandi aðstöðu. Sennilega tekst Rússum að fá allmarga flokka til að taka þátt í álþjóðlegri kommúnistaráð- stefnu í Moskvu og samþykkja vítur á Peking — og það e.t.v. mjög bráðlega. En þá má líka vænta þess, að Pekingstjórnin svari með því að boða sjálf til ráðstefnu þeirra flokka, er henni fylgja að málum og fá samþykktar vítur á Rússa. Þar með yrði klofningurinn nánast alger og líklegt, að stjórnmála- samband Kína og Sovétríkjanna yrði ekki meira en nú er milli Sovétríkjanna og Albaníu. Hinsvegar er ekki sennilegt, að ríkin segi upp vináttusamn- ingnum frá 1950, enda þótt hann sé nú þegar lítið meira en nafn- ið tómt. Rússar og Kínverjar hafa ekki lengi skipzt á neinum meiri háttar hernaðarlegum upplýsingum og hafa yfirleitt ekki borið saman bækur sínar í hermálum. Rússar eru hættir að veita Kínverjum hernaðar- aðstoð og Kinverjar halda hern aðaraðgerðum sínum í Asíu al- gerlega leyndum fyrir Sovét- stjórninni. Og þótt Rússar hafi ótvírætt gefið í skyn, að þeir ætli sér ekki að láta Kínverja draga sig inn í meiri háttar styrjöld, kæra þeir sig senni- lega ekki um, að Vesturveldin telji sig hafa of auðveldan leik gegn Kína. Mao. Hinar vaxandi skærur á landa mærum Sovétríkjanna og Kína hafa orðið ýmsum tilefni til að spyrja, hvort búast megi við styrjöld þessara ríkja, ef svo heldur fram sem horfir. Þá er að athuga, að landamæraskær- ur eru eitt og allsherjarstyrjöld annað. Líklegt er, að þrætum og átökum haldi enn áfram í landamærahéruðunum, en hvað væri unnið með styrjöld? Kín- verjum er fyllilega ljós hernað- armáttur Sovétríkjanna — og mikið vafamál er, að Rússar kærðu sig um að taka í sínar hendur forsjá 6—700 milljóna hálfsoltinna Kínverja. Á hinn bóginn neyðast Sovétmenn til að hugsa sitt mál, þegar Kín- verjar komast svo langt að smíða meiri háttar kjarnorku- vopn. Þeir eru vísir með að taka því með ró, þótt Kínverjar sprengi minni háttar kjarnorku sprengjur — en frekari þróun slíkra vopna mun sennilega skjóta þeim skelk í bringu eins og öðrum. • Andkommúnisk ríki mega vel við una Þegar haft er í huga það, sem að framan er sagt, mætti spyrja: Er þetta upphaf endaloka heims kommúnismans, sem beinnar ógnunar við andkommúnísk ríki? Andkommúnísk ríki geta vissulega verið þakklát fyrir á- greininginn innan kommúnista- hreyfingarinnar og geta vænzt þess að hafa af honum hag, svo fremi þau séu þess viðbúin að færa sér í nyt tækifærin, er þau gefast. Því staðreynd er, að þótt kommúnistar virðist nú fjarri því að ná megintilgangi sínum — sem sé, að koma á kommúnisma hvarvetna í heim- inum, undir einni sterkri stjórn •— þá megum við ekki gleyma, að þeir hafa fullt eins mikla möguleika og áður, ef ekki meiri, til að sporna við við- leitni Vesturveldanna til að færa heiminn í jpað horf, er þau óska. Þeim er nú enn meiri vandi á höndum, þar sem þau eiga í höggi við tvenns konar baráttuaðferðir eða jafnvel fleiri, er miða að sama marki. Krúsjeff er engu minna hörku- tól en Mao og markmið þeirra hreint ekki frábrugðin — hann telur aðeins sína aðferð til að klekkja á Vesturveldunum og grafa undan áhrifum þeirra, heppilegri og vænlegri til ár- angurs en aðferðir Maos. í tvísýnustu hlutum heims, þ.e.a.s. hinum vanþróuðu ríkj- um Asíu, Afríku og Suður- Ameríku, halda kommúnistar uppi baráttu með tvennu móti. Kínverjar fylgja hinum sígildu byltingaraðferðum, beinum eða óbeinum árásaraðgerðum og miða beinlínis að valdatöku kommúnista. Rússar á hinn bóg inn fara aðra leið. Þeir miða ekki beint að því að steypa stjórnum hinna ýmsu ríkja, heldur að því að beina þeim smám saman og markvisst inn á braut kommúnismans og auka áhrif kommúnismans á almenn- ingsálitið. Sem dæmi mætti taka Ind- land, þar sem Kínverjar hafa gert ítrekaðar árásir á landa- mærunum, auk þess sem þeir stuðla að undirróðursstarfsemi gegn stjórninni og gera allt, sem þeir mega, til að skapa sem hentugastan jarðveg fyrir bylt- ingu. Rússar hafa hinsvegar beitt bæði kröftum og stórfé til þess að snúa stjórninni inn á braut kommúnismans. Hvor að- ilinn, sem betur kann að hafa í þessari samkeppni, bendir margt til þess, að Indverjar snúist í framtíðinni æ meira til vinstri. í sumum löndum, til dæmis í Arabaríkjunum, hafa aðferðir Kínverja lítinn hljómgrunn hlot ið, en Rússum orðið því meira ágengt. Á hinn bóginn hefur ár- angur af starfsemi Kínverja orðið furðu mikill í ýmsum öðr- um ríkjum Afríku og mörgum ríkjum Suður-Ameríku. Víðast reyna Kínverjar og Rússar að grafa undan starfsemi hvors annars, og eykur það enn á erf- Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.